Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
43
Minning
Ragna Einarsdóttir
Fædd 1. febrúar 1935
Dáin 19. september 1992
Það er komið haust. Með hverj-
um deginum sem líður breytast lit-
irnir. Græni liturinn á trjánum
breytist í gulan, rauðan og brúnan
lit, síbreytilega litasinfóníu. Haust-
ið er oft yndislegur tími. Ekki bara
tími hnignunar.heldur einnig upp-
skerutíð. Við njótum þá ávaxtanna
af eftirvæntingu vorsins og gleði
sumarsins. Það er líka oft talað
um haustið í lífi manns. Oft kemur
það með kyrrð og ró og við njótum
langra litríkra daga. En stundum
fer haustið hratt og gefur engin
grið. Það var enn árla hausts þeg-
ar laufin féllu af lífstrénu hennar
Rögnu. Hún lést í Landspítalanum
eftir erfið veikindi 19. september
sl. langt um aldur fram.
Kór Víðstaðasóknar hafði starf-
að í rúmt ár þegar systurnar Ragna
og Fjóla bættust í hópinn og áttu
þær því dijúgan þátt í uppbygging-
arstarfínu. Þessar kátu og hressu
systur reyndust kórnum góðir liðs-
menn og traustir félagar. Fjóla
starfaði með okkur í nokkur ár eða
þar til hún flutti úr bænum en
Ragna var félagi í kómum til
dauðadags. Minningabrotin
streyma fram. Kórinn fór í sína
fyrstu utanlandsferð þetta sama
ár, mikla ævintýraferð til Skot-
lands þar sem dvalið var í miðald-
akastala. Ragna hafði þjóðbúning-
inn sinn með og klæddist honum
við hátíðleg tækifæri. Þennan bún-
ing, sem er einn fallegasti upphlut-
ur sem ég hef séð, saumaði hún'
sjálf. Hún bar mikla virðingu fyrir
íslenska þjóðbúningnum og klædd-
ist honum oft. Einu var sagt við
hana í gamni að það væri hálf
afstætt að hún Vestmanneyingur-
inn, „útlendingurinn", væri
kannske þjóðlegust af okkur öllum.
Ragna var góð saumakona og mik-
il smekkmanneskja enda alltaf vel
og glæsilega klædd.
Við Ragna störfuðum saman í
stjórn kórsins í nokkur ár, ég sem
formaður en hún sem gjaldkeri.
Mér líkaði vel að vinna með henni
og með okkur tókst góð vinátta.
Það var alltaf hægt að treysta því
að þau verk sem hún tók að sér
væru vel og samviskusamlega unn-
in. Hún kenndi mér líka heilmikið
í sambandi við saumaskap og var
alltaf tilbúin að gefa mér góð ráð.
Ragna var fædd og uppalin í Vest-
mannaeyjum og var alltaf mikíll
Vestmanneyingur í sér. Hún var
dagfarsprúð kona, hrein og bein
og falslaus og sagði hlutina augliti
til auglitis en ekki á bakið á nein-
um. Ef henni mislíkaði lét hún
óspart til sín heyra eins og þegar
vindurinn rýkur upp á Stórhöfða.
Enginn var þó fljótari að skipta
yfir í hlýtt bros og dillandi hlátur
þegar málin höfðu verið rædd.
Oftast var hún glöð og kát eins
og aldan sem leikur sér við Eyjam-
ar hennar í blíðviðri.
Ekki er hægt að skrifa kveðju-
orð Rögnu án þess að minnast á
Hadda. Hans Ólafsson eiginmaður
Rögnu lést fyrir tveimur árum,
einnig langt um aldur fram og úr
sama sjúkdómi og varð henni að
aldurtila.
Haddi fór með okkur í tvær
fyrstu ferðirnar til útlanda. Hann
var afbragðs félagi, kátur og hress
og alltaf í' góðu skapi. Hann fór
fyrir „aðdáendaklúbbnum“ og
stjórnaði klappliðinu með glæsi-
brag. Ég minnist þeirra hjóna á
ýmsum gleðistundum. Þá voru oft
sungnar Eyjavísur, jafnvel heilu
kvæðabálkarnir. Síðasta skiptið
sem þau voru bæði með okkur var
eftir konsert uppi í Skíðaskála í
Hveradölum. Þá tók Haddi gítarinn
og spilaði og þau hjónin sungu
fyrir okkur Eyjavísurnar sínar af
hjartans lyst við mikinn fögnuð
okkar allra. Þannig vil ég muna
þau.
Það er mikil lífsreynsla fyrir
börn Rögnu ög Hadda að sjá á bak
báðum foreldrum sínum á skömm-
um tíma. En sagt er að tíminn
lækni öll sár og ég veit að með
tímanum verður minningin um
góða og hugrakka foreldra þeim
styrkur.
Elsku Helga Rósa, Einar Vignir
og fjölskylda, elsku Fjóla mfn.
Ykkur öllum, móður Rögnu og
systkinum sendi ég einlægar sam-
úðarkveðjur.
Rögnu kveð ég með þakklæti
og virðingu.
Kristín B. Sigurbjörnsdóttir.
Kveðja frá kór Víðistaða-
sóknar
I dag kveðjum við hinstu kveðju
kórfélaga okkar Rögnu Einarsdótt-
ur. Fyrir um það bil ári veiktist hún
af þeim sjúkdómi sem dró hana til
dauða. Hún gekkst undir uppskurð
og virtist á góðum batavegi í
nokkra mánuði en með vorinu fór
heilsa hennar versnandi og hún
lést í Landspítalanum 19. septem-
ber sl. Það er skammt stórra högga
á milli hjá kórnum okkar. Það eru
ekki liðnir þrír mánuðir síðan við
kvöddum annan kórfélaga, Erlu
Gestsdóttur, en hún féll fyrir sama
sjúkdómi og Ragna. Þetta er mikil
blóðtaka hjá 30 manna kór. í svona
litlum hópi er hver persóna svo
mikilvæg, allir koma öllum við.
Skarðið eftir þær er stórt.
Ragna starfaði með kórnum í
þrettán ár. Hún lagði alltaf áherslu
á vönduð vinnubrögð og vildi að
lögð væri rækt við sálmasöng í
messu jafnt sem söng á konsertum.
Ragna sat í stjórn kórsins í nokkur
ár og reyndist góður liðsmaður.
Hún tók mikinn þátt í félagslífi
kórsins, ferðum utanlands og innan
og námskeiðum í Skálholti. Eigin-
mann sinn, Hans Ólafsson, missti
Ragna fyrir tveimur árum. Það var
þungt áfall en Ragna bar harm
sinn af mikilii hugprýði.
Börnum Rögnu, Helgu Rósu og
Einari Vigni, móður hennar svo og
fjölskyldunni allri sendum við
kórfélagarnir okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Við þökkum fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum með Rögnu og
kveðjum hana með því sem samein-
aði okkur — söng.
Lokar þú augunum fyrir
skemmtilegu fríi í útlöndum?
Ef svo er getur þú opnaö þau fyrir ódýru fargjöldunum hjá SAS, þau eru ótrúieg en sönn
og spennandi áfangastaðir bíða þín um alia Evrópu.
96
oOOi'
Kaupmannahöfn
Gautaborg
Malmö
Osló
Stavanger
Bergen
Kristiansand
7»
.90»'*
Stokkhólmur
Norrköping
Jönköping
Kalmar
Vesterás
Helsinki
Frankfurt
9001'
9,0
Múnchen
Zúrich
Vínarborg
9OO1'
Hamborg
LágmarKsdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari er 14 dagar til borga Skandinavíu og 21 dagur til annarra
borga Evrópu. Verðiö gildir fyrir feröir sem hefjast fyrir 1. nóvember. Flugvallarskattur er ekki innifalinn f uppgefnu veröi: 1250 kr. á íslandi,
auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar og 225 kr. til Þýskalands.
Brottfarardagar: Mánudagar, miðvíkudagar og laugardagar.
Komudagar: Þriöjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld.
Hafðu samband við SAS
eða ferðaskrifstofuna þína.
/f///SAS
SAS á íslandi - valfreisi í flugi!
Laugavegi 172 - Sími 62 22 11