Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Brotajárni skipað út
Á milli 11 og 1200 tonnum af brotajárni var
skipað út í Baske, leiguskip Eimskipafélagsins, í gær
en starfsmenn Hringrásar hafa að undanfömu verið
að safna brotajáminu saman á Akureyri, brytja það
niður og flokka. Bætt verður í skipið í Reykjavík
og það mun síðan sigla utan til Hollands þar sem
brotajárnið verður brætt, en gert er ráð fyrir að um
2.500 tonn verði send utan nú á næstunni. Sveinn
Ásgeirsson framkvæmdastjóri Hringrásar sagði að
nefnd á vegum sveitarfélaganna í Eyjafirði hefði
leitað eftir hugmyndum um hvernig best væri að
þessum málum staðið í framtíðinni, en eins og stæði
væri nokkur losarabragur á. Vilji væri til þess að
vinna skipulega að málum og væri verið að vinna
að hagkvæmri lausn þannig að hægt væri að losna
við brotajámið svo sómi væri að.
Ólafsfjörður
• •
Okumaður
á ofsahraða
velti bíl
sínum á brú
Vegur í Bakka-
selsbrekkunni
Hagvirki-
Klettur bauð
40 milljónum
undir áætlun
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra afhenti á laug-
ardag fulltrúum Akureyrarbæjar
fyrstu viðurkenningu Jafnréttis-
ráðs fyrir lofsvert framtak á sviði
jafnréttismála. Starfshópur sem
skipaður var til að vinna að þessu
máli komst að þeirri niðurstöðu
að Akureyrarbær skaraði framúr,
• •
Okumaður grun-
aður um ölvun
UNGUR maður var fluttur á
slysadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri á sunnudag
eftir að hafa ekið á ofsahraða
um Ólafsfjarðarbæ, en öku-
ferðin endaði með því að hann
keyrði á brúarstólpa og velti
bíl sínum. Hann er grunaður
um ölvun við akstur.
Guðni Aðalsteinsson lögreglu-
maður í Ólafsfirði sagði að sér
hefði borist tilkynning um bíl sem
ekið væri á mikilli ferð frá Dalvík
til Ólafsfjarðar.
Hann hefði farið til móts við
bflinn og mættust þeir í forskálan-
um að Múlagöngunum. Sinnti öku-
maður bflsins ekki merki lögreglu
um að stöðva bfl sinn og komst
framhjá lögreglubflnum.
Ók maðurinn sem leið lá til Ól-
afsfjarða og um bæinn á miklum
hraða, eftir nokkum eltingaleik
ók hann áleiðis út úr bænum og
að gamalli brú yfir ósinn. Endaði
ökuferðin á því að hann ók á brúar-
stólpa, lenti upp á handriði brúar-
innar og valt bíllinn síðan inn á
brúna.
Læknir kom á staðinn, en síðan
var farið með manninn á slysa-
deild, en hann var að sögn Guðna
nefbrotinn, en meiðsl hans óveru-
leg að öðru leyti. Bifreiðin er talin
ónýt. Maðurinn er grunaður Um
ölvun við akstur.
„Það er mesta mildi að ekki fór
verr, skömmu áður en þetta at-
vik varð voru börn að veiða á
brúnni, en þau voru sem betur fer
farin er þetta gerðist," sagði
Guðni.
Kvenfélög í Eyjafjarðarsveit
Undirskriftir til stuðn-
ings Kristnesspítala
Ytri-Tjörnum.
KVENFÉLÖGIN þijú í Eyja-
fjarðarsveit gangast nú fyrir
undirskriftasöfnun meðal íbúa
sveitarinnar sem senda á heil-
brigðisráðherra, Sighvati
Björgvinssyni, þar sem mót-
mælt er eindregið allri skerð-
ingu á starfsemi Kristnesspít-
ala, hvort heldur þjónustu við
aldraða eða að dregið verði úr
uppbyggingu og starfsemi end-
urhæfingardeildar.
Að sögn Gerðar Pálsdóttur í
Kvenfélaginu Iðunni hefur undir-
skriftasöfnunin gengið mjög vel
og verða listarnir afhentir ráð-
herra strax og söfnun er lokið.
Gerður sagði að mikillar undr-
unar og reiði gætti nú meðal íbúa
sveitarinnar vegna þeirra ummæla
ráðherra að til greina koma að
leggja Kristnesspítala niður, eink-
um í ljósi þeirra fyrirheita núver-
andi ríkisstjómar að flytja ætti
ríkisstofnanir út á land. „Þetta er
eins og köld vatnsgusa framan í
okkur flbúa héraðsins," sagði Gerð-
ur. „Okkur þykir alveg fráleitt ef
leggja á þessa stofnun niður og
flytja starfsemina suður til
Reykjavíkur."
— Benjamín
----» ♦ ♦---
Nauðgun um helgina
Maðurinn
hefurjátað
RÚMLEGA tvítugur maður hef-
ur játað að hafa nauðgað fjórt-
án ára stúlku á heimili sínu á
Akureyri aðfaranótt laugar-
dags.
Höfðu þau hist í miðbæ Akur-
eyrar umrædda nótt og bauð mað-
urinn, sem er frændi stúlkunnar,
henni far með sér heim í leigubfl,
en maðurinn býr hjá foreldrum
sínum.
Maðurinn hefur við yfirheyrslur
hjá rannsóknarlögreglunni á
Akureyri játað að hafa komið fram
vilja sínum við stúlkuna.
NÝR vegur upp Bakkaselsbrekk-
una í Öxnadal verður lagður á
næsta ári. Tilboð í útboði Vega-
gerðarinnar voru opnuð í gær
og varð verktakafyrirtækið
Hagvirki-Klettur hf. hlutskarp-
ast. Tilboð þess var 44,7 milljón-
ir kr. sem er 53% af kostnaðar-
áætlun.
Vegurinn í Bakkaselsbrekku sem
nú verður lagður er 3,3 km að
lengd. Verkinu á að ljúka fyrir 15.
október á næsta ári.
Kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar hljóðaði upp á tæpar 84,8
milljónir kr. Ellefu verktakar buðu
og voru öll tilboð undir 70 milljón-
um kr. Tilboð Hagvirkis-Kletts,
44,7 milljónir kr. var lang lægst,
40 milljónum kr. undir kostnaðar-
áætlun. Næst lægsta tilboðið var
frá Klæðningu hf. í Garðabæ 53,3
milljónir kr. og þriðja lægsta frá
V. Brynjólfssyni sf. 53,5 milljónir
kr.
Akureyrarbær fær viður-
kenningu Jafnréttisráðs
en með fordæmi sínu sýndi bær-
inn öðrum sveitarfélögum hvað
hægt er að gera á sviði jafnréttis-
mála ef vilji og áhugi er fyrir
hendi.
Markvisst hefur verið unnið að
jafnréttismálum á vegum Akur-
eyrarbæjar síðustu 10 ár, en jafn-
réttisnefnd var skipuð eftir sveitar-
stjórnarkosningar árið 1982, sem
verið hefur mjög virk frá upphafí.
Árið 1985 var samþykkt að þiggja
boð félagsmálaráðuneytis um að
samnorræna verkefnið „Bijótum
múrana" um kynjaskiptingu vinnu-
markaðarins yrði á Akureyri. Þá var
jafnréttisáætlun samþykkt árið 1989
og haustið 1991 var ráðinn jafnrétt-
isfulltrúi til að fylgja áætluninni eft-
ir. Haldin hafa verið námskeið fyrir
konur um stofnun og rekstur fyrir-
tækja, námskeið fyrir kennara um
náms- og starfsfræðslu í grunnskól-
um og gerð hefur verið rannsókn á
stöðu kvenna í stjórnunarstöðum á
Akureyri.
„Sýnishorn af samþykktum bæj-
arstjómar síðustu mánuðina sanna
að bæjaryfirvöld á Akureyri hafa
ekki i hyggju að slaka á kröfunni
um raunverulegt jafnrétti. Ákveðið
hefur verið að koma á sveigjanlegum
vinnutíma á öllum vinnustöðum og
deildum bæjarins þar sem það er
framkvæmanlegt, að bæta verulega
og auka framboð á námskeiðum fyr-
ir ófaglært starfsfólk, s.s. á dagvist-
um og í öldrunarþjónustu, en þar
eru konur í miklum meirihluta og
hvetja það kynið sérstaklega sem er
í minnihluta í starfsgrein til að sækja
um þegar störf eru auglýst laus til
umsóknar," segir í frétt frá Jafnrétt-
isráði.
„Svona viðurkenning er í sjálfu
sér ánægjuleg og hvetjandi, öll
hvatning er vel þegin og mikilsvirði
og segir manni að við erum á réttri
leið. Þetta er líka hvatning til að
halda áfram, því enn er langt í land
með að fullu jafnrétti sé náð,“ sagði
Valgerður Bjarnadóttir jafnréttis-
fulltrúi Akureyrarbæjar.
Fulltrúar Akureyrarbæjar með félagsmálaráðherra eftir afhendingu
viðurkenningarinnar. Talin frá vinstri Valgerður Bjarnadóttir, Gísli
Bragi Hjartarson, Sigríður Stefánsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og
Lára Júlíusdóttir.
Kjördæmisráð Þjóðarflokksins
Hefja verður umræðu
um nýja fískveiðistefnu
Kjördæmisfélag Þjóðarflokksins á Norðurlandi eystra krefst þess
að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um EES-samninginn að undangeng-
inni kynningu á samningnum. Aðalfundur kjördæmisráðsins var hald-
inn á Akureyri fyrir skömmu og þar var meðal annars kosin ný stjórn
ráðsins.
í ályktun sem samþykkt var á
fundinum segir að umræða um sam-
einingu sveitarfélaga sem nú fari
fram sé á villigötum. Flokkurinn sé
hlynntur sameiningu sveitarfélaga,
en bendir á að til að hagræða og
spara í rekstri sveitarfélaganna sé
leið Þjóðarflokksins vænlegust; End-
urskoðun stjórnarskrárinnar með
það að markmiði að setja á laggirn-
ar þriðja stjómsýslustigið með stofn-
un fylkja sem hafi pólitíska og
rekstrarlega ábyrgð. Bein tengsl
milli tekjuöflunar og eyðslu myndu
leiða til sparnaðar. Miðstýring frá
Reykjavík hafí leitt til hningnunar í
efnahagslífí og verði ekkert að gert
muni áframhaldandi miðstýring
leiða til efnahagslegs hruns.
Þá telur fundurinn að hefja verði
umræður um nýja fiskveiðistefnu.
Veiðar og úrvinnsla aflans hafí fest
á fárra manna höndum, en það kerfí
verði að brjóta upp þannig að nýlið-
un í greininni geti átt sér stað.
Kvótakerfí með framseljanlegum
aflaheimildum verði aflagt, fískveiði-
stjórnun fari fram með lokun hrygn-
ingarstöðva og tímabundnum
svæðalokunum og hvatt verði til
sérhæfingar í fískvinnslu og stefnt
að fullvinnslu aflans hér á landi.