Morgunblaðið - 18.10.1992, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18 OKTÓBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÖBER 1992
21
JRwgmiÞlafrtfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías iohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
ísland og áratugur
fatlaðra
Staða þjóðarbúsins setur að sjálf-
sögðu mark sitt á afkomu rík-
íssjóðs, ekki sízt tekjuhlið hans.
Versnandi afkoma fyrirtækja og
vaxandi atvinnuleysi hafa skert
skattstofna og rýrt skatttekjur.
Heildartekjur ríkissjóðs verða um
2.400 m.kr. minni í ár en gert var
ráð fyrir í fjárlögum. Hallinn á ríkis-
búskapnum og bágar tekjuhorfur
valda því að flestum útgjaldaþáttum
er þröngur stakkur skorinn í frum-
varpi til ljárlaga. Þó er rýmri fjár-
veiting til málefna fatlaðra en áð-
ur, en staða þeirra hefur breytzt
mjög til hins betra hér á landi á
„áratug fatlaðra".
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði m.a. á allsheij-
arþingi Sameinuðu þjóðanna síðast
liðinn þriðjudag:
„Alþjóðaár fatlaðara 1981 hafði
mikil áhrif á málefni fatlaðra á ís-
landi. Þá var lagður grunnur að,
fyrstu heildarlöggjöf okkar um
þjónustu við fatlaða, sem tók gildi
tveimur árum síðar. Tilgangur lag-
anna var að tryggja jafnrétti og
fulla aðild fatlaðra að þjóðfélaginu
og að samræma þjónustu fyrir alla
fatlaða, án tillits til þess hver fötlun
þeirra væri...
Þróunin í þjónustu fyrir fatlaða
á íslandi hefur verið stórkostleg á
nær öllum sviðum þennan áratug.
Framan af var slík þjónusta bundin
við þéttbýliskjama og nánast
óþekkt í dreifbýli, en er nú fyrir
hendi um allt land. Horfið hefur
verið frá vistun fólks á stómm
stofnunum til sambýla í almennri
íbúðabyggð ... Á þessu tímabili hef-
ur fjárveiting hins opinbera til fé-
lagslegrar þjónustu við fatlaða nær
þrefaldast, úr kr. 3.215 á íbúá árið
1982 í kr. 8.992 á íbúa árið 1992.“
í fmmvarpi til fjárlaga fyrir árið
1993 er gert ráð fyrir því að veija
samtals 1.940 m.kr. til málefna
fatlaðra. Fjárveiting til rekstrar
stofnana fatlaðra hækkar um 125
milljónir króna, m.a. vegna sex
nýrra stofnana, sem ýmist hófu
störf á þessu ári eða hefja störf
árið 1993. Þá hækkar fjárveiting
til F'ramkvæmdasjóðs fatlaðra úr
320 m.kr. í 350 m.kr.
Ný lög um málefni fatlaðra, sem
sett vom fyrr á þessu ári, styrkja
og stöðu þeirra í samfélaginu. En
þótt margt hafi á unnizt í málefnum
þeirra stendur sitt hvað enn til bóta.
Þannig sagði félagsmálaráðherra á
allsheijarþingi Sameinuðu þjóð-
annna að aukinn skilningur nái
ekki jafnt til allra fatlaðra hér á
landi. „Einhverfir og geðfatlaðir
verði frekar fyrir félagslegum for-
dómum en aðrir fatlaðir". Það er
heldur ekki hægt að una því að
tugir geðfatlaðra séu í meira og
minna reiðuleysi á höfuðborgar-
svæðinu, eins og landlæknir stað-
hæfír. Og það gerði illt verra að
þessu leyti ef meðferð áfengissjúkra
á geðdeildinni að Vífílsstöðum yrði
hætt.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna
segir að fötluðum hafí víða fjölgað
og staða þeirra versnað „á áratug
fatlaðra“ vegna bágra þjóðfélags-
aðstæðna, fátæktar, vannæringar,
sjúkdóma og styijalda. í þessum
efnum sem ýmsum öðrum þurfa
betur megandi þjöðir að hjáípa ver
stöddum til sjálfshjálpar. Það yrði
verðugt umræðuefni á alþjóðlegri
ráðstefnu um málefni fatlaðra, sem
halda á hér á landi á komandi ári,
að sögn félagsmálaráðherra.
HELGI
spjall
3EINAR BENE-
•diktsson var persónu-
legur og ósvikinn dulspek-
ingur en Kristján Karlsson
hefur leitt rök að því að
hann var ekki algyðistrúar
heldur átti hann persónu-
legan guð, eða drottin.
Steingrímur J. Þorsteinsson próf. benti okkur á
kjamann í Gullskýi og ég hef merkt við þessar setning-
ar: „Hann fann eðli náttúrunnar streyma í gegnum
taugar sínar og æðar; þetta tvíbrotna hverfula eðli,
sem þráir að lifa og þarf að deyja.“ —.
Og:
„Hvert sem hann leit urðu fyrir honum strendur
hins ókunna lands, þar sem allar bylgjur brotnuðu og
hurfu í sjálfar sig aftur.“ —
°K: . , .
„En var ekki unnt að hugsa sér að hann væn skynj-
aður og skilinn til fulls af annarri æðri sál, með næm-
ari taugar og öflugri æðaslög — sem ef til vill kynnu
að streyma frá strönd til strandar gegnum ljósvakahaf-
ið, langt, langt fyrir ofan huga hans?“ (Ljósvaki er frá
Jónasi Hallgrímssyni (níunda grein í Stjörnufræði G.F.
Ursins) og Einar notar það einnig í ljóði:
Því ljósvakans máttuga móðurlind
og moldamáttúran dauð og blind
tengjast í okkar ytri mynd
en em af tveimur heimum
segir hann í kvæðinu í Slútnesi.)
Gullský er athyglisverð saga og minnir á margt í
skáldskap Einars Benediktssonar. En snertipunktar
hennar em við önnur kvæði skáldsins en Pundið. Þar
er fremur fjallað um skipbrotslífíð og jarðnesk von-
brigði en sambandið við alheimssálina.
4TVÖ FYRSTU ERINDIN I PUNDINU HLJOÐA
• svo:
Sólbjarmans fang vefst um allt og alla;
æska og fegurð á loftbránni hlær.
Moldamndrið giltrar og grær.
Gullbros af náð yfir jörðina falla.
Með þagnandi ekka hafbijóstið hnígur,
er himinsins blær
lognhljóðum spomm af ströndunum stígur.
Ljósherrann breiðir á lífsins brautir
liljuprýði og eikarþrótt, —
en myrkrið felur sig helkalt og hljótt
í hjarta mannsins, með nagandi þrautir,
þar dagsins ásýnd er eins og gríma,
er undir býr nótt, —
herfjötruð veröld takmarks og tíma.
Í 3. erindi kemur fram að skipbrotsmaðurinn nýtur
einskis í lífínu og þótt hann leiti í leyndasta djúpi eðl-
is síns fínnur hann enga lind því hún er horfín í hafíð og
í næsta erindi er því lýst hvernig hann getur ekki fest
rætur og heldur áfram að leita árangurslaust en hugur-
inn er dauður einsog ísvatn streymi í æðunum og
minnir á 9. erindi Hafíss þarsem talað er um að kuld-
inn streymi til stranda með blóðrás helsins. I 6. erindi
Pundsins sér skipbrotsmaðurinn ekkert annað en aftur-
göngu sjálfs sín. Lífíð er einsog jarðarför — án líks.
En vitnum áfram í Einar sjálfan:
Eitt skipbrotslíf starir í sorgarsæinn,
sökkvir augum í hjarta síns eymd,
þess auður er týndur, þess ákvörðun gleymd.
Hann á ekki neitt, sem vermist við daginn.
Hann leitar í eðlis síns leyndasta djúpi,
hver lind þess er streymd
í sand og á dreif undir hafborðsins hjúpi.
Hann leitar á víðavangi síns anda,
sem visnar í sumarandans blæ,
og sér aðeins öræfi og eyðisæ,
þar aldini lífsins í blóma standa,
agndofa, þögull í heimsins hjörðu,
eitt helkalið fræ,
sem dó fyrr en það fann jarðveg á jörðu.
Hann leitar, Tjann leitar í hljóðsins heimi
og hvelfíng ljóssins, en allt er dautt,
hvert þankans rúm er svo örent og autt
sem ísvatn í farvegum blóðsins streymi,
— svo djúpt er himneska djásnið falið,
svo dáðlaust og snautt
er gjörvallt hans líf og til einskis alið.
Dauði og þögn. Þó til grafar hann græfí
í glitlausum brotum síns fölnaða pijáls.
Hann horfist í augu við svip sín sjálfs
og sér aðeins skuggann af glataðri ævi.
Hans líf var sem helför með hrylling og feiknum
til haugs eða báls,
— en líkið sjálft hafði svikizt úr leiknum.
í 7. erindi sem minnir dálítið á Passíusálmana („Bæn-
in má aldrei bresta þig“) er talað um andvörpin sem
líða frá orðlausum vörum og bænimar sem lyftast af
hálfum hug með viðeigandi myndhvörfum og líkingum
þessa myndvísa stórskálds:
Andvörpin líða frá orðlausum vörum,
aflstola skeyti, er varpast á bug;
bænirnar lyftast af hálfum hug,
sem hópvilltir ungar, seinir í fömm,
á óravegum, um víðáttu sanda,
með vænglamað flug,
er falla við sjónhring fjarlægra stranda.
Næsta erindi hefst á því sem skipbrotsmaðurinn
þráir en lýkur með blekkingarlausri staðreynd:
Eitt ósvikið bros. Eitt blik af tári.
Eitt blóðkorn af tryggð í hjartans reit.
Einn vin í minningamúgans sveit.
Nei, moldkaldur dofí í ólífs sári.
Einn draum. Eina von, sem dregur á tálar.
Nei, dauðaleit
um hyldýpisauðnir öreiga sálar. ^
(meira næsta sunnudag)
AÐ MIKLA UMRÓT
sem verið hefur á sviði
heimsmála allt frá falli
Berlínarmúrsins haustið
1989 hefur dregið at-
hyglina frá hinni hefð-
bundnu umræðu um
meginstrauma stjórn-
mála, sem svo mjög einkenndi níunda ára-
tuginn. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt. Öll
umræða um togstreitu hægri og vinstri,
markaðsbúskapar og áætlunarbúskapar,
með hefðbundnum hætti, hefði verið hálf-
tilgangslaus og raunar stórfurðuleg á
sama tíma og horfíð var frá sósíalisma í
Austur-Evrópu og Sovétríkin voru að leys-
ast upp.
Sú staðreynd að sósíalismi er ekki leng-
ur marktækur valkostur þegar menn velta
fyrir sér æskilegu þjóðfélagsskipulagi þýð-
ir hins vegar ekki að umræða um grund-
vallaratriði stjómmála sé orðin óþörf. Hún
hlýtur aftur á móti að verða á öðrum
grundvelli. í stað deilna um markað eða
áætlunarbúskap mun umræðan snúast um
hvemig markaðsskipulag við eigum að búa
við og hversu víðtæku hlutverki ríkisvald-
inu beri að gegna í því skipulagi. Þær
umræður sem nú eiga sér stað innan Evr-
ópubandalagsins um framtíðarskipan þess,
í kjölfar andstöðunnar við Maastricht-sam-
komulagið, em eflaust ágætis dæmi um
það sem koma skal.
Það er líka athyglisverð staðreynd að á
sama tíma og sósíalisminn gefur upp önd-
ina bendir margt til þess að sú hægri-
bylgja sem hófst með kjöri Margaretar
Thatcher í Bretlandi og Ronalds Reagans
í Bandaríkjunum í lok áttunda áratugarins
og var að heita má allsráðandi á þeim
níunda, sé i rénun. Getur verið að það
sama sé nú að gerast með hægribylgjuna
og gerðist með vinstribylgjuna er byijaði
um og upp úr 1968, náði hámarki á átt-
unda áratugnum, en varð síðan smám
saman að engu? Auðvitað felst mikil ein-
földun í að setja upp dæmi á slíkan hátt
en ýmsir þeir sem stóðu framarlega í hug-
myndabaráttu hægrimanna á síðasta ára-
tug telja sig samt sjá teikn á lofti um slíka
þróun.
Það er eðlilegt að beina sjónum fyrst
og fremst að Bretlandi og Bandaríkjunum
í þessu sambandi. í fyrsta lagi af þeirri
ástæðu að þar átti þessi þróun upptök sín
og þar var gengið lengst í að hrinda henni
í framkvæmd. í öðru lagi vegna þess að
hinn engilsaxneski heimur, fyrst og fremst
Bretland, er eins konar vagga nútíma
fijálslyndis. Það er ekki bara hægribylgja
síðasta áratugar sem átti upptök sin þar,
heldur ýmsir meginstraumar borgaralegra
hugmynda síðustu aldirnar. Umræða öll
hér á landi um þessi mál hefur einnig
verið undir mjög sterkum áhrifum frá hin-
um engilsaxneska heimi.
í GREIN SEM
nefnist „Er hægri-
bylgjan að verða að
engu“ og birtist í
Svenska Dagbladet
fyrir nokkru, gerir
Janerik Larsson,
framkvæmdastjóri
hjá SAF, sænska vinnuveitendasamband-
inu, og stjómarmaður hjá markaðsstofn-
uninni Timbro, þessa þróun að umræðu-
efni. Hann telur margt benda til þess að
hægrimenn séu að falla í sömu giýfju og
vinstrimenn áður; þeir séu haldnir sjálfs-
eyðingarhvöt, famir að skipta sér niður í
litla sértrúarsöfnuði og hægribylgjan þar
með hætt að skipta máli í þjóðfélagsum-
ræðunni. Hann bendir á að þótt ástæðu-
laust sé að draga úr þeim mikla árangri
sem náðist í stjórnartíð jafnt Thatcher sem
Reagans, sé það óhjákvæmileg staðreynd
að lífíð heldur áfram án þeirra. Þau hafi
bæði stuðlað að endurnýjun hugsunarhátt-
ar fólks en hvomgt verið mikill stjórnandi.
Larsson, sem átt hefur náið samstarf
við flestar helstu hugmyndasmiðjur (think-
tanks) bandarískra hægrimanna undan-
farna áratugi, bendir á að áhrif slíkra
stofnana virðast ætla að verða mun minni
„Sjálfseyð-
ingarhvöt
hægri-
manna“
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 17. október
á þessum áratug en þeim síðasta. Tímam-
ir hafí einfaldlega breyst frá því þær voru
stofnaðar. Þá hafi ríkt eins konar „bylt-
ingar-andrúmsloft“ og menn verið iðnir
við að rífa niður. Nokkrum áram síðar
hafí stjórnmálamenn aftur á móti staðið
frammi fyrir mjög flóknum vandamálum
á borð við örbirgð í stórborgunum og
hvemig bæri að byggja upp menntakerfi
i tengslum við raunveraleikann. Þá hafí
baldin vígorð ein ekki dugað til lengur
heldur verið nauðsynlegt að móta áþreifan-
lega stefnu sem ekki nyti bara hylli hins
þrönga hóps „trúaðra" heldur mun breið-
ari hóps.
Síðan segir í grein Larssons: „í þessari
stöðu hefur hluti hugmyndafræðinga
bandarískra hægrimanna haldið út í auðn-
ina þar sem engin nauðsyn er á að leita
að skírskotun í raunveraleikanum fyrir
hugmyndimar. Átök hafa blossað upp
milli sértrúarhópa og sá stuðningur sem
Pat Buehanan hlaut [í forkosningum Re-
públikanaflokksins fyrr á árinu] átti ekki
síst upptök sín úr þessari átt. Auðvitað
era fleiri skýringar á hinum góða árangri
Buehanans, en þetta er líklega sú mikil-
vægasta. Hann var tákn þess að menn
neituðu að horfast í augu við raunveraleik-
ann.
Af helstu hugmyndasmiðum níunda ára-
tugarins í Bandaríkjunum er það fyrst og
fremst Stuart Butler hjá Heritage Found-
ation sem enn gegnir mikilvægu hlut-
verki. Það er vegna þess að hann hefur
ávallt reynt að fínna hugmyndum sínum
breiða skírskotun. Hann hreifst aldrei af
þeirri kyrrð sem einkennir auðn sértrúar-
mannanna [...] Einn af fyrri samstarfs-
mönnum hans, Anna Kondratas, er nú
aðstoðarráðherra hjá Jack Kemp, hús-
næðisráðherra Bandaríkjanna. Butler og
Köndratas hafa, hvort á sínu sviði, náð
að þoka fijálslyndri stefnu — í evrópskum
skilningi þess orðs — nær því að verða
framkvæmd. Andstaðan hefur ekki síst
verið frá því umfangsmikla skrifræði sem
stjómar hinu misheppnaða félagslega kerfí
Bandaríkjanna.
Þversögnin er að Butler og Kondratas,
hægrihugmyndafræðingarnir, reka með
góðum árangri stefnu umbjóðendanna á
meðan skriffínnar félagslega kerfísins
reyna, á bak við Pótemkintjöld vinstrirót-
tækninnar, að halda í óbreytt ástand á
grundvelli vinstriforræðishyggju sem gerir
þá andsnúna öllum breytingum sem gera
það að verkum að umbjóðendurnir fá auk-
ið vald yfír eigin lífí.
Þetta má ekki skilja sem svo að hug-
myndaumræðan hjá þeim sem líður best
í auðninni hafí verið eða sé óáhugaverð.
Ég held að áfram verði þörf fyrir einstaka
hugsuði eða litlar hugmyndasmiðjur sem
reka hugmyndalega umræðu án þess að
taka tillit til þess hvort hægt sé að hrinda
hugmyndunum í framkvæmd þá stundina.
En það er líka jafnvíst að þessi hluti hug-
myndaþróunarinnar nægir ekki til.
Fijálshyggjustofnunin CATO hefur
aldrei bilað í trúnni. Allri praktískri pólitík
hefur verið gefín sú einkunn að hún sé
misheppnuð; Reagan var jafnmikil hörm-
ung og Carter. Þetta hreina hatur, í vand-
aðri framsetningu, hefur verið athyglisvert
sem bakgrunnur almennrar umræðu.
Raunveruleg áhrif þess hafa hins vegar
óneitanlega verið mjög takmörkuð [...]
Þessa stundina fínnst mér bandarísk hug-
myndaumræða einkennast af tómarúmi.
Þetta er einkennilegt, þar sem raunveru-
legar og alvarlegar ógnir eru nú fyrir hendi
— t.d. hættan frá verndarstefnumönnum
sem gæti leitt til þess að bandarísk efna-
hagsmál yrðu miðstýrðari en þau hafa
nokkum tímann verið, að báðum heims-
styijöldunum undanskildum.
Hver það verður sem fyllir þetta tóma-
rúm á eftir að koma í ljós. Hugmyndafræð-
ingar hægrimanna, sem nú hafa snúið
aftur til þeirrar þægilegu einangrunar sem
þeir vora í fyrir Reagan-tímann, munu
líklega ekki vera með svörin við spurning-
um tíunda áratugarins."
----------------------------1------------
Að hafa
áhrif á
raunveru-
leikann
MJÖG SVIPAÐAN
tón er að fínna í
grein sem Graham
Mather ritaði í
breska dagblaðið
The Guardian í til-
efni af því að hann
lét af störfum sem
yfirmaður Institute of Economic Affairs
fyrr á árinu, en IEA var ein þeirra hug-
myndasmiðja sem hvað mest áhrif höfðu
á mótun stefnu Thatcher á valdaárum
hennar. Mather tók þar við störfum árið
1987 en áður hafði hann verið yfírmaður
Institute of Directors, stofnunar á vegum
breska atvinnulífsins, sem einnig hafði
mikil áhrif á Thatcher-stjórnina. Mather
var þeirrar skoðunar að verkefni fijáls-
lyndra manna ætti ekki fyrst og fremst
að vera árásir á raunverulega eða ímynd-
aða andstæðinga eða að sýna fram á
hversu öðravísi eða sérvitrir menn væru.
Það hlyti að vera að stuðla að breytingum;
hafa áhrif á raunveraleikann. Mather var
mjög umdeildur þann tíma sem hann starf-
aði hjá IEA, hann var skipaður í stöðuna
af yfirmönnum og fjármögnunaraðilum
stofnunarinnar, sem töldu kominn tíma til
að ferskir vindar blésu um hana, en þeir
Richard Harris og Arthur Seldon, sem
stofnuðu IEA á sjötta áratugnum, voru
ráðningunni andvígir. Greinin í Guardian
er eins konar uppgjör af hálfu Mathers
vegna þessara átaka innan IEA, sem end-
urspegluðu í raun þær fylkingar sem tók-
ust á á hægri væng breskra stjómmála.
Mather taldi mjög óheppilega stöðu
hafa komið upp eftir að Thatcher var bol-
að úr embætti. Hún hefði verið umkringd
mjög harðsnúnum hópi fylgismanna sem
hefðu byggt eins konar sprengjubyrgi í
kringum hana. Umheimurinn hefði síðan
verið skilgreindur út frá því hvort hann
væri „með“ eða „á móti“ sprengjubyrginu.
Mather var einn þeirra sem var „á móti“
og skýrast kom þessi ágreiningur líklega
fram í afstöðunni til Evrópubandalagsins.
Richard Harris, sem áður var nefndur,
stofnaði hinn svokallaða Bruges-hóp, sem
barðist fyrir sjónarmiðum Thatcher í Evr-
ópumálum.
í grein Mathers segir: „Átök milli klíkna
eru í eðli sínu mjög niðurdrepandi ferli.
Ætti hin nýja hreyfing hægrimanna ekki
að hafa lært það af vinstrisinnum að best
sé að forðast slík átök? Almenningi er í
raun nánast ógerlegt að koma auga á
þann hárfína mun sem skilur á milli rétt-
trúnaðar og guðlasts, og veldur vinslitum.
Það er mun athyglisverðara að velta því
fyrir sér hvers vegna dró úr áhrifum hægri-
manna á öðra og þriðja kjörtímabili
Thatcher og hvaða lærdóm er hægt að
draga af því. Það er nú smám saman að
verða ljóst að áhrif róttækrar markaðs-
hyggju á Thatcher-stjómina fór úr því að
vera hófleg árið 1979 yfir í að vera mjög
sterk árið 1983 en síðan hefur stöðugt
dregið úr þeim.“
Mather segir að þótt sú stefnuskrá sem
íhaldsflokkurinn hafí samþykkt árið 1979
hafí ekki verið neinn stórsigur fyrir mark-
aðssinna hafí aðstæður eftir að stjómin
tók við gert stefnuna róttækari. Hin hrika-
lega afkoma ríkisfyrirtækja hafi þvingað
fram mun róttækari lausnir á málum og
það sama hafí átt við um þau verkföll sem
tröllriðu Bretlandi á þessum fyrstu árum
Thatcher-stjórnarinnar. Flestallar stefnu
breytingamar hafí legið fyrir í kringum
1981 og árið 1983 hafí þær, s.s. einkavæð-
ing og minni áhrif verkalýðsfélaga, að
mestu leyti verið komnar í framkvæmd.
Þetta, ásamt hveijum fjárlögunum á fætur
öðram þar sem dregið var úr skattbyrði,
hafí haldið uppi dampi til ársins 1987, þó
svo að á síðari hluta tímabilsins sé erfítt
að greina einhveijar nýjungar í stefnumót-
un.
Mather heldur áfram: „En af hveiju fór
krafturinn úr hinni nýju hreyfíngu hægri:
manna? Fyrir því era margar ástæður. í
fyrsta lagi sú að ákafí, sannfæringarkraft-
ur, atorka og eljusemi í þágu markaðarins
getur hæglega breyst í ógagnrýna kreddu
trú. Áróðursmaðurinn sannfærir sjálfan
sig um að hann hafí á réttu að standa.
Hann hlustar á þá sem fullyrða að hann
hafi rétt fyrir sér. Þannig er neikvæð af-
staða gagnvart Evrópubandalaginu rétt
jafnvel þótt útkoman sé Einingarsáttmáli
Evrópu — á meðan jákvæð afstaða er röng,
jafnvel þótt hún þýði að Myntbandalagi
Evrópu sé frestað, að ekki komi til þátt-
taka í hinum félagslega samruna og að
íjölgun aðildarríkja EB sé tryggð: allt mál
sem áróðursmaðurinn er fylgjandi.“
Hann segir það einnig vera einkenni á
þessari tegund hægrimanna að þeir, líkt
og byltingarsinnar, séu sífellt á varðbergi
og sjái „svikara" á hveiju strái. Dæmi um
slík svik hafi t.d. verið „borgarasáttmáli"
(Citizen Charter) Johns Majors. „Stað-
reyndimar benda hins vegar til annars,“
segir Mather. „í hreinskilni sagt er fág-
aðri nálgun á vandamálunum sem ekki
felur í sér „nei, nei, nei“ eða afneitun á
því að til sé samfélag, sem er sannfæring
margra fijálshyggjumanna — óháð því
hvað Thatcher sagði í raun — vænlegri til
árangurs." (Mather vísar hér til viðtals við
Margaret Thatcher sem birtist í tímaritinu
Womans Own árið 1987. Eitt svara
Thatcher hefur verið ranglega túlkað sem
svo að hún hafni því að til sé samfélag.)
Mather telur að vissulega sé enn grund-
völlur fyrir borgaralegri stefnu og raunar
mikil þörf. Hins vegar verði að hætta allri
klíkustarfsemi og taka upp opnari og
sveigjanlegri vinnubrögð. Sá mikli árangur
sem hafí náðst með beitingu markaðs-
lausna þýði að í framtíðinni verði að reyna
að koma þeim á framfæri á nýjum sviðum
í umræðunni.
Bætt mennt-
un mikil-
vægasta
baráttumál-
ið
ANNAR BRETI,
David Willets, sem
einnig var nátengd-
ur Thatcher-stjóm-
inni, gerir í bókinni
Modern Conservat-
ism, er kom út á
árinu, tilraun til að
skilgreina hver sé
staða hugmynda íhaldsmanna í dag. Will-
ets starfaði í breska fjármálaráðuneytinu
á síðasta áratug, m.a. sem aðstoðarmaður
Nigels Lawsons fjármálaráðherra. Hann
átti einnig sæti í Downing Street Policy
Unit, hópi sem Thatcher kom á laggirnar
til að móta stefnu stjómarinnar. Hann sit-
ur nú á þingi fyrir Ihaldsflokkinn.
Willets segir tvo meginstrauma ein-
kenna hugmyndaheim íhaldsmanna. Ann-
ars vegar trúna á frelsið, framtakið og
markaðinn og hins vegar trúna á hefðina
og samfélagið. Margir telji þessa tvo póla
vera ósamræmanlegar andstæður og að
hópur markaðssinna hafi tekið flokkinn
yfír. Willets bendir hins vegar á að þetta
sé ekki svona einfalt og að báðir þessir
hugmyndastraumar eigi rætur sínar að
rekja til upprana íhaldsstefnunnar. Þannig
hafi Edmund Burke, einn þekktasti tals-
maður hefðarinnar, einnig verið mikill
markaðssinni í anda Adams Smiths. Og
Disraeli, sem mótaði hugmyndimar um
heimsveldið, lét þær aldrei hefta lögmál
fijálsrar verslunar. Þá hafi The One Nati-
on Group (hópur þingmanna úr íhalds-
flokknum sem átti mikinn þátt í að end-
urnýja hugmyndagrandvöll flokksins eftir
síðari heimsstyijöldina) ekki einungis sætt
sig við grundvallarþætti velferðarríkisins
heldur einnig barist gegn ríkisafskiptum
í efnahagslífinu. „Thatcher var aldrei sam-
mála hinum hráu einföldunum laissez-
/aíre-stefnunnar — hún gerði sér grein
fyrir því að við höfum siðferðilegar skyld
ur gagnvart öðrum,“ segir Willets.
Hann heldur áfram: „Þeir fijálshyggju-
menn sem einungis trúa á heim hinna
frjálsu markaða geta ekki í raun gert grein
fyrir uppruna persónuleika okkar. Með því
er átt við að þeir geta ekki útskýrt nógu
vel heiðarleika — hvað það þýði að vera
samkvæmur sjálfum sér og samvisku sinni.
í augum þeirra samþykkjum við reglur
þær sem gilda á markaðinum einvörðungu
vegna þess að þeim er þvingað upp á okk-
ur — það er engin innri rödd fyrir hendi
Morgunblaðið/Kristinn
Þess vegna þróast samfélög sem byggja
mjög á einstaklingshyggju oft út í reglu-
gerðafargan og mikil afskipti stjórnvalda.
Ef við á hinn bóginn höfðum einvörð-
ungu til gilda samfélagsins stöndum við
frammi fyrir allt öðrum vandamálum.
íhaldssemi getur endað í nostalgíu eða
einhvers konar söknuði sem verður sá
pólitíski þáttur samfélagsins sem berst
fyrir varðveislu gamalla minnismerkja.
Þessi þáttur hefur enga skýringu á reiðum
höndum á því hvers vegna beri að virða
hefðir og hvemig við eigum að greina á
milli góðs og ills í samfélagi okkar.“
Willets segir íhaldssama hugmynda-
fræði sameina gildi samfélagsins og hins
frjálsa markaðar þegar best lætur. Grund-
vallaratriði sé hversu miklar kröfur hver
og einn eigi að gera til samborgara sinna.
Ekki sé hægt að ganga jafnlangt og sósíal-
istar, þeir hafi ætlast til of mikils, sem sé
óviðunandi jafnt fræðilega sem í fram-
kvæmd. Við getum ekki heldur, segir Will-
ets, ætlast til þess að sameiginlegur hugar-
heimur muni gera það að verkum að sam-
félagið myndi eina siðferðilega heild, þann-
ig að þjóðin verði eins konar munkaregla.
I staðinn verðum við að feta bil beggja,
sem krefst umburðarlyndis gagnvart fjöl-
breytileika.
Við megum ekki heldur gera of litlar
kröfur, sem hann segir vera mistök frjáls-
hyggjumanna. Ef við höldum ekki sameig-
inlega tryggð við stofnanir sé grundvellin-
um kippt undan tilveru ríkisins. Sameigin-
leg saga og menning sé það sem haldi
þjóðum saman öðra fremur og í gegnum
menntakerfíð sé hægt að veita öllum að-
gang að þeirri arfleifð. Hann gagnrýnir
harðlega þær breytingar sem gerðar hafa
verið á bresku menntakerfi síðustu þijátíu
árin, sem hafi leitt til þess að ekki sé leng-
ur hægt að reikna með því að ungt mennta-
fólk hafí kynnt sér skáldsögur Dickens eða
viti hver Winston Churchill hafí verið. Það
er ekki erfítt að benda á sambærileg dæmi
úr íslenskum veruleika samtímans. Segir
Willets að baráttan fyrir bættri menntun
sé líklega mikilvægasta orrustan sem
framundan sé fyrir hægrimenn.
En af hverju fór
krafturinn úr
hinni nýju hreyf-
ing’u hægri-
inanna? Fyrir því
eru margar
ástæður. í fyrsta
lagi sú að ákafi,
sannfæringar-
kraftur, atorka
og eljusemi í þágu
markaðarins get-
ur hæglega
breyst í ógagn-
rýna kreddutrú.
Aróðursmaðurinn
sannfærir sjálfan
sig um að hann
hafi á réttu að
standa.