Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 36
 Minning Guðmundína Sigur- veig Stefánsdóttir Fædd 15. september 1906 Dáin 15. október 1992 Guðmundína Sigurveig Stefáns- dóttir, amma Munda, var sterkur persónuleiki. Það fann ég fljótt eft- ir að ég kom inn í fjölskyldu henn- ar fyrir tæpum 18 árum. Þá bjugg- um við Ari, sonarsonur hennar, í Kópavogi um nokkurra mánaða skeið, en hún var þá að vinna í eldhúsinu á Kópavogshæli og því stutt á milli okkar. Oftar en einu sinni áttum við spjall í Kópavogs- strætó, auk þess sem við hittumst reglubundið í Qölskylduboðum og heimsóknum. Amma Munda var ein þeirra kvenna sem alla tíð höfðu orðið að vinna hörðum höndum og lífsbaráttan hafði aukið enn á það sjálfstæði sem henni var í blóð borið. Hún átti augljóslega mjög sérstakan sess innan þeirrar sam- hentu stórfjölskyldu sem ég giftist inn í. Eftir að böm okkar Ara fæddust kynntist ég enn nýrri hlíð á ömmu Mundu, óþreytandi langömmu. Hún spjallaði við bömin okkar um heima og geima um leið og þau voru orðin nógu þroskuð til að halda uppi samræðum. Og þrátt fyrir að bamabömin og bama- bamabömin skiptu tugum þá fékk hvert einasta þeirra sinn sérstaka jólapakka frá ömmu Mundu. Á páskunum beið þeirra allra páska- egg frá henni. Sjálf lifði hún spart og veitti sér ekki mikið af verald- legum gæðum. Gjafir hennar til bamanna vora ekki aðeins vottur um gjafmildi hennar heldur einnig á stundum skemmtileg persónulýsing. Hún er eina langamman sem ég hef heyrt af sem hefur gefið langömmusyni sínum svuntu í jólagjöf. Þá var hún komin hátt á áttræðisaldur. Ég man hvað Óli sonur okkar Ara var rogginn þegar amma Munda gaf honum svuntuna en systur hans eitthvað allt annað sem ekkert minnti á eldhúsverkin. Þetta litla dæmi fannst mér sýna að amma Munda gerði sér litla rellu út af hefðbundinni verkaskiptingu kynj- anna. Það er kannski ekki að undra, hún var vön að vera bæði fýrir- vinna og móðir á heimili sínu. Amma Munda átti stóra fjöl- skyldu sem náði vel saman á þeim ættarmótum sem haldin hafa verin á undanfömum áram. Fyrir okkur sem giftumst inn í fjölskylduna, var mjög gaman að fá að kynnast fólk- inu hennar ömmu Mundu. Ættin er full af skemmtilegum einstakl- ingum með ákveðnar skoðanir og varla vafamál að ætt, upplag og lífshlaup hafa mótað ömmu Mundu. Við Ári, Hanna og Óli kveðjum nú ömmu Mundu. Kynnin af henni vora okkur mikils virði og við mun- um alltaf eiga góðar minningar um hana. Anna Ólafsdóttir Bjömsson. Það var í byijun júní á Kvennaár- inu 1975 að ég hóf störf í eldhúsi Kópavogshælis. Þetta var kvenna- vinnustaður, flestar konumar hús- mæður á miðjum aldri. Það sem einkenndi þennan vinnustað öðram fremur var eindrægni og skilning- ur. Ráðskonan, Valgerður Guðjóns- dóttir, stjómaði með styrkri en mildri hendi og ekki skemmdi að- stoðarráðskonan, hún Aðalheiður Stefánsdóttir, fyrir. Allir stóðu saman eins og ein ijölskylda. Fólk hafði sín sérkenni og þau vora virt. Þetta var gamaldags húsnæði, erf- ið vinnuskilyrði og lítið um hjálpar- tæki. Við mættum fyrir sjö á morgnana, höfðum 20 mínútur í kaffí. Annars var aldrei stoppað allan daginn. Allt sætabrauð var bakað á staðnum, það var erfitt verk. En bakarinn okkar, hún Munda, lítil og hnellin kona, lét sig ekki muna um það. Ótrúlegt hvað þessi hnellna, fullorðna kona gat afkastað miklu. Það var eins og hún hefði margar hendur og henni vannst allt svo vel og sköralega. Bökunarplötumar vora af gamalli gerð, stórar og þungar. En Munda lét sig ekki muna um að lyfta þeim upp í efstu hillur. Við sögðum stundum að hún væri með gorm. Bakaríið var hennar yfírráðasvæði, þar var hún drottning í ríki sínu. Það var ekkert smáræði sem þurfti að baka á 200 manna heimili. Og fyrir stórhátíðir þurfti að baka smákökur og fínar tertur, auk hins^ daglega (brauðs) baksturs. Munda vann mest við matargerð um ævina enda var hún útsjónar- söm og dugleg á því sviði sem öðra. Þegar hún vann á Kópavogshæli bjó hún í Norðurmýrinni og kom alltaf í vinnuna með strætó frá Hlemmi. Hún átti að byija vinnu kl. 8.00 á morgnana og vinna til kl. 12.00. En hún mætti venjulega hálftíma fyrr og vann hálftíma til einn tíma lengur án þess að taka kaup fyrir. Munda eignaðist alls staðar vini. Hún var svo glaðlynd og frjáls í framkomu. Kópavogs- strætóbflstjóramir vora sérstakir vinir hennar og þeir reyndu að stoppa fyrir hana svo styttra væri að ganga í vinnuna ef mikil hálka var eða slæmt veður. Hún eignað- ist marga strætóvini og ófáar skemmtilegar sögur sagði hún okk- ur af því sem við bar á leiðinni í og úr vinnu. Eitt sinn lenti hún í miðjum skotbardaga á Hlemmi. Hún sagði frá þessu eins og þetta væri hversdagslegur viðburður. Munda var komin hátt á sjötugsald- ur er hún hóf störf á hælinu. Hún hafði ótrúlegt starfsþrek og vilja- styrk. Hún vann þar í 11 ár og var aldrei frá vinnu einn einasta dag. Hún var einstaklega heilsuhraust þar til fyrir tveimur áram. Enda var orðtak hjá Mundu: „Það gefur sér enginn heilsuna." Munda var Reykvíkingur í húð og hár, ein af 10 systkinum. Þegar Munda var um tvítugt var hún í vist suður með sjó með ung- an son sinn. Þá sá hún ásamt öðra heimilisfólki skip stranda fram undan, þá var reynt líklega í fyrsta skipti að bjarga mönnum í „stól“, margir fórust og þar á meðal faðir og bróðir Mundu. Við getum ímyndað okkur hvað erfitt það hefur verið að vita af því að þeir sem henni vora svo kærir vora báðir látnir, halda samt áfram að vinna og hlúa að hinum sjó- hröktu mönnum. Munda giftist ekki en eignaðist 3 mannvænleg börn sem hún var mjög hreykin af og 16 bamaböm og þriðji liður er að verða fjölmenn- ur. Hún fylgdist vel með afkomend- um sínum og gerði aldrei mun á. Munda var 76 ára er hún hætti störfum á hælinu, sámauðug. Önn- ur dóttir Mundu er bóndakona aust- ur á Skeiðum, þangað fór hún oft í heimsókn, hvort sem var vetur eða sumar og lét ekki veður hamla för. Þegar bamabömin í sveitinni urðu sjö ára (þau urðu 9) fengu þau að koma í bæinn til ömmu og dvelja nokkra daga. Þá fór Munda með bamið á vit ævintýra, ferðað- ist um allt Stór-Reykjavíkursvæðið með strætó, þeim til óblandinnar ánægju. Munda varð aldrei rík af verald- legum auði en því auðugri var hún af auði hjartans og átti alltaf eitt- hvað til að miðla af til samferða- fólksins á Hótel Jörð. Bros, hlýtt handtak eða vingjamlegt orð. Munda var stórbrotin kona sem ætíð vildi vera veitandi en ekki þiggjandi. Blessuð sé minning mætrar konu. Guðlaug Pétursdóttir. Hinn 15. október síðastliðinn sofnaði hún amma mín svefninum langa, 86 ára að aldri. Síðasta árið var hún heilsulítil og orðin nokkuð gleymin. En þannig var það ekki t Maðurinn minn, LEIFUR KALDAL gullsmiður, Eskihlíð 16B, andaðist á Hvítabandinu að morgni 20. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Aasei. Kaldal. t Okkar kæra SIGRfÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis i Ingólfsstræti 21D, lést 20. október á Droplaugarstöðum. Guðný Ólaf sdóttir, Sigríður Ólöf Árnadóttir, Anna Margrét Árnadóttir. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 'Blóm og skreytingar\ við öll tækífæri 50202 BÆJARHRAUN 26. HAFNARF. 33978 ÁlfHEIMAR 6, REYKJAVÍK BLOMABUÐIN DOGG alltaf, síður en svo. Hún var frem- ur lágvaxin eða rétt ríflega 1,4 m á hæð en dugnaðurinn og kraftur- inn fór ekki eftir því. Amma Munda, eins og hún var alltaf köll- uð af bamabömunum og síðan flestum í ijölskyldunni, var fremur heilsuhraust og sífellt að. Hún hafði þó lengst af ævinnar nokkuð skerta heyrn. Húh var skapmikil, nokkuð ör en það var alltaf stutt í hlátur- inn og glensið. Alveg til hins síð- asta hafði hún auga fyrir spaugi- legum uppákomum og gerði grín að sjálfri sér. Það var henni sértök skemmtun alla tíð að tala við fólk, um fólk og atburði, ekki síst frá löngu liðn- um áram. Lífsbaráttan getur ekki hafa verið létt, en aldrei gerði hún mikið úr erfíðleikum eða and- streymi sem henni hafði mætt. Hún var einstæð móðir þriggja bama og þó að hún hafi vissulega aldrei getað gert fyrir þau það sem hún vildi, i æsku þeirra, þá tel ég hana hafa verið stórkostlegan sigurveg- ara í lífsbaráttu sinni. Hún talaði oft um það þegar hún neyddist til að láta Sigurð son sinn frá sér fjög- urra ára gamlan. Hún kom honum fyrir hjá ættingjum sínum á Lambafelli og dvaldi hann þar um nokkurra ára skeið. Oft var líka rifjað upp hversu réttmæt og sár reiði hans var þegar hún heimsótti hann. Minningin stakk hana í rúm- lega hálfa öld. Unni dóttur sína gat hún heldur ekki haft mikið hjá sér. Þegar kom að Hafdísi vora aðstæður ömmu það breyttar að hún gat haft hana hjá sér öll upp- vaxtarárin. Amma Munda hafði gaman af því að gera sér dagamun og henni þótti mjög mikilvægt að halda fjöl- skyldunni saman. Afmæli vora gjaman tilefni til hátíða. Það kom aldrei fyrir að það gleymdist nokk- urt afmæli. Á hveijum afmælisdegi fengum vð bamabömin gjöf sem var forvitnileg og‘ spennandi. Það sem okkur þótti ekki síður varið í við afmælishaldið var að við feng- um öll gjöf, afmælisbamið fékk stærstu og aðal gjöfína, en allir hinir fengu einnig innpakkaða gjöf. Þennan sið færði hún síðan yfír á bömin okkar. Það var stórkostlegt hvað hún gat oft gert tilverana að mikilli hátíð. Hún var mikill höfðingi heim að sækja og setti strax fram hlaðið borð af því besta sem hún átti og gekk stíft eftir að neytt væri. Jólaboð hennar era í æskuminn- ingu minni engu lík. Hún bjó nú aldrei mjög rúmt, hún amma, oft- ast í einu herbergi með eldhúsi eða aðgangi að eldhúsi. Herberginu var þá breytt í borðstofu með lang- borði, lítið pláss varð þá fyrir fleira. Síðan fór í hönd nokkurra klukku- stunda borðhald. í minningunni líktust þessar veislur „Gestaboði Babettu". Slík boð vora haldin meðan mögulegt var að troða allri flölskyldunni í eitt herbergi. Amma Munda safnaði ekki veraldlegum hlutum eða auði og gaf mikið frá sér það sem hún eignaðist. Það vora ekki bara veraldlegir hlutir sem hún gaf frá sér, óþreytandi umhyggja hennar ásamt sterkum perónuleika hlýtur að hafa mótað okkur varanlega. Amma lagði mik- ið upp úr sjálfstæði sínu og frelsi og brást oft hart við ef henni þótti annað hvort skert. Það var okkur yngra fólki ekki alltaf auðskiljan- legt hversu mikilvægt það var henni og hvað hún var tilbúin að fara í átök vegna lítilla atriða. Það Sérfræöingar i l>lóniaskr(‘yliii"iiiii lirt öll la kila-i i Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaða.strætis, sími 19090 kann að vera að í starfí sínu, sem í fyrstu var inni á heimilum fólks hér í Reykjavík, hafí hún mótað sér stífar samskiptareglur og síðan ekki viljað víkja frá þeim. Þegar betur er að gætt má vera að á þessu sviði eins og svo mörg- um öðram hafí hún verið að skapa okkur athyglisverða fyrirmynd. Það er með miklum söknuði og þakklæti sem ég kveð ömmu Mundu. Minning hennar mun ætíð vera mér og fjölskyldu minni hjart- kær. Kristín Sigurðardóttir. Sumarið líður. Ævin eitt sinn dvín, þá enginn getur minnsta fíngri bifað. Um eilífð varir æskugleði mín og ást. Ég fagna því að hafa lifað. (Þéroddur Guðmundsson frá Sandi.) Þessar ljóðlínur fínnast mér eiga vel við þegar ég vil minnast tengda- móður minnar, Guðmundínu S. Stefánsdóttur, sem andaðist 15. þessa mán. 86 ára aldri. Fáa hefí ég þekkt sem jafnt auðvelt var að gleðja og engan sem var jafn sáttur við lífið þó að ekki verði sagt með sanni að það hafí alltaf farið um hana mjúkum hönd- um. „Ég hefi átt gott líf,“ sagði hún, „Guð hefur gefíð mér góða heilsu og góð böm, hvers ætti ég að biðja meira.“ Það var ekki verið að setja upp kröfur sér til handa, enda sagði hún eftir að hún missti heilsuna á síðasta ári. „Ég á enga heimtingu á að vera alltaf frísk, mér er ekki vandara um en öðram.“ Ef þetta er ekki jákvætt viðhorf, þá veit ég ekki hvað það er. Ein mesta gleði hennar og ánægja held ég þó, að hafí verið að færa öðrum gjafír. Aldrei gleymdi hún afmælis- dögum fjölskyldunnar og eftir að bamabömin fæddust, og fjölgaði þá var öllum bömum heimilisins færð gjöf, þegar eitthvert þeirra átti afmæli. Afmælisbarnið fékk svolítið stærri pakka, en hin urðu að fá líka því það var svo leiðinlegt fyrir þau að fá ekkert. Hún pass- aði svo sannarlega upp á það að enginn yrði útundan. Þar kom fram hin ríka réttlætiskennd sem hún hafði. Aðrir mikilvirkir eðlisþættir í skaphöfn hennar vora sterkur vilji og þörfin fyrir að vera sjálfstæð og öðram óháð. Guðmundína var fædd 15. sept- ember 1906 á Litla-Bergi í Reykja- vík, en sá bær mun hafa staðið þar sem mætast Grandarstígur og Bjargarstígur. Foreldrar hennar vora hjónin Ólína Hróbjartsdóttir og Stefán Einarsson. Eins og marg- ir af hennar kynslóð fór hún ung að áram í vistir. Fyrst til hjónanna Kristjáns Siggeirssonar og Ragn- hildar Hjaltadóttur og síðan til systra Ragnhildar, þeirra Maríu og Lilju. Við þetta fólk bast hún ævar- andi vináttuböndum. Ég vil í þessu sambandi ekki láta hjá líða að þakka þeim Lilju og manni hennar, Magnúsi Jónssyni, fyrir alla tryggð og hlýhug í hennar garð. í húsi þeirra hafði hún íbúð til fjölda ára. Seinna breytti hún til og hætti að vera í ársvistun, var þá gjaman í vist á vetuma en í kaupavinnu á sumram. Það var oft gaman að heyra hana rifja upp skemmtileg atvik sem hent höfðu, sérstaklega í kaupavinnunni. Hún sagði prýði- lega frá og hafði gaman af sak- lausu gríni og hnittnum tilsvöram. Um miðjan aldur fer Munda, eins og hún var jafnan kölluð, að vinna í eldhúsum veitingahúsa og í bak- aríum. Enda mjög fær bæði við matseld og bakstur. Lengst vann hún í eldhúsi Kópavogshælis, þar sem hún bakaði í 12 ár samfleytt eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Munda eignaðist 3 böm. Þau era Sigurður, kvæntur undirritaðri, Unnur, gift Gunnari M. Hansen, og Hafdís, gift Hafliða Kristbjörns- syni. Þegar hún lést átti hún 15 bamabörn og 11 bamabamaböm. Nú þegar leiðir okkar skilja vil ég þakka elskulegri tengdamóður minni alla þá umhyggju og ást sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég er þess fullviss að minning ömmu Mundu lifír Iengi meðal okk- ar. Sæunn Andrésdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.