Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 Tveir meistarar féllu út Skák_______________ Margeir Pétursson ÚRSLIT urðu afar óvænt í undankeppni atskákmóts Reykjavíkur um helgina. Tóm- as Björnsson sigraði á mótinu með sjö vinninga af níu mögu- legum og komst í úrslitakeppn- ina ásamt níu öðrum skák- mönnum, þeim Róberti Harðar- syni, Hauki Angantýssyni, Jóni Garðari Viðarssyni, Þresti Arnasyrii, Agústi S. Karlssyni, Ingvari Asmundssyni, Sigurði Daða Sigfússyni, Sveini Krist- inssyni og Áskeli Erni Kára- syni. Alþjóðlegu meistaramir Þröstur Þórhallsson og Sævar Bjarnason urðu hins vegar úr leik. Það kom sérlega mikið á óvart að Þröstur Þórhallsson skyldi ekki komast í úrslitin því hann varð íslandsmeistari í atskák í fyrra, sigraði þá Jóhann Hjartarson í sjónvarpseinvígi. Umhugsunar- tíminn í atskákum er aðeins hálf klukkustund og úrslit verða oft miklu sveiflukenndari en í kapp- skákum. Það er nú ljóst hverjir mætast innbyrðis í fyrstu umferð úrslita- keppninnar á fimmtudaginn: Jóhann Hjartarson 2.595—Hauk- ur Angantýsson 2.285 Margeir Pétursson 2.565—Jón Garðar Viðarsson 2.300 Helgi Ólafsson 2.495—Þröstur Árnason 2.295 Friðrik Ólafsson 2.530—Ágúst S. Karlsson 2.265 Karl Þorsteins 2.480—Ingvar Ásmundsson 2.330 Helgi Áss Grétarsson 2.370—Sig- urður D. Sigfússon 2.295 Tómas Björnsson 2.285—Sveinn Kristinsson 2.045 Róbert Harðarson 2.345—Áskell Örn Kárason 2.255 Tilgreind eru alþjóðleg stig keppenda, nema hjá þeim Frið- riki, Ingvari og Sveini. Þar sem þeir eru ekki á alþjóðlega stiga- listanum eru íslensk skákstig þeirra tilgreind í staðinn. Sigurvegarinn í einvígi Jóhanns og Hauks mun tefla við þann sem sigrar í viðureign. Karls og Ing- vars. Fjórðungsúrslitin fara einnig fram á fimmtudagskvöldið, en undanúrslitin kvöldið eftir. Úrslit- in eru svo í beinni sjónvarpsút- sendingu á laugardaginn og sigur- vegarinn teflir við Jan Timman á sunnudag. , Úrslit í undankeppninni: 1. Tómas Bjömsson 7 v. 2. Róbert Harðason 6'A v. 3. Haukur Angantýsson 6V2 v. 4. Jón Garðar Viðarsson 6V2 v. 5. Þröstur Árnason 6‘/2 v. 6. Ágúst S. Karlsson 6'/2 v. 7. Ingvar Ásmundsson 6V2 v. 8. Sigurður Daði Sigfússon 6V2 v. 9. Sveinn Kristinsson 6‘/2 v. 10. Áskell Öm Kárason 6 v. 11. Daði Öm Jónsson 6 v. 12. -19. Þröstur Þórhallsson, Sæv- ar Bjamason, Ásgeir Þór Ámason, Friðrik Egilsson, Gunnar Gunnars- son, Haraldur Baldursson, Arin- bjöm Gunnarsson og Magnús Örn Ulfarsson 5*/2V. 20.-29. Ólafur B. Þórsson, Halldór G. Einarsson, Þorvaldur Logason, Guðmundur Gíslason, Sölvi Jóns- son, Kristján Eðvarðsson, Jón Vikt- or Gunnarsson, Jóhann Þórir Jóns- son, Sólmundur Kristjánsson og Magnús Sólmundarson 5 v. Þátttakendur voru alls 62 tals- ins. Tómas Bjömsson tapaði engri skák á mótinu 0g gerði tvö jafn- teflí í lokin til að tryggja sig. Eftir fyrri daginn virtist sem Þröstur Þórhallsson myndi kom- ast auðveldlega áfram en þá tap- aði hann fyrir Hauki Angantýs- syni í sjöttu umferð. Hann vann síðan kollega sinn Sævar Bjama- son og gerði út um möguleika hans. En það sem gerði útslagið fyrir Þröst var óvænt tap fyrir Gunnari Gunnarssyni í næsts- íðustu umferð. Sveinn Kristins- son, 67 ára, var langstigalægsti keppandinn sem komst áfram. Hann byrjaði illa en vann fimm síðustu skákimar. í síðustu um- ferð vann hann Gunnar Gunnars- son eftir æsispennandi tímahrak. Adams og Gelfand í úrslitin Undanúrslit á Interpolis útsláttarmótinu í Tilburg í Hollandi fóru fram um helgina. Michael Adams, 21 árs Englendingur, sigraði Ilya Smirin frá ísrael IV2—V2, en í viðureign hinna stigaháu Boris Gelfands, Hvíta Rússlandi og Gata Kamskys, Bandaríkjunum, fengust ekki úrslit. Báðum kappskákum þeirra lauk með jafntefli. Á sunnudaginn þurftu þeir því að tefla áfram og lauk fyrst báðum atskákunum með jafntefli. Tíminn var þá styttur í 15 mínútur. Lauk fyrri’skákinni með jafntefli en Gelfand vann þá seinni með svörtu í 53 leikjum. Verðlaunasjóðurinn í úrslitun- um samsvarar 5 milljónum ísl. króna og fær sigurvegarinn þar af 3,4 millj. Adams hefur verið geysilega sterkur í útsláttar- keppnum, hefur góðar taugar og kann það að vega upp á móti því að Gelfand er mun stigahærri og lærðari skákmaður. Einnig kann það að hafa áhrif að Adams fékk frí á sunnudaginn á meðan Gelf- and var í barningnum við Kam- sky. Þegar þetta er allt vegið virð- ist Gelfand síst sigurstranglegri. Spasskí lagstur í flensu Boris Spasskí hefur á undanfar- inni viku frestað tveimur skákum í einvíginu við Bobby Fischer í Belgrad vegna inflúensuveikinda. 24. skákin var samt tefld á laugardaginn og lauk henni með jafntefli í 39. leikjum eftir nokkuð athyglisverða viðureign. Sam- kvæmt einvígissamningnum á Spasskí ekki rétt á að fresta fleiri skákum, en Fischer hefur ekki fresta einni einustu. Batni Spasskí ekki verður fróðlegt að sjá hvort Fischer beiti sama drengskapar- bragði og Vlastimil Hort hér í Reykjavík 1977 þegar hann tefldi áskorendaeinvígi við Spasskí. Þá fékk Spasskí botnlangakast en þegar frestanir hans runnu út þá frestaði Hort skákum fyrir hann svo veikindin hefðu ekki áhrif á úrslitin. Spasskí virtist sáttur við jafn- tefli í 24. skákinni. Fischer fann í byrjuninni veilu í leikjaröð hans og náði strax hagstæðum biskup- auppskiptum í 11. leik. í miðtafl- inu tefldi Spasskí hins vegar af nákvæmni og með 20. leik sínum tryggði hann jafnvægið í stöð- unni. í 24. leik tók Fischer síðan athyglisverða ákvörðun er hann kaus fremur að veikja stöðu sína en bíða átekta. Afar dæmigert fyrir Bandaríkjamanninn sem er mjög illa við að þæfa skákir held- ur kýs ávallt að tefla virkt ef hann getur. Staða hans virtist þá nokkuð losaraleg, en hann hafði reiknað dæmið rétt. 1. e4 - c5 2. Re2 - Rf6 3. Rbc3 - d6 4. g3 - g6 5. Bg2 - Rc6 6. 0-0 - Bg7 7. d4 - cxd4 8. Rxd4 - Bg4 9. Rde2 - Dc8! 10. f3 - Bh3 11. Bxh3 - Dxh3 12. Bg5 - 0-0 13. Dd2 - h6 14. Be3 - Kh7 15. Hacl - Dd7 16. Rd5 - Rxd5 17. exd5 - Re5 18. b3 - b5 19. Bd4 - Hac8 20. f4! - Rg4 21. Bxg7 - Kxg7 22. Rd4 - Rf6 23. c4 — bxc4 24. bxc4 24. - e6!? 25. dxe6 - fxe6 26. Hfel - Hfe8 27. Rb3 - a6 28. Dd4 - Hc6 29. Hedl - e5 30. fxe5 — Hxe5 31. Dxe5 — dxe5 32. Hxd7+ - Rxd7 33. Hdl - Rf6 34. c5 - Kf7 35. Hcl - Rd7 36. Kf2 - Ke6 37. Ke3 - Kd5 38. Hdl+ - Ke6 39. Hcl Jafntefli. Þriðja deild, C riðill Staðan í þessum riðli deilda- keppninnar var ekki rétt hér í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Hún er þannig: 1. Taflfélag Kópavogs, B sveit 12ÍA v. 2. Taflfélag Reykjavíkur, G sv. 11 v. 3. Taflfélag Seltjamamess 10 v. 4. Taflfélagið Hellir, B sv. 9V2 v. 5. -6. Taflfélag Kópavogs, C sv. 5 '/1 v. 5.-6. Taflfélag Reykjavíkur, E sv. 4 '/1 v. Keppni í riðlinum lýkur í vor. Sigursveitin mun tefla um sæti í 2. deild við Taflfélag Vestmanna- eyja sem sigraði í A riðli og F- sveit Taflfélags Reykjavíkur sem sigraði ÍB. Rúmlega 200 tilboð á 3 dögum VERSLANIR Í Kringlunni munu á næstu þremur dögum, þ.e. dag- ana 27. til 29. október verða með { rúmlega 200 tilboð á nýjum vör- um í tilefni svokallaðs Kringlu- kasts. ( Lögð er áhersla á að vera einung- is með nýjar vörur á tilboðsverði og er ekki um útsölu eða rýmingar- sölu að ræða. Þessir sérstöku mark- aðsdagar hafa hlotið nafnið Kringlukast. Þetta er annað Kringlukastið, sem verslanirnar efna til en hið fyrra var í júní. Til- boðin ná frá vítamínum og allt til bfla. -------------- Námstefna fyrir aldraða HALDIN verður námstefna á Hótel Holiday Inn miðvikudag- inn 28. október nk. á vegum í Öldrunarfræðafélags íslands. Efni námsstefnunnar er um slys ( sem aldraðir hljóta við að detta. Framsögumenn verða Pálmi V. Jónsson, læknir, Matthildur Val- fells, hjúkrunarfræðingur, og Unnur Jóhannesdóttir, iðjuþjálfí. Námstefnan hefst kl. 13.15. Skráning er frá kl. 12.50. Nám- stefnan er öllum opin. -----♦--»-♦--- Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund 70 ára Sjálfseignarstofnunin, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, verður 70 ára fimmtudaginn 29. t: október nk. í tilefni afmælisins verður tekið ( á móti gestum í hátíðasal Grundar þann sama dag kl. 16.30 til kl. 18.30. Gengið verður inn að norðanverðu um eystridyr, Brával- lagötumegin. Nýtt tilbob í ríkisbréf mibvikudaginn 28. október Um er að ræða 6. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 2.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 50.000.000 Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga 30. apríl 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisbréfanna. Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðluruni, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 2.000.000 að nafnvirði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins miðvikudaginn 28. október fyrir kl. 14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40, < ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.