Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992 TÆKNlÆr nútímatœkni byggd á frœbilegum sandi? Lögmál örsmárra agna NÚTÍMATÆKNI byggir að ótrúlega miklu leyti á eðlisfræði sem er tiltölulega nýorðin til. Öll smástraumstækni raffræðinnar, sem notuð er í tölvum, fjarskipta- og samskiptatækni nútímans bygg- ist á raftækni fastra efna, sem hefur að miklu leyti þróast frá því á árunum um og eftir stríð. Fræðilegur grundvöllur þessar- ar notkunar er að skilja hegðun rafeinda í leiðurum (málmum), hálfleiðurum og öðrum efnum. Annað af tveimur meginsviðum nútímaeðlisfræðinnar er skammtafræðin, sem meðhöndlar lög- mál örsmárra agna. Hún varð til á þremur fyrstu áratugum aldarinnar í megindráttum, og gefur góðan fræðilegan grund- völl til að „skilja“ það sem fram fer í leiðandi efnum, þ.e. hegð- un rafeinda eða samsafns rafeinda inni í t.d. kristal (sem flest föst efni eru í reynd, þótt ekki sjáist með berum augum). Umdeild til- raun skammta- fræðinnar: (Raf-)eind- um er skotið úr byssu neðst á tvö- falda rauf. Mynstrið á filmunni lengst frá vitnar um að ógerlegt er að rekja leið eindanna. Með tilliti til textans hér að framan má svara spurn- ingunni neitandi. Þessi tækni er ekki byggð á ótraustum fræðilegum grunni. Menn skilja innra samhengi, orsakir og af- leiðingar, þar sem leiðni og önnur raffræði- leg fyrirbrigði fastra efna eru annars vegar. Skammtafræði- leg meðhöndlun segir mjög vel til um hegðun slíkra efniskerfa. Hinsvegar má segja að á annan veg sé grunnur- inn, þ.e. skammtafræðin, ef ekki enn ótraust, þá að minnsta kosti umdeild. Grundvallaratriði þess hvernig litlar agnir, svo sem raf- eindir hegða sér er í misræmi við daglegar hugmyndir okkar. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt. Agnir eins og rafeindir eru allt annarrar stærðar en þær efni- sagnir sem við höfum fyrir aug- unum daglega. Það að skilja efn- isfyrirbrigði felst oft í því að koma þeim heim og saman við daglegan reynsluheim okkar. Ekki er hægt að henda reiður á hreyfingu rafeindar nema að vissu marki. Fullkomnar upplýs- ingar um hreyfiástand hennar er útilokað að fá. Þetta virðist vera óyfirstíganlegur eiginleiki við hegðun alls efnis, en segir ekki til sín nema með smæð eindanna. Ekki er lengur gerlegt að tala um að eitt ástand leiði af öðru, því að ekki er gerlegt að rekja sig áfram á samfelldan hátt frá einu ástandi til annars. Hvað er efni? Kunnasta dæmi um þetta er rafeind sem fer um tvöfalda rauf. Þótt eindum sé skotið svo strjált að þær fari örugglega ein og ein, og við myndum hugsa okkur að eindin fari um aðra raufína en ekki hina, er svo að báðar rauf- arnar hafa áhrif á niðurstöðu til- raunarinnar, þ.e. hvernig eindin kemur út. Það er eins og eindin „viti“ af báðum raufunum. Sé reynt að komast að því um hvora raufína eindin fer, verður það ekki gert nema hafa áhrif á eind- ina, þ.e. eyðileggja mynstrið. Ekki er gerlegt að rekja sig frá einu ástandi til annars í þeim mæli að segja að eitt ástand sé orsök annars. (í reynd er þessi tilraun öðruvísi gerð, en sett hér upp á einfaldan hátt, með grund- vallaratriðum óskertum.) Það eru hlutir eins og þetta sem urðu til hinna frægu skoðanaskipta Ein- steins annarsvegar og Niels Bohrs og manna hans hinsvegar. Einstein reyndi að finna veilu í túlkun Bohrs. Sagt er að hafi komið bréf frá Einstein, hafí Bohr umlað um að þetta yrði að upplýsa, hafi horfið undir feld sólarhringum saman, og komið svo með lausnina. Einstein sætti sig aldrei við skammtakenning- una eins og hún er túlkuð al- mennt í dag, né að tilviljunin fengi svo mikið svigrúm sem raun varð á. Frægt er tilsvar hans um . að Guð leiki ekki teningaspil.. (Hið skrítna er, að samt fékk Einstein Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til frumatriða skammtafræðinnar, en ekki til afstæðiskenningarinnar, sem er að líkindum glæsilegasti skerfur eins manns í allri vísindasög- unni.) Færri vita að Bohr svaraði athugasemd Einsteins: „Við eig- um ekki að segja Guði hvað hann á að gera.“ Satt að segja hafa fæstir þeirra vísindamanna sem vinna að notkun skammtafræðinnar til hagnýtra hluta nokkrar áhyggjur af þessum mismunandi túlkunum á hegðun efnisins. Allt sem þeim nægir er að tekist hefur að finna formúlur sem segja til um hegðun efnisins í þeim hlutum sem þeir eru að fást við. Hvað liggur að baki þessu, og hvort tilviljunin ræður einhveiju er þeim sama um. eftir Egil Egilsson 4 Morgunverðarfundur miðvikudaginn 7.10.1992 kl. 08.00 - 09.30, f Átthagasal Hótel Sögu ISLENSKT ATVINNULIIF ÁSTAND OG ÚRRÆÐI w Islenskur atvinnurekstur er í bóndabeygju og virðist ekki burðugur eða búinn undir stórátök i nýjum athafna- og viðskiptaheimi, heimi nýrra tækifæra. Hvað er að, erum við að kafna í úreltu "kerfi" eða eru íslenskir athafnamenn einangraðir og ónýtir á heimsmælikvarða? A4eða/ jb ess sem Verslunarráð telur skipta meginmáli í núverandi stöðu er að fyrirtækin fái alvöru tækifæri til jbess að standa á eigin fótum og sambærilegan starfs- og sóknar- grundvöll við öflug fyrirtæki í öðrum löndum. Hver eru viðbrögð þeirra sem eldurinn brennur á, í atvinnulífinu og á vinnumarkaðnum? Framsögumenn á fundinum verða Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf. og Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. Asamt þeimr verða við pall- borð Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur ASÍ og Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri VIB hf. Fundar- og umræðustjóri verður Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri VÍ. Fjndarmönnum gefst tækifæri á að leggja orð í belg og varpa fram spurningum. Fjndargjald kr. 1.000 (morgunverður innifalinn). Fundurinn er opinn, en þátttöku skal tilkynna fyrir- að fram til Verslunarráðsins í síma 676666 (svara 08.00 - 16.00 virka daga). VERSLUNARRAÐ ISLANDS kl. LÆKNISFRÆÐI/Eg- geng í hœttu hvar égfer. . . Ahættuþættir eftir Þórarin Guónason ÞEIR SEM hlusta á hugvekjur um hollustu og lesa fræðandi blaðagreinar um alvarlega sjúk- dóma eru sí og æ minntir á vít- in til varnaðar - áhættuþættina. Hjartað í okkur stendur illa að vígi ef við sitjum ailan dag- inn eins og klessur og nennum ekki einu sinni að ganga tíu eða fimmtán mínútur í og úr vinnu, og ekki nóg með það - hreyfingar- leysið stuðlar líka að offítu, sykur- sýki, gigt og þar fram eftir götun- um. Sígarettan er óvinur hjartans og æðanna og hefur reyndar ýmislegt fleira á samviskunni, eins og síðar mun sagt verða. Háþrýstingur og mikið kólesteról í blóðinu er hjartanu líka háskalegt, en ekki virðast allir á einu máli um hvernig við þeim óskunda verði spornað.. Þeim sem fæðast litlir og léttir, svona nokkrum mörkum undir meðallagi, hættir öðrum fremur til að fá kransæðaþrengsli ein- hvern tíma á ævinni; einnig þeim sem aldrei bragða áfengi (þetta hefur marga lengi grunað!) og síð- ast en ekki síst er kransæðum voðinn vís ef Karíus og Baktus eru heimilisvinir en tannburstinn í sumarfríi mestan hluta ársins. Flestir þessir áhættuþættir og margir, margir fleiri eru fundnir með nákvæmum samanburði á ijöl- mennum hópum og síðan kemst árangurinn í fréttir líkt og skoðana- kannanir fyrir kosningar og hátt- virtum kjósendum ér vandi á hönd- um þegar velja skal og hafna. Ein- hver tók sig til fyrir sex árum og kastaði tölu á atriðin sem forðast þarf ef maður vill alls ekki verða lasinn í kransæðunum. Þau reynd- ust vera tvö hundruð og áttatíu. Engin takmörk virðast vera fyr- ir því hvað fróðleiksfúsir og starfs- glaðir leitendur teygja sig langt eftir viðfangsefnum. Er nokkurt samband milli sígarettureykinga og sjálfsvíga? Það er sú spurning' sem nokkrum mönnum vestur í Bandaríkjunum datt í hug fyrir mörgum árum að leita svara við. Þeir fylgdust með rösklega 360 þúsund miðaldra körlum í tóif ár og niðurstaða þessarar tíma- og mannfreku könnunar bendir ein- dregið tii þess að fleiri stórreyk- ingamenn stytti sér aldur en hinir sem reykja lítið eða ekki neitt. Hvað krabbameinum viðkemur er margt að varást. Algengasta krabbamein kvenna er í bijóstum og einn áhættuþátturinn í þeim efnum er að konur byrji of seint að fjölga mannkyninu; því fyrr því betra. - Sólböð auka líkur á húð- krabbameini, trefjaríkt fæði dreg- ur úr hættu á þarmasjúkdómum; meira að segja aspirínið ér enn einu sinni komið okkur til hjálpar og nú sem vörn gegn ristilkrabba. Tengsl reykinga og krabbameins í lungum eru nú á allra vörum og ekki er fráleitt að ef konur reykja séu þær líka berskjaldaðri fyrir leghálskrabba. Tíðni illkynja æxla í maga hefur lengi verið undrunarefni, einkum það hve misjöfn hún er eftir heims- hlutum. Japan, ísland og Chile eru fræg magakrabbalönd og ýmsum getum hefur verið að því leitt hvað valda muni. Allt eru þetta eld- fjallalönd segja sumir og aðrir leggja þunga áherslu á íslenska saltkjötið og hangilærin. Sum efni eru krabbameinsvaldandi, önnur eru grunuð um græsku og ef slík- ur óþverri kemst inn í líkamann í mat eða drykk eða andrúmslofti er ekki von að vel fari. Og listi þeirra áhættuþátta lengist jafnt og þétt. Skyldi vera hægt að telja þá eins og hina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.