Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTOBER 1992 B 5 Jeltsíns, sem stundum hefur ekki farið dult með fyrirlitningu á um- bótastefnu forsetans. Rutskoi var ákaft hylltur á nýleg- um fundi stórráðs Kósakka þegar hann hvatti til endurreisnar Stór-Rússlands og gagnrýndi ríkis- stjórnir fyrrverandi sovétlýðvelda fyrir gerræði gegn rússneskum þjóðarbrotum. í vor studdi Rutskoi Jeltsín og Gaidar forsætisráðherra þegar reynt var að bola þeim frá völdum og hann hefur haldið áhrifum sínum í stjórninni án þess að óánægja með efnahagsstefnuna hafi bitnað á honum. Um leið hefur barátta hans fyrir málstað þeirra 25 milljóna Rússa sem búa utan landamæra Rússlands aukið vinsældir hans og áhrif. Rússneskir þjóðernissinnar hafa sakað Jeltsín og perestrojku um hrun Sovétríkjanna og erfiðleika rússneskra þjóðarbrota í sovétlýð- veldunum sálugu. Þeir hafa fengið hljómgrunn hjá ungum Rússum, sem leita að einhverju til að trúa á, og þetta hefur orðið vatn á myllu Kósakka, sem bjóða alla sem sam- þykkja aga þeirra, trú og erfðavenj- ur velkomna í raðir sínar. Jeltsín hefur orðið að taka meira tillit til þjóðernissinna síðan Rutskoi lýsti því yfir í sjónvarpi þegar for- setinn var í Bandaríkjunum í sumar að Moskvustjómin væri reiðubúin að beita hervaldi til að grípa inn í þjóðernisátök í Moldóvíu og Georgíu og sakaði stjórnir þessara landa um þjóðarmorð. Staða Jeltsíns styrktist þegar hann samdi við Úkraínumenn, sem virtust' að því komnir að segja sig úr Samveldi sjálfstæðra ríkja, en nýlega varð hann að hætta við fyrir- hugaða Japansför vegna þrýstings þjóðernissinna, sem beijast gegn afsali Kúrileyja, þar sem Kósakkar hafa stofnað nýlendur. Minnugir sögulegs hlutverks síns hafa Kósakkar sagt að þeir neyðist til að taka á sig ábyrgð á því að „vernda" 25 milljónir rússneskra íbúa Jyrrverandi sovétlýðvelda, þar sem Moskvustjórnin hafi að miklu leyti „þvegið hendur sínar af vanda- málum þeirra“. I tæpt ár hafa Kósakkar hjálpað félögum sínum í Moldóvíu að veija minnihluta Rússa og Úkraínu- manna gegn Rúmenum, sem réðu héraðinu þar til Stalín innlimaði það 1940. Minnihlutinn óttast að hérað- ið sameinist Rúmeníu og hefur stofnað lýðveldi austan Dnéster- fljóts. Hundruð hafa fallið í átökum stjórnarhermanna og aðskilnaðar- sinna, þar á meðal Kósakkar - hin- ir fyrstu síðan bolsévíkar brutu þá á bak aftur eftir byltinguna 1917. Sjálfboðaliðar frá Orienburg á gresjum Mið-Rússlands hafa flykkzt til Moldóvíu og margir aðr- ir Kósakkar hafa slegizt í för með þeim. Einn þeirra var fyrsti Kósakk- inn, sem féll í Moldóvíu, Míkhaíl Zublov, 24 ára atvinnuleysingi frá Don. Sú krafa er gerð til Kósakka að þeir komi félögum sínum til hjálpar þegar þeir eru í hættu og Zublov hafði hlýtt kallinu, en Valen Oleinikov, annar æðsti höfðingi Don-Kósakka, segir: „Við sendum ekki menn til Moldóvíu. Þeir fara þangað af fúsum og fijálsum vilja.“ r IMið-Asiu berst hreyfing Kósakka fyrir því að afkomendur Kós- akka-landnema í Kazakstan endur- heimti gamlan sjálfsákvörðunar- rétt. Leiðtogi þeirra, Valeríj Shukov, er háskólakennari í Uralsk í Norðvestur-Kazakstan, sem Kós- akkar stofnsettu 1620. Nú er Kaz- akstan sjálfstætt ríki, búið kjarn- orkuvopnum og aðili _að SÞ, en 38% íbúanna eru Rússar. I norðurhéruð- unum, sem liggja að Síberíu, eru allt að 95% íbúanna rússneskumæl- andi Slavar. Shukov óttast að Kósakkar hafi nauman tíma til að knýja fram sig- ur í réttindabaráttu sinni í Kazakst- an að sögn The Far Eastern Ec- onomic Review. Vegna klofnings í röðum Kósakka er fólk hrætt við að ganga í hreyfingu Shukovs. Vörðu landamæri Rússlands: Kósakkar fyrri tíma erfitt með að kyngja því að svo kunni að fara að Rússar og Japan- ar verði að starfa saman á Kúrileyj- um, sem Rússar viðurkenndu jap- anskar 1855 en Rauði herinn hertók 1945. Þeir óttast að Rússar, sem verði um kyrrt, verði annars flokks borgarar undir japanskri stjórn. „Ég er viss um að erfitt verður að sannfæra Rússa um að þeir eigi nokkra samleið með Japönum,“ segir Feodor Pyzhjanov, þingmaður á Sakhalín. Samkvæmt óstaðfestum fréttum fá Rússar, sem flytjast frá Kúrileyj- um, ríflegar skaðabætur frá Japön- um, ef þær verði látnar af hendi. Margir eyjaskeggjar mundu þiggja það með þökkum, en áþreifanlegt tilboð liggur ekki fyrir. Feodorov landstjóri og aðrir rússn- eskir þjóðernissinnar óttast að ef Rússar láti undan á Kúrileyjum muni það auka ágimd Japana á Sakhalín og fleiri rússneskum yfir- ráðasvæðum. Syðst á Kúrileyjum, sem Japanar réðu 1904-1945, hafa Kósakkar frá gömlum nýlendum við fljótin Uss- uri og Amur og víðar komið á fót níu nýlendum til að auka slavnesk ítök. Að sögn Olegs Gusevs, höfðingja Kósakka á Sakhalín, hafa nokkur þúsund fjölskyldur gengið í þessi samfélög af fúsum vilja. Þær ætla að halda við þjóðlegri og trúarlegri hefð og vona að stanitsa þeirra fái nógu mikið landrými sem fyrst svo að hægt verði að hefja víðtæka uppbyggingu. „Allir geta tekið þátt,“ segir Gusev. „Úkraínumenn, Rússar eða Búijatar - ef þeir eru Kósakkar i anda, hlíta aga þeirra og aðhyllast kenningar rússnesku kirkjunnar.“ Rússneskir þjóðernissinnar eru sigri hrósandi vegna þeirrar ákvörð- unar Jeltsíns að hætta við Japans- ferðina vegna deilunnar um Kúril- eyjar og telja hana sigur. Hinir æstustu þeirra hafa talað um stríð ef syðstu Kúrileyjunum verði skilað. „Bandaríkjamenn vörpuðu einni sprengju á Hiroshima,“ sagði einn þeirra, Vladímír Zhírínovskíj, þegar ákvörðun Jeltsíns lá fyrir. „Við munum varpa 100 sprengjum á hvert það ríki, sem krefst eins fer- metra rússnesks lands ... Vilja Jap- anar stríð? ... Rússar eru tilbúnir...“ Akvörðunin styrkir einnig stöðu fyrrverandi kommúnista og fyrrver- andi umbótasinna, sem nú eru mót- fallnir tilslökunum við vestræn ríki. Jeltsín þarf bæði að veijast þeim og þjóðernissinnum, sem stjórn- málamenn eins og Rutskoi varafor- seti biðla til. Sjálfir hafa Kósakkar ekki áhuga á valdatafli heldur vörn- um landamæra Rússlands eins og forðum. Reynt hefur verið að laga Kósakka að siðum og viðhorfum Kazaka síð- an 1920, kjördæmaskipunin erþeim andstæð, Kazakar ganga fyrir í húsnæðis- og menntamálum og Kósakkar hafa ekki fengið að dreifa blöðum og halda upp á tyllidaga. Kósakkar vilja endurheimta hér- aðið Úralsk, sem Lenín innlimaði í Kazakstan, en Shukov segir: „Við viljum ekki flæma alla Kazaka það- an.“ Annar leiðtogi þeirra, Georgíj Kokunko, telur arf Kósakka „ein- stakt dæmi um staðbundið lýðræði samtvinnað sterkri miðstýringu“ og þá fýrirmynd, sem hæfi Rússlandi bezt“. Shukov segir að „stjórn Rúss- lands verði að gera sér grein fyrir að við vaxandi vanda sé að stríða á landamærunum" og að eina leiðin til að afstýra átökum Kazaka og Rússa sé að skipa nefnd til að jafna deilurnar. Ekki megi þó fegra for- tíðina: „Ef sjálfstjórn yrði aftur komið á yrði hún að vera í nýrri mynd,“ segir hann. „Við viljum ekki breyta öllu í fyrra horf.“ í Austur-Síberíu styðjast rússn- eskir íbúar ekki lengur við sovézkt vald og eru uggandi um sinn hag. Asískum íbúum fjölgar ört, en slavneskum íbúum alls ekki. Við blasa búferlaflutningar Slava til Rússlands og Úkraínu og óttazt er að þeir sem eftir verði muni drukkna í asísku mannhafí. Minn- ingar um „ok Tatara og Mongóla" lifa enn og hugmyndir um vernd Kósakka njóta hylli. Kósakkar hafa eflzt á þessum stijálbýlu svæðum á sama tíma og íbúarnir bíða Japönsku innrásarinnar" milli vonar og ótta. Japanskt fjármagn getur skipt sköpum fyrir mikla uppbyggingu, sem að er stefnt, en margir hafa ekki gleymt yfirgangi Japana í þessum heimshluta fyrr á öldinni. Óttazt er að japönsk áhrif geti orð- ið óheyrilega mikil í Austur-Asíu- héruðum Rússa og landstjórinn á Sakhalín, Valentín Feodorov, hefur því boðið Kósökkum að vinna að uppbyggingu á Kúríleyjum, sem Japanar gera tilkall til. Kósakkanýlendu, stanitsa, hefur verið komið á fót í Itorup og Kun- ashir á Kúrileyjum. Höfðingi Kós- akka á eyjunum er formaður „orku- félags", sem ætlar að nýta jarð- varma til að fullnægja orkuþörf Kunashirs fyrir 1995. Um leið hyggst Kósakka-fyrirtæki auka samgöngur við eyjarnar í samræmi við gamla hefð, því að Kósakkar voru meðal stofnenda rússneska Ameríkufyrirtækisins, sem rak verzlunarstöðvar í Alaska, Kaliforn- íu og á Kúrileyjum á öldum áður. Rússneskir þjóðernissinnar eiga VIÐ H0FUM flutt alla starfsemi okkarað ÁRMÚLA15 Opid í dag frá ld. 13-16 0PNUN ARTILB0Ð! Komið og skoðið eina glæsilegustu raftækjaverslun landsins! I ) li ‘ hn r rm i H=n i! CJ 1 rwj inn i iii 11. m m ...LYSIR ÞER LEIÐ ÁRMÚLA 15-SÍMI 812660 OPNUNARTÍMI: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-17 LAUGARDAGA1Q-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.