Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992 * Erfíður dagur. Þú verður að slá blettinn og þvo upp næstu tvo daga. * Ast er... ... ekki lausbundin. rM Reg U.S Pal OM —all rlghts reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndlcate 1-Z HOGNI HREKKVISI aHANN ViLLFÁ SVWNMN ÚT UR tSEy/MSLU/WMf." BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Menntun og/eða starfsreynsla Frá Ingólfí Hanriessyni deild- arstjóra íþróttadeiidar RUV: Kristín Á. Árnadóttir, útvarps- ráðsmaður Kvennalista, sendi Morgunblaðinu bréf á dögunum þar sem fjallað er um umsögn ráðsins varðandi ráðniijgu íþróttafrétta- manns í íþróttadeild RÚV. Þessu máli hefur verið gerð ítarleg skil í blaðinu áður og hefur afgreiðsla ráðsins hlotið harða gagnrýni, eins og Kristín bendir á í bréfi sínu. Sú gagnrýni snýst fyrst og fremst um kjarna málsins, sem að Kristín fjall- ar ekkert um, því miður. Hér er um að ræða það atriði í útvarpslög- um, að ráðið skuli fjalla um starfs- umsóknir þess fólks sem fæst við dagskrárgerð hjá stofnuninni. Síð- ustu árin hefur þessi umfjöllun nær einvörðungu snúist um deildarstjóra og starfsfólk Fréttastofu Sjónvarps, íþróttadeildar og fréttastofu Út- varps. Nú er það svo að undirritað- ur er þeirrar skoðunar, að eðlilegt og sjálfsagt sé að fulltrúar eigenda þessarar stofnunar, almennings í landinu, hafi eftirlit með rekstri og fjalli um meginlínur í dagskrá. Það hefur verið gert með jákvæðum hætti, en í umræddu tilfelli var seilst lengra en góðu hófí gegnir og án alls rökstuðnings. Um það snýst hin harða gagnrýni, sem að út- varpsráð hefur hlotið. Á.m.k. þrír útvarpsráðsmenn hafa tjáð sig á opinberum vettvangi um ástæður þess að hundsuð voru til- mæli deildarstjóra íþróttadeildar varðandi umrædda stöðu. Þar er lögð áhersla á skort á menntun eins um- sækjenda, Loga Bergmanns Eiðsson- ar, og vitnað til auglýsingar um stöð- una, eins og Kristín bendir á stóð þar að nauðsynlegt væri að umsækj- endur hefðu háskólapróf og/eða starfsreynslu. Hér snýst allt um og/eða. Logi Bergmann var þ.a.l. ekki útilokaður frá viðkomandi starfi vegna þess að hann hefur ekki há- skólapróf. Hans styrkur er fólginn í meiri reynslu en aðrir umsækjendur og ótvíræðum meðmælum íýrri vinnuveitenda, m.a. ritstjóra Morgun- blaðsins, ásamt vaskri framgöngu í þann tíma sem hann hefur starfað hér. í stuttu bréfi mínu til starfs- mannastjóra fyrir afgreiðslu útvarps- ráðs segist ég geta rökstutt niður- stöður mínar skriflega ef farið verði fram á það. Slíkt var ekki gert og málið afgreitt á mettíma. Um þennan afgreiðslumáta er hægt að íjalla nán- ar, en ég læt það ógert að öðru leyti en því að hann er í engu samræmi við nútímalegar kröfur í þessum efn- Frá Magnúsi Blöndai Jóhannssyni Mig hefur furðað á framburði nokkra fjölmiðlaþula á nafni New York. Þetta á aðallega við nokkra þuli Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þeir bera fram nafnið New York eins og Nú Jork sem er að sjálfsögðu alrangt, réttur framburður hljóð- fræðilega er Njú Jork en ekki „nú jork“. Eg talaði um þetta við einn af þulum Bylgjunnar fyrir nokkrum dögum og sá góði maður hélt því fram að þannig bæru New York búar nafnið fram. Það finnst mér nú harla undarlegt, ég hef sjálfur búið í New York yfir 20 ár og hef ekki orðið var við þennan framburð á nafni borgarinnar. Þó má það vera að í einstaka borgarhlutum í ráðningarmálum starfsfólks er það svo að nokkur hluti upplýsinga telst trúnaðarmál og svo var einnig að þessu sinni. Umræða um þætti málsins verður ekki á opinberum vettvangi. Aðferðafræðin í ráðn- ingamálum er mér kunnug eftir að hafa borið ábyrgð á þeim mála- flokki um skeið hjá einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins. Mín afstaða var vel ígrunduð og byggð á traustum grunni, en sömu. sögu er ekki að segja um afgreiðslu út- varpsráðs, því miður. Eg vonast til þess að þetta mál verði til þess að útvarpsráð athugi hvort að ekki megi'komast hjá slík- um uppákomum í nánustu framtíð. Eg tel, þrátt fyrir allt, að við eigum það sameiginlegt að vilja veg Ríkis- útvarpsins sem mestan. Það er því lífsnauðsyn að til okkar ráðist metn- aðarfullt starfsfólk með traustan faglegan bakgrunn og langa starfs- reynslu. INGÓLFUR HANNESSON tíðkist það, en almennt er það af og frá að svo sé. Sem dæmi skal ég nefna enska orðið Bird eða fugl framburður þess orðs er hljóðfræði- lega „börd“ þó að þeir í Brooklyn beri það fram „boydj“ þá er það nú ekki sá almenni framburður frekar en „nú jork“. Ég held að þessi góði maður sem ég talaði við hafi tileinkað sér slang framburð (eða réttara sagt götumál), ég efast líka um að út í hinum stóra heimi myndi nokkur sem á annað borð kann eitthvað í ensku skilja hvað aumingja maðurinn ætti við með „Nú Jork“. MAGNÚSBLÖNDAL JÓHANNSSON um. New York er ekki Nú Jork Víkveiji skrifar Iíslenzkri orðabók Menningar- sjóðs segir að ljósár sé sú vega- lengd sem Ijósgeisli fer á einu ári. Og það er enginn smáspotti. í Al- manaki fyrir Island 1993, sem ný- komið er út, segir að „fjarlægðin til endimarka hins sýnilega heims“ sé 15 þúsund milljón ljósár. Það er erfitt gera sér slíka fyrirferð í hug- arlund. Alheimurinn, sem við þekkj- um aðeins að hluta til, er því engin smásmíði hjá höfundi tilverunnar. í Almanaki Háskóla íslands seg- ir og að fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega heimi sé hundrað þúsund milljónir. Meðalíjarlægð milli vetr- arbrauta er 5 milljónir Ijósár. Breidd þeirrar vetrarbrautar, sem jörðin heyrir til, er 100 þúsund ljósár (1 Ijósár = 9,5 milljónir km). Umferðartími sólar um miðju vetr- arbrautarinnar er 240 milljón ár. Fjöldi stjarna í vetrarbrautinni er hundrað þúsund milljónir. Meðal- fjarlægð milli stjarna í vetrarbraut- inni er 5 ljósár. Jörðin okkar er því - í öllum sín- um mikilleik - eins konar „kot- rass“, þegar hugsað er til sköpunar- verksins í heild, alheimsins. xxx á fróðleikur sem er að finna í Almanaki Háskólans 1993, auk hins hefðbundna og handhæga dagatals, er margvíslegur: upplýs- ingar um gang himintungla, reiki- stjömur, sólargang, sjávarföll, seg- uláttir, stjömukort, tímaskiptingu jarðarinnar, ríki heims, veðurathug- unarstöðvar o.m.m.fl. Þær fjölþættu upplýsingar sem Almanak 1993 geymir, hafa hag- nýtt gildi fyrir flesta og fróðleiks- gildi fyrir alla. Þar er bæði að finna gamalkunnan fróðleik sem og upp- lýsingar, sem eru nýjar af nál fyrir ýmsa, eins og t.d. kaflinn um við- skiptavikur sem geta orðið 53 í árinu! Orðrétt segir: „í viðskiptum er nú orðið algengt að vikur ársins séu tölusettar og vikunúmerin notuð, til dæmis þegar áætla þarf afgreiðslutíma vöru. Um vikutalninguna gildir regla sem virt er í flestum löndum og hlotið hefur staðfestingu Alþjóðlegu stöðlunar- stofnunarinnar (ISO). Samkvæmt reglunni hefst hver viðskiptavika með mánudegi og henni lýkur með sunnudegi. Þegar áramót skipta viðskiptaviku í tvennt skal vikan talin til þess árs sem meiri hluti hennar tilheyrir. Þetta má líka orða þannig, að vikan fylgi sama ári og fimmtudagurinn. Viðskiptavikur í ári eru ýmist 52 eða 53 talsins. Fyrsta viðskiptavika ársins 1993 hefst með mánudeginum 4. janúar en dagarnir 1.-3. janúar tilheyra 53. viku ársins 1992.“ Víkveiji dagsins lagði leið sína til Albaníu í síðastliðnum mánuði. Það var eins og að ferðast hálfa öld, jafvel heila öld, aftur í tímann. Það var eins 20. öldin og framfarir hennar hefðu tekið stóran sveig fram hjá þessu síðasta vígi sósíalismans í Evrópu. Hvarvetna blasti við fátækt og forneskja. Einn ferðafélaginn komst svo að orði, þegar skoðaðar voru fomrómverskar rústir í land- inu, að þær væru það nýstárlegasta sem fyrir augu bæri í þessari efna- hagslegu eyðimörk marxismans og sósíalismans. Þau ýkjuorð fóru ekki langt yfír markið. Órmjótt sund greinir í sundur tvo gjörólíka heima. Annars vegar gríska eyjan Corfú, þar sem vest- ræn velmegun blasir við. Hins veg- ar Albanía, þar fátækt og forneskja eru ramminn um mannlífíð. Umhverfið (veðráttan, landið og hafið) búa fólki á þessum tveimur svo að segja samvöxnu stöðum nær sömu lífsbjargarmöguleikana. Mis- munandi hagkerfi, ólíkar þjóðfé- lagsgerðir, gerðu hins vegar gæfu- muninn. Sósíalisminn hefur hvarvetna fallið á reynsluprófi veruleikans, en óvíða jafn rækilega ogjafn sárlega og í Álbaníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.