Morgunblaðið - 18.10.1992, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1992
GÖNGUDAGURINN 22. OKTÓBER
GANGAER
GÓÐÍÞRÓTT
Dr. Sigrún
Stefánsdótt-
Ir, formaður
íþrótta fyrir
alla:
„Skokk er
skemmtilegt."
Sigrún Stefánsdóttir, formaður íþrótta fyrir alla
eftir Guðna Einarsson
GÖNGUDAGURINN 22. október er fyrsta stórátakið á vegum
landssamtakanna íþróttir fyrir alla (IFA), sem stofnuð voru 24.
maíívor. íþróttasamband Islands erfrumkvöðull að stofnun ÍFA
og er tilgangurinn sá að efla almenningsíþróttir undir kjörorðinu
Heilbrigt líf — hagur allra. Talið er að um 27% þjóðarinnar séu nú
ítengslum við hina hefðbundnu íþróttahreyfingu, hlutverk ÍFA
er að ná til hinna 73% sem ýmist stunda engar íþróttir eða iðka
einhverja líkamsþjálfun í meira eða minna mæli upp á eigin spýt-
ur. Forystumenn samtakanna binda vonir við að innan skamms
verði þau stærsta eining ÍSÍ með 30.000 iðkendur innan vébanda
sinna.
Við stefnum að því að ná til sem
flestra landsmanna með hvatn-
ingu og fræðslu um heilbrigði og
heilsurækt," segir formaður ÍFA, dr.
Sigrún Stefánsdóttir, sem auk for-
mennskunnar í ÍFA starfar sem lekt-
or og fréttamaður. „Við viljum
hvetja fólk til að byrja að hreyfa sig
og styðja þá sem þegar eru farnir
af stað. Stöðug hvatning og fræðsla
eru mikilvægar."
Margir hafa sýnt viðleitni í þá átt
að vemda heilsuna með hreyfingu
og hollu mataræði. En góð viðleitni
nær skammt ef vanþekkingin ræður
ferðinni. Því skiptir almenn fræðsla
um hreyfingu og hollustu í matar-
æði og lífsháttum miklu máli. Sem
dæmi um atriði sem Sigrún bendir
á að þurfi að fræða fólk um er sund-
iðkun. Margir fara reglulega í sund-
laugar og telja sér trú um að þar
með sé heilsunni borgið. En það
gagnar ekki að fara í sund til að
baða sig í heitu pottunum ef maður
tekur ekki góðan sundsprett og reyn-
ir á skrokkinn. Sundlaugarferðin
verður enn ábatasamari í líkams-
ræktarskyni ef maður skilur bílinn
eftir heima og gengur til og frá laug-
inni.
Leið til betra lífs
- Hvað hefst með því að stunda
íþróttir?
„Lífið verður svo miklu bærilegra
ef maður er vel á sig kominn. Hreyf-
ing leiðir til vals, sá sem er í góðu
formi getur valið að gera miklu fleira
og meira en sá sem er illa á sig
kominn. Svo er þetta góð afþreying.
Ég mæli með því að fólk velji þá
hreyfingu sem það hefur gaman af.
Sumir fara í dans, aðrir ganga,
synda eða fara á skíði. Einum fellur
vel að vera í hópi og annar vill vera
útaf fyrir sig. Það skiptir mestu að
hver og einn geri það sem honum
LEIÐBEININGAR
TIL GÖNGUFÓLKS
Ganga krefst hvorki mikils undirbúnings né
útbúnaðar. Hér fylgja nokkur góð ráð til þeirra
sem hyggja á göngu sértil heilsubótar og
ánægju.
1. Veldu þér góða gönguskó sem passa vel. Skóm-
ir eiga að hafa þykkan fjaðrandi botn, stífan
hælkappa og halda vel að fætinum. Ef þú átt vanda
til að skæla skó eða misslíta sólunum skaltu láta skó-
fræðing búa til innlegg í skóna þína. Keyptu þér skó
síðdegis því fóturinn þrútnar yfir daginn.
2. Finndu hentugt göngusvæði, helst með mjúkum
göngustígum. Stórar verslunarmiðstöðvar geta hentað
til innanhússgöngu.
3. Klæddu þig eftir veðri. Húfa og vettlingar eiga
við flesta mánuði ársins. í hita er gott að vera í víðum
fötum sem „anda“.
4. Gakktu eins rösklega og þú getur án þess að
þurfa að stansa til að hvíla þig með stuttu millibili.
5. Gakktu rólega í 5 mínútur í byrjun til að fá blóð-
ið á hreyfingu og búa líkamann undir átökin.
6. Gakktu rólega í lok göngunnar til að kæla þig
niður. Teygðu líkamann til að liðka vöðva og liðamót.
líkar. Þetta á að vera og er bráð-
skemmtileg tómstundaiðja, fyrir
utan hvað hún er holl,“ segir Sigrún.
Keppnisíþróttir hafa fengið obb-
ann af athygli fjölmiðla en minna
hefur borið á almenningsíþróttum.
Fyrir rúmlega 20 árum gerði ISI
mikið trimm-átak sem skilaði sér í
viðhorfsbreytingu almennings.
Skokkarar voru ekki lengur álitnir
skrýtnir. Nú þykir tímabært að taka
upp þráðinn þar sem frá var horfið
og í því skyni stofnaði ÍSÍ samtökin
íþróttir fyrir alla. „Við viljum að
þeir sem hreyfa sig sér til heilsubót-
ar fái svipaða aðstöðu og athygli og
hinir sem stunda keppnisíþróttir. Nú
er lag að ná til þeirra sem til þessa
hafa ekki gert neitt sér til heilsubót-
ar.“ Sigrún bendir á að íþróttaiðkun
er orðin hluti af jákvæðum lífsstíl,
eitthvað sem fólk er stolt af. Hin
breyttu viðhorf til íþrótta má meðal
annars greina í því að skokkið er
farið að skipta máli í kosningaslag
forsetaefnanna í Bandaríkjunum.
George Bush hefur skokkað árum
saman og nú er Bill Clinton farinn
að skokka — til að vera ekki minni
maður í augum kjósenda.
Flestir geta gengið
- Hvers vegna gönguátak?
„Þegar við hjá IFA settum upp
forgangsröð verkefna lenti gangan
í fyrsta sæti. Það kemur til af því
að ganga er góð íþrótt, hún er flest-
um nærtæk og krefst ekki mikils
undirbúnings. Það er kjörið fýrir þá
sem ekkert hreyfa sig sér til heilsu-
bótar að byija á göngunni. Göngu
er hægt að iðka allt árið, þegar snjór-
inn kemur getur fólk skipt yfír í
skiðagöngu. Nýlegar rannsóknir
benda til þess að röskleg ganga sé
jafnvel hentugri æfing en skokk, en
maður verður að ganga það hratt
að maður hitni og svitni. Kostur við
göngu og skokk er að maður hefur
æfingasvæðið við útidyrnar. Það
eina sem þarf til er viðeigandi klæðn-
aður og góðir skór. Það er mikill
misskilningur að ísland henti illa til
útivistar sakir veðráttu. íslensk
veðrátta verður ólíkt elskulegri þeg-
ar maður hefur lært að takast á við
hana. í þeim skilningi er ekki til
vont veður heldur er maður bara illa
eða vel klæddur. Reyndar furðar
maður sig oft á fótabúnaði og klæða-
burði landsmanna, einkum yfir vetr-
artímann. Það er kominn tími til að
við lærum að klæða okkur rétt.“
Á göngudaginn 22. október má
fólk búast við að sjá fjölda gangandi
vegfarenda á öllum aldri. ÍFA hefur
haft samband við skóla, elliheimili,
leikskóla og fyrirtæki um allt land
og hvatt fólk til þátttöku. Göngudag-
urinn 22. október er rétt byijunin á
árslöngu átaki með tilheyrandi uppá-
komum og auglýsingaherferð. ÍFA
hefur látið útbúa Handbók líkamans
sem dreift verður á bensínstöðvum
og inniheldur hún leiðbeiningar og
gönguæfingaáætlun. Þá er
göngubæklingur á döfinni og vegg-
spjald verður prentað.
Stærsta íþróttafélagið
Jafnframt gönguátakinu verður
kejipt að því að fjölga félagsmönnum
í IFA og í ljósi forkönnunar þykir
raunhæft markmið að keppa að
30.000 félögum. Náist það takmark
verður ÍFA stærsta aðildarfélag ÍSÍ.
Búið er að semja um fríðindi til
handa félagsmönnum samtakanna,
má þar nefna afslátt í ýmsum
íþróttavöruverslunum, heilsuræktar-
stöðvum og á sundstöðum. Nú þegar
hafa um 150 fyrirtæki og stofnanir
gerst aðilar að IFA og njóta þá
starfsmenn þeirra allra fríðinda fé-
lagsmanna. Einnig er boðið upp á
einstaklingsaðild.
Nýtt líf í Noregi
- Stundar þú sjálf íþróttir?
„Já, mér þykir gott að skokka.
Þá fæ ég gott næði til að hugsa og
útiveran er hressandi. Ég hef alltaf
haft gaman af íþróttum en ekki
íþróttakeppni. Þegar ég var í skóla
var mikil áhersla lögð á keppni og
hópíþróttir. Ég hafði meira gaman
af að ganga og fór á skíði og skauta.
Síðar lá leið mín í íþróttakennara-
skólann og ég var íþróttakennari í
nokkur ár. Þá breytti ég áherslunni
í kennslunni frá því sem var algeng-
ast. Ég lagði áherslu á að gera
íþróttirnar skemmtilegar fyrir
krakkana, þeir sem áður höfðu misst
áhugann urðu nú jafnvel fremstir í
flokki. Þegar ég bjó í Noregi varð
ég vör við hvað íþróttaiðkun var al-
menn og hvetjandi. Þar fór ég að
ganga á skíðum og skokka. Það var
líkt og ég byijaði nýtt líf þegar ég
uppgötvaði hvað þetta var skemmti-
legt. í Bandaríkjunum smitaðist ég
svo af alvöru af skokkáráttunni og
ég sé ekki eftir því.“
Sverrir Hermannsson bankastjóri
SKEMMTILEGT
AÐ GANGA
FYRIR nokkrum árum fór Sverrir Hermannsson
bankastjóri að stunda gönguferðir til að við-
halda likamsþrekinu. Hann gengur mest um
Reykjavík og nágrenni og telur sig hafa kynnst
borginni á nýjan hátt við það að ganga um hana.
Sverrir hefur dálæti á útiveru. Auk gönguferð-
anna í borginni fer hann til laxveiða og rjúpna
og gengur um í náttúrunni.
MT
Aþessu árabili sem liðið er frá því ég fór að stunda
gönguæfingar hef ég stórstyrkst að öllu þreki.
Það fer ekkert á milli mála. Ég hleyp á fjöll eftir ijúp-
um og er miklu léttari á mér, þótt aldurinn færist
yfir, en ég var meðan ég stundaði engar svona æfíng-
ar. Það skapast alveg ný viðhorf við að reyna svona
á sig. Fyrir utan hressinguna af gönguferðunum er
það mikil upplifun að kynnast borginni og sér í lagi
að lesa hús borgarinnar. Ég sá aldrei hús eða um-
hverfi úr bifreiðum," segir Sverrir.
Sverrir gengur að jafnaði um fimm kílómetra á virk-
um dögum. Venjulega fer hann í göngu síðdegis að
vinnu og segist taka göngutúrinn fram yfir öll
kokteilboð. „Ég þarf að vera mikið upptekinn til þess
ég láti þetta ekki ganga fyrir.“ Um helgar fer Sverr-
í morgungöngur og eru þær að jafnaði lengri en
Morgunblaðið/Sverrir
Sverrir Hermannsson bankastjórl.
síðdegisgöngumar.
„Ég geng rösklega, nokkum veginn eins og ég
kemst, því ég hef talið mér trú um að að það sé lítið
gagn að þessu nema reyna verulega á sig. Ég hleyp
aldrei. Aðrir iðka sund og annað en ég fékk mikla trú
á þessari aðferð fyrir kyrrsetumanninn. Fyrir utan
áreynsluna og hollustu, sem ég tel að líkaminn njóti,
er þetta svo skemmtilegt. Þó að maður fari sömu
gönguleiðirnar er alltaf mismunandi veður og Seltjarn-
arnesið er ekki ónýtt útivistarsvæði. Ég er í engum
vafa um að útivistin og að fylgjast með umhverfi sínu
er mikils virði.“