Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 41
41 ;.:v; ■. > MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 Stefanía Sigurgeirs- dóttir - Minning í dag kveðjum við tengdamóður okkar, Stefaníu Sigurgeirsdóttur, sem lést 19. október sl. Stefanía fæddist 10. október 1915, dóttir hjónanna Sigurgeirs Pálssonar og Kristínar Jónsdóttur á Granastöð- um í Kinn. Árið 1949 giftist Stefan- ía eftirlifandi eiginmanni sínum, Þor- geiri Pálssyni frá Grænavatni í Mý- vatnssveit. Þeim varð þriggja bama auðið og bamabömin em sex. Stefanía og Þorgeir bjuggu til skamms tíma á Laugarbrekku 17 á Húsavík, ásamt Droplaugu, systur Þorgeirs. Á Laugarbrekkunni stóð hvorki á móttökum né veitingum þegar gesti bar að garði. Mjög gest- kvæmt var þar á heimilinu og gest- risni mikil. Stefanía var mjög samviskusöm og nákvæm með allt sem hún tók sér fyrir hendur og mátti ekki vamm sitt vita í nokkru. Öll verk léku í höndum hennar enda mikil hagleiks- kona og einstaklega útsjónarsöm. Við höfðum stundum á orði bæði í gamni og alvöru að það væri ekki að spyija að Granastaðahagleiknum. Ætíð var sussað á slíkt hól og lítið gert úr öllu hrósi. Stefanía var góð og hjartahlý kona sem ævinlega tók þarfir annarra fram yfir sínar eigin. Hún var mjög vinamörg og vina- trygg, umtalsgóð og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Stefania var ákaf- lega þægileg í allri umgengni, há- vaðalaus en hafði sín áhrif með hægðinni. Hún hafði ákveðnar skoð- anir þótt ekki setti hún þær fram með offorsi. Auk heimilisstarfa vann Stefanía lengi við hvers kyns fískvinnslustörf á Húsavík allt þar til hún veiktist af hjartasjúkdómi fyrir nokkrum árum. Ekki varð þó sá sjúkdómur henni að aldurtila heldur hin mannsk- æða umferð Reykjavíkur. Fyrir þremur árum fluttu þau hjón ásamt Droplaugu til Reykjavíkur til að geta verið meira samvistum við börn sín og fjölskyldur þeirra. Þau bjuggu fyrst í Marklandi 6 en fyrir rúmu ári keyptu þau sér íbúð í Espi- gerði 10 og bjuggu sér þar notalegt heimili. Þar var ávallt gott að koma og öllum tekið opnum örmum, enda leið ekki á löngu þar til síðdegi- skaffí á sunnudögum varð fastur lið- ur hjá bömum, tengdabömum og bamabömum. Heimili þeirra stóð barnabörnun- um alltaf opið og þangað sóttu þau gjarnan að loknum skóla og aldrei stóð á aðstoð ef til þeirra var leitað með gæslu á yngstu kynslóðinni. Ætíð var hlakkað til slíkra stunda, því að það mátti treysta því að amma hefði annaðhvort hrísgijónagraut eða pylsur á boðstólum og ekki stóð á því að gripið væri í spil ef um var beðið. Við fráfall Stefaníu setur menn hljóða. Börn og barnabörn sjá á eft- ir yndislegri móður og ömmu sem ævinlega bar hag þeirra fyrir brjósti. Við biðjum þeim og Dobbu Guðs blessunar. Við tengdabörnin þökkum fyrir allar ljúfu samverustundirnar á liðnum ámm. Betri tengdamóður en Stefaníu var ekki hægt að hugsa sér. Elsku Þorgeir. Missir þinn er mik- ill, en megi minningin um góða konu og lífsförunaut í rúm fíörutíu ár styrkja þig í sorg þinni. Guð blessi þig og varðveiti um ókomna framtíð. Árni, Helga og Malla. Umferðin á götum Reykjavíkur hefur að undanfömu orðið að mar- tröð. Svo margir hafa fallið í valinn af hennar völdum að fólk stendur agndofa og þeir sem ráða eiga fram úr umferðarmálum virðast ráðþrota. Og nú hefur sá óhugnaður enn fund- ið sér fórnarlamb, að þessu sinni Stefaníu Sigurgeirsdóttur. Sviplegt fráfall hennar bar að með þeim hætti að harmurinn verður blandinn beiskju. Stefanía fæddist á Granastöðum í Köldukinn, Suður-Þingeyjarsýslu, 10. október 1915. Hún var dóttir hjónanna Sigurgeirs Pálssonar og Kristínar Jónsdóttur sem þar bjuggu, elst -7 bama þeirra sem komust á fullorðinsár. Bræður hennar eru þrír og búa allir á býlum úr landi Grana- staða: Jón f Árteigi, Páll á Fitjum og Klemens í Ártúni. Tvær systur hennar eru á lífi, Ólína og Álfheiður sem búa í Reykjavík, en ein systirin, Sigríður, sem bjó á Húsavík og starf- aði þar sem ljósmóðir, lést fyrir aldur fram. Stefanía stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Laugum og nýtt- ist það nám henni vel. Stjómaði hún um fjögurra ára skeið mötuneyti Héraðsskólans á Laugum, auk þess stundaði hún m.a. saumaskap og vefnað í Reykjavík. Á kreppuárunum var oft þröngt í búi hjá barnmörgum fjölskyldum og var Stefanía foreldr- um sínum og systkinum þá mikill styrkur, ekki síst þar sem móðir þeirra átti við langvarandi heilsuleysi að stríða. Sýndi hún þar fórnarlund sem systkinum hennar fannst aldrei fullþökkuð. Eftir að Sigurgeir lést árið 1945 var Stefanía að mestu heima á Granastöðum og vann við vefnað jafnframt því að aðstoða við heimilisstörf. Vefnaðarvörur hennar voru seldar á Akureyri og þóttu mjög vandaðar. Stefanía giftist Þorgeiri Pálssyni frá Grænavatni og settist að á Húsa- vík árið 1949. Var heimili þeirra annálað fyrir rausn og myndarskap og nutu vinir og ættingjar gestrisni ■Nú er ódýrt að flísaleggja! ☆ Hagstæð innkaup Niðurfelling jöfnunargjalds | ú Hagstæð gengisþróun Nýjar sendingar á lægra verði. Dscmi* Gólfflísar 20 x 20 kr. 1.250.- 30 x 30 kr. 1.450.- Veggflísar 15 x 22,5 kr. 1.350.- i AiFAÐORG Knarrarvogi 4, Reykjavík, þeirra þegar þeir vor á ferð. Stefan- ía stundaði heimilisstörf af slíkri alúð og útsjónarsemi að ávallt virtust tök á að veita gestum höfðinglegar og hjartanlegar móttökur. Eftir 40 ára búsetu á Húsavík, árið 1989, fluttust þau hjón suður til Reykjavíkur til þess að njóta efri áranna nær bömum sínum og §öl- skyldum þeirra. Með þeim fluttist líka Droplaug systir Þorgeirs sem lengi hafði búið með þeim á heimili. Voru alla tíð með þeim Stefaníu náin og góð tengsl. Það var fjölskyldu- hópnum til mikillar gleði að geta notið meiri samvista en áður, enda hefur ávallt ríkt mikil ástúð og sam- heldni innan hópsins. Stefanía og Þorgeir eignuðust þijú böm sem öllum var gefínn kostur á að nýta námshæfni sína á mennta- vegi og hafa ávaxtað sitt pund ríku- lega. Páll er læknir, kvæntur Helgu Þorkelsdóttur kennara, Sigurgeir er doktor í búfræði, kvaéntur Málfríði Þórarinsdóttur kennara, og Hólm- fríður er matvælafræðingur, gift Árna Vésteinssyni lyfjafræðingi. Bamabömin eru 6 talsins og hvert öðru mannvænlegra. Ég kynntist Stefaníu mágkonu minni fyrst fyrir um það bil 25 ámm. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra Þorgeirs fann ég hlýja strauma vel- vildar, gestrisni og glaðværðar sem ávallt hafði fylgt þeim. Stefania var glæsileg kona á velli, hæg og festu- leg í framkomu og með hlýtt bros. Greind var hún, minnug og vel lesin, kom það ekki síst í ljós ef talið barst að ættfræði. Hún var einstaklega vönduð manneskja og taust, hjálp- söm og ósérhlífín. Skarð, sem Stefanía skilur eftir sig, er stórt og söknuður ástvina sár. Þó má það vera til huggunar að hún skilur eftir bjartar minningar í hugum þeirra sem henni kynntust. Þó að lífíð væri ekki alltaf dans á rósum var Stefanía gæfukona. Hún átti góðan og tryggan eiginmann, umhyggjusöm börn, tengdabörn og bamaböm sem veittu henni ómælda gleði. Þeim öllum, Droplaugu og öðr- um sem sárt syrgja, votta ég dýpstu samúð. Páll Bjarnason. GEFUM HVORT OÐRU Hvað með að gefa fjölskyldunni ELDHÚSINNRÉTTINGU I JÓLAGJÖF? Við hjó Eldhúsi og baði bjóðum ykkur fjölbreytt úrval innréttinga, þar sem óhersla er lögð ó vönduð og fagleg ÍSLENSK vinnubrögð. Eflum íslenskan iðnað og atvinnu í landinu. Gleðjum okkur um jólin með nýrri innréttingu fró ÁRMANNSFELLI - ELDHÚSI 0G BAÐI. Funahöfða 19, sími 685680. LEK ÞÖK • • • dugarekkert nema varanleg viðgerð og það áður en vetur gengur í garð. í Húsasmiðjunni nýtur þú aðstoðar fag- manna sem veita ráðgjöf varðandi viðgerðir og efnisval. í Timbursölu Húsasmiðjunnar fæst mikið úrval utanhússklæðningar bæði á þök og útveggi. Komdu með teikningu af húsinu þínu og láttu fagmenn okkar magn- taka og gera verð tilboð. Við útvegum jafnvel menn til verksins ef þörf krefur. HÚSASMKMAN Súðaivogi 3-5 Sími 68 77 OO Helluhiauni 16 Sími 65 01 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 245. tölublað (27.10.1992)
https://timarit.is/issue/125119

Tengja á þessa síðu: 41
https://timarit.is/page/1773699

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

245. tölublað (27.10.1992)

Aðgerðir: