Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992 B 17 að auki væri hann trúlofaður aft- ur... Vestur í Bandaríkjunum höfðu menn loks upp á grænsáputunn- unni með Meyer og kom hún aftur til Kaupmannahafnar með Amer- íkuskipinu Norge, sem síðar fórst við Rockall með mörg hundruð manns, og var tunnan sett í kyrr- þey um borð í tollbátinn úti við Trekroner-virki 15. maí 1890. Báturinn lagðist að bryggju við Túborg-höfnina, en þaðan var tunnan flutt í kassa á vagni í Jo- hannesstiftelsen. Þessi leynd var höfð á til þess að sleppa við ásókn blaðamanna og forvitins fólks, sem hafði fylgst af áhuga með málinu. Kattrup réttarlæknir og Klein rannsóknarlögregluþjónn opnuðu tunnuna í votta viðurvist. Hroða- leg lýsing er í skýrslu lögreglunn- Ævintýralega góðar NIRWANA ilmsápur LOFNARBLÓM styrkir. Draga m.a. úr andlegu álagi, með áhrifum ilms á taugakerfið. SANDELVIÐUR slakandi. KORIANDA örvandi. Laugavegi 32 ■ Sími 62 64 80 [ Körfulyftur Eigum til sölu tvær lítið notaðar Omme körulyftur, vinnuhæð 13 m. og 16 m. Útvegum einnig frá framleið anda nýjar körfulyftur, vinnuhæð allt að 24 m. Stuttur' afgreiðslufrestur. Fallar hf. Dalvegi 16, Kópavogi sími 641020. Grænsáputunnan, sem fór yfir Atlantshafið og um alla Ameríku með hræðilegt innihald. ar á því, sem þeir sáu, og lykt- inni, sem þeir fundu. Líkið var klemmt saman, en ofan á þvi lá hattur og sundursagaður göngu- stafur. Hvort tveggja hafði Meyer átt. Klein sá, að reipi hafði verið hert um hálsinn á honum og fleira benti til þess, að hér hefði verið um undirbúið morð að ræða, en ekki skyndilega bilun morðingjans. Philipsen var leiddur að tunnunni. Hann ætlaði að hníga niður, „en með því að hella ofan í hann Hoff- mannsdropum og halda kamfóru- köggli að vitum honum, tókst að koma í veg fyrir að hann félli í öngvit,“ eða svo hefur Klein skrif- að í skýrslunni. Hann játaði nú, að morðið hefði verið undirbúið, eins og íkveikjan. Útförin var þó ekki einmanaleg Johan Meyer var grafinn frá Helligkorskirken 18. maí 1890. Ótrúlegur mannfjöldi fylgdi gamla einstæðingnum til grafar. Sakadómur dæmdi Adolph Philipsen til dauða. 29. júní 1890 staðfesti Hæstiréttur dóminn. Hæstaréttardómararnir vissu hins vegar, að konungur átti alltaf erf- iðara með að undirrita dauðadóma og staðfesta þannig fullnustu þeirra. Vitað var, að konungur kvaldist í hvert skipti, sem dauða- dómur var lagður fyrir hann og æ oftar greip hann fremur til þess ráðs að náða sakamanninn. Þess vegna lagði Hæstiréttur sjálfur til, þegar eftir uppkvaðningu dómsins, að Philipsen slyppi við dauðarefsingu en hlyti þess í stað ævilangt fangelsi. Konungur stað- festi þessi tilmæli feginsamlega. Eftir fjórtán og hálft ár í fang- elsi, í árslok 1904, var hann látinn laus gegn því skilyrði, að hann færi úr landi og kæmi aldrei aft- ur. Hann fluttist til Bandaríkjanna og settist þar að fyrir fullt og allt. Ekki er vitað, hvort fundum þeirra Philipsens-nafna bar nokkru sinni saman þar vestra. SÉRSNIÐNAR DÝNUR 10 Algengt mál þegar talað er um dýnur! Margir láta klæðskerasauma fatnað sinn. Þeir setja þaegindin og gæðin ofar öllu. Það sama gildir um rúmdýnur, iðulega þarf að sérsníða svo þær henti eigandanum fullkomlega. Við hjá Lystadún-Snæland hf. höfum sérsniðið rúmdýnur um áratuga skeið. Hjá okkur hafa staðlar aldrei ráðið ferðinni, heldur þarfir hvers viðskiptavinar. Og hjá okkur færðu dýnu í hvaða stærð og stífleika sen, er. elle •ess LYSTADÚN-SNÆLAND hf 12 4 Reykjavík S í m i 8 1 4 6 5 5 Sendum í póstkröfu um land allt. ? cm • Sigriðuf Bmgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.