Morgunblaðið - 18.10.1992, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
HótelrekstrarFræði-
menntun í Sviss
Fyrstir til að bjóða viðurkennt svissneskt-amerískt
prófskírteini á háskólastigi í hótelrekstrarfrœðum.
Gjöríð svo vel og fáið ókeypis ráðgjöf/námsmat.
SIMI 90 41 25 81 38 62.
Fax 90 41 25 81 36 50.
Skrifið SHCC Colleges Admissions Office
CH-1897 Le Bouveret.
Islandica: Herdís Hallvarðsdóttir, Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Eggert Pálsson, sem er
fimmta hjól undir vagninum.
TILBOÐ
ÓSKAST
íFord BroncollXLT 4x4(ekinn21 þús. mílur),
árg. '89, Chevrolet Blazer S-10 4x4, árg. ’86
og aðrar bifreiðar, er sýndarverða á Grensás-
vegi 9, þriðjudaginn 20. október kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í rafmagns-gaffallyft-
ara Mercury 6000 Ibs.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Kanaríeyjaferðir
í beinu leiguflugi á frábæru verði
■ Bcint leiguflug ■ Spenuandi kymúsferbir
■ Reyndir farar5t|órdr ■ Cilœsilvgir gististabir
AÐEINS 250 SÆTI
Á ÞESSU VERÐI
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
Aðeins fró kr. 39.700 pr. mann
M.v. hjón incó 2 börn
Verö frá aðeins kr. 49.900 pr.niann
4 íuliorðnif í íhúð
ÞJÓÐLÖG
Rammíslensk Islandica
Vinsældir hljómsveita fara mjög
eftir því hversu þær hafa sig í
frammi og hve mikið þær selja af
plötum. Á síðasta ári átti þó ein sveit,
Islandica, eina söluhæstu plötu ársins
án þess að vera í fjölmiðlum dag-
lega. Hljómsveit þessi leikur þjóð-
lega, íslenska tónlist og frumsamda
jöfnum höndum og hefur komið víða
fram ytra, með um tug tónleika á
hverju ári í ýmsum Evrópulöndum.
Víða þar sem þjóðleg tónlist er í
hávegum er Islandica mikil aufúsu-
gestur. Nýjasta dæmið um það eru
frábærar viðtökur, sem sveitin hlaut
á tónleikaferð sinni um Færeyjar í
ágúst síðstliðnum.
Fyrir tveimur árum gaf Islandica
út plötuna Rammíslensk, sem nú er
komin út á erlendum markaði fýrir
tilstilli þýsk-ensks fyrirtækis. Fregn-
ir herma að hún seljist vel. Á Ramm-
íslenskri eru aðallega íslensk þjóðlög
auk nokkurra nýrra alþýðuperla. Eitt
lag á Herdís Hallvarðsdóttir í ramm-
íslenskum stíl. Islandicu skipa þau
Gísli Helgason, Guðmundur Bene-
diktsson, Herdís Halvarðsdóttir og
Ingi Gunnar Jóhannsson. Þeir Ingi
Gunnar og Gísli segja velgengni
sveitarinnar erlendis byggjast á því
að hún flytur rammíslenska tónlist í
eigin útsetningum og að það falli
fólki vel. Eftirspurnin hefur komið
smátt og smátt og er aðallega sóst
eftir hljómsveitinni á stórum þjóð-
lagahátíðum og við ýmiss konar ís-
landskynningar.
Eins og áður sagði gaf sveitin, eða
réttara sagt fyrirtæki hennar Fim-
mund, út plötuna Rammíslensk og
sér jafnframt um dreifmgu hennar
ásamt Steinum hf. „Við buðum
reyndar hjómplötuútgefendunum
efnið til útgáfu í upphafi, en þeir
höfðu ekki áhuga. Við gáfum því
bara plötuna út sjálf, enda erum við
vön að standa í þessu og sjáum alls
ekkert eftir því núna, því að hún
varð með söluhæstu plötum ársins,
þegar hún kom út, og er enn að selj-
ast vel.“ Eftir það hafa tveir sveita-
menn gefíð út sólóplötur undir merki
Fimmundar. Gísli Helgason gaf út
plötuna Heimur handa þér í lok síðsta
árs og nú nýverið sendi Ingi Gunnar
frá sér plötuna Undir fjögur augu.
Þeir félagar segjast alltaf vera að
safna fleiri lögum til að auka við
dagskrána, og jafnvel hefur Islandica
hug á að gera aðra þjóðlagaplötu,
enda af nógu að taka. En eins og
sakir standa er hijómsveitin með
önnur jám í eldinum og vinnsla nýrr-
ar plötu krefst mikils tíma og undir-
búnings. „Það tók okkur rúmt ár að
gera síðustu plötu og næsta plata
má ekki verða síðri,“ segja þeir Gísli
og Ingi Gunnar. „Við vitum t.d. að
í Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinsson-
ar leynast margar líttþekktar perlur.
Þá vitum við einnig að í gömlum
handritum og víðar leynast mörg
þjóðlög og danskvæði, sem algjörlega
á eftir að rannsaka. Þá hefur Ríkisút-
varpið og fólkið frá Árnastofnun
unnið að þjóðlagasöfnun, t.d. Helga
Jóhanndóttir, sem er líklega einn
merkasti þjððlagasafnari á seinni
árum.“
Þeir Gísli og Ingi Gunnar sögðu
að iokum að nóg væri framundan.
Þeir nefndu að á þessu ári hefur
hljómsveitin ferðast til Luxemborgar
og Glasgow, þar sem Islandica kom
fram á menningarhátíð sem
Glasgowborg og Reykjavíkurborg
stóðu að. Þá ferðaðist Ingi Gunnar
einn um Sviss og Gísli og Herdís
komu fram í Svíþjóð í sumar. Þá
má ekki gleyma Færeyjaferðninni
sem þeir félagar telja toppinn á ár-
inu. Um daginn var svo hljómsveitin
í Amsterdam og er á leið til Lundúna
að halda tónleika í einu virtasta
menningarsetri borgarinnar, Barbic-
an Centre. Á næsta ári fer svo hljóm-
sveitin m.a. til Bonn og Stuttgart á
miklar menningarhátíðir sem þar eru
haldnar.
ÁHUGAMÁL
-• 'V
Steingrímur Guðmundsson, t.v., og Eyjólfur Jónsson við trommusettið góða. Morgunbiaðið/RAX
Trommusett á milljón
Ahugamálin leiða menn út í sitt-
hvað eins og sjá má af Ey-
jólfi Jónssyni, sem keypti sér nýver-
ið trommusett fyrir um miiljón
króna. Eyjólfur, sem starfar sem
ýtustjóri á Vestfjörðum, er mikill
áhugamaður um trommuleik, þó
hann hafi ekki fengist við slíkt all-
lengi. Settið er af nýrri tegund frá
Premier, Premier Signa, sem gert
er úr hlyn, en alls kostar trommu-
settið, sem er gríðarstórt, um millj-
ón, en hægt er að fá gott trommu-
sett á 80 þúsund. Steingrímur
Guðmundsson, sem rekur Samspil,
sagði að settið væri vissulega stórt
og það stórt reyndar að hægt væri
að nota það sem tvö sett. Verðið
sagði hann liggja í því hve settið
væri stórt og vandað, en einnig
sérstökum palli sem það stendur á
og líka grind uitan um settið. Hann
sagði að ekki væri nóg að vera í
góðu andlegu ástandi sem tónlist-
armaður, heldur þyrftu menn líka
að vera í góðu líkamlega ástandi
til að geta spilað á svona sett og
ráða yflr mikill tækni.