Morgunblaðið - 18.10.1992, Page 15

Morgunblaðið - 18.10.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992 15 Samkeppni framleiðenda mis- munandi kjöttegunda hefur leitt til minni sölu kindakjöts. Markaðurinn er yfirfullur af kjöti af öllum teg- undum og hann stækkar ekkert. Þrátt fyrir það veit ég til þess að verið er að skipuleggja mörg stór svínabú. Á meðan verði kindakjöts er haldið föstu geta svínabændur aukið framleiðsluna og tekið óáreittir af okkur markaðinn. Uppboðsmarkaður á kjöti gæti leyst ýmis vandamál. Þegar margir bjóða kjöt til sölu og kaupendumir vita að framleiðslan er meiri en eftirspumin geta þeir sagt við selj- andann: Hvað getur þú boðið best? Hann ber síðan boðið undir næsta seljanda og spyr hvort hann geti gert betur. Þetta er eins og ef út- boð færi þannig fram að fyrirtæki leituðu tilboða og síðan væri farið með lægstu tilboðin til annarra til- boðsgjafa og þeir spurðir hvort þeir gætu gert betur. Uppboðsmarkaður er heilbrigðara fyrirkomulag“. Sagðist hann gera sér grein fyrir því að aldrei yrði allt kjöt selt á kjötmarkaðnum. En ef umtalsverð- ur hluti þess færi þar í gegn gæti hann orðið ráðandi um kjötverð. „Ef við lítum til fiskmarkaðanna sjáum við að þeir hafa verið leiðandi í verðlagningu á fiski þó ekki fari nema hluti aflans um þá,“ sagði Gunnar. „Mikið hefur vantað á að við bændur höfum fengið rétt skilaboð frá markaðnum. Við vitum ekki tíma litið, bæði fyrir framleiðendur og neytendur. Hann sagði að það versta fyrir sauðfjárbændur væri að missa markaðinn. Minna gerði til þó heild- arverðið félli eitthvað. Gunnar sagði að við verðlækkun fengju aðrir kjötframleiður skilaboð um að offramboð væri á kjöti og að þeir gætu ekki haldið áfram að auka framleiðsluna í trausti þess aður um tæpt 1% með flatri skerð- ingu að það yrði aldrei gert aftur. Hann stóð síðan að gerð búvöru- samnings sem inniber hveija flötu skerðinguna á fætur annarri." Rétt markaðsverð aðhald að kostnaði „Ég hef lagt til að bændur haldi þeim beinu greiðslum frá ríkinu sem Gunnar sagði að ýmsir kostnað- arliðir hér á landi væru úr öllu sam- hengi við raunveruleikann. Hann frestaði slætti í vor og fór til Skot- lands til að kanna verð á aðföngum sauðfjárbænda þar. Þegar hann kynnti niðurstöðurnar á aðalfundi Landsamtaka sauðfjárbænda sagði Gunnar að vissulega væri slæmt að fara af búinu á hábjargræðistím- anum en ef sauðfjárbændur gerðu ekkert í málum sínum yrði enginn sláttur eftir nokkur ár. Samkvæmt niðurstöðum hans er slátur- og heildsölukostnaður um 40 krónur á kíló í Skotlandi en hér er hann rúm- ar 140 krónur með verðjöfnunar- gjaldi. Sömu söguna er að segja af áburði, lyfjum og aðstöðugjaldi, allir þessir kostnaðarliðir eru marg- falt hærri hér en í Skotlandi. „Þar fýrir utan er okkur bannað að nýta framleiðsluaðstöðu okkar nema að hluta. Það er dýrasti kostn- aðarliðurinn því lán og vextir lækka ekki samhliða tekjunum. Ég lít svo á að beinar greiðslur ríkisins til sauðfjárbænda séu til að greiða nið- ur hluta af þessum aukakostnaði svo að neytendur þurfi ekki að greiða hann," sagði Gunnar. Fjölskyldan orðin kauplaus Gunnar er með tvær jarðir undir, Daðastaði og Amarstaði/Áshól. Búmark beggja jarðanna var upp- haflega 1.160 ærgildi. Búið var að færa fullvirðisréttinn niður í 570 ærgildi þegar núgildandi búvöru- samningur var gerður og eftir nýj- ustu skerðinguna er greiðslumark Daðastaðabúsins fyrir framleiðsl- una á næsta ári komið niður í 462 ærgildi. „Ákveðinn fastur kostnað- ur er á búrekstrinum sem ekkert breytist þó framleiðslan minnki. Þessi síðasta skerðing þýðir í raun að þegar búið er að greiða kostnað- inn er ekkert eftir fýrir fjölskylduna til að lifa á,“ sagði Gunnar. Á jörðunum eru tvö íbúðarhús og 1.000 kinda fjárhús og voru þessar fasteignir byggðar þegar Gunnar keypti búið. „Eg hefði vel getað sætt mig við opinbera stjóm- un ef ég hefði fengið að halda 700 ærgilda framleiðslurétti sem er ágætis rekstrareining. Nú er búið að gera okkur kauplaus og ekkert að sjá framundan nema vítahring sífellt óhagkvæmari búa, minnk- andi sölu og árlegrar skerðingar framleiðsluréttar. Menn gleyma þvi oft að ísland er gott landbúnaðar- land. Vandinn liggur ekki í því held- ur kerfinu sem við notum. Gamla kerfið var of gott til að geta stað- ist, nokkurs konar draumafyrir- komulag. Nú er það hrunið og þá þarf eitthvað nýtt að taka við. I því sambandi vona ég að bændur líti til hugmynda minna um búvöru- markað. Það er fullkomlega raun- hæf leið út úr vandanum," sagði Gunnar Einarsson. Ljósmynd/Matthías Eggertsson Hjónin Guðrún Sigriður Kristjánsdóttir og Gunnar Einarsson á Daða- stöðum með Reyni son sinn. Gunnar á Daðastöðum hefur lengi ræktað fjárhunda og segir að góð- ur fjárhundur sé sauðfjárbónda jafn nauðsynlegur og hamar hjá trésmið. Hann hefur lengi ræktað skoska fjárhunda af landamæra- colliekyni og eru hundar frá hon- um víða um land. Nú hefur hann flutt inn tvo nýsjálenska rekstrar- hunda til að nota við búskapinn. Landamæracolliehundarnir læðast hljóðir í kringum féð og halda því saman eins og sést á myndinni en rekstrarhundarnir eiga að halda sig fjær og reka stóra fjárhópa áfram með gelti. Morgunblaðið/Ami Sæberg Á Daðastöðum er 1000 kinda fjárhús. Framleiðslurétturinn er 462 ærgildi. hvert raunverulegt markaðsverð er fyrir hina ýmsu hluta skrokksins og mismunandi tegundir kinda- kjöts. Kerfið er þannig að þó á markaðinn vanti ákveðnar tegundir, til dæmis af nýju kjöti, sem til eru hjá einhveijum framleiðenda, má ekki bjóða það til sölu fyrr en allt gamia kjötið hefur verið selt. Á fijálsum kjötmarkaði myndu þessir kjötflokkar falla í verði þangað til þeir seldust." Betra að lækka verðið en tapa markaðnum Þegar Gunnar var spurður hvort ekki mætti búast við verðlækkun á kindakjöti við frjálsa verðlagningu í ljósi núverandi markaðsaðstæðna sagði hann að það væri líklegt fyrst í stað. Þó væru beingreiðslur ríkis- ins viss trygging sem drægi úr högginu. Hins vegar er enginn efi í huga Gunnars að búvörumarkaður væri besta fyrirkomulagið til lengri að geta alltaf verið með rétt verð í samanburði við kindakjötið. Gunn- ar vitnaði í ástralskan bónda sem hann vann hjá. Hann sagði að of hátt markaðsverð væri það versta sem fyrir hann kæmi. Þá færu menn að auka framleiðsluna og nýir framleiðendur kæmu fram á sama hátt og nú væri að gerast hér á landi. „Ég geri mér grein fyrir því að fijáls markaður er harður skóii. En við þurfum að ganga í gegnum hann til að komast af. Og ég spyr hversu miklu betur væru ekki sveit- ir landsins í stakk búnar til að fást við þá erfíðleika sem eru framundan ef bændur væru sjóaðir í ólgusjó fijálsa markaðarins? Menn tala um óöryggi á fijálsum markaði. Ég held að óöryggið sé ennþá meira í núverandi kerfí þar sem opinberir aðilar stjóma fram- leiðslu, verðlagningu og sölu. Sem dæmi um það get ég nefnt að Stein- grímur J. Sigfússon fyrrverandi landbúnaðarráðherra sagði þegar framleiðsluréttur okkar var minnk- þeir hafa nú, hver svo sem fram- leiddi kjötið, þó framleiðsla og verð- lagning verði gefín fijáls. Þessar greiðslur eru tengdar heildarsölu á kindakjöti. Fijáls sala á kjöti hefði það í för með sér að öll sú sala sem nú fer fram hjá kerfinu kæmist inn í hagtölur og það hækkaði strax greiðslumar til bænda. Þegar of- framboð yrði á kindakjöti og verðið félli hlyti fljótt að koma að því að bændur með óhagkvæmari búin hættu framleiðslu vegna þess að þeir héldu samt sem áður greiðslum sínum frá ríkinu svo framarlega sem nóg væri af kindakjöti á mark- aðnum. Um leið og raunverulegt mark- aðsverð myndast á kindakjöti fara menn að gera sér grein fyrir því að allir óeðlilega háir kostnaðarlið- ir, hvort sem það er áburðarkostn- aður, sláturkostnaður eða annað, skerða laun bóndans. Misskilningi um að hagur framleiðandans sé tryggður vegna þess að kostnaður- inn sé í verðlagsgrundvelli og greiddur af neytendum yrði eytt." Bann vid rjúpnaveidi Rjúpnaveiði og umferð með skotvopn er strang- lega bönnuð óviðkomandi aðilum í eftirtöldum löndum og lögbýlum: Skeggjastaða í Mosfellshreppi; Hrafnhóla og Stardals í Kjalarneshreppi; Grjóteyrar, Eyja, Hjalla, Möðruvalla, Irafells, Fremri-Hóls, Hæk- ingsdals, Hlíðaróss, Vindósshlíðar, Fossór, Þrándarstaða, Ingunnarstaða, Reynivalla og Meðalfells í Kjósarhreppi. Brot gegn banni þessu verða tafarlaust kærð. Landeigendur. HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Míele RYKSUGU? MIELE S254I: RAUÐEÐAHVÍT, 1100W, STILLANLEGUR SOGKRAFTUR, MIELE GÆÐI. TILBOÐSVERÐ: 17.434,-KR. STGR * VENJULEGT VERÐ: 19.849,- Tilboðið gildir meðan birgðir endast. w W Jóhann Ólafsson & Co SIINDAHOKG U . IIWRKYKJAVlK • SlMlhHMSKH Opnunartími mánudaga til fóstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum. *Verð miðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.