Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C
242. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rússneskur embættismaður
Kremlverjar komu
Kekkonen til valda
Helsinki. Reuter
ANATOLÍJ Smirnov, deildarstjóri í rússneska utanríkisráðuneytinu,
sagði í gær að sovéskir kommúnistar hefðu átt stóran þátt í því að
Urho Kekkonen var kjörinn forseti Finnlands árið 1956 og hélt emb-
ættinu í 26 ár.
Smimov sagði að rannsókn ráðu-
neytisins á skjölum sovéska komm-
Herðir EB
reglur um
flóttamenn?
Lundúnum. Reuter.
RÁÐHERRAR í aðildarrílqum
Evrópubandalagsins (EB) íhuga
nú að setja strangari reglur um
landvistarleyfi til handa flótta-
mönnum, sem sækja um hæli í
EB-löndunum. Gert er ráð fyrir
að fólk, sem flýr borgarastyijald-
ir í heimalöndum sinum, geti ekki
fengið landvistarleyfi.
Þetta kom fram í frétt breska
útvarpsins BBC, sem komst yfír ein-
tak af tillögum embættismanna
EB-ríkja þessa efnis. Hundruð þús-
unda manna hafa flúið frá fyrrver-
andi lýðveldum Júgóslavíu til Evr-
ópuríkja og samkvæmt tillögunum
verður þessu fólki neitað um land-
vistarleyfi innan EB-landanna.
í tillögunum er einnig gert ráð
fyrir strangari reglum til að torvelda
fólki frá öðrum álfum að komast til
EB-landa. Slíkir fólksflutningar eru
„sjaldan nauðsynlegir", segir í drög-
unum. Talsmaður innflytjenda-
deildar breska innanríkisráðuneytis-
ins sagði að markmiðið með tillögun-
um væri að tryggja að aðildarríki
Evrópubandalagsins fylgdu öll sömu
reglum um landvistarleyfi.
Talsmaðurinn sagði að í tillögun-
um kæmi ekki fram hvenær nýju
reglumar ættu að öðlast gildi en þær
yrðu ræddar á leiðtogafundi EB í
Edinborg í desember.
Stjóm Bretlands hefur lagt fram
umdeilt framvarp, sem miðar að því
að koma í veg fyrir að útlendingar
geti fengið hæli í landinu á röngum
forsendum. Þeir sem gagnrýna
framvarpið segja að verði það að
lögum komi það í veg fyrir að flótta-
menn, sem hafa rétt á pólitísku
hæli, komist til landsins.
únistaflokksins hefði leitt í ljós að
Kekkonen hefði verið í nánum
tengslum við stjómina í Kreml.
Finnskir kommúnistar hefðu til að
mynda fengið skipun frá Moskvu
um að greiða Kekkonen atkvæði sitt
árið 1956. Kremlverjar hefðu litið á
kjör Kekkonens sem góða gjöf til
þings sovéska kommúnistaflokksins,
sem var sett skömmu eftir kosning-
arnar.
„Þetta voru þaulhugsaðar og vel
heppnaðar aðgerðir og þær báru
þann árangur að Kekkonen var kjör-
inn forseti," sagði Smirnov og bætti
við að þrír embættismenn leyniþjón-
ustunnar KGB hefðu verið heiðraðir
fyrir framgöngu sína í þessu máli.
Smirnov sagði ennfremur að sov-
ésk stjómvöld hefðu í samráði við
Kekkonen ákveðið að tryggja end-
urkjör hans árið 1962 með því að
senda honum bréf, sem ætlað var
skapa ótta í Finnlandi um að Sovét-
menn kynnu að ráðast inn í landið.
Bréfið hefði skapað kreppu í fínnsk-
um stjómmálum og sannfært Finna
um þeim væri fyrir bestu að kjósa
Kekkonen.
Bretadrottning grýtt eggjum í Dresden
Reuter.
Elísabet Bretadrottning, sem nú er í opinberri heim-
sókn í Þýskalandi, heimsótti í gær borgirnar Leipzig
og Dresden í austurhluta landsins. í Leipzig fögnuðu
um átta þúsund manns drottningunni er hún fór um
borgina, en hún er fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem
þangað kemur eftir sameiningu Þýskalands. í Dresd-
en fékk drottninginn hins vegar kaldari móttökur.
Breskar sprengjuflugvélar lögðu borgina í rúst und-
ir lok síðari heimsstyijaldarinnar og tóku um þijú
þúsund Dresdenbúar þátt í mótmælum fyrir utan
Kreuzkirche, kirkju sem.helguð er minningu þeirra
er létu lífið í sprengjuárásum Breta. Drottningin,
sem tók þátt í minningarathöfn í kirkjunni ásamt
Richard von Weizsácker Þýskalandsforseta, var grýtt
eggjum og gerð voru að henni hróp er hún steig
úr bifreið sinni. Ekkert eggjanna hitti drottninguna.
Á myndinni má sjá 66 ára gamlan Dresdenbúa,
Lothar Wagner, halda á myndum af fjölskyldu sinni
sem lét lífið í sprengjuárásunum. Á spjaldinu stend-
ur: Dresden áminnir.
Övissa um frekara framhald GATT-viðræðnanna
Hætta á víðskíptastríði fari
viðræðurnar út um þúfur
Brussel. Reuter.
MIKIL óvissa rikti um framhald
GATT-viðræðnanna í gær eftir
að slitnaði upp úr samningum
Bandaríkjastjórnar og Evrópu-
bandalagsins um landbúnaðarmál
á miðvikudag. Einn embætt-
ismanna EB lét hafa það eftir sér
að GATT-viðræðumar væru þar
með úr sögunni en framkvæmda-
stjórn EB bar þá staðhæfingu
formlega til baka. „Við erum enn
að semja ... Ég veit ekki til að
það hafi slitnað upp úr viðræðun-
um,“ sagði Frans Andriessen, sem
fer með utanríkismál innan fram-
kvæmdastjórnarinnar. Þegar
hann var spurður hvort aðalsamn-
ingamaður Bandaríkjastjórnar,
Joe O’Mara, væri enn í Brussel
sagðist hann hins vegar ekki vera
Skref í átt að þjóðarsátt um afstöðuna til EB í Danmörku
Stjómarandstaðan tekur
fmmkvæðið afstjórninni
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
FORMENN dönsku stjómarandstöðuflokkanna skýrðu frá því í gær
að þeir hefðu komið sér saman um tillögu að þjóðarsátt um afstöðuna
tíl Evrópubandalagsins (EB). Flokkamir, Jafnaðarmannaflokkurinn,
Sósialíski þjóðarflokkurinn og Róttæki vinstriflokkurinn, hafa meiri-
hluta á þingi.
í tillögunni eru úrslit þjóðarat-
kvæðisins um Maastricht-samkomu-
lagið frá í júní sl. túlkuð sem and-
staða við samrunaþróunina í Evrópu
en því þó haldið fram að Danir vilji
vera áfram í EB. í tillögunni er hafn-
að sameiginlegri varnarstefnu, mynt,
ríkisfangi og lögreglusamstarfi eins
og ákvæði þar að lútandi era sett
fram í Maastricht-samkomulaginu.
Leiðtogar stjómarandstöðunnar
sögðu í gær að næðu þessar tillögur
fram á vettvangi EB auðveldaði það
Svíum og Norðmönnum að ganga í
bandalagið og treysti aðstöðu Norð-
urlandanna innan þess.
Paul Schluter forsætisráðherra
sagði tillögur stjómarandstöðunnar
mikilvægt skref í átt að þjóðarsátt,
einkum vegna aðildar Sósíalíska
þjóðarflokksins að þeim. Þær féllu
að mörgu leyti að hugmyndum
stjómarinnar sem hann hefði kynnt
leiðtogum annarra EB-ríkja að und-
anfömu.
Raddir voru uppi um að með tillög-
unum hefðu flokkamir þrír tekið
framkvæðið af stjóminni en því neit-
ar Schluter.
viss. Að sögn bandarískra emb-
ættismanna hafði O’Mara þá þeg-
ar farið frá Brussel.
Bandaríkjamenn saka fram-
kvæmdastjómina um að standa í
vegi samkomulags. Hafa þeir hótað
að leggja innflutningstolla á mat-
væli frá EB-ríkjum ef viðræðurnar
fara út um þúfur. Embættismenn
hjá EB sögðu að ef það yrði gert
væra Evrópuríkin reiðubúin að heyja
viðskiptastríð við Bandaríkin.
Næstu dagar era taldir eiga eftir
að ráða úrslitum um hvort sam-
komulag náist eða ekki og sagði Ray
MacSharry, sem fer með landbúnað-
armál í framkvæmdastjóm EB, að
ef ekki næðist samkomulag fyrir
mánaðamót, áður en forsetakosning-
ar fara fram í Bandaríkjunum, gæti
það þýtt að ekkert samkomulag
næðist næstu árin.
Bretar, sem fara nú með foryst-
una innan EB, segjast ætla að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að
samkomulag náist. Sögðu breskir
embættismenn að John Major for-
sætisráðherra ynni hörðum höndum
að því að ná mönnum að samninga-
borðinu á ný fyrir kosningamar í
Bandaríkjunum. Arthur Dunkel,
framkvæmdastjóri GATT, gaf einnig
út yfirlýsingu þar sem hann minnti
á hið gífurlega mikilvægi þéss að
ná samkomulagi þar sem það yrði
til að glæða efnahagslíf um allan
heim.
Þjóðveijar leggja einnig mikla
áherslu á samkomulag og segjast
búast við að framkvæmdastjóm
bandalagsins muni fínna farsæla
lausn þrátt fyrir allt. „Það er ekki
lengur nein ástæða fyrir hendi, ef
litið er hlutlægt á málið, að fresta
því að ná samkomulagi," sagði
Júrgen Möllemann, efnahagsmála-
ráðherra Þýskalands. „Það sem skil-
ur á milli er svo smávægilegt að það
er ekki lengur í neinu hlutfalli við
þann skaða sem skipbrot viðræðn-
anna myndi valda, skipbrot sem yrði
ekki vegna viðskiptalegs ágreinings
heldur greinilega vegna innanríkis-
mála,“ sagði hann ennfremur.
Það era fyrst og fremst Frakkar
sem standa í vegi fyrir samkomulagi
og hafa þeir einangrast mjög innan
EB vegna einarðrar afstöðu sinnar.
Óttast franska stjórnin að samkomu-
lagið myndi espa upp bændur sem
gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í
Ijósi þess að þingkosningar fara fram
í landinu í byijun næsta árs.
Frönsk stjórnvöld sögðu í gær að
samkomulag um viðskiptamál innan
GATT-viðræðnanna myndi örugg-
lega ekki nást fyrr en á næsta ári
og voru viðbrögð Breta við þeirri
yfirlýsingu mjög hörð. „Ég gæti
ekki verið meira ósammála þessari
fullyrðingu," sagði Major forsætis-
ráðherra.