Morgunblaðið - 04.10.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.10.1992, Qupperneq 6
Þann sem byggði þennan bæ skorti ekki stórhug. AS' Örlygsstöðuity Snorri Ingimarsson læknir og Kolbrún kona hans sýna fallegan gróðurinn í hvammin- um ofan við bæinn eftir.Elínu Pólmadóttur FJÖRBROT þjóðveldisins. Örlygsstaðabardagi. 21. ágúst 1238. Áletrun á stuðlabergss- úlu ofanþjóðvegarins fram Skagafjörðinn að austan vek- ur athygli ferðamanna, sem þjóta í bílum sínum framhjá. Þarna eru líklega Örlygsstað- ir, hugsa þeir vísast og horfa á stórt og myndarlegt hús uppi í hlíðinni aðeins lengra. Glæsilegt heim að líta og veg- legra hlið en á öðrum íslensk- um bæjum. En hvað er þetta? Á hliðinu stendur skilmerki- lega nafnið Ásgarður. Vegfar- andann langar til að sveigja upp heimreiðina og fara heim að þessu stóra húsi sem við blasir milli hliðarstólpanna. Það er allt öðru vísi en flestir bæir. Til að sjá minnir það á danskan herragarð - með burstum. Orlygsstaðir eru þetta ekki, enda voru þeir ekki bær heldur gerði með sauða- húsi í, umgirt lágum vegg. En þessi frægi bar- dagi, Örlygsstaðabardagi, sem sagt er frá í Sturlungu, var vissulega háður þama. Ung hjón ráða húsum í Ásgarði, sem líka á sér sína sér- stæðu sögu þótt ný sé. Snorri Ingi- marsson læknir og Kolbrún Finns- dóttir kona hans taka á hlaðinu vel á móti svo forvitnu fólki. Og fyrr en varir er Snorri kominn með ann- an gestinn út fyrir túngarðinn í mýrina þar sem Örlygsstaðabardagi var háður fyrir hálfri áttundu öld og við komin í hrókasamræður um atburði og menn eins og orustan hefði verið háð í gær. Og Kolbrún komin með hinn gestinn upp í fal- lega hvamminn upp af húsinu með tijálundum og fallegum gróðri, sem merkiskonan Lilja Sigurðardóttir frá Víðivöllum tók að rækta þar. Raunar var það hún, þá harðfullorð- in, og fóstursonur hennar sem byggðu sér þessa „ævintýrahöll" 1947. Nú eru þau Snorri og Kolbrún tekin til við að gera við og fram halda draumunum hennar Lilju. Fóstursonur hennar Friðjón Hjör- leifsson (Jónssonar á Gilsbakka og unnustu hans Friðrikku Sveinsdótt- ur) bjó þarna eftir að Lilja dó. Hann var agnarsmár fyrirburður er Lilja tók við honum að móður hans lát- inni. Sagt er að drengurinn hafi verið lagður í kartöflumél í vindla- kassa, sem hafður var á ofni. Þau voru upp frá því samvistum og fluttu saman í Ásgarð, þar sem hún lést 1970. Og þegar hann dó 1985 féll eignin til Snorra Ingirnarssonar. Hann kvaðst hafa verið sendur drengur í sveit til þeirra Lilju og Friðjóns. „Hún var fóstra Friðjóns, Friðjón varð fóstri minn og þegar ég fullorðnaðist varð ég fóstri hans,“ segir Snorri þegar hann sér spurnar- svipinn á gestinum. Friðjón var ynd- islegur maður, einn besti maður sem ég hefi þekkt, en hann gat aldrei vel staðið alveg einn. Hann var við- kvæmur náttúruunnandi. Að honum hændust böm og málleysingjar.“ HUGSJÓNAKONAN HUGUMSTÓRA Ekki þarf annað en ganga þama um landið og húsið til að sjá hversu merkileg og sérstæð kona Lilja hef- ur verið. Hún var fædd 26. febrúar 1884 á á Víðivöllum, þarna rétt neðan við veginn í Blönduhlíðinni, dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Pétursdóttur, sem bjuggu þar við mikla rausn og höfðings- skap. „Það var engin tilviljun að Víðivallaheimilið var öðmm heimil- um fremur valið til móttöku fyrir innlenda og erlenda höfðingja er ferðuðust um landið," er haft eftir merkum Skagfirðingi. Meira að segja voru þar hlaðin borð af alls konar góðgæti þegar áætlunarbílar hófu fyrst ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur, allir tóku hressilega til matar síns, en þegar átti að greiða var slíkt afþakkað. Guðrún húsfreyja kvaðst aldrei hafa selt gestum mat og vildi ekki þyija á því í ellinni, að því er Hulda Á. Stefáns- dóttir frá Þingeyrum skrifaði í grein um Lilju. Við þessu búi tók Gísli tvíburabróðir Lilju 1908 og þegar móðir hennar hætti búskap 1915, tók Lilja við bústjórn með bróður sínum og hafði hana á hendi þar til hann kvæntist 1935 Helgu Sig- tiyggsdóttur frá Framnesi. „Það mátti segja um Lilju Sigurðardóttur að hún var höfðingi í öllu sínu fram- ferði, stórhuga og fjölhæf, lagði á margt gjörva hönd, sem má sjá af því hve mörgu henni var trúað fyrir í skólum þessa lands: matreiðslu, vefnaði, jarðyrkju; á Blönduósi, Núpi, Hvannéyri, Löngumýri, auk alls þess sem húntók sér fyrir hend- ur heima fyrir,“ skrifaði Hulda Á. Stefánsdóttir um hana. Lilja hafði líka fengið menntun. Heimiliskenn- arar voru fyrir börnin á Víðivöllum, oftast kvennaskólamenntaðar stúlk- ur, sem höfðu umfram karlkennara að geta sagt systrunum til í handa- vinnu jafnhliða bóknáminu. Viku fyrir ferminguna áttu systurnar að taka við eldhúsverkunum, ásamt eldabuskunni, undir umsjón móður þeirra sem hafði lært matreiðslu á Akureyri hjá dönskum hótelhaldara. Síðan fór Lilja á Kvennaskólann á Akureyri og var þar í tvo vetur og kórónaði svo menntunina með því að fara til Kaupmannahafnar, þar sem hún sótti ýmiskonar nám í 2 ár. M.a. varð nokkurra vikna hjúkr- unarnámskeið Rauða krossins henni dijúgt, að því er hún sagði síðar. Enda gat hún stundum linað þján- ingar sjúkra meðan beðið var lækn- is, sem gat tekið nokkum tíma, jafn- vel daga, og hún aðstoðaði Jónas Kristjánsson lækni þegar þurfti að gera einhveija aðgerð í sveitinni. Lilja var semsagt vel undirbúin fyrir þau mörgu og miklu verkefni sem hennar biðu bæði heima og að heiman. Árið 1930 fékk sýslunefnd Skagafjarðarsýslu Lilju t.d. til að standa fyrir Skagfirðinga fyrir risnu á Alþingishátíðinni, sem hún gerði af frábærum myndarskap, svo mælt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.