Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 48
MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK stMl 691100, StMBRÉF 69119!, PÓSTHÓLF 1666 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sex ára fangelsi fyrir að bana sambýlismanni TVÍTUG kona, Jónína Sigríður Guðmundsdóttir, var í Hæstarétti í gær dæmd til sex ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið sambýlis- manni sínum að bana hinn 11. janúar sl., er hún lagði hann flökunar- hnífí í hjartastað. Dómur Hæstaréttar er þyngri en dómur héraðs- dóms, sem dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi. dregið hann til dauða, en ekki var talið að hún hefði fyrirfram ætlað að ráða honum bana. Hæstiréttur taldi þó, að hæfileg refsing væri sex ára fangelsi, en gæsluvarðhald kon- unnar frá 11. janúar kemur til frá- dráttar. Hæstaréttardómaramir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Hjörtur Torfason og Þór Vilhjálms- son og Guðmundur Jónsson, fyrr- verandi hæstaréttardómari, dæmdu málið. Hjörtur skilaði sératkvæði, þar sem segir, að tilviijun virðist ótvírætt hafa valdið því, að hnífur- inn gekk inn í bijóst manninum og hitti hann í hjartastað. Telja verði ósannað, að konan hafi hlotið að sjá fyrir banvæni atlögunnar með svo eindregnum hætti, að 211. grein hegningarlaga eigi við um verknað hennar. Hins vegar verði hún' talin sek um likamsárás, er varði við 2. mgr. 218. greinar laganna, sbr. 11. gr. laga 20/1981. Ekki séu efni til að breyta niðurstöðu héraðsdóms um refsingu í málinu, fjögurra ára fangelsi, að frádreginni varðhalds- vist. Atburðurinn varð á heimili sam- býlisfólksins í Vestmannaeyjum. Maðurinn sat ásamt kunningjum sínum að drykkju á heimilinu. Kon- an, sem einnig var ölvuð, bað hann að vísa gestunum út, en hann neit- aði. Konan hringdi tvisvar í lögregl- una og óskaði eftir aðstoð við að koma gestunum út, en lögreglan gat ekki sinnt þeirri beiðni strax. Til frekari orðaskipta kom og náði konan í flökunarhníf, sem hún otaði að manninum og lagði síðan í hjarta- stað. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm- inn, þar sem sagði m.a., að konunni hafi hlotið að vera ljóst að það að leggja hnífnum til mannsins gat Fékk bíl undirrusl á bílasölu •» \ Wf J í. w *bT'Wí‘<.Íi »- á'tel úl 1 wMmSM r > t . • ’ í ' 1*3? Áhöfnin á Hólmaborg að afloknum góðum túr. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Fékk kvótann í einum túr HÓLMABORGIN SU landaði á Eskifirði i gærdag stærsta síldar- farmi sögunnar, eða um 1.350 tonnum. Þennan afla fékk skipið á Lónsdjúpi austur af Höfn í Hornafirði á rúmlega tveimur sólar- hringum. Stærsta farminn áður fékk Börkur í fyrra, tæp 1.300 tonn. Til samanburðar má geta að síldarkvóti á bát á þessari vertíð er 1.250 tonn. „Síldin sem við höfum fengið er misjöfn að gæðum en mest er þetta millisíld og stór síld,“ segir Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri. Síldarfarmurinn sem Hólma- borgin var nú með fer í bræðslu og fá skipveijar um 5 krónur fyr- ir kílóið af henni. Aflaverðmætið fyrir þessa tvo daga er því tæpar 7 milljónir króna og hásetahlutur- inn um 120 þúsund krónur. Þegar síld var keypt til söltunar eða frystingar í fyrra gilti fijálst verð á henni en algengt að borgaðar væru um 10 krónur fyrir kílóið. Ef hið sama hefði verið upp á teningnum nú væri aflaverðmæti Hólmaborgarinnar tvöfalt hærra og hásetahluturinn fyrir þennan tveggja daga túr yfir 200 þúsund krónur. MAÐUR nokkur, sem þurfti að losa sig við ýmislegt rusl, tók það ráð að fá bíl lánaðan á bíla- sölu, undir því yfirskyni að hann vildi reynsluaka honum. Upp um athæfíð komst þegar hann ákvað að kasta ruslinu í gám sem ekki er til afnota fyrir al- menning. Lögreglan fékk tilkynningu frá Sundakaffi kl. 14 á miðvikudag um að þangað hefði komið maður, sem hefði hent ýmsu drasli, þar á meðal gömlum ísskáp í gám kaffí- hússins. Sá gámur er ekki til af- nota fyrir almenning. Lögreglan ákvað að hafa samband við mann- inn en á Sundakaffi hafði númer á bfl hans verið skráð niður. Bfleig- andinn kom hins vegar af fjöllum enda átti bfllinn að vera á bflasölu. Arnarog Bjarkí tíl Feyenoord? ARNAR og Bjarki Gunnlaugs- synir, tvíburabræðumir af Akranesi, hafa í hyggju að taka atvinnutilboði sem hoilenska knattspymufélagið Feyenoord hefur gert þeim skv. traustum heimildum Morgunblaðsins. Á leikmannafundi hjá Akumes- ingum í gærkvöldi var greint frá því að tvíburamir væm hættir við að fara til þýska félagsins VfB Stuttgart — en þangað ætluðu þeir á sunnudaginn til að kynna sér aðstæður — vegna þess að allar líkur væru á að gengið yrði frá samningi þeirra við hollenska úrvalsdeildarfélagið á næstu dög- um. Fjöldi framleiðenda áls vill taka þátt í Atlantsál - segir Paul Drack stjórnarformaðiir Amax PAUL Drack, stjórnarformaður Amax og fyrrum forstjóri Altun- ax, segir að fjöldi álframleiðenda hafí áhuga á að gerast þátttak- andi í Atlantsálverkefninu um byggingu álvers á Keilisnesi. Nefnir hann framleiðendur í Jap- an og Þýskalandi sem dæmi. Amar Bjarki Tvíburamir voru í Hollandi á dögunum þar sem þeir æfðu með Feyenoord. Rætt er um að samið verði til tveggja ára, en enn á eftir að ganga frá ýmsum atriðum. Bræðumir voru lykilmenn í liði ÍA sem varð íslandsmeistari í sumar. Amar varð markakóngur 1. deildar og var kjörinn efnileg- asti leikmaður deildarinnar. Einn íslendingur hefur leikið með Feyenoord, Akumesingurinn Pétur Pétursson, og þjálfari liðsins nú er einn af samheijum hans í liðinu þá, Wim Jansen. Drack segir að þegar aðstæður verði hagfelldari, með hækkuðu álverði, muni Atlantsál taka ákvörðun um að hefja fram- kvæmdir á íslandi. Paul Drack sagði að þátttaka Alumax í Atlantsálverkefninu væri á engan hátt háð því hvort sam- starfsaðilamir í Evrópu, Hoogovens og Granges drægju sig út úr verk- efninu. „Það er fyöldi álframleið- enda víðs vegar um heiminn sem Á vegum nokkurra ráðuneyta und- ir forystu iðnaðarráðuneytis er nú að störfum nefnd til að kanna hvort um undirboð sé að ræða frá pólskum skipasmíðastöðvum, og til að gera samanburð á þeim stuðningi sem veittur er í helstu samkeppnislöndum hefði áhuga á að koma inn í Atlants- ál, ef annar hvor eða báðir sam- starfsaðilar okkar hætta við þátt- töku. Við vitum af framleiðendum í Japan sem hafa áhuga og em raunar alltaf að þrýsta á okkur um að fá að vera með. Við vitum af þýskum framleiðanda sem er áhugasamur, og fleirum, en auðvit- að er það þannig með áliðnaðinn hvar sem er í heiminum að enginn tekur ákvörðun um byggingu nýs álvers á meðan álverðið er svona lágt. Það er ekki vegna áhugaleysis álframleiðenda að ákvarðanir eru íslendinga til skipaiðnaðarins og því sem gert er hér á landi. Jón Sigurðs- son sagði í samtali við Morgunblaðið að út úr þessum athugunum væri ætlunin að mat kæmi á því hvort rétt sé að grípa til nýrra ráðstafana til að tryggja samkeppnisstöðu ís- ekki teknar um að byggja nýtt ál- ver, heldur einfaldlega vegna þess að bankaheimurinn lánar ekki til slíkra framkvæmda, á meðan að álverð er í lágmarki," sagði Drack. Aðspurður sagðist Drack telja að áhugi Hoogovens og Granges væri óbreyttur en benti þó á að fyrirtækin hefðu átt í ákveðnum erfíðleikum. „Ég var miklu fremur að nefna þetta til þess að sýna fram á að þótt þeir hætti við verða næg- ir um hituna að fylla þeirra skarð, þegar rétti tíminn kemur,“ sagði Drack. lensks skipasmíðaiðnaðar. Halldór' Blöndal samgönguráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann teldi það grundvallarat- riði að íslenskur samkeppnisiðnaður byggi við sambærileg kjör og erlend- ir keppinautar og skattalega séð ætti iðnaðurinn ekki að búa við lak- ari kjör. Aðspurður um hvort hann teldi koma til greina að setja jöfnun- argjöld á skip sem smíðuð eru eða gert er við erlendis sagðist hann ekki vilja tjá sig um það opinberlega á meðan staða skipasmíðaiðnaðarins væri til umflöllunar í ríkisstjóminni. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um vanda skipasmíða Jöfnunargjald kemur tíl áJita JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að til álita geti komið að setja jöfnunargjöld á þá skipaiðnaðarþjónustu sem keypt er frá útlöndum reynist um undirboð eða niðurgreiðslur að ræða erlendis, en það verði þó ekki gert nema á grundvelli laga og túlkunar á skuldbindingum Islendinga við aðrar þjóðir. Hann segir ríkisstjórnina nú fjalla um þann vanda sem íslenskur skipasmiðaiðnaður á við að elja, og meðal annars sé verið að kanna hvort lánafyrirgreiðsla Fiskveiðasjóðs geti orðið hagstæðari fyrir innlendu smíðaraar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.