Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ menmimgarstraumar^h,^,, OKTOBER 1992 IBIO Yngstu kvikmynda- húsagestimir hafa úr ýmsu að velja í bíóun- um borgarinnar um helg- ar, sérstaklega er úrval teiknimynda gott. Þijár teiknimyndir eru með ísiensku tali. Sú nýj- asta er Prinsessan og durtarnir í Regnbogan- um, fallegt ævintýri um baráttu góðs og ills, en þar er einnig endursýnd myndin Fuglastríðið í Lumbruskógi. í Sambíó- unum er Leitin mikla með íslensku tali lfka. Sambíó- in sýna hina klassísku teiknimynd Mjallhvíti og dvergana sjö í öllum bíó- um sínum um helgar en það er fyrsta teiknimynd Walts Disneys í fullri lengd. Aðrar bama- og íjöl- skyldumyndir em Heiða í Sagabíói og Hélstu að foreldrar þínir væm skrítnir? í Bíóhöllinni, hundamyndin Bingo í Stjörnubíói og svo hefur önnur hundamynd, Beet- hoven, verið sýnd um nokkurra vikna skeið í bæði -Laugarásbíói og Sambíóunum. FáS ■ Sagt er að nýjasta mynd Stevens Spielbergs, „Ju- rassic Park“, sem gerð er eftir samnefndri sögu Michaels Crichtons, muni bijóta blað í gerð tæknib- rellna en myndin er um risa- eðlur í nútímanum. Vinnur ijöldi tæknimanna Industr- ial Light and Magic (ILM) brellufyrirtækisins við myndina, sem sagt er að geri þá tækni sem hingað til hefur verið notuð að mestu úrelda. MLeikstjórinn William Fri- edkin, sem eitt sinn gerði ; Særingarmanninn, hefur gert myndina “Rampage", sem er réttardrama með Michael Biehn í aðalhlut- verki lögfræðings sem reyn- ir að sýna fram á að fjölda- morðingi nokkur hafi verið heilbrigður á geði þegar hann framdi glæpi sína. MNýjasta mynd Martins Scorsese, „Age of Innoc- ence“, átti að vera jólamynd vestra í ár en frumsýningu hennar hefur verið frestað fram á næsta haust og verð- ur hún því ekki tekin til greina fyrr en við óskarsút- hlutunina 1994. Ástæðan er sú að Scorcese hefur ekki tekst að klára myndina á þeim níu mánuðum sem hann fékk til þess og ekki þykir fýsilegt að frumsýna hana í byrjun árs eða um sumar. Með aðalhlutverkin í henni fara Daniel Day- Lewis og Michelle Pfeiffer en myndin er byggð á alda- mótasögu Edith Whartons. Myndin er þá varla væntan- leg hingað til lands fyrr en umi jólin að ári. /Hvaó syngur í Gudnýju f Frá Hveragerði til Kölnar Stjórn- andinn; Egill Ólafs- son í Karla- kórnum Heklu. 12.000 séð Svo á jörðu AIIs hafa nú um 12.000 manns séð Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jó- hannesdóttur bæði í Há- skólabíói og úti á landi að sögn Sigurðar Pálssonar framleiðanda myndarinn- ar. Sagði hann engan bilb- ug vera á aðsókninni, hún væri jöfn og þétt. á sáu tæplega 6.000 spennumyndina Há- skaleiki fyrstu þrjá dagana um síðustu helgi að sögn Friðberts Pálssonar for- stjóra Háskólabíós. Um 3000 manns hafa séð Hefndarþorsta, rúm 30.000 gamanmyndina Veröld Waynes, rúm 21.000 Steikta græna tómata og um 1.500 manns hafa séð sænsku myndina Gott kvöld herra Wallenberg. Næstu myndir Háskóla- bíós eru íslenska myndin Sódóma Reykjavík, sem einnig verður í Regnbogan- um, og nýjasta mynd Eddie Murphys, „Boomerang". Þá má geta þess að von er á ijjórðu myndinni um þann spaugfugl Ottó Fríslending. „ÞETTA var svolítil framkvæmd,“ segir leikstjórinn og handritshöfundurinn Guðný Halldórsdóttir af full- kominni hógværð þegar hún lýsir í stuttu spjalli umfangi þess að ferðast um tökustaði í Evrópu með 70 manna hóp af leikurum og tæknimönnum til að kvikmynda gamanmynd hennar, Karlakórinn Heklu. Alls stóðu tökur í sex vikur, fyrst hér heima en síðan í Sviþjóð og í Þýskalandi en allt gekk það mjög vel fyrir sig að sögn Guðnýjar. Hún áætlar að frumsýna myndina 19. desember nk. í Háskólabíói. Aleinn í New York HETJA HOFFMANS Breski leikstjórinn Stephen Frears (Hættuleg sam- bönd, „The Grifters") heldur áfram að vinna í Holly- wood og hefur nú gert myndina Hetju eða „Hero“ með Dustin Hoffman í aðalhlutverki. Aðrir leikarar eru Gena Davis og Andy Garcia. Myndin verður frum- sýnd vestra í október og er væntanleg í Stjörnubíó. Handritið gerir David Webb Peoples höf- undur Clint Eastwood vestrans„Unforgiven“. Það segir frá smákrimma og hálfgerðum róna, sem Hoffman leikur, er bjargar lífi fólks í flugslysi en er ekki nógu frambærilegur sem hetja svo kunningi hans, Andy Garcia, er tek- ur sig sérstaklega vel út í sjónvarpi hreppir allan heiðurinn. Davis leikur sjónvarpsfréttakonu sem bjargast úr slysinu og fer að rannsaka málið. Framleiðandi myndar- innar er Laura Ziskin („No Way Out“). Hana hafði langað til að vinna með Frears alveg frá því hún sá mynd hans„The Hit“ árið 1984 en hann hafnaði öllum handritum sem hún sendi honum þar til hann fékk Hetjuna í hendur. Hetjan er dýrasta mynd Ólíkleg hetja; Hoffman í nýjustu mynd sinni. sem Frears, en hann er þekktastur fyrir litlar og ódýrar myndir, hefur nokkru sinni gert, kostar vel rúma tvo milljarða króna. Tökur hófust á Karla- kórnum Heklu í júní í sumar og var kvikmyndað í Hveragerði og Mosfells- sveit en seinni partinn í júlí flaug hóp- urinn til Evrópu þar sem kvikmynd- að var fram í ág- Eftir Arnald ústlok. Indriðoson Tökum lauk á undan áætlun að sögn Guðnýjar en myndin mun kosta 120 milljónir króna, „og það er búið að veðsetja allt eins og íslenskir kvik- myndagerðarmenn eiga að gera,“ sagði Guðný. Mynd- in er nú i klippingu hjá Ulrike Leopold í Þýska- landi, sem byrjaði strax á klippingunni eftir tökurnar á íslandi. Með aðalhlutverkin í Karlakórnum fara Egill Olafsson, Ragnhildur Gísla- dóttir og Garðar Cortez, sem kom inn í myndina eft- ir að ljóst varð að Kristján Jóhannsson yrði ekki með. Stór hópur gamanleikara fer með smærri hlutverk og má þar nefna Spaug- stofumennina Örn Árna- son, Sigurð Sigurjónsson og Randver Þorláksson, einnig Þórhallur (Laddi) Sigurðsson. Af öðrum sem fram koma í myndinni má nefna Rúrik Haraldsson, Hjálmtý Hjálmtýsson, Tinnu Gunnlaugsdóttur og Gest Einar Jónasson. Myndin segir frá karla- kór sem fer frá Hvera- gerði til og Þýskalands. söngferðalag Ljósmynd: María Guðmundsdóttir Helmingurinn af Karlakórnum Heklu; Öm Árnason, Randver Þorláksson, Sigurður Siguijónsson, Hjálmtýr Hjálmtýsson, Rúrik Haraldsson, Björn Karlsson, Árni Ásgeirsson, Guðjón Einarsson og Jón Baldvinsson taka lagið í gamanmynd Guðnýjar Halldói'sdóttur. inni. Höfundur handritsins er John Hughes en leikstjóri Chris Columbus sem fyrr. í framhaldinu tekst Mac- aúlay að komast með fjöl- skyldunni sinni út á flugvöll en stígur þar upp í ranga flugvél og lendir einn í New York. „í fyrri myndinni upp- lifði strákurinn hræðsluna og gamanið sem fylgir því að vera aleinn heima,“ segir leikstjórinn Columbus. „I nýju myndinni upplifir hann sömu tilfinningar þar sem hann er staddur einn í New York og nú höfum við tals- vert stærra svæði til að leika okkur í.“ 5MacauIay Culkin er með launahæstu leikurum í Holly- wood eftir hinar ótrúlegu og óvæntu vinsældir fyrri myndarinnar. Faðir hans sér um samningagerð fyrir hann. Hann sagði að strákur neitaði að leika í Aleinum heima 2 nema hann fengi líka að leika í annarri mynd 20th Century Fox kvikmynd- versins, „The Good Son“. Fox gaf eftir og leikstjóri myndarinnar, Michael Leh- mann, sem hafði önnur áform, var látinn fjúka. og er myndin tekin í ná- grenni bæjarins Tomelilla á Skáni og í nágrénni Ham- borgar og Kölnar. Ekki seg- ir Guðný myndina byggða á sönnum atburðum. „Mest er þetta uppspuni úr mér,“ segir hún, „en sumt í hand- ritinu er byggt á sögum sem ég hef heyrt hjá reyndum kórferða- löngum og sumt á því sem á daga manns hefur drifið. Karlakórinn Hekla er skemmti- og tónlistarmynd. Það er mikið um kórsöng og allrahanda tónlist í myndinni og reyndar er væntanleg plata með lögun- um úr henni en það er ekk- ert á okkar vegum.“ Það er Karlakórinn Fóstbræður sem syngur fyrir meðlimi karlakórsins í myndinni en það er forvitnilegt að vita hvernig var að ferðast um Evrópu með þessum gam- > anleikurum öllum? „Það var sérstaklega gaman,“ segir Guðný. „Maður byijaði að hlæja þegar maður vaknaði á morgnana. Það er óneitanlega mikið grín- ast þegar svona margir spaugarar eru saman komnir og eitt og annað bættist inn í myndina á leið- inni.“ Aleinn heima 2: Týndur í New York er heitið á fram- haldsmyndinni á Aleinum heima, einhverri vinsæl- ustu fjölskyldumynd sem gerð hefur verið undanfar- in ár. Hún verður frum- sýnd um jólin í Bandaríkj- unum og kemur í Sambíóin fljótlega eftir það. Með aðalhlutverkið fer sem fyrr Maeaulay Culkin og einnig endurtaka Joe Pesci og Daniel Stem mllur sínar úr fyrri mynd- Önnur metsölumynd? Barnastjarnan Macaulay Stórstjörnurnar; Dustin Hoffman, Geena Davis og Andy Garcia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.