Morgunblaðið - 18.10.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
33
FEGURÐ
Stefnt á
Hollywood
að sem er Heiðrúnu Önnu
Björnsdóttur, nýkrýndri
Miss World University, efst í
huga, er að fara til Parísar í
heimsókn til kærasta síns, Geirs
Gunnars Geirssonar. Og kannski
ekki nema von, þar sem undan-
farnar vikur hafa verið strembn-
ar og eftir jól taka við ferðalög
um Evrópu og Asíu vegna keppn-
innar. Heiðrún Anna, sem er nítj-
án ára, er nýlega komin heim
frá Kóreu, þar sem keppnin fór
fram. Segir Heiðrún ferðina og
dvölina í Seoul hafa reynst mun
erfiðari en hún hafi gert sér í
hugarlund, þar sem skipulagið
hafí ekki verið upp á það besta.
Þakkar hún fjölskyldu sinni
hversu vel henni gekk í keppn-
inni.
Áður en Heiðrún hélt af stað,
hafði hún tekið þátt í tveimur
fegurðarsamkeppnum, keppn-
inni um Ungfrú Norðurlönd, sem
Þórunn Lárusdóttir sigraði í og
svo keppninni um Ungfrú Evr-
ópu í Grikklandi. „Þar sem mér
hafði ekki gengið vel í þessum
tveimur keppnum, gerði ég mér
litlar vonir um gott gengi. Ferð-
in var nær óundirbúin, það varð
ekki ljóst fyrr en á síðustu stundu
hvort ég færi eða ekki. Þegar
út var komið, eftir erfíða ferð,
var okkur keppendunum komið
fyrir á hóteli þar sem aðbúnaður-
inn var fyrir neðan allar hellur.“
Þessu var hins vegar fljótlega
kippt í liðinn og gistu stúlkurnar
það sem eftir var á 5 stjörnu
hóteli. Þá leið ferðaþreytan fljótt
úr. „Við æfðum stíft fyrir keppn-
ina og voru Kóreumennirnir
bæði þolinmóðir og vingjarnlegir.
Við fórum víða um, heimsóttum
skóla og alls staðar þar sem við
komum var friður og ástandið í
heiminum aðalumræðuefnið.
Enda er það eitt af aðalverkefn-
um þeirrar stúlku sem sigrar í
keppninni að boða frið.“
Keppnin var haldin 7. október.
í henni taka þátt stúlkur sem
stunda eitthvert nám og eru á
aldrinum 17-24 ára. Heiðrún var
í Fjölbraut við Ármúla í fyrravet-
ur en tók sér frí frá námi vegna
keppninnar nú. Heiðrún segist
hafa bundið vonir við það að
sigra í hæfíleikakeppni, sem var
hluti aðalkeppninnar, en hún
hefur mikinn áhuga á að reyna
fyrir sér í söng og leiklist. Úrslit
þeirrar keppni voru ekki kunn-
gjörð en Heiðrún sigraði í aðal-
keppninni og fékk auk þess til-
boð um að koma fram í Holly-
wood. „Sá sem hafði samband
við mig er umboðsmaðurinn sem
uppgötvaði Henný Hermanns á
sínum tíma. Auðvitað veit ég
Heiðrún
Anna Björns-
dóttir ásamt
fjölskyldu
sinni; F.v.:
Már Gunn-
arsson, Helga
Rós Másdótt-
ir, Vigdís
Másdóttir,
Heiðrún
Anna, Guð-
rún Einars-
dóttir og
Anna Lilja
Másdóttir.
Þess má geta
að Vigdís var
kjörin Ford-
stúlkan fyrr á
árinu.
Morgunblaðið/Þorkell
ekkert hvort
eitthvað verður
úr þessu,“ segir
Heiðrún.
í kjölfar sig-
ursins fór Heið-
rún um Seoul,
þar sem hún
vakti óskipta at-
hygli vegfar-
enda, enda segir
Heiðrún að mik-
ið sé fylgst með
keppninni í
Kóreu. Þá stóð
til að hún færi
til Japan, en ei-
líft hringl með
ákvörðun þess
efnis varð til
Nýkomin frá Seoul og nýkrýnd Miss World
University.
þess að hún ákvað að fara beint
heim eins og ráðgert var í fyrstu.
Heiðrún hefur starfað sem
fyrirsæta, m.a. í Þýskalandi og
fer næsta sumar til Sri Lanka
þar sem hún mun vinna fyrir
vörulista. Hún segist ekki hafa
neinn sérstakan áhuga á að
reyna fyrir sér á því sviði, áhugi
hennar beinist fyrst og fremst
að söngnum og leiklistinni.
Næsta ár mun væntanlega leiða
í ljós hveijir möguleikar hennar
eru úti í hinum stóra heimi. Eitt
af fyrstu skrefunum sem söng-
konu steig hún á föstudagskvöld,
þar sem hún kom fram með þeim
Jóni Axel og Gulla, tveim með
öllu.
Morgunblaðið/J úlíus
Borgarbræðurnir í aldursröð, f.v.: Sigurður, sem er yngstur, þá
Jóhann, Elías, Friðrik og Þorbjörn.
FYRIRTÆKI
Fimm fræknir bræður
Fjölskylduböndin eru sterk í fyrir-
tækinu Borgarbræðrum. Það
er rekið af fímm bræðrum, dóttur-
sonum Þorbjarnar heitins Jóhannes-
sonar í Borg sem hafa með höndum
kjötvinnslu, heildsölu og veislueld-
' hús. Elstur er Þorbjörn, fyrrum
handboltakappi með Val, þá Friðrik,
Elías, Jóhann og yngstur er Sigurð-
ur. Þeir bræður eru synir Svanhildar
Þorbjörnsdóttur og Guðmundar
i Priðrikssonar en þau eru bæði lát-
I in.„Við erum mjög samrýmdir bræð-
i ur enda höfum við þurft að standa
I saman,“ segir Elías, miðjubróðirinn.
Hann segir þá bræður búa að mik-
illi reynslu af því að vinna með afa
sínum og segir þá vona að þeir hafi
erft eitthvað af atorku Þorbjörns.
„Fyrirtækinu komum við að minnsta
! kosti upp á mettíma, 8 vikum, en
I það var opnað í bytjun september.
Afi kenndi okkur margt, við vorum
smápollar þegar við fórum að vinna
hjá honum. Þar lærðum við að
standa á eigin fóturn."
Elías er sölu- og markaðsstjóri
fyrirtækisins, Friðrik framkvæmda-
stjóri, Þorbjörn innheimtustjóri, Jó-
hann framleiðslustjóri og Sigurður
afgreiðslu- og þjónustustjóri. Alls
starfa þrettán manns í fyrirtækinu,
sem er í rúmlega 600 fm húsnæði
í Kópavoginum. Hafa þeir bræður
lagt mikla á herslu á að uppfylla
ströngustu kröfur um kjötvinnslu og
matvælagerð, m.a. með fullkomnum
kælibúnaði. Borgarbræður reka
kjötvinnslu, veislueldhús og heild-
sölu. Þá þekkja margir reykta laxinn
þeirra, en hróður hans hefur borist
víða um lönd. Aðferðina við reyking-
una segir Elías bræðurna hafa lært
af afa sínum.
Elías segir ætlunina að halda
merki Þorbjörns í Borg á lofti enda
skipti þeir við marga af gömlum
viðskiptavinum hans. Þeir ættu að
vera bræðrunum kunnir enda unnu
þeir Friðrik og Jóhann hjá afa sínum
í um 15 ár. Þá hafa allir bræðurnir
verið viðloðandi fyrirtæki hans frá
unga aldri. „Þetta er það sem við
þekkjum og viljum vinna við. Okkur
er styrkur í því að vinna saman
enda hefur það lengi verið okkar
ósk.“
HAUST-TILBOÐ
GERÐ RF181/80 - STGR. K R.
42900
KR. 44990 - MEÐAFBORGUNUM
RÖNNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68