Morgunblaðið - 18.10.1992, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
Sólrún Anna Jóns
dóttír - Minning
Fædd 22. ágúst 1915
Dáin 11. október 1992
Sunnudaginn 11. októbersl. bár-
ust okkur þau hræðilegu tíðindi að
ástkær amma okkar væri látin.
í huga okkar birtast margar góð-
ar minningar um hana sem við
munum aldrei gleyma. Alltaf þegar
við komum í heimsókn til afa og
ömmu tóku þau hlýlega á móti okk-
ur.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
afa því hann hefur misst svo mikið
eins og við öll.
Magnes, Esther og
Ragnar Trausti.
Alla ævina erum við að heilsa
og kveðja, þó með misjöfnum hætti
sé, sumir koma aftur, aðrir ekki og
veltur á ýmsu.
Sólrún Anna Jónsdóttir hefur
gengið sinn æviveg, farið af jarð-
neska leiksviðinu og því kveðjum
við hana nú.
Hún fæddist í Reykjavík 22.
ágúst 1915. Dóttir Þórdísar Toddu
Benediktsdóttur, Þórarinssonar
kaupmanns á Laugavegi 7 og Jóns
Kristjánsssonar lagaprófessors,
Jónssonar, en þau létust bæði úr
spænsku veikinni 1918, og eftir
stóðu 5 ára drengur og 3 ára stúlka,
og var þá Benedikt afi þeirra betri
en enginn og tók bömin á heimili
sitt og seinni konu sinnar, Hansínu
Eiríksdóttur frá Karlskála, ólust
bömin síðan upp með bömum þeirra
á Laugavegi 7. Ekki veit ég hvers
konar skím bókamaðurinn mikli
hefur haft uppi við dótturdóttur
sína, en þaðan í frá hefur hún heit-
ið Indí í munni allra þeirra er þekktu
hana.
Vex nú Indí úr grasi þar í mið-
bænum, grönn og Ijós yfirlitum,
með þessa flnu lund og góða geð,
þrótt og þolgæði og bráðlæti
kreppukynslóðarinnar; enda vom
þau ung að árum Indí og Ólafur
Guðbjartsson, Ólafssonar skip-
stjóra, er þau giftust og stofnuðu
heimili. Ólafur er húsgagnameistari
og rak um árabil húsgagnaverk-
stæði í bakhúsi á Laugavegi 7.
Ungu hjónunum búnaðist furðu
vel, fyrstu bömin fæddust og þau
eignuðust eigið hús á Egilsgötunni.
Indí stjórnaði húshaldinu, Ólafur
fyrirtæki sínu og flest sýndist harla
gott. En enginn má sköpum renna.
Nú verður það að landið fer að
kalla á þau, toga til sín, og hjónin
selja eigur sínar og flytjast búferl-
um vestur þangað, sem heitir Kolls-
vík í Rauðasandshreppi. Og hér
stendur hún þá við yzta haf miðbæj-
arstúlkan úr Reykjavík, komin síð-
asta spölinn um vegleysur og virðir
fyrir sér jörðina þeirra, gengur svo
í bæinn og hefst handa. Og nú sýn-
ir húsfreyjan í Kollsvík hvað í henni
býr, því þótt í Kollsvíkinni hafi ver-
ið fjölmenn verstöð á ámm áður,
var nú komin önnur tíð; Kollsvíkur-
jörðin utan vegakerfis, og nútíma
þægindi eins og rafmagn, sími og
þess háttar ekki í húsum. En samt,
þetta var þó gamalt ættaróðal hús-
bóndans og þaðan komin Kollsvík-
urætt. Nú tekur þessi hugumstóra
fjölskylda til við búskapihn, við
fmmstæð skilyrði í fyrstu, en fólkið
á bænum samhent og elztu bömin
stálpaðir unglingar og þau ganga
saman götuna fram eftir veg. Það
kemur heimarafstöð og fleira gott,
en samt þvær húsmóðirin lengi vel
þvotta í bala á hlóðasteinum á hlað-
inu og skolar í bæjarlæknum, og
ekki bognar bakið hennar, slík var
seigla og þol þessarar fíngerðu
konu. En öll ævintýri taka enda,
eftir 11 ára búsetu í Kollsvik flytur
þessi stóra fjölskylda sig um set inn
til Patreksfjarðar, þar sem þau hjón
bjuggu við rausn i rúma tvo ára-
tugi. Ólafur rak þar eigið fyrirtæki
auk þess, sem hann valdist til
ýmissa trúnaðarstarfa.
Börn þeirra hjóna urðu átta að
tölu og stofnuðu íjögur þeirra heim-
ili á Patreksfírði um sinn. Sólrún
sá um heimilið og bömin þar til þau
flugu úr hreiðrinu. Hún undi hag
sínum allvel þar vestra, vönd að
virðingu sinni, vinföst og frænd-
rækin, létt í máli og spaugsöm við
vini sína en óáreitin við aðra.
Og árin líða, bömin flytjast suður
og þau hjón orðin ein eftir og aldur-
inn færist yfir þau. Þá loka þau
hringnum, flytjast sjálf aftur til
Reykjavíkur og búa sér fagurt
heimili í Breiðagerðinu, komin í
skrautlegan trjágarð úr gijótinu
vestra. Þar hafa þau búið í tæp tíu
ár.
Nú hefur góð kona gengið á vit
feðra sinna. Blessuð sé minning
hennar. Sjálfur mun ég geyma
ljúfar minningar um Indí frænku
mína bak við bringubeinið. Við
Þórdís og fjölskylda okkar send-
um Ólafí og bömum hans hugheil-
ar samúðarkveðjur.
Egill Björgúlfsson.
Elsku besta amma mín er látin,
hún lést á Landspítalanum sunnu-
daginn 11. október eftir stutta
legu.
Minningamar um hana ömmu
þjóta fram í hugann. Minningamar
um öll sumrin sem ég dvaldist hjá
henni og afa í Urðargötunni á Pat-
reksfirði, og þegar ég var lítil og
amma klæddi mig á morgnana og
fór með bænina Nú er ég klæddur
og kominn á ról... fá mig til að
fyllast enn meiri söknuði. Eftir að
amma og afí fluttust til Reykjavík-
ur átti ég alltaf öruggt skjól uppi
í Breiðagerði og þar var gott að
vera og spjalla við ömmu og afa.
Þó amma hafi oft verið lasin
síðustu ár var hún alltaf svo dug-
leg og kvartaði aldrei, en fylgdist
af áhuga með öllu sem maður var
að gera og ef hún gat eitthvað
gert fyrir mann gerði hún það
með glöðu geði.
Eitt af sameiginlegum áhuga-
málum okkar ömmu var knatt-
spyma og var enska knattspyrnan
í sérstöku uppáhaldi hjá ömmu og
þekkti hún þar flesta leikmenn með
nafni. Eftir að amma var komin
upp á Landspítala og við vorum ein
saman í síðasta sinn var talað um
skólann og svo auðvitað landsleik
íslands og Grikklands, sem farið
hafði fram kvöldið áður. Eflaust
fannst mörgum skrítið að svo full-
orðin kona hefði áhuga á fótbolta,
en svona var amma, alveg einstök
og ólík öllum öðrum.
Það er sárt að kveðja þann sem
maður elskar og að kveðja elsku
ömmu í Breiðagerði er vissulega
sárt, en hún skilaði sínu í lífinu og
meira en það og var mér og öllum
þeim sem þekktu hana svo óendan-
lega kær. Ég þakka fyrir að hafa
átt þessa einstöku konu fyrir ömmu
og mun geyma allar góðu minning-
amar um hana í huga mér um
ókomna tíð.
Elsku afi, í næstum sextíu ár
voruð þið saman og segir það meira
en mörg orð um þann tómleika sem
nú býr í hjarta þínu og bið ég góð-
an Guð að styrkja þig og varð-
veita.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Fjalar.
Þig, sem að alla
ávallt vildir gleðja.
Þú, sem að aðra
aldrei vildir hryggja.
Þú, sem úr öllu
ætíð vildir bæta.
(Grimur Thomsen)
í minningu elskulegrar tengda-
móður minnar, Sólrúnar Önnu Jóns-
dóttur. í mínum huga var lífshlaup
hennar með sérstökum blæ. Hug-
heilt og líkamlegt atgervi hennar
var sérstakt. Hún var sterk kona.
Ung að árum fór hún til Englands
og var þar við nám um tveggja ára
skeið. Nokkru eftir heimkomu sina
kynntist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum, Ólafi H. Guðbjartssyni, og
eignuðust þau átta börn. Árið 1952
fluttust þau búferlum úr Reykjavfk.
Rétt sunnan Patreksfjarðar er önn-
ur fögur vík, Kollsvík í Rauðasands-
hreppi. Þar settust þau að með
hópinn sinn.
Þrátt fyrir engin þægindi á af-
skekktum sveitabæ leysti Sólrún
öll sín störf með dugnaði, eins og
ávallt.
Hún var eins og „kletturinn í
hafinu“. Stóð og sterk og óhögguð.
Þar undi þessi stóra fy'ölskylda hag
sínum vel. Mörg þeirra hafa sagt
mér að þar hafi þau átt sín bestu
ár og stærstu minningar. Síðar
fluttu Sólrún og Ólafur sig um set
til Patreksfjarðar. En 1980 komu
þau aftur til Reykjavíkur, á æsku-
slóðir. í Breiðagerði 15 átti öll fjöl-
skyldan opinn faðm elskulegrar eig-
inkonu, móður og ömmu.
Fyrir um fímm árum fór heilsu
t Mín ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG BATSEBA VAGNSDÓTTIR, Ennisbraut 37, Ólafsvik, andaðist í Sjúkrahúsi Stykkishólms miðvikudaginn 14. október. Ingólfur Gunnar Gíslason, börn, tengdadóttir og barnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY ÞÓRÐARDÓTTIR, Sólvallagötu 11, Reykjavík, er látin. Sigurður Demetz Fransson, Bjarni Stefánsson, Þórður Stefánsson og fjölskyidur.
t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI ANTON JÓNSSON, andaðist í Landspítalanum 15. október. Ingimundur Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir, Bryndís Bjarnadóttir, tengdabörn og barnabörn.
t Systir mín, HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, frá Skálavik, sem andaðist á elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu mánudaginn 19. október kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Björn Halldórsson.
t Ástkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi, HRÓLFUR JÓNSSON, Furugerði 1, áður búsettur á Akranesi, andaðist sunnudaginn 11. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. október kl. 15.00. Guðrún Jónasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚSÞÓRÐARSON framkvæmdastjóri, Hávallagötu 42, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. október kl. 13.30. Andrés Magnússon, Kjartan Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Jóhann Hilmarsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir.
Sólrúnar að hraka og svo kom að
heimilisstörfin urðu henni ofviða.
Þá tók Ólafur við heimilisstörfum,
eins og hann hefði aldrei gert ann-
að. Það var aðdáunarvert hve vel
hann hlúði að og hugsaði um Sól-
rúnu síðustu árin. Samheldni og
tengsl fjölskyldunnar eru svo mikil
og innileg, og fann ég hvað Sólrúnu
var það mikils virði. Minninguna
um Sólrúnu geymi ég í hjarta mér.
Minningu um konu sem var sterk.
Héðan skal halda. Heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinzta sinn.
Síðasta sinni, sárt er að skilja.
En heimvon góð í himininn.
(V. Briem)
Elsku Ólafur, þér og stóra hópnum
þínum votta ég samúð.
Grímkell.
Sunnudaginn 11. október andað-
ist á Landspítalanum tengdamóðir
mín Sólrún Anna Jónsdóttir. Indý,
eins og hún var kölluð, hafði ekki
gengið heil til skógar hin síðari ár,
en þrátt fyrir það áttum við hennar
nánustu ekki von á því að svo brátt
yrði um hana. Indý lagði það ekki
í vana sinn að kvarta, og æðruleysi
hennar var aðdáunarvert, og þannig
var það til hinstu stundar.
Þegar litið er til baka, er margs
að minnast, en ég gleymi aldrei
þegar ég hitti tengdaforeldra mína
í fyrsta sinn, því er ekki að neita,
að ekki var ég alveg laus við kvíða
en það var nú fljótt að hverfa, því
bæði tóku þau mér opnum örmum,
og hafa gert allar götur síðan. Indý
kom mér svo sannarlega á óvart á
þessum fyrsta fundi okkar. Er líða
tók á daginn, sem var laudardagur,
settist ég fyrir framan sjónvarpið
því enska knattspyman var að
byija. Ég átti von á því að ég sæti
einn yfír leiknum, en svo var ekki.
Indý kom er leikurinn var að hefj-
ast, og saman sátum við og horfðum
á leikinn, ég komst fljótt að því að
hún hafði mikinn áhuga á íþróttum,
og sérstaklega ensku knattspym-
unni, sem hún kynntist á sínum
yngri árum er hún dvaldist á Eng-
landi.
Indý tók mikið gæfuspor í lífí
sínu er hún giftist Ólafí H. Guð-
bjartssyni húsgagnameistara og
eignuðust þau 8 börn og að sjálf-
sögðu er afkomendahópurinn orð-
inn stór. Fyrstu árin bjuggu þau í
Reykjavík en fluttu síðan vestur á
fírði og hófu búskap í Kollsvík.
Seinna fluttu þau til Patreksfjarð-
ar, 1980 fluttu þau aftur til Reykja-
víkur og hafa frá þeim tíma búið í
Breiðagerði 15, það var alltaf gott
að heimsækja þau.
Voru það sannkallaðar ánægju-
stundir, þegar þessi stóra fjölskylda
safnaðist saman í stofunni í Breiða-
gerði, við hin ýmsu tækifæri.
Ólafur minn, missir þinn er mik-
ill en góðar minningar munu ylja
okkur öllum, nú þegar skammdegið
sígur á og um alla framtíð.
Ég votta Ólafi, börnum hans og
öllum ástvinum mína dýpstu samúð.
Megi mín elskulega tengdamóðir
hvíla í friði. Ég kveð hana með virð-
ingu og þakklæti.
Guðmundur Haraldsson.
Hún amma mín í Breiðó er dáin,
hún sem var mér alltaf svo góð og
var svo stór hluti af lífi mínu.
Það verður tómlegra að koma
upp í Breiðagerði þegar hún situr
ekki lengur í stólnum sínum, en ég
á margar góðar minningar um
ömmu, eins og t.d. þegar ég bjó
hjá ömmu og afa um tíma sumarið
1990 og við fylgdumst saman með
heimsmeistarakeppninni í fótbolta,
þá var nú amma í essinu sínu og
við skemmtum okkur vel.
Alltaf fylgdist amma með hvern-
ig mér gengi í skólanum og öllu
öðru sem ég var að gera.
Amma var svo sterk kona, dugleg
og góð og þannig ætla ég að muna
hana. Elsku afi, ég veit að þú sakn-
ar hennar mikið og ég bið Guð að
styrkja þig í sorginni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Hilma.