Morgunblaðið - 04.10.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.10.1992, Qupperneq 2
2 B8 ÞAÐ ER hreint ekki svo erf- itt að gera sér í hugarlund hvers vegna aðalfréttaþulur og fréttastjóri bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC, Peter Jennings, er jafn virtur og dáður um gjörvöll Banda- ríkin og raun ber vitni. Is- lendingum varð hann að góðu einu kunnur er hann kom hingað til lands í nóvember 1986 til þess að stýra frétta- flutningi ABC af leiðtoga- fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs hér í Reykjavík. Hver man ekki eftir honum í beinni útsendingu frá Austur- velli með Alþingishúsið og Dómkirkjuna í baksýn, þar sem hann flutti 250 milljónum Bandaríkjamanna fregnir af gangi mála á þessum fundi, sem að sumra mati var tíma- mótafundur, að mati annarra ekki? Maðurinn býður af sér einstaklega góðan þokka, hefur ótrúlega fágaða og hógværa framkomu, þegar höfð er í huga hrokafull og sjálfbirgingsleg framkoma margra starfssystkina hans, sem komast ekki einu sinni með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar vinsældir og virðingu, er stór- myndarlegur, fallega máli farii\n, hefur hárfína kímni- gáfu og er eldfljótur að hugsa. Hvað viljið þið hafa það meira? gætu bandarískir sjónvarpsáhorfendur spurt okkur og svarið við því er þetta: Auðvitað viljum við Is- lendingar að þessi afbragðs- maður hafi skoðun á Islandi og ef við megum velja, já- kvæða skoðun. Og okkur verður að ósk okkar. Hann kom hingað fyrst sem frétta- maður í þorskastríðinu 1976, féll fyrir landinu, kylliflatur, segir hann, og þá ekki síður fyrir því sem hann nefnir ein- staka fegurð íslenskra kvenna. En hvorki nátt- úrufegurðin né kvenlega feg- urðin megnuðu þó að hafa jafndjúp áhrif á Jennings og baráttuþrek íslendinga í stór- stríði þeirra við Breta um yfirráðin yfir þeirri einu auð- lind sem íslendingar hafa af- komu sína af - fiskimiðunum. Jennings segir að við það að horfa á fulltrúa íslensku land- helgisgæslunnar klippa á togvíra Bretanna - fulltrúa herlausu smáþjóðarinnar, í stríði við fulltrúa breska heimsveldisins, hafi verið erf- itt að halda hlutleysi sínu sem fréttamaður. Hann hafi lík- lega glatað hlutleysi sínu við þá upplifun að minnsta kosti eitt augnablik eða svo. MOftöÚNtekÁÖIfj 'SÚNWÚÖÁ'GtíR 4. OKTÓBER 1992' * Einar Falur því að Peter Jennings, aðalþulur og fréttastjóri ABC stóð hér úti á milljónum Bandaríkjamanna fregnir af gangi mála á leiðtogafundi og Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Jennings segist alltaf finna til skyldleika og nálægðar þegar hann hitti íslendinga, „sem ég skýri bara með því að ég féll kylliflatur fýrir íslandi". Þessi mynd var tekin í Bandaríkjunum fyrir sex árum síðan, stuttu eftir leiðtogafundinn, þar sem Jennings mætti ásamt ungri dóttur sinni, Elisabeth, þegar verið var að sýna íslenska hestinn. sjá. Þetta er stórfrétt í Evrópu og ætti að vera það líka hér. 38 Frakk- ar létust í þessum flóðum og þið voruð með frábærar fréttamyndir af þessum hræðilega atburði." Smá- þögn. Hann horfði svo á mig, enn efins á svip, en sagði svo: „Kannski er þetta rétt hjá þér.“ Þessu næst lítur Jennings á Walker, bendir á miðann sem er Iímdur á borð fréttaþularins og seg- ir svo kíminn og um leið barnslega hreykinn: „Þetta er röng stafsetn- ing hjá þér. Þarna á að standa Bragadóttir en ekki Bragadotty. Nafnið þýðir að hún er dóttir Braga 'og nafnið Bragi þýðir skáldaguð.“ Lítur síðan til mín í leit að stuðn- ingi og viðurkenningu og fær að sjálfsögðu hvorutveggja. Á leiðinni aftur að skrifstofu Jennings, þar sem hið eiginlega við- tal á að fara fram, kjaftar á Jenn- igs hver tuska og hann er mjög áfjáður í að upplýsa starfsmann sinn Walker um að hann hafi í raun- inni ekki séð heiminn eins og hann er, fyrst hann hafi aldrei komið til íslands. Hann beinir máli sínu allan tímann til Walkers, en leitar svo eftir samþykki mínu, þegar honum finnst við eiga. Alla vega vill hann vita af samþykkjandi augnaráði mínu, þegar svo ber undir. „Þegar ég var sendur til íslands árið 1976 til þess að flytja fregnir af þorska- stríði íslendinga og Breta, fannst mér eiginlega sem verið væri að senda mig á hjara veraldar. Ég vann þá fyrir ABC í London. Vinur minn á breska blaðinu The Guard- ian sagði þá við mig. „Blessaður vertu. Þetta verður frábært verk- efni fyrir þig. Ég bjó á Hótel Sögu og þú skalt gera það sama. Um helgar muntu sjá nokkuð sem þú sérð hvergi annars staðar í veröld- inni. Þú lítur út um gluggann þinn á Sögu að kvöldi til og 20—30 feg- urstu konur í heimi standa þar í biðröð til þess að komast inn, þar sem þú ert fyrir! Hugsaðu þér — þær eru að reyna að komast inn, ekki út!“ Ég trúði honum auðvitað ekki, en hvað gerðist svo, þegar ég kom til íslands og bjó á Sögu? Ég leit út um gluggann, alveg eins og vinur minn hafði sagt mér að gera — og þarna voru þær, 20-30 feg- urstu konur sem ég hafði augum litið! Og þetta eru engar ýkjur." Nú höfum við komið okkur þægi- lega fyrir í skrifstofu Jennings, og herra Walker eins og hverfur inn í bakgrunn þessa litla en notalega herbergis. Ég byija á því að segja Jennings frá því að það sé talsverð- ur fjöldi Islendinga sem horfí á hann og fylgist með fréttum ABC á hveiju kvöldi, þegar Sky News sendir út fréttaútsendingu banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar. Hon- um þykir greinilega vænt um það, án þess að uppveðrast. Segir svo: „Þetta segir mér bara það sem ég þegar vissi: Þið íslendingar farið of seint að sofa!“ — Þar sem ég er viss um að mun fleiri íslendingar þekkja þig í dag, þ.e.a.s. af skjánum, en gerðu 1986 þegar þú varðst a.m.k. allnokkurt númer í Reykjavík, væri gaman að heyra þína frásögn af því hvers vegna þú varðst ástfanginn af Is- landi, eins og þú orðaðir það hér áðan. „Það er alveg rétt að ég varð ástfanginn af íslandi. Ég beinlínis féll fyrir landinu. Árum saman hef ég alltaf haft þann háttinn á, þegar ég heimsæki annað land í fyrsta sinn, að ég bið leigubílstjórann að aka mér á þann stað sem hann eða hún telur þýðingarmest að sýna mér fyrst. Það sagði mér mikla sögu um ísland, íslenska menningu og verðmætamat ykkar að íslenski leigubílstjórinn ók mér beint að Landsbókasafninu. Þetta mun alltaf verða mér minnisstætt. Því miður hef ég ekki komið aft- ur til íslands síðan leiðtogafundur- inn var haldinn í Reykjavík 1986, þótt ég vildi svo sannarlega að ég hefði gert það. Ég eignaðist kæra vini á íslandi, á meðan ég dvaldist þar. Ég var svo lánsamur, þegar við vorum að skipuleggja för okkar til íslands, að öll hótel í Reykjavík voru fullbókuð og mér var því boð- ið að dveljast hjá íslenskri fjöl- skyldu. Ég er þess fullviss að heppn- ari gat ég ekki verið, þó að ég viti að þið íslendingar eruð upp til hópa öldungis ágætt fólk. Ég bjó hjá þeim prýðishjónum Högna Óskars- syni, geðlækni, og Ingunni Bene- diktsdóttur, glerlistamanni. Þau reyndust mér hreint frábærlega og betri vini er ekki hægt að kjósa sér. Jafnminnisstæð eru mér börn þeirra Ingunnar og Högna og þá ekki síður móðir Ingunnar, sem ég tel að sé hreint einstök kona. Ing- unn og Högni eru og verða vinir mínir og ég vona svo sannarlega að ekki líði á löngu áður en ég heimsæki þau á nýj- an leik í Reykjavík. Ég á ung börn og ég bókstaflega verð að fara með þau til ís- lands áður en þau vaxa úr grasi. Á stundum hitti ég íslendinga hér í New York, sem ég hef alltaf jafngaman af. Til dæmis í Skauta- veislunni sem fer fram ár hvert hér í Central Park og The Scandinavian Society stendur fyrir. Ég finn alltaf til skyldleika og nálægðar þegar ég hitti íslendinga, sem ég skýri bara með því að ég féll kylliflatur fyrir ís- landi. Það gleður mig mikið, sem þú sagðir mér núna áðan, að verðbólgustig á ís- landi sé með því lægsta sem gerist í Evrópu, því það er ekki svo langt síðan að ísland hafði hæsta verðbólgustig í allri Evrópu. Þetta segir mér að þið séuð á réttri leið. Eiiis og þú kannski heyrðir hér áðan, þá nýt ég þess að segja öðrum frá íslandi. Það eru allt of fáir sem vita að þetta land býr á sama tíma yfir hijúfri og fágaðri fegurð. And- stæðurnar eru slíkar, að það er vart unnt að gera sér þær í hugar- lund, án þess að hafa sótt landið heim og kynnt sér þær af eigin raun. Þá er það fréttamanni ekki síður ánægjuleg nýlunda að vera tekið á jafnvingjarnlegan hátt og af þvílíkri gestrisni sem íslendingar sýndu öllum þeim gríðarlega íjölda fréttamanna sem beinlínis helltist yfir landið á örskömmum tíma í nóvember 1986. Slíkt gleymist ekki. ísland skipar líka sérstakan sess í hjarta mínu, því það er í hópi þeirra landa sem ég hef heimsótt og alltaf fengið frábærar fréttir og skemmt mér frábærlega á sama tíma. Slíku gleyma fréttamenn ekki, því þeir eru miklu vanari að þurfa að sætta sig við annað tveggja." — Svo við hverfum nú frá ís- landi og hingað til New York. Ég veit að ég er að níðast á gestrisni þinni, því þú eyðir nánast öllum sólarhringnum í að fylgjast með og flytja fréttir af kosningabaráttu þeirra Bush og Clintons. Mér kemur barátta þeirra Clintons og Bush mun neikvæðar fyrir sjónir hér í Bandaríkjunum heldur en heima á íslandi. Flest málefni virðast hverfa í skuggann fyrir persónulegu skít- kasti frá einum frambjóðanda til hins. Er þessi barátta á lægra og skítlegra plani en kannski oft áður? „Bandaríkjamenn eru velflestir Það eru tæplega sex ár liðin frá Austurvelli síðla kvölds, og flutti þeirra Reagans Bandaríkjaforseta g er mætt á frétta- stofu ABC kl. 18.00, til þess að fylgjast með Peter Jennings í fréttaútsendingu og eiga við hann viðtal að utsendingu lokinni. Á móti mér tekur Arnot nokkur Walker, sem er einskonar persónu- legur framkvæmdastjóri fyrir Peter Jennings, en hann virkar nú fremur á mig sem varðhundur hans. Hann er hins vegar hinn elskulegasti í viðmóti og segir mér að Jennings hreinlega dái Island og fylgir mér síðan um gríðarlega mikil húsa- kynni fréttastofu ABC, sem alls hefur yfir 1.000 starfsmönnum að ráða. Sem við komum inn í aðal- fréttastúdíóið, sem er raunar þijú stúdíó, segir Walker við hóp frétta- manna: „Þetta er Agnes eitthvað frá íslandi. Hún var með okkur á leiðtogafundinum í Reykjavík." Ég kann þessari kynningu ekki alls kostar vel og segist vera Bragadótt- ir og staðhæfi síðan að þetta hafi verið rangt hjá Walker, því ABC hafi verið með mér á íslandi á leið- togafundinum 1986, en ekki öfugt. Það heyrist meira að segja stöku Ha! ha! ha!, áður en Walker sam- þykkir mína útgáfu mótbárulaust. Fréttaútsendingin er auðvitað eins og hver önnur fréttaútsending og þarf ekki að fara mörgum orðum um hana, nema það að Peter Jenn- ings er allan tímann sem hann ekki er að þylja fréttir með augun límd á tveimur skjám sem hann stýrir sjálfur með tökkum í borðinu fyrir framan hann og sýna fréttir frá keppinautunum, NBC og CBS, sem senda fréttir út á sama tíma. Hann hripar niður hjá sér minnispunkta og í auglýsingahléum hringir hann í stjórnanda útsendingar og athugar hvort ABC sé með eitthvað um það sem hann sá á hinum stöðvunum en var ekki áætlað að hafa í fréttum ABC. Hann virðist vera með undra- verða athygligáfu og ánægjulegt magn af sjálfsgagnrýni því um leið og útsendingunni er lokið kemur hann askvaðandi og segir: „Mér fannst fréttin um flóðin í Frakk- Iandi allt of löng. Hvað fannst þér?“ — Síður en svo, svara ég. „Hvers vegna ekki?“ spyr hann og ég tek í mig kjark og segi: „Þú verður að athuga það að þið eigið nú í sam- starfi við Sky í Bretlandi og þessi frétt er sjálfsagt sú frétt í útsend- ingu ykkar í kvöld sem vakti hvað mesta athygli um alla Evrópu, þar sem búa um 380 milljónir manns. Þið megið ekki einblína á hvað bandarískir fréttaneytendur vilja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.