Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992
33
Utsölusta&ir: Reykjavik: Brá, Laugavegi 72 -Clara, Kringlunni, Clara, Austur-
stræti 3 - Spes, Háaleitísbraut. Kópavogur: Bylgjan, Hamraborg. Garóa-
bær: Snyrtihöllin, Garðatorgi. Akureyri: Amaró. Húsavik: Hilma. Saubár-
krókur: KF. Skagfirðinga. Vestmannaeyjar: Ninja. Selfoss: Vöruhús KÁ -
Höfn: Hafnarapótek - Isafjörður: Krisma. Siglufjörður: Apótek Siglufjarðar.
Olafsvik: Apótek Ólafsvikur. Akranes: Bjarg. Borgarnes: KF. Borgfirðinga.
Bolungarvik: Versl. E. G. Reyðarfjörður: Lykill.
100 ára
Jóhanna Benedikts-
dóttir, Eyrí íMjóafirði
Avísun á hreina húð.
Pura Cut
Hundrað ára afmælið bar upp á
laugardaginn 22. ágúst síðastlið-
inn. Og í dag, 23. október, eru lið-
in hundrað ár síðan Jóhanna var
skírð í Mjóafjarðarkirkju á vígslu-
degi kirkjunnar 1892.
Mjófirðingar minntust aldaraf-
mælis kirkju sinnar 12. júlí í sum-
ar. Elli fer sínu fram og hindraði
að Jóhanna kæmist til kirlqu með
sveitungum sínum þann dag. Hefði
það þó verið harla merkilegt, því
eins og að líkum lætur er hún nú
ein á lífi þeirra er viðstaddir voru
fyrstu helgistund í því guðshúsi.
Það var nú samt undursamlegt og
yljaði um hjartarætur á minningar-
degi að vita af Jóhönnu á sínum
stað og við dágóða líðan, í seil-
ingarfjarlægð frá kirkjunni nú sem
fyrr. Því hún fæddist í næsta húsi
og hefur átt heima á sömu lóðinni
nær óslitið allt til þessa dags.
Foreldrar Jóhönnu voru bæði
Mjófírðingar, Benedikt Sveinsson
frá Brekkuborg og Margrét Hjálm-
arsdóttir frá Brekku. Þau bjuggu
á Borgareyri, sem áður nefndist
Brekkuborg, nær allan sinn bú-
skap. Benedikt var útvegsbóndi og
gegndi þó fleiri störfum. Hann
skráði sagnir og skrifaði í blöð,
fréttir og ádrepur. Þau Margrét
eignuðust þrettán böm sem öll
komust til þroska og var Jóhanna
næst yngst þeirra. Þótti sá hópur
tiltakanlega mannvænlegur og
tápmikill.
Nítján ára gömul hleypti Jó-
hanna á Borgareyri heimdragan-
um og hélt norður til Eyjafjarðar.
Var hún kaupakona á Kljáströnd
sumarið 1912 og dvaldist á Akur-
eyri næsta vetur við nám og störf
hjá Jóninnu Sigurðardóttur mat-
reiðslukonu.
Á þessum misserum kynntist
hún Jóhanni Stefánssyni frá
Brattavöllum á Árskógsströnd.
Þau felldu hugi saman og héldu
austur á Mjóafjörð vorið 1913.
Árið 1915 gengu þau í hjónaband-
ið og byijuðu búskap sinn í svo
nefndum Efri-Kastala. Þau keyptu
það hús fimm árum seinna og
færðu sig um set inn að Borgar-
eyri. Reif Jóhann Kastalann og
endurbyggði þar innfrá. Nefndu
þau bólstað sinn Eyri og bjuggu
þar upp frá því.
Jóhann sótti bjargræði einkum
til sjávar því landsnytjar voru tak-
markaðar. Auk þess starfaði hann
við smíðar. Jóhanna var mikil hús-
móðir og myndvirk í hvívetna á
meðan hún mátti sín. Bæði voru
þau hjónin heimakær. Jóhann ekk-
ert síður þótt áhugasamur væri
um félagsmál alla ævi.
Jóhanna Benediktsdottir og Jó-
hann Stefánsson eignuðust tvö
böm, Davíð, sem fæddist 20. októ-
ber 1920 og Ólöfu, fædda 2. febr-
úar 1928, bæði vel gefin og mann-
væn. Davíð var og músíkalskur,
lærði orgelspil og var farinn að
spila í Mjóafjarðarkirkju fyrir
fermingu.
í ársbyijun U936 veiktist Davíð
Jóhannsson hastarlega og andaðist
á Sjúkrahúsi Seyðisíjarðar hinn
3. mars. Var það foreldrum hans
þungbær raun.
Ólöf Jóhannsdóttir er gift Agli
Stefánssyni útgerðarmanni. Einn-
ig þau gerðu sér bólstað á Eyri
og búa þar.
Jóhann Stefánsson andaðist 16.
maí 1973. Jóhanna hélt heimili
áfram og dvelst enn á Eyri sem
fyrr segir, í skjóli dóttur sinnar
síðari árin.
Æviferill tíræðrar grannkonu
minnar verður ekki fremur rakinn
að sinni. Þegar mannaböm ná að
ljúka hundraðasta aldursári sínu
þykja það að vonum ekki lítil tíð-
indi. Við þau tímamót í ævi Jó-
hönnu á Eyri er mér þó enn meir
í hug, að um mína daga, sem einn-
ig era orðnir allmargir, hef ég
hvorki heyrt hnjóðsyrði falla í
hennar garð né heldur að hún legði
misjafnt til nokkurs manns. Ró-
semi, hógværð og glaðlegt viðmót
mætir gestum hennar, svo í dag
sem áður fyrr meðan hún stóð fyr-
ir heimili. Það er því að vonum að
sveitungar og samiferðamenn hugsi
hlýtt til hennar Jóhönnu Bene-
diktsdóttur um þessar mundir og
biðji henni blessunar.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Er hú?> þín gjarnan feit, glansandi og ójöfn?
Ver&ur hún auðveldlega óhrein?
PURA CUT er lausnin við þessum vandamálum.
Með réltri umönnun getur húð þín orðið
hrein á ný. í PURA CUT er Herbal
Extracls og lífræna efnið BIO-VICIL,
en það er efni sem vinnur að
varanlegri lausn húðvandamála,
en það er einmitt það
sem málið snýst um.
Leiðbeiningabæklingur og sýnis-
horn fást á næsta útsölustað.
MARBERTog þ ú lítur vel út.
SÝNING í NÝHERJA 21.-23. OKTÓBER
ÞORIR ÞÚ AÐ BERA
GÆÐI ÞIIMIMAR
UÓSRITUIMARVÉLAR
OG FAXTÆKIS
SAMAIM VIÐ GÆÐI
TÆKJAIMIMA FRÁ
RANK XEROX?
Komdu á sýningu Rank Xerox í Nýherja
og sjáðu alvöru Ijósritunarvélar og faxtæki.
Sýningin stendur frá 21.-23. október.
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI G9 77 00
AUtaf skrefi á undan