Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 26
MOKGUNfílADH) SAMSAFNIÐ SlJNNUi)AGUR 4. OKTÓBER 1992, 26 B______________ ÆSKUMYNDIN... ERAF ORRA VIGFÚSSYNIATHAFNAMANNl MED MEIRU Frægurfyrir að skipta ekki um skoðun Athafnamaðurinn Orri Vigfús- son er landsþekktur og er með mörg járn í eldinum. Hann framleiðir og selur vodka til Bandaríkjanna, saltar síld, framleiðir kavíar og siðast en ekki síst þeysir hann frá einu landi til annars til þess að binda endi á laxveiðar í sjó og hefur hann aflað sér alþjóðlegs stuðn- ings til þess arna og er árangur- inn þegar orðinn glæsilegur. Er Orri er spurður hvað hafi einkennt hann í barnæsku ber hann fyrir sig minnisleysi og það eina sem hann muni vel og ákveðið hafi verið er það átti að senda hann á ósköp venjulegt dagheimili fyrir böm á Siglu- firði. „Ég tók það ekki í mál. Það kom bara ekki til greina að gefa mig í slíkt. Ég man ekki lengur nákvæmlega hvað það var sem ég vildi heldur hafa fyrir stafni, enda er það kannski aukaatriði. Þaraa vildi ég ekki vera og þar með var það útrætt mál,“ segir Orri sjálfur. Hulda Sigurhjartar, móðir Orra, segist vel muna eftir rim- munni um dagheimilið og hún lýsi mjög vei vissum hluta skapferlis Orra. „Hann var ekkert óþægur eða ódæll. Hann einfaldlega vildi ekki vera á heimilinu og settist við hliðið og sat þar og beið þess að vera sóttur. Hann var mjög fastur á sínu, beit eitthvað í sig og það stoðaði lítt að ræða þau mál þegar hann hafði tekið ákvörðun. Dagheimilismálið leyst- ist með þeim hætti að við tókum hann heim aftur, það var vitað mál að hann myndi ekki gefa sig,“ segir Hulda. Hvort að snemma hafi örlað á athafnaseminni sem síðar setti Orra á skör ofar flestum svaraði Hulda: „Já, Orri var mjög duglegur sem bam. Á Siglufirði unnu öll börn í síldinni og Orri gaf þar ekkert eftir. Þá var hann fljót- ur að hugsa og að taka ákvarðan- ir sem hann síðan hélt fast við. Þessir þættir voru einkennandi í fari Orra. Orri er fæddur þann 10. júlí 1942 á Siglufirði. Faðir Orra er Vigfús Friðjónsson fyrrum síldar- saltandi á Siglufirði og móðir hans er þegar nefnd. Hann er ekki ein- birni, á bæði systur, Sigríði Mar- gréti, og bróður, Friðjón. Þau segja, og fleiri sem til þekkja, að Orri hafi verið glaðlegur drengur en ekki grallari, trúlega vegna þess að hann hafí verið svo upptek- inn af eigin málum að enginn tími hafi gefíst til grallaramennsku. „Hann var líklega bara ósköp eðli- Iegt barn,“ segja þau. Og undir það tekur Orri sjálfur. Honum finnst það trúlegt og vel geta stað- ist. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Flugið heillar Erlingur S. Erlingsson, flugmaður og annar eigandi þessarar vélar, sem er af gerðinni Dragon Rapide, en fjórar slíkar vélar voru til hér á landi á sínum tíma. Myndasafnið að þessu sinni er helgað flugáhugamönnum, en flugið hefur löngum heillað, ekki síst hér á árum áður þegar það var sveipað vissum ævintýraljóma. Það gildir að nokkru leyti enn, þótt ef til vill hafí hugmyndir manna um flugið verið dularfyllri áður fyrr, en þessar myndir eru teknar um og eftir miðja öldina. Þá var flugið enn á bernskuskeiði, ef svo má að orði komast, og til dæmis má nefna að þá voru engar þotur komnar í gagnið, en þær hafa auðvitað gjörbreytt öllum að- stæðum varðandi samgöngur í lofti. Ekki er ástæða til að tjölyrða nánar um þetta hér heldur gefa rými fyrir myndirnar, sem tala sínu máli. ÉCHEITI... EYJA ELÍSABET EINARSDÓTTIR Eyja Elísabet Einarsdóttir Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Ég er nefnd eftir ömmu minni sem hét Bjarney, en alltaf kölluð Eyja. Foreldrum mínum þótti tilvalið að gefa mér þetta nafn,“ segir Eyja Elísabet Einarsdóttir hárskeri um nafnið Eyju. „Mér þykir vænt um nafnið mitt í dag, en þegar ég var unglingur hefði ég heldur vilj- að heita bara Guðrún eða Sigríður. Á tímabili notaði ég einungis nafnið Elísabet, því það var stundum gert at í mér vegna Evju-nafns- ins.“ afnið Eyja þekkist frá fyrstu árum Islandsbyggðar, en son- ardóttir Helga magra, landnáms- manns í Eyjafirði, hét þessu nafni. Árið 1910 hét ein kona á íslandi Eyja að síðara nafni, en 1989 báru 26 konur þetta nafn, þar af 12 að síðara nafni samkvæmt bókinni „Nöfn íslendinga". „Það hefur oft verið hváð þegar ég kynni mig,“ segir Eyja Elísabet. „Fólk kallar mig gjaman Eyrúnu við hátíðleg tæki- færi og telur víst að Eyja sé gælu- nafn. Þá verð ég oft vör við að nafn- ið er ekki stafsett rétt og ég hef séð ýmsar útgáfur, til dæmis „Eia“ og „Eija“.“ Að heita sjaldgæfu nafni hefur sína kosti. „Eg var í Ármúlaskóla, sem var mjög fjölmennur skóli. Þar þekktu mig allir með nafni og muna það þegar þeir hitta mig nú, mörgum árum síðar. Einn skólabróðir minn gerði reyndar þá athugasemd að ég væri svo lágvaxin að ég bæri ekki nafn með rentu, það færi betur á því að kalla mig „Sker!““ Upphafs- stafir Eyju eru EEE og svo skemmti- lega vill til að upphafsstafir manns hennar eru BBB, en hann heitir Bóas Börkur Bóasson. „Við eigum lítinn strák og hann heitir nú bara Bjarki," segir Eyja Elísabet Einars- dóttir. AF HVERJU . . . ERUAUGU MISMUNANDIAÐ LIT? Blátteða bnínt? ÞAÐ ræðst af genum hvernig menn eru útbúnir fyrir lífið og þau er að finna í litningunum. Allar líkamsfrumur nema kyn- frumur hafa 46 litninga og er annar helmingur þeirra erfður frá móður, en hinn frá föður. Sum genin í hverjum litningi ráða augnalit og það sem veldur endanlegum lit er samverkan þeirra gena sem annars vegar eru frá móður og hins vegar frá föður. • • 011 augu hafa í sér bláar frumur en þær eru „víkjandi". Ef augun hafa einnig aðrar litaðar frumur í sér fá þau annan blæ, s.s. gráan, grænan eða brúnan. Nýfædd börn hafa gjaman blá augu því hinar litfmmumar, ef um einhveijar er að ræða, koma ekki fram fyrr en barnið hefur náð um tveggja ára aldri. Stundum vaxa litfrumumar aðeins í hluta augans og þá verður það misjafnt að lit, einn hluti þess blár og hinn jafn- vel brúnn. Þegar báðir foreldrar eru blá- eygðir verður bamið einnig blá- eygt, en ef annað foreldrið væri brúneygt gæti það farið á hvorn veginn sem er. Það er, ef barnið erfir nægilega mikið af brúnum litfrumum sem yfirgnæfa þær bláu verður það brúneygt, annars ekki. Barn brúneygðra foreldra getur hins vegar orðið bláeygt ef brúnu litarefnin ná ekki að yfírgnæfa þau bláu, því eins og áður var nefnt, hafa öll augu bláar litfmmur í sér, þótt þær komi ekki alltaf fram. En það er fleira athyglisvert við augun en litur þeirra. Sjónin sjálf er okkur ákaflega mikilvæg og allar truflanir á henni geta haft alvarlegar, eða að minnsta kosti sérkennilegar afleiðingar. Árið 1970 setti Bandaríkjamaðurinn Patric Trevor-Roper fram þá kenn- ingu að stjóntruflanir hefðu sett óafmáanlegt mark sitt á myndlist, sér í lagi fyrr á öldum. Nærsýni, fjarsýni og Iitblinda hafi orðið þess valdandi að verk margra helstu meistara myndlistarinnar bám sér- kenni sem notkun gleraugna hefði komið í veg fyrir. Meðal þeirra sem nefndir em til sögunnar er E1 Greco en sjónskekkja hans olli því að fólkið sem hann málaði virtist oftar en ekki vera að renna niður að hægra og neðra horni myndar- innar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.