Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 17
Fyrirtælgabylting Nú er það svo að ekki erum við allir algóðir sem í þessari grein starfa, frekar en önnur mannanna böm, en ég tel að í engri grein hafi orðið slík fyrirtækjabylting og nýsköpun á sl. árum en einmitt í sjávarútvegi, sem betur fer og seg- ir það meira um þessa tréhesta en mörg orð. En það sem gerir stjómendum þessara fyrirtækja allra erfíðast fyrir er óstöðugleikinn í stjómvalds- aðgerðum. Vanda greinarinnar hef- ur oft átt að leysa með því að skatt- leggja það sem gefið hefur mest hveiju sinni, samanber umræðuna um skattlagningu á frystitogarana í dag, en mér skilst að með þeim skatti eigi að leysa öll vandamál sjávarútvegsins í dag. 1973 var afkoma loðnuveiða góð um tíma. Það ár var sett sérstakt útflutningsgjald á loðnuafurðir sem notað var til þess að lækka olíuverð til fiskiskipaflotans. 1982 var einnig settur skattur á skreiðina sem átti að nota tíl þess að laga afkomu ftystihúsanna. Það þarf nú ekki að minna á sveiflurnar sem hafa verið í þessum greinum. Það gengur ekki að gripið sé inn í rekstur fyrirtækja á þennan hátt því þeir sem eru t.d. í blönduðum rekstri og eru þar af leiðandi oft með hundruð manna í vinnu verða að geta séð éitthvað fram í tímann, annars er sífellt hætta á ótryggri atvinnu. Þetta er t.d. svipað og að ef stjómvöld fæm að skattleggja gas- olíu sérstaklega vegna þess að hún skilaði töluvert meiri framlegð en svartolía eða flugvélabensín. Við erum að reka fyrirtæki eins og olíu- félögin sem við þykjumst vera að keppa við t.d. á hlutabréfamarkaði. Sjófrysting tengist landvinnslu Það er mjög margt skemmtilegt og spennandi að gerast í sjávarút- vegi í dag þrátt fyrir þrengingar. Frystihúsin eru í æ ríkari mæli að framleiða vöru beint á pönnuna, töluvert af ferskum flökum er flutt út með flugi, fiskmarkaðir komnir víða og margt áhugavert er að þró- ast í kringum þá, frysting úti á sjó er að byija að tengjast landvinnslu í sambandi við frekari vinnslu, salt- fiskur í neytendapakkningar, fram- leiðsla á ýmsum aukaafurðum hafin og margt er í skoðun og þróun í hinum ýmsu homum fiskvinnslunn- ar. Ég held að þrátt fyrir mikla erf- iðleika hafi sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gerast í að reyna að nýta betur það sem úr sjónum kem- ur en einmitt þessi misserin auk þess sem sjávarútvegsráðuneytið er að byija að framfylgja nýrri löggjöf sem enn hvetur til meiri nýtingar. Allt er í heiminum hverfult og engin allsheijarlausn í atvinnumál- um. Það höfum við svo oft rekið okkur á. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að SÍS gamli myndi líða undir lok og að erfiðleikar yrðu hjá Járnblendiverksmiðunni á Grundartanga? Því er rétt að dreifa áhættunni sem allra mest því það sem er hámarksgróði í dag getur orðið algjört hrun á morgun. Það þekkjum við af biturri reynslu. Við vitum ekkert hvert okkar verður næst þó að við skjögrumst þetta áfram. Mikil ábyrgð Erfiðleikarnir í greininni í dag eru svo margtuggðir að ég ætla að hvfla mig á því að fjalla um þá því þó við séum ósammála um margt þá hljótum við að vera sammála um að halda áfram að lifa í þessu landi og til þess þarf undirstaðan að hafa eðlileg rekstrarskilyrði. Þau eru ekki til staðar í dag. Það er svo margt í gangi og þróunin svo ör. Þess vegna má síst skorta í dag fram- —----- ' Stórhöfða 17, við Gullinbrú. sími 67 48 44 MORGIJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUft 23; QKTQBE^ .1992 ð!7 sýni og réttar ákvarðanir og ekki má stranda á stolti og gömlum hefð- um og hreppamörkum. Því hvflir mikil ábyrgð á forráða- mönnum og eigendum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja gagnvart sín- um byggðarlögum. Staðreyndin er auðvitað sú að forsvarsmenn fyrirtækja eru að taka ákvarðanir sem þeir telja þestar til að bjarga fyrirtækjunum í erfiðu árferði og þar með að forða hruni byggðarlaganna. Það þarf oft harkalegar ákvarð- anir til að halda fleyinu á floti. En það atvinnuleysi sem nú hefur skap- ast er eitthvað sem við íslendingar sættum okkur ekki við, og það er skylda okkar allra að taka höndum saman og leysa það mál í samein- ingu. Það er verkefni sem menn verða að hella sér út í. Höfundur er framkvæmdasijóri Haraldar Böðvarssonar hf. & Akranesi G/obus? -heimur gœða! Laugardaginn 26. október fró kl. 13.oo - 17.oo í sýningarsal Globus, Lógmúla 5 Sýnum VÖKVA-SERVO og POWER skiptingar í nýju JCB traktorsgröfunum. KomiS og kynnist af eigin raun fullkomnum og öflugum traktorsgröfum. Sýnum einnig fjölbreytt úrval fylgihluta fyrir JCB vélar. JCB mest seldu traktorsgröfurnar á Islandi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.