Morgunblaðið - 27.10.1992, Side 54

Morgunblaðið - 27.10.1992, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 Tveir meistarar féllu út Skák_______________ Margeir Pétursson ÚRSLIT urðu afar óvænt í undankeppni atskákmóts Reykjavíkur um helgina. Tóm- as Björnsson sigraði á mótinu með sjö vinninga af níu mögu- legum og komst í úrslitakeppn- ina ásamt níu öðrum skák- mönnum, þeim Róberti Harðar- syni, Hauki Angantýssyni, Jóni Garðari Viðarssyni, Þresti Arnasyrii, Agústi S. Karlssyni, Ingvari Asmundssyni, Sigurði Daða Sigfússyni, Sveini Krist- inssyni og Áskeli Erni Kára- syni. Alþjóðlegu meistaramir Þröstur Þórhallsson og Sævar Bjarnason urðu hins vegar úr leik. Það kom sérlega mikið á óvart að Þröstur Þórhallsson skyldi ekki komast í úrslitin því hann varð íslandsmeistari í atskák í fyrra, sigraði þá Jóhann Hjartarson í sjónvarpseinvígi. Umhugsunar- tíminn í atskákum er aðeins hálf klukkustund og úrslit verða oft miklu sveiflukenndari en í kapp- skákum. Það er nú ljóst hverjir mætast innbyrðis í fyrstu umferð úrslita- keppninnar á fimmtudaginn: Jóhann Hjartarson 2.595—Hauk- ur Angantýsson 2.285 Margeir Pétursson 2.565—Jón Garðar Viðarsson 2.300 Helgi Ólafsson 2.495—Þröstur Árnason 2.295 Friðrik Ólafsson 2.530—Ágúst S. Karlsson 2.265 Karl Þorsteins 2.480—Ingvar Ásmundsson 2.330 Helgi Áss Grétarsson 2.370—Sig- urður D. Sigfússon 2.295 Tómas Björnsson 2.285—Sveinn Kristinsson 2.045 Róbert Harðarson 2.345—Áskell Örn Kárason 2.255 Tilgreind eru alþjóðleg stig keppenda, nema hjá þeim Frið- riki, Ingvari og Sveini. Þar sem þeir eru ekki á alþjóðlega stiga- listanum eru íslensk skákstig þeirra tilgreind í staðinn. Sigurvegarinn í einvígi Jóhanns og Hauks mun tefla við þann sem sigrar í viðureign. Karls og Ing- vars. Fjórðungsúrslitin fara einnig fram á fimmtudagskvöldið, en undanúrslitin kvöldið eftir. Úrslit- in eru svo í beinni sjónvarpsút- sendingu á laugardaginn og sigur- vegarinn teflir við Jan Timman á sunnudag. , Úrslit í undankeppninni: 1. Tómas Bjömsson 7 v. 2. Róbert Harðason 6'A v. 3. Haukur Angantýsson 6V2 v. 4. Jón Garðar Viðarsson 6V2 v. 5. Þröstur Árnason 6‘/2 v. 6. Ágúst S. Karlsson 6'/2 v. 7. Ingvar Ásmundsson 6V2 v. 8. Sigurður Daði Sigfússon 6V2 v. 9. Sveinn Kristinsson 6‘/2 v. 10. Áskell Öm Kárason 6 v. 11. Daði Öm Jónsson 6 v. 12. -19. Þröstur Þórhallsson, Sæv- ar Bjamason, Ásgeir Þór Ámason, Friðrik Egilsson, Gunnar Gunnars- son, Haraldur Baldursson, Arin- bjöm Gunnarsson og Magnús Örn Ulfarsson 5*/2V. 20.-29. Ólafur B. Þórsson, Halldór G. Einarsson, Þorvaldur Logason, Guðmundur Gíslason, Sölvi Jóns- son, Kristján Eðvarðsson, Jón Vikt- or Gunnarsson, Jóhann Þórir Jóns- son, Sólmundur Kristjánsson og Magnús Sólmundarson 5 v. Þátttakendur voru alls 62 tals- ins. Tómas Bjömsson tapaði engri skák á mótinu 0g gerði tvö jafn- teflí í lokin til að tryggja sig. Eftir fyrri daginn virtist sem Þröstur Þórhallsson myndi kom- ast auðveldlega áfram en þá tap- aði hann fyrir Hauki Angantýs- syni í sjöttu umferð. Hann vann síðan kollega sinn Sævar Bjama- son og gerði út um möguleika hans. En það sem gerði útslagið fyrir Þröst var óvænt tap fyrir Gunnari Gunnarssyni í næsts- íðustu umferð. Sveinn Kristins- son, 67 ára, var langstigalægsti keppandinn sem komst áfram. Hann byrjaði illa en vann fimm síðustu skákimar. í síðustu um- ferð vann hann Gunnar Gunnars- son eftir æsispennandi tímahrak. Adams og Gelfand í úrslitin Undanúrslit á Interpolis útsláttarmótinu í Tilburg í Hollandi fóru fram um helgina. Michael Adams, 21 árs Englendingur, sigraði Ilya Smirin frá ísrael IV2—V2, en í viðureign hinna stigaháu Boris Gelfands, Hvíta Rússlandi og Gata Kamskys, Bandaríkjunum, fengust ekki úrslit. Báðum kappskákum þeirra lauk með jafntefli. Á sunnudaginn þurftu þeir því að tefla áfram og lauk fyrst báðum atskákunum með jafntefli. Tíminn var þá styttur í 15 mínútur. Lauk fyrri’skákinni með jafntefli en Gelfand vann þá seinni með svörtu í 53 leikjum. Verðlaunasjóðurinn í úrslitun- um samsvarar 5 milljónum ísl. króna og fær sigurvegarinn þar af 3,4 millj. Adams hefur verið geysilega sterkur í útsláttar- keppnum, hefur góðar taugar og kann það að vega upp á móti því að Gelfand er mun stigahærri og lærðari skákmaður. Einnig kann það að hafa áhrif að Adams fékk frí á sunnudaginn á meðan Gelf- and var í barningnum við Kam- sky. Þegar þetta er allt vegið virð- ist Gelfand síst sigurstranglegri. Spasskí lagstur í flensu Boris Spasskí hefur á undanfar- inni viku frestað tveimur skákum í einvíginu við Bobby Fischer í Belgrad vegna inflúensuveikinda. 24. skákin var samt tefld á laugardaginn og lauk henni með jafntefli í 39. leikjum eftir nokkuð athyglisverða viðureign. Sam- kvæmt einvígissamningnum á Spasskí ekki rétt á að fresta fleiri skákum, en Fischer hefur ekki fresta einni einustu. Batni Spasskí ekki verður fróðlegt að sjá hvort Fischer beiti sama drengskapar- bragði og Vlastimil Hort hér í Reykjavík 1977 þegar hann tefldi áskorendaeinvígi við Spasskí. Þá fékk Spasskí botnlangakast en þegar frestanir hans runnu út þá frestaði Hort skákum fyrir hann svo veikindin hefðu ekki áhrif á úrslitin. Spasskí virtist sáttur við jafn- tefli í 24. skákinni. Fischer fann í byrjuninni veilu í leikjaröð hans og náði strax hagstæðum biskup- auppskiptum í 11. leik. í miðtafl- inu tefldi Spasskí hins vegar af nákvæmni og með 20. leik sínum tryggði hann jafnvægið í stöð- unni. í 24. leik tók Fischer síðan athyglisverða ákvörðun er hann kaus fremur að veikja stöðu sína en bíða átekta. Afar dæmigert fyrir Bandaríkjamanninn sem er mjög illa við að þæfa skákir held- ur kýs ávallt að tefla virkt ef hann getur. Staða hans virtist þá nokkuð losaraleg, en hann hafði reiknað dæmið rétt. 1. e4 - c5 2. Re2 - Rf6 3. Rbc3 - d6 4. g3 - g6 5. Bg2 - Rc6 6. 0-0 - Bg7 7. d4 - cxd4 8. Rxd4 - Bg4 9. Rde2 - Dc8! 10. f3 - Bh3 11. Bxh3 - Dxh3 12. Bg5 - 0-0 13. Dd2 - h6 14. Be3 - Kh7 15. Hacl - Dd7 16. Rd5 - Rxd5 17. exd5 - Re5 18. b3 - b5 19. Bd4 - Hac8 20. f4! - Rg4 21. Bxg7 - Kxg7 22. Rd4 - Rf6 23. c4 — bxc4 24. bxc4 24. - e6!? 25. dxe6 - fxe6 26. Hfel - Hfe8 27. Rb3 - a6 28. Dd4 - Hc6 29. Hedl - e5 30. fxe5 — Hxe5 31. Dxe5 — dxe5 32. Hxd7+ - Rxd7 33. Hdl - Rf6 34. c5 - Kf7 35. Hcl - Rd7 36. Kf2 - Ke6 37. Ke3 - Kd5 38. Hdl+ - Ke6 39. Hcl Jafntefli. Þriðja deild, C riðill Staðan í þessum riðli deilda- keppninnar var ekki rétt hér í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Hún er þannig: 1. Taflfélag Kópavogs, B sveit 12ÍA v. 2. Taflfélag Reykjavíkur, G sv. 11 v. 3. Taflfélag Seltjamamess 10 v. 4. Taflfélagið Hellir, B sv. 9V2 v. 5. -6. Taflfélag Kópavogs, C sv. 5 '/1 v. 5.-6. Taflfélag Reykjavíkur, E sv. 4 '/1 v. Keppni í riðlinum lýkur í vor. Sigursveitin mun tefla um sæti í 2. deild við Taflfélag Vestmanna- eyja sem sigraði í A riðli og F- sveit Taflfélags Reykjavíkur sem sigraði ÍB. Rúmlega 200 tilboð á 3 dögum VERSLANIR Í Kringlunni munu á næstu þremur dögum, þ.e. dag- ana 27. til 29. október verða með { rúmlega 200 tilboð á nýjum vör- um í tilefni svokallaðs Kringlu- kasts. ( Lögð er áhersla á að vera einung- is með nýjar vörur á tilboðsverði og er ekki um útsölu eða rýmingar- sölu að ræða. Þessir sérstöku mark- aðsdagar hafa hlotið nafnið Kringlukast. Þetta er annað Kringlukastið, sem verslanirnar efna til en hið fyrra var í júní. Til- boðin ná frá vítamínum og allt til bfla. -------------- Námstefna fyrir aldraða HALDIN verður námstefna á Hótel Holiday Inn miðvikudag- inn 28. október nk. á vegum í Öldrunarfræðafélags íslands. Efni námsstefnunnar er um slys ( sem aldraðir hljóta við að detta. Framsögumenn verða Pálmi V. Jónsson, læknir, Matthildur Val- fells, hjúkrunarfræðingur, og Unnur Jóhannesdóttir, iðjuþjálfí. Námstefnan hefst kl. 13.15. Skráning er frá kl. 12.50. Nám- stefnan er öllum opin. -----♦--»-♦--- Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund 70 ára Sjálfseignarstofnunin, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, verður 70 ára fimmtudaginn 29. t: október nk. í tilefni afmælisins verður tekið ( á móti gestum í hátíðasal Grundar þann sama dag kl. 16.30 til kl. 18.30. Gengið verður inn að norðanverðu um eystridyr, Brával- lagötumegin. Nýtt tilbob í ríkisbréf mibvikudaginn 28. október Um er að ræða 6. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 2.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 50.000.000 Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga 30. apríl 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisbréfanna. Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðluruni, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 2.000.000 að nafnvirði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins miðvikudaginn 28. október fyrir kl. 14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40, < ( (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.