Morgunblaðið - 18.10.1992, Page 1
64 SIÐUR B
238. tbl. 80. árg.
SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bras er mat-
sveinn ársins
FRANSKIR matsveinar hafa lengi haft
þá venju að velja matsvein ársins fyrir
franska tímaritið Le Chef. I ár varð
fyrir valinu matreiðslumaður sem heitir
Michei Bras. Sá mun einkum þekktur
fyrir Ijúffenga grænmetisrétti og meist-
aralega notkun á kryddi. Veitingahús
Bras, sem er í franska bænum Laguiole,
fær að vísu aðeins tvær sljörnur í bók-
inni Michelin, en þeir sem hafa hlotið
nafngiftina síðustu ár hafa allir brasað
fyrir þriggja sljarna veitingahús.
Skammarkrókur
fyrir þingmenn
ÁSTRALSKIR þingmenn hafa lagt til,
að óstýrilátir starfsbræður þeirra verði
settir i „skammarkrók" til að kæla þá,
meðan harðar umræður standa yfir í
þingsölum. Hugmyndin, sem sótt er í
íþróttir, þar sem keppendum er vikið
af velli til kælingar, var kynnt sem
nefndarálit þingmanna úr öllum flokk-
um á dögunum. Formaður nefndarinn-
ar, Gordon Scholes, sagði þingheimi, að
þingforsetinn, sem hefur því hlutverki
að gegna að stjórna þingfundum, hefði
nú þegar vald til að vísa þingmönnum
úr sölum þingsins í einn til 28 daga —
sem jafngildir því að sýna leikmanni
rauða spjaldið á knattspyrnuvellinum.
„Ef forseti hefði mildara viðbótarúr-
ræði, sem kalla mætti „skammarkrók",
mundi það auðvelda honum að halda
uppi aga,“ sagði Scholes. Nefndin legg-
ur til, að þingmaður, sem áminntur er
fyrir óviðeigandi orðbragð, skuli yfir-
gefa þingsalinn í bili, en fá engu að síð-
ur að greiða atkvæði um þau mál, sem
fjallað er um. Einnig er lagt til, að brott-
vikningarákvæði verði hert, en þau eru
nú á þann veg, að við fyrsta brot víkur
þingmaður í 24 klukkustundir, við annað
brot í sjö daga og við þriðja brot í 28
daga.
Kröfum hersins í
Kúveit fullnægt
STJÓRNIN í Kúveit hefur ákveðið að
kaupa hraðskreiða bandaríska skrið-
dreka af gerðinni Abrams M1A2 frekar
en breska af gerðinni Challenger 2, sem
hafa sterkari brynvörn. Varnarmálaráð-
herra Kúveits kvað ástæðuna þá að
bandarísku skriðdrekarnir „fullnægðu
best kröfum kúveiska hersins“. Bretar
brugðust ókvæða við þessari ákvörðun
og heimildarmaður í breska hergagna-
iðnaðinum sagði: „Með tilliti til frammi-
stöðu Kúveita í ágúst 1990 ættu menn
ekki að vera hissa á því að þeir skyldu
ve|ja hraðskreiða skriðdreka til að flýja
á frekar en sterka skriðdreka til að
standa fastir fyrir og berjast.“
Sveitarstjómakosningar í Finnlandi
FJARAN HEILLAR
Morgunblaðið/Alfons
Fréttaritari Morgunblaðsins rakst á þessar yngismeyjar
að leik í fjörunni í Ólafsvík einn blíðviðrisdaginn í lið-
inni viku og stóðst ekki mátið að festa þær á filmu.
Þær heita Freyja, Steinunn Bára og Díanna Rós.
Sigur jafnaðarmanna
gæti merkt stjómarslit
Helsinki. Reuter.
KOSIÐ verður til bæjar- og sveitarstjórna
í Finnlandi i dag, sunnudag, og er úrslit-
anna beðið með óvei\ju mikilli eftirvænt-
ingu. Helstu stjórnarflokkarnir, íhalds-
menn og Miðflokkur Eskos Ahos forsætis-
ráðherra, hafa þurft að grípa til róttækra
og óvinsælla aðgerða í efnahagsmálum
vegna þeirra áfalla sem landið hefur orð-
ið fyrir undanfarin ár og mánuði. Fái
íhaldsmenn slæma útreið er talið hugsan-
legt að þeir ijúfi samstarfið.
Atvinnuleysi og kjaraskerðing hefur bitnað
á öllum, en misjafnlega þungt. Ein stétt,
bændur, hefur sloppið betur en aðrar þar sem
í gildi er samningur er tryggir afkomu þeirra
að mestu án tillits til versnandi aðstæðna í
þjóðfélaginu. Bændur styðja flestir Miðflokk-
inn. Stjórnmálaskýrendur spá því að margir
kjósendur noti tækifærið og sýni hug sinn til
ríkisstjómarflokkanna í kosningunum. Kann-
anir benda til þess að þeir tapi fylgi en sama
er upp á teningnum hjá jafnaðarmönnum,
öflugasta flokki stjómarandstöðunnar. Fari
þrátt fyrir allt svo að jafnaðarmenn vinni á
er talið að hægrimenn íhugi stjómarslit af
ótta við að verða helsta fórnarlambið í þeim
umbrotum sem fylgt gætu í kjölfar efnahags-
þrenginganna. Sumir stjórnmálaskýrendur
segja reyndar að flestir Finnar hafi vitað að
róttækar neyðarráðstafanir yrðu senn óhjá-
kvæmilegar. Þess vegna muni margir virða
stjómina fyrir að bíða ekki lengur með að
grípa til nauðsynlegra aðgerða og jafnvel
sýna þann hug sinn í verki í kosningunum.
Aðrir spá því að flokkur græningja hagnist
á erfiðleikunum á kostnað stóm flokkanna.
Stuðningsmenn
EB í minnihluta
Frá Lars Lundsten, fréttaritara Mbi.
AÐEINS 46% Finna eru nú fylgjandi
aðild að Evrópubandalaginu (EB). Er
þetta í fyrsta skipti frá því Finnar skil-
uðu umsókn um EB-aðiId í vor sem
stuðningsmenn hennar eru i minni-
hluta.
Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar,
sem finnska blaðið Helsingin Sanomat
birti í gær, laugardag. í samskonar könn-
un blaðsins í maí voru 60% fylgjandi aðild
að EB. Þeir, sem em algjörlega á móti
aðildinni, eru nú um 40 af hundraði.
Ulf Dinkelspiel
Evrópuráðherra Svíþjóðar
BANDARÍKI
EVRÓPU
VERDA ALDREI
AD VERULEIKA
10
TEFLIR PEROT
KOSNINGUNUM
f TVfSÝHU?
RISI ™
DEYR
ALIÐAOTTA
VIÐ FRELSIÐ
Gunnar Einarsson ó
Daðastöðum segir frjóls
viðskipti með kindakjöt
einu færu lausnina
14
FjHskyldBsng