Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992
Margt spennandi að
gerast í sjávarútvegi
eftirHarald
Sturlaugsson
Menn tala gjarnan um tímamót,
en ef sagan er rifjuð upp, þá hefur
sjávarútvegurinn verið meira og
minna á tímamótum frá örófi alda
og nægir erfíðleikar hafa alltaf ver-
ið til að yfírstíga.
Upp úr 1970 fóru að koma nýjar
réttlætiskröfur varðandi fastráðn-
ingarsamninga við fískvinnslufólk.
Þessi breyting kallaði á jafnt hrá-
efni í stað verðtíðarbundinnar
vinnu. Þetta kallaði á uppstokkun
á öllu skipulagi fyrirtækjanna og
nauðsyn á togaraútgerð til að halda
jafnri atvinnu. Þetta er trúlega
stærsta byltingin sem hefur orðið
í sjávarútvegi fyrr og síðar. Áður
var það talið eðlilegt að margir
dagar féllu niður og að uppgrip
væru á milli. Í dag kemur það
umsvifalaust í heimspressunni ef
dagur dettur niður í stærri frysti-
húsunum. Sem betur fer hefur tek-
ist að þróa frystihúsin í verksmiðju-
rekstur og í dag vilja erlendir kaup-
endur í æ ríkari mæli velja fyrirtæk-
in sem þeir vilja hafa viðskipti við
og þá skiptir ekki máli hvort fram-
leiðslan heitir frystivara og fersk-
fískflök. Við erum ekki einungis að
markaðssetja vöruna okkar heldur
einnig fyrirtækin. í kjölfar þessara
breytinga kemur krafan um meiri
tækni f fískverkunarstöðvum og
allt annan og betri húsakost.
Þjóðir heim færast stöðugt næt
hverri annarri
Margt stuðlar að þessu en miklu
meiri kröfur eru og verða gerðar
til fyrirtækja á öllum sviðum en við
höfðum áður þekkt.
Þjóðir heims eru alltaf að færast
nær hvor annarri viðskiptalega séð,
og um leið verða íslensk fyrirtæki
að aðlaga sig nýjum alþjóðlegum
aðstæðum. Þess vegna verðum við
öll og það sem fyrst er að ná þjóðar-
sátt um það að fyrirtækin búi við
sambærileg skilyrði og erlend sam-
keppnisfyrirtæki.
Hvort sem fyrirtækin eru stór
Gott á brauðið, í baksturinn, í sósuna,
í súpuna, í teið eða í flóuðu mjólkina.
CARDIA-hunang stendur alltaf fyrir sínu
AfÁTTÚRV)^
CARDIA
UUNAiVq
NÁTTÚRUAFURÐ
SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA
eða smá þurfa þau að vera sterk
fjárhagslega. Við íslendingar eigum
langt í land með að eiga mörg slík
fyrirtæki og hugsunarháttur flestra
íslendinga gagnvart fyrirtækjum
þarf að breytast mikið ef okkur á
að takast að fóta okkur í harðnandi
samkeppni.
Fullvinnsla sjávarafla er fyrir
löngu orðin að raunveruleika og
nýsköpun í greininni er mikil.
Þetta kostar auðvitað gífurlega
fjármuni og auðvelt fyrir þá sem
ekki þurfa að standa frammi fyrir
þessum kröfum að tala um offjár-
festíngu. Þeir sem ætla að vera til-
búnir að takast á við harðnandi
samkeppni í náinni framtíð þurfa
mikið fjármagn til að standa straum
af þeirri nýsköpun sem er nauðsyn-
leg hveiju sinni. Við vitum að það
er mikill húsakostur ónýttur á ís-
landi í dag en það er fyrst og fremst
vegna minnkandi afla og hagræð-
ingarbylgjunnar sem er að ganga
yfír, einnig vegna aukinna afkasta
sem er afleiðing nýrrar tækni, og
þá má ekki gleymast að mörg hús-
in eru úrelt og borgar sig ekki að
gera þau upp sem frystihús en geta
nýst til annarra nota.
Fersku flökin viðkvæm
Svo ég tali enn um kröfumar þá
erum við að vissu leyti allt of háð
erlendum kaupendum og dreifend-
um okkar vöru og áhættan aldrei
meiri en einmitt eftir því sem við
nálgumst neytendamarkaðinn
meira og hættum að framleiða und-
ir íslensk vörumerki.
Sérstaklega erum við viðkvæm
þegar fersku flökin em annars veg-
ar, því verðsveiflumar hafa verið
mestar þar og greiðslumar eftir
því, dreifendurnir em víðast hvar
eignalitlir eða eins og við segjum
oft: „Þessir flugfískkarlar, sölu-
mennimir, gæta þess að eiga ekk-
ert nema símaskrána." Þess vegna
er lífsspursmál að ef íslendingar
ætla að hasla sér völl enn frekar á
ferskflakamörkuðum verður að
koma til kasta stórra íslenskra sölu-
samtaka. Það er mitt álit. Þá held
ég að ákveðnir byggðakjamar þurfí
að vinna mjög náið saman til að
skapa ákveðna sérstöðu varðandi
fersku flökin, því við þekkjum það
af eigin reynslu að þetta era þau
viðkvæmustu og áhættumestu við-
skipti sem við tökum þátt í og er
nú áhættan samt ærin í öðmm
greinum.
35.000 hluthafar
Við á Akranesi höfum verið að
reyna að undirbúa okkur undir þá
framtíð sem við teljum okkur sjá
fyrir. Útgerðar- og fískvinnslufyrir-
tækin em orðin að almennings-
hlutafélögum og hluthafarnir orðnir
35 þús.. ef ég tek félagsmenn þeirra
sjóða sem iagt hafa hlutafé inn í
fyrirtækin.
Með þessum hætti hefur verið
hægt að byggja upp nýjan hluthafa-
hóp og ná nokkur hundmð milljón-
um inn í atvinnulífið á Akranesi.
Auðvitað sætta þessir nýju hluthaf-
ar sig ekki við annað en að fá arð
af sínu hlutafé og það eitt skapar
mikið aðhald. Því sterkari sem ein-
ingamar verða, því meiri möguleik-
ar em að takast á við nýja val-
kosti. Hlutabréfamarkaðurinn er
löngu orðinn að raunvemleika, þó
að hann sé í lægð um þessar mund-
ir. Við hér á Vesturlandi verðum
eins og aðrir að nýta okkur þennan
möguleika, annars sitjuni við eftir.
Það sýnir best hvað við höfum
verið seinir í gang hér á Vestur-
landi að lífeyrissjóður okkar, Lífeyr-
issjóður Vesturlands, svo ég taki
lítið dæmi, en allt hans fé, 2,3 millj-
arðar í dag, sem hefur skapast
vegna atvinnu á Vesturlandi hefur
sett 3 milljónir í almenningshlutafé-
lög á Vesturlandi en 53 milljónir í
almenningshlutafélög í öðmm kjör-
dæmum. Eg vona að á næstu ámm
verði komin mörg almenningshluta-
félög á Vesturlandi skrásett á Verð-
bréfaþingi íslands, en þar er ekkert
fyrirtæki af Vesturlandi skráð í
dag. Lífeyrissjóðum, eins og öðmm
langtímafjárfestum, verður að
þykja það álitlegur kostur að fjár-
festa í fyrirtækjum á sínum heima-
slóðum.
Skylda að ná hámarksgróða
Það er skylda allra lífeyrissjóða
og annarra sjóða að ná „hámarks-
gróða", svo allt sé nú nefnt réttum
nöfnum, út úr því fé sem sjóðirnir
eiga að ávaxta. Það má því ekki
skamma fyrirtæki fyrir að gera það
sama, að ná „hámarksgróða“, til
• Stór, flatur skjár
• Nicam stereo
• BlackMatrixmyndlamp
• íslenskt textavarp
iþ
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20
Haraldur Sturlaugsson
Það þarf oft harkalegar
ákvarðanir til að halda
fleyinu á floti. En það
atvinnuleysi sem nú
hefur skapast er eitt-
hvað sem við Islending-
ar sættum okkur ekki
við, ogþað er skylda
okkar allra að taka
höndum saman og leysa
það mál í sameiningu.
Það er verkefni sem
menn verða að hella sér
út í.
að m.a. sjóðirnir okkar hafí trú á
fyrirtækjunum sem skapa gmnd-
völl atvinnulífsins á hveijum stað.
Samkvæmt núgildandi lögum
mega útlendingar ekki eiga í sjávar-
útvegi og íslendingar em sjálfir
tregir að fjárfesta í sjávarútvegi.
Þau fyrirtæki sem útlendingar
mega eignast hlut í em nánast öll
staðsett á stór-Reykjavíkursvæðinu
sem er verulegt áhyggjuefni varð-
andi samkeppnisstöðu sjávarút-
vegsins og landsbyggðarinnar. En
hvers vegna trúir þjóðin ekki á sjáv-
arútveginn? Til að rannsaka það
verð ég að skera útgerðarklárinn á
kvið og skoða hvert meinið er.
Útgerðarklárinn er
stólpagripur
Útgerðarklárinn er stólpagripur
og hefur ávallt verið, hefur getað
borðið þyngstu byrðar og tekið á
sig auka pinkla og pósta, en nú er
svo komið að klárinn er orðinn stað-
ur og þreyttur. Hann er kominn
með of þungt hlass en á þó að vera
nú sem fyrr þarfasti þjónninn. En
hver nú vandinn? Mér sýnist svona
í gegnum skurðinn, að þjóðin trúi
ekki á klárinn, allavega trúir þjóðin
ekki á þá sem klámum stjóma, því
um útgerðar- og fiskvinnslumenn
er talað í tón sem er harla lítið
traustvekjandi. „Sægreifar vaða um
sjóinn án þess að borga skatta og
skyldur, fleygja öllu í sjóinn sem
ekki gefur hámarks gróða og koma
með úldið hráefni að landi.“ Þetta
er umræðan og þeir sem hæst um
þetta tala, gæta þess að koma aldr-
ei inn í fiskvinnslustöðvar og þaðan
af síður hafa þeir fylgst með þeirri
stórkostlegu þróun sem víða hefur
átt sér stað í nýsköpun í atvinnu-
greininni og þeirri fullvinnslu sjáv-
arafla sem löngu er orðin að raun-
veruleika.
Fyrirmæli hafa komið frá stjórn-
völdum um að hagræða, sjávarút-
vegurinn á sjálfur að taka á sínum
rúmmálsvanda og það hafa menn
einmitt verið að gera. En hver verð-
ur svo tónninn hjá þjóðarsálinni?
Ekki hagræða svona heldur hinseg-
in, lífskjörin færð út á sjó og ekk-
ert hugsað um fólkið sem vinnur í
landi. Þetta em menn ritfærir og
orðheppnir sífellt að klifa á, en bera
að öðm leyti enga ábyrgð á því
starfsfólki og þeim atvinnutækjum
sem bæjarfélög sem við búum í
stöndum og föllum með. Gagnrýni,
sé hún borin fram af heilum hug,
er góð, en ábyrgðarlaust froðu-
snakk mun ekki koma greininni að
gagnj.. ___________________________