Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 52
,52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 MMMtt „ "Hér íiendur botcc BRöÓTA SAMAN." ... aðhafa hann við höndina. TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Mér þykir hugmyndin að við búum sjálf til okkar rauðvín, orka tvímælis ... Þú verður að hætta að borða majonesið, það er alveg klárt... HÖGNI HREKKVÍSI fM*rgtuiIi<8Mfc BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Er íslenzkur almenningur ófær um að meta EES-samninginn? Frá Jónasi Péturssyni: Utanríkisráðherra skipaði ínefnd fjóra lögfræðinga til að kanna hvort EES-samningurinn riðlaði nokkuð utan í stjómarskrána! Þeir komust sameiginlega að þeirri niðurstöðu að samningurinn stangaðist ekki á við stjórnarskrá. Ekki stóð á trúar- brágðaliði Sjálfstæðis-„flokksins“ — (ekki-sjálfstæðismanna) og Al- þýðuflokks, að benda á niðurstöðu „hinna valinkunnu“ fjögurra lög- fræðinga. Ekki skal úr því lofi dreg- ið. En aðrir lögfræðingar að vísu ekki kallaðir „valinkunnir“ meta mál á annan hátt. Þeir telja það ekki vafa að stjómarskráin hindri að samninginn megi lögfesta. Nýting lögfræðinnar í þessu máli felst því í sókn og vörn og áberandi er í fleiri málum hin síð- ari ár að lögfræðinni er beitt til að komast í'ram hjá lögunum! „Mun hann þó lögspeki skorta við Njál,“ segir í söguljóði. Lögin voru einfaldari á þeirri tíð! Eg held að aðall forfeðranna þá hafi verið siðferðilegt réttlætisskyn, sem á ætíð að vera grundvöllur laga. Meginmálið er að fólkið í landinu sem tók af hjartans fögnuði hinu íslenzka lýðveldi hefur réttinn að meta málavöxtu. Í því felst að allir íslendingar á kosningaaldri, að þú og ég, hvar sem við störfum, stönd- um eða búum, höfum réttinn og skylduna til að dæma um það, hvað felst í fullvalda lýðveldi, fullkomn- um rétti íslendinga til að ráða sínum málum. Krónur og aurar Það er ósvífni, fullmikin ósvífni, að umræðan er um krónulega kosti og galla EES-samningsins. Fyrsta spurning frjálsra manna, ftjálsrar þjóðar, er þessi: Eru í samningnum gerðar körfur til okkar um skertan rétt í okkar landi? Það er sjálfstæð- ismál, mál sem aldrei verður metið til fjár, og aldrei kemur til greina að meta til fjár! Fjórfrelsin svonefndu gapa við okkur. Þau skera úr um það, að við segjum nei, allir fijálshuga ís- lendingar segja nei! Það hefur við umhugsun þessa máls vaknað í vitund minni atvik frá þingmannsárum mínum, þegar ég flutti oft ræður á héraðsmótum sjálfstæðismanna á Austurlandi. Þá kom þar máli mínu um þær mundir að ég taldi það ískyggilega áber- andi að flest skyldi falt fýrir fé. Ég bætti við: En ennþá eríslending- TTLVERU- RÉTTUR Stefanía Jónasdóttir: I mínum huga eiga refurinn og minkurinn tilverurétt eins og allt annað sem lifir. Dýr jafnt sem menn drepa sér til matar — og eitt á þá maðurinn sameiginlegt með minknum, báðir drepa meira en þeir þurfa. Samt eigum við tilverurétt að eigin dómi. Ég lít svo á að það séu vissir menn, svo sem refa- skyttur, sem eigi að sjá um að halda minknum og refnum í skefjum. Finnst mér sorglegt að hver sem er á ferð um nátt- úruna og kemur auga á ein- hvem íbúa hennar, s.s. ref, mink eða önnur dýr, hlaupi upp til handa og fóta til að drepa og jafnvel á kvalafullan hátt. Og hvað þá að böm séu að verki. Það er ekki hetjudáð, það eru einhveijar aðrar hvatir og ekki til fyrirmyndar. Maðurinn hefur tekið sér það vald að ákveða hver og hvað eigi til- verurétt og drepur eftir því, urinn tæpast svo geðlaus að gefa heiður maka síns falan, ef hann er nógu vel borgaður! Hvað nú, ungu íslendingar! Metið þið sjálf ykkar mannorð og heiður i krónum og aurum? Þjóðar- atkvæði? Lýðveldið krefst þess, ef Alþingi samþykkir samninginn. JÓNAS' PÉTURSSON, fyrrv. alþingismaður, Fellabæ samanber refínn, af því að það er skaði af honum fyrir bónd- ann. Hvalina þarf að fara að drepa því þeir éta of mikið frá okkur og svona mætti halda áfram. Það em villt dýr úti í henní náttúru og ég vona að þau fái að vera sem mest í friði. Þau em verðugir íbúar hennar. PÁFAGAUKUR Páfagaukur, gulur að lit, tapaðist frá norðurbænum í Hafnarflrði og hans er sárt saknað. Vinsamlegast hringið í síma 652238 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. ÁKEYRSLA Ekið var utan í bláan Lancer skutbíl á bílastæði við Engi- hjalla, fyrir ofan bensínstöðina, aðfaranótt föstudags, á tíma- bilinu frá kl. 1.30 til 8. Óskað er eftir vitnum að ákeyrslunni. Vinsamlegast hafið samband við lögregluna í Kópavogi eða Ólaf í síma 641272. VELVAKANDI Víkveiji skrífar Vinur Víkveija á börn á ungum aldri og horfir þess vegna stundum á barnaefni sjónvarps- stöðvanna með þeim. Hann gladdist í hjarta sínu fyrir skömmu þegar hann sá að byijað var að endursýna þættina um Línu langsokk einu sinni enn, því hann var vart af bamsaldri þegar hann sá þættina sýnda fyrst í ríkissjónvarpinu fyrir margt löngu. Hann hafði það þó þá umfram börn sín nú að vera læs, því það er nú eins og þá nauð- synlegt skilyrði þess að geta notið þáttanna sem skyldi. Þessi vinur Víkveija nær vart upp í nefið á sér fyrir reiði og fínnst það hreint með ólíkindum að ríkissjónvarpið, sem er í aðstöðu til að skattleggja alla sjónvarpseigendur í landinu, skuli ennþá bjóða börnum upp á textað sjónvarpsefni. Hann fær það alls ekki skilið hvað getur legið að baki því að ríkissjónvarpið taki upp sýn- ingar á þessum þáttum án þess að láta talsetja þá og dregur þá einu ályktun af því að þeir sem þar halda um stjórnvölinn séu í engum tengsl- um við óskir sjónvarpsnotenda í landinu, svo ekki sé minnst á þær skyldur sem ríkissjónvarpið hefur gagnvart íslenskri tungu og menn- ingu. Eða skiptir það engu máli að börn heyri góða íslensku talaða í jafnsterkum íjölmiðli og sjónvarp er? Varia þroskast málvitund þeirra best í orrahríð erlendra áhrifa! Rík- issjónvarpið tók ekki að talsetja myndir fyrr en keppinauturinn hafði mtt brautina. Enn reynir ríkissjón- varpið að komast upp með það að líta framhjá óskum þessa yngsta áhorfendahóps. Því á ekki að hald- ast það uppi lengur. xxx Víkveija þykir vænt um aðal- útibú Borgarbókasafnsins í Þingholtunum og þótti ánægjulegt að komast að því að safnið hafði verið tölvuvætt á dögunum. Að hans mati fylgir þó sá galli á þessu framfaraspori að nú fær lánþegi aðeins einn lausan miða með dag- setningu skiladags á bókunum því alltaf er hætt við að miðinn týnist og minnið bresti. Er þess vegna viðbúið að nú fjölgi rukkunarmið- um, þar sem lestarhestar eru sakað- ir um að liggja á bókum eins og ormar á gulli. xxx Hrefna Ingólfsdóttir, blaða- og upplýsingafulltrúi Pósts og 'síma sendir Víkveija eftirfarandi línu: í bréfi sínu miðvikudaginn 23. september spyr Víkveiji hvort ekki sé í gildi samningur milli íslands og Austurríkis um colleet-símtöl. Slíkur samningur var í gildi fram til 1. mars 1982 þegar Austurríkis- menn sögðu honum upp. Því var ekki lengur hægt að gjaldfæra sím- töl þaðan á númer hér heima. Þótt slíkir gagnkvæmir samningar séu í gildi milli íslands og flestra Evrópu- landa, hafa Þjóðveijar ekki heldur viljað semja um collect-símtöl við okkur eða önnur Evrópuríki. Á milli íslands og Þýskalands býðst hins vegar ný þjónusta sem kölluð hefur verið ísland beint og Þýskaland beint og vonast er til að hægt verði að semja um sams konar þjónustu í náinni framtíð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.