Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 56
MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTl 6, 101 IŒYKJA VÍK
SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Sjómanni frá Reyðarfirði var bjargað þegar trilla hans sökk við Skrúð
Morgunblaðið /Benedikt Jóhannsson
Víðir Pétursson eftir að hann kom til hafnar í gær. A myndinni til hægri þakkar hann Gunnari Hjaltasyni björgunina.
Hékk á fiskikari í 20 mínútur
VÍÐI Péturssyni, trillusjómanni frá Reyðarfirði, var bjargað þegar
hann hafði hangið á fiskikari í 15-20 mínútur eftir að trilla hans,
Hafdís Berg SU 304, sökk skyndilega norðaustur af Skrúð um kl.
15.30 í gærdag. Gunnar Hjaltason á Þjótanda SU 18, sem var við
veiðar á svipuðum slóðum, náði að bjarga Víði, en engir aðrir
bátar voru í grenndinni þegar óhappið varð.
Að sögn Víðis var ágætt veður ist svo snöggt að ég náði ekki að
þegar trillan fylltist skyndilega af gera neitt og væri sennilega dauð-
sjó, en hann telur að alda hafi rið- ur núna ef annar bátur hefði ekki
ið yfir bátinn að aftan. „Þetta gerð- verið þama skammt frá sem var
farinn að undrast um mig,“ sagði
hann.
Víðir sagði trilluna hafa sokkið
á örskammri stundu og hann hefði
ekki einu sinni náð að losa gúm-
björgunarbát en hann náði taki á
600 lítra fiskikari og hékk á því.
Víðir var í vinnuflotgalla en var
orðinn nokkuð kaldur þegar honum
var bjargað.
Gunnar Hjaltason sagði að til-
viljun hefði ráðið því að hann fór
á sjó í gær. Gunnar sá fiskikarinu
bregða fyrir og hélt skömmu síðar
í áttina þangað þar sem honum
fannst að ekki væri allt með felldu.
Hann sagði að vel hefði gengið að
ná Víði um borð í Þjótanda.
Sjá nánar á miðopnu.
Samviimulífeyrissjóðurinn eigptiast 30 millj. hlut SÍS í íslenzkum sjávarafurðum
Bréfin tekin upp í skuld
Sambandsins við sjóðinn
- segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS og stjórnarformaður lífeyrissjóðsins
GUÐJÓN B. Ólafsson, stjórnarformaður Samvinnulífeyrissjóðsins og
forstjóri Sambandsins, segir að bréf Sambandsins í íslenzkum sjáv-
arafurðum hf., að nafnvirði 30 milljónir króna, sem sjóðurinn eignað-
ist á dögunum, hafi í raun verið tekin upp í skuld. Sama hafi verið
uppi á teningnum fyrir rúmum tveimur árum, er lífeyrissjóðurinn
eignaðist hæð í Sambandshúsinu; hún hafi verið tekin upp i skuldir
Sambandsins við sjóðinn.
Margarteg-
undir fíkni-
efna teknar
á tónleikum
LÖGREGLAN á Akranesi hafði
afskipti af 6 mönnum vegna
fíkniefnaneyslu í tengslum við
rokktónleika sem haldnir voru í
bænum á föstudags- og laugar-
dagskvöld og lagði hald á Iitið
magn af öllum algengustu teg-
undum fíkniefna, alsælu, LSD og
kókaíni, auk amfetamíns og
kannabisefna.
Að sögn Viðars Stefánssonar
rannsóknarlögreglumanns á Akra-
nesi fékk lögreglan á staðnum að-
'stoð frá fíkniefnalögreglunni um
helgina. Auk þess sem lagt var
hald á amfetamín og kannabisefni
fundust samtals á tveimur mönnum
um 0,5 grömm af kókaíni, 2 pillur
af efni sem talið var alsæla og
nokkrir skammtar af LSD.
Þeir sem handteknir voru vegna
málanna voru ýmist heimamenn eða
aðkomumenn; karlar á aldrinum 17
til 31 árs. Einn þeirra er kunnur
að fíkniefnasölu og var hann með
litla skammta af ýmsum efnum í
fórum sínum við handtöku á laugar-
dagskvöldið.
Karl J. Birgisson.
Féll fyrir
borð og er
talinn af
SKIPVERJA á Breka VE tók
út með vörpu skipsins á laug-
ardagskvöld þegar skipið var
að veiðum á Eldeyjarbanka.
Umfangsmikil en árangurs-
laus leit, með þátttöku þyrlu
Landhelgisgæslunnar, varð-
skips og togara, var gerð að
manninum á laugardags-
kvöld og fram eftir degi á
sunnudag. Gúmmíbát sem
kastað var í sjóinn á eftir
manninum, sem ekki var í
flotgalla, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins, blés
ekki upp.
Ekki var var leitað með
skipulegum hætti síðdegis á
sunnudag og í gær. Sjópróf
vegna slyssins verða haldin fyr-
ir hádegi í dag í Vestmannaeyj-
um.
Maðurinn sem nú er talinn
af, hét Karl J. Birgisson,
Hrauntúni 31, Vestmannaeyj-
um. Hann var 32 ára gamall,
►háseti á Breka, kvæntur og
^lætur eftir sig tvö börn, 5 og 10
ára.
Guðjón sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki sjá neitt óeðlilegt
við það að Samvinnulífeyrissjóður-
inn keypti eignir af Sambandinu.
„Um var að ræða það að Samband-
ið skuldaði sjóðnum og í báðum til-
fellum var samið um eignir, sem eru
taldar standa fyllilega fyrir sínu.
Þetta var náttúrulega gert að athug-
uðu máli um heimildir og annað,
og ég held að allir, sem um þetta
mál fjölluðu á sínum tíma hafi talið
að þetta væri góður kostur fyrir
báða aðila,“ sagði Guðjón.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er markaðsvirði
hæðar Samvinnulífeyrissjóðsins í
Sambandshúsinu talið mun lægra
en þær 119 milljónir króna, sem
hæðin er bókfærð á í ársreikningum
sjóðsins. Jafnframt stendur hluti
hennar auður. Um þetta sagði Guð-
jón: „Það eru tvö ár eða meira síðan
þessi samningur var gerður og þá
vissu menn ekki betur en að leigj-
endur yrðu þama áfram. Síðan hef-
ur bæði sölu- og leigumarkaður
ekki batnað heldur versnað, og það
kemur engum á óvart. Ef við spyij-
um okkur hins vegar að því, hvort
betra sé fyrir lífeyrissjóðinn að eiga
þessa eign, sem ég held að sé þrátt
fyrir allt traustasta og bezta skrif-
stofuhúsnæði á íslandi, eða að eiga
ótryggða skuld, held ég að engum
blandist hugur um það.“
Greiðendum í Samvinnulífeyris-
sjóðinn hefur fækkað á liðnum
ámm, meðal annars vegna gjald-
þrots Álafoss og ýmissa kaupfélaga
og sölu Samvinnubankans til Lands-
bankans. Ein afleiðingin er sú að
samkvæmt ársreikningum sjóðsins
hefur lífeyrisbyrði hans, þ.e. út-
greiddur lífeyrir sem hluti af iðgjöld-
um, hækkað úr 37,38% árið 1987
og í 64,56% á síðasta ári, þrátt fyr-
ir að iðgjöld til sjóðsins séu 11,5%
af launum greiðenda, eða 15% hærri
en hjá flestum öðmm sjóðum. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins er lífeyrisbyrðin orðin mun hærri
en hjá mörgum öðmm lífeyrissjóð-
um, þar sem hlutfallið 20-35% mun
vera algengt. Aðspurður hvort þessi
þróun væri ekki áhyggjuefni fyrir
stjórn sjóðsins sagðist Guðjón B.
Olafsson geta fullyrt að Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn væri með sterkari
lífeyrissjóðum í landinu. „Ég þekki
engan, sem er eins sterkur og hann
vildi vera, hvorki hjá opinberum
aðilum né öðmrn," sagði Guðjón.
„Þessi sjóður hefur verið reglulega
endurreiknaður og ég held að miðað
við flesta aðra sjóði í landinu standi
hann bara býsna vel. Ég bendi líka
á að þótt Sambandið hafí umbreytzt
mjög, em þau viðskipti, sem áður
vom á vegum Sambandsins, í nýjum
fyrirtækjum og obbinn af því fólki,
sem þar starfar, greiðir áfram í
þennan sjóð.“
Guðjón var spurður hvort hann
teldi ekki líklegt að þegar Lands-
bankinn hefði tekið yfir eða selt
hlut Sambandsins i ýmsum dóttur-
fyrirtækjum þess, myndi starfsfólk
þeirra hætta að greiða í Samvinnu-
Jón Gunnlaugsson kom til hafnar
í Sandgerði skömmu fyrir miðnætti
í nótt og unnu skipverjar þá við að
greiða flakið úr trollinu. Ármann
sagði enga einkennisstafí sjáanlega
lífeyrissjóðinn, þar sem þau yrðu
hætt að vera Sambandsfyrirtæki.
„Ég tel enga ástæðu til að ætla það
og hef ekki heyrt um það,“ sagði
Guðjón.
Samkvæmt ársreikningum Sam-
vinnulífeyrissjóðsins vom 132 millj-
ónir, eða um ijórðungur af iðgjalda-
greiðslum í sjóðinn, útistandandi um
síðustu áramót. Guðjón vildi ekki
gefa upplýsingar um það hvaða
fyrirtæki innan Samvinnuhreyfíng-
arinnar skulduðu sjóðnum. Margeir
Daníelsson, framkvæmdastjóri
sjóðsins, vildi heldur ekki upplýsa
það í samtali við blaðið í fyrri viku.
Aðspurður um stöðu sjóðsins sagði
Margeir að þótt skorið yrði á greiðsl-
ur til hans, myndi sjóðurinn eiga
fyrir 87% af lífeyrisskuldbindingum
sínum.
á því, en hann taldi flakið vera
nokkuð nýlegt. Menn frá Flugmála-
stjórn voru væntanlegir til Sand-
gerðis snemma í morgun til að rann-
saka flugvélarflakið.
Flugvélarflak í trollið
FLUGVÉLARFLAK kom í trollið lyá Jóni Gunnlaugssyni GK 444
þegar skipið var við togveiðar ofarlega á Eldeyjarbanka um kl. 19
í gærkvöldi. Að sögn Ármanns Stefánssonar, skipstjóra á Jóni Gunn-
laugssyni, flæktist flakið í trollinu, en hann sagði að líklega væri
um annan vænginn og mótor af tveggja hreyfla flugvél að ræða.