Morgunblaðið - 04.10.1992, Side 16

Morgunblaðið - 04.10.1992, Side 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992 --——? ! I 1'" '■ ■ ■ — — ■ ■ AF SPJOLDUM GLÆPASOGUNNAR/LYFSALINN MYRTISENDISVEININN TIL FJÁR OG SENDILÍKIÐ í GRÆN SÁPUTUNNU TIL AMERÍKU S3ag SlcífcerbígíicbcnS ©tttcr 6ibb«r fp^ilípfen nu ðemt, $an$ JBerjímmcIfc cr bitter, 6!j?nbt §anS SDaab feli'er albrig gtemt. ©fœnbfclSbaaben og fjanS 9lam ftnvttes, aft tit Hip&en^atm. s. Baksíða á skildingavísnahefti ásamt niðurlagserindi og mynd af morðingjanum í fangelsi. farið fyrir nokkrum klukkustund- um með mörg hundruð innflytj- endur til New York. Adolph Philipsen var á farþegalistanum! Ameríkuskipið strandar með flóttamanninn Þegar Klein var um það bil að fara, vonsvikinn yfir erindsleysu sinni, komst allt í uppnám á skrif- stofu skipafélagsins. Germania hafði strandað á sandrifi í Sax- elfi. Klein var snöggur að útvega sér gufuknúinn hraðbát og hann komst um borð í farþegaskipið áður en það losnaði af rifinu og komst á flot. Þar fékk hann aðstoð fyrsta stýrimanns við að handtaka Philipsen, grunaðan um morð og íkveikju. Klein hélt nú aftur til Hamborgar með fanga sinn. Hann fór með hann í lögreglustöð við höfnina til þess að gefa skýrslu um handtöku og fangaflutning, en þá var það Philipseri, sem féll saman og vildi gera játningu. Það var leyft. Ekki var fagurt á að hlýða og í Kaupmannahöfn endurtók hann játninguna. Hann sagðist hafa verið orðinn taugabilaður og ringl- aður af peningaáhyggjum. Þá hefði sér hugkvæmst að kveikja í og hirða tryggingarféð, en þegar Meyer gamli hefði komið í skrif- stofu sína 7. janúar með skinns- kjóðuna úttroðna af peningaseðl- um, að því er hann hugði, hefði skyndileg freistni bugað hann. „Ég vissi varla, hvað ég gerði," sagði hann, en hann kvaðst hafa narrað Meyer með sér inn á lager, kyrkt hann, troðið honum ofan í hálf- tóma ámu undan nýlagaðri grænsápu, drussað kalki yfir líkið og loks sett hlemm á. í skinnskjóð- unni voru aðeins reikningar, í veski Meyers fímm krónu seðill og í buddu hans tvær krónur og sjötíu og fímm aurar. Daginn eftir hafði hann beðið verkamann í þjónustu sinni um að fara með tunnuna niður í tollbúð og senda hana til New York með hrósandi sendu þeir dönsku stétt- arbræðrunum skeyti um handtöku delinkventsins. Kaupmannahafn- arlögreglan varð steinhissa. Hafði einhver fals-Philipsen náðst á Sax- elfí og hafði lögreglan í New York tekið hinn rétta? Klein flýtti sér heim til frú Philipsen og tók hana með sér í sjöttu deild borgar- sjúkrahússins, þar sem Philipsen var í gæslu, sýktur eftir viðkom- una í Hamborg. Frúin bar kennsl á mann sinn. Klein sendi þegar skeyti til lögreglunnar í New York, reyndi að útskýra misskilninginn og bað bandarísku lögregluþjón- ana um að sleppa sínum Philipsen. Svo var gert. Sá, sem handtekinn hafði verið í misgripum, var ung- ur, danskur innflytjandi. Hann fór rakleitt til lögfræðings í New York og höfðaði síðan skaðabótamál á hendur danska ríkinu. Hann krafð- ist 20 milljóna dollara í skaðabæt- ur! Dösnku blöðin höfðu það eftir „áreiðanlegum lögfræðingum, bæði í Danmörku og Bandaríkjun- um“, að maðurinn hefði miklar lík- ur á að vinna málið og mynda fá gífurlegar skaðabætur fyrir frels- issviptinguna og mannorðshnekk- inn, en unnusta hans og ættingjar hennar höfðu verið áhorfendur að því, þegar hann var handtekinn fyrir morð, íkveikju og trygginga- svik. Unnustan var nú horfin ásamt fólki sínu eitthvað vestur á slétturnar. Klein í klemmu Nú átti Klein bágt, því að hon- um var kennt um allt saman. Blöð- in hæddust að honum fyrir fljót- færni og klaufaskap. Áttu danskir skattgreiðendur að fara að borga fyrir mistök hans? Sem betur fer fyrir Klein og danska ríkissjóðinn náðist dómssátt í málinu, en all- verulega upphæð varð að greiða saklausa Philipsen. Hann sagði í blaðaviðtali, að hann nennti ekki að leita gömlu kærustuna uppi, fyrst hún hefði trúað þessu á sig við komuna til New York og þar Adolph Philipsen, lyfjagerðarmaður og lyfsali. Hann hélt að sendisveinninn væri með mikið fé í töskunni. Gamli sendisveinninn Johan Mayer. Ameríkuskipinu Thingvalla. Philipsen bjó til eitthvert heimilis- fang í Bandaríkjunum og átti að senda tunnuna áfram þangað frá New York. Verkamaðurinn stað- fésti þetta, en hann vissi auðvitað ekki hvað í ámunni var. Að launum hafði hann fengið frakka og var þar kominn frakki Meyers gamla. Tunnan týnd, en rangur Philipsen fundinn Tunnan var nú eftirlýst um öll Bandaríkin, því að hún var farin frá New York. Þegar Klein hélt að hann hefði misst af Philipsen frá Hamborg með Germania hafði hann beðið skipafélagið um að senda fyrir sig skeyti á kostnað dönsku lögreglunnar til lögregl- unnar í New York um að handtaka Philipsen, þegar skipið kæmi þar í höfn. Þegar fréttin barst um að skipið hefði rennt upp á sandrif í Saxelfi taldi Klein víst, að hætt hefí verið við að senda skeytið. Fyrir einhvern misskilning var það ekki afturkallað og þegar German- ía lagðist að bryggju í New York þustu lögregluþjónar um borð og handtóku einhvern Philipsen. Sigri JOHAN Meyer var örugglega öldungurinn meðal sendisveina í Kaupmannahöfn árið 1890. Carl Lund, eigandi og forstjóri verk- smiðjanna, sem við hann voru kenndar, hafði haft hann svo lengi í þjónustu sinni, að hann gat ekki hugsað sér að segja honum upp, þótt aldurinn færðist yfír hann. Johan Meyer var líka traustur og áreiðanlegur sendisveinn, vinsæll hjá skrifstofufólk- inu. Meyer var oft með mikið fé í sendiferðum, því að honum var treyst fyrir bankaferðum, innheimtu og greiðslu reikninga. 7. janúar 1890 fór þessi hæglætismaður í útborgunarferð í mið- borg Kaupmannahfanar og var með peningana í gömlu skinns- kjóðunni, sem hann hafði notað í tugi ára og allir þekktu hann af. En hann kom aldrei til baka. egar skrifstofunni var lokað á venjulegum tíma, kl. hálfsjö um kvöldið, þótti mönnum einkennilegt, að Meyer var enn ókominn. Þetta hafði aldrei gerst áður. Menn þóttust vissir um, að hann hefði frambærilega og áreiðanlega skýr- ingu á fjarvist sinni. Svo sannar- lega! Næsta morgun vantaði Meyer enn. Nú var sent heim til hans, en hann var einhleypur og hafði leigt tvö herbergi á sama stað um áratuga skeið. Ekki var hann þar. Þá var sent á alla staði, þar sem hann hafði átt að greiða reikninga í sendiferðinni. Hann hafði komið daginn áður á alla staðina og greitt alla reikninga. Enginn hafði tekið eftir neinu sérstöku við hann; hann hafði verið jafnrólegur og óað- finnanlega kurteis sem jafnan áður og alls staðar höfðu menn skipst á nokkrum gamanyrðum, eins og þeir voru vanir. Lund forstjóri tilkynnti nú hvarf Meyers til lögreglunnar, sem rakti feril hans 7. janúar. Síðast sást hann í Store Kongensgade, þar sem hann greiddi seinasta reikn- inginn í húsinu nr. 75. Þar var til húsa á annarri hæð lyfjafræðing- urinn, lyfjagerðarmaðurinn og lyf- salinn Ádolph Philipsen. Þar fram- leiddi hann ýmsar efnavörur auk lyfja og hafði þar birgðageymslu og skrifstofu. Adolph Philipsen, cand. pharm., varð hálfönugur yfir heimsókn lögreglunnar, en hann gat staðfest, að Meyer hefði komið til að greiða reikning, feng- ið hann kvittaðan og farið síðan. Þijár vikur liðu og ekki fannst Meyer sendisveinn. Lund forstjóri hét þeim verðlaunum, sem veitt gæti upplýsingar um mannshvarf- ið. Hann hafði þekkt Johan Meyer svo vel og lengi, að hann taldi skyndilega bilun á sinni og sjálfs- morð næstum því óhugsandi skýr- ingu. Af því að Meyer var ein- hleypur var honum oftast boðið heim til Lunds á stórhátíðum og þannig hafði hann verið með fjöl- skyldu Lunds bæði á aðfangadags- kvöld og gamlárskvöld, verið bamslega glaður og kátur eins og alltaf, og einmitt rætt við frúna um sterka og einlæga guðstrú sína. Af þessu öllu fannst Lund því að sjálfsmorð kæmi ekki til greina. En gat hann ekkj hafa verið myrtur í auðgunarskýni? Af misskilningi, af því að ræninginn og morðinginn héldi að skinnskjóð- an stóra væri úttroðin af pening- um? Eldur laus hjá lyfsalanum Aðfaranótt 1. febrúar gaus upp mikill eldur í húsinu nr. 75 við Store Kongensgade. Kviknaði hafði í tréull á fyrstu hæð og eldur- inn hafði fljótlega læst sig í vöru- geymslu og skrifstofu Philipsens lyfsala á annarri hæð, þar sem hann geymdi meðal annars sáput- unnur og sýrubelgi. Slökkviliðið kom og slökkti, en bæði bruna- verði og lögregluþjóna grunaði þegar, að hér hefði verið kveikt í. Philipsen kvaðst hafa beðið mikinn skaða við brunann og fór þegar að innheimta tryggingarfé. Vátryggingafélagið vildi láta rannsaka málið betur, en meðan ekkert var sannað varð það að greiða honum hluta af bótunum, eða 633 krónur. Hann gerði kröfu um miklu meira og tryggingafé- lagð óskaði eftir því, að rannsókn yrði hraðað. Rannsóknarlögreglan komst þá að því, að Philipsen var í vandræðum með allan rekstur sinn og var orðinn stórskuldugur. Klein kemur til sögunnar Klein hét einn snjallasti rann- sóknarlögregluþjónn í Kaup- mannahöfn um þessar mundir; Klein,- eins og aðstoðarmaður Derricks. Hann grunaði, að sam- hengi væri milli brunans og hvarfs Meyers. Ýmislegt gat bent til þess. Hann ákvað því að yfirheyra Philipsen nánar, en hann var þá horfínn! Eigipkona hans var dauð- skelkuð og Klein trúði henni, þeg- ar hún sagðist ekkert vita um manninn sinn. Hún fékk bréf frá honum 22. febrúar, dagsett í Hamborg 20. febrúar. Þar stóð, að hann væri í svo miklum fjárhagslegum erfíð- leikum, að hann stæði á gjald- þrotsbarmi. Þess vegna hefði hann ákveðið að hverfa burtu frá öllu saman og komast til Ameríku. Hann ætlaði þangað með fyrsta gufuskipi frá Hamborg. Hún skyldi ekkert óttast og alls ekki setja sig í samband við lögregluna út af hvarfínu. Þegar hann kæmi vestur myndi hann koma fótunum undir sig að nýju, skrifa henni þaðan og senda eftir henni. Bara blða róleg, kona! Hún varð hrædd við að lesa bréfíð. Henni datt fyrst í hug, að hann væri orðinn sinnisveikur, sneri sér til lögreglunnar og bað um aðstoð við að fínna eiginmann- inn og koma í veg fyrir vesturför hans. Klein var meira en lítið fús til þess. Hann hafði nú komist að því, að Philipsen hafði brennt skjöl eða eytt þeim með sýru áður en hann hvarf. Klein hraðaði sér til Hamborgar og hélt beint á skrifstofu Ameríku- línunnar. Því miður, var honum sagt, línuskipið Germania væri MORÐIÐ Á SENDI SVEININUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.