Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
17
Brady Millícan og
Tríó Reykjavíkur
Tónlist
Ragnar Björnsson
í Hafnarborg upplifði maður enn
eina tónleikana með Tríói Reykja-
víkur sl. sunnudagskvöld. Að þessu
sinni var þó ekkert tríó á efnis-
skránni, í þess stað þrír dúettar,
ef hægt er að kalla fjórhent píanó-
spil því nafni.
Brahms sellósónatan í e-moll op.
38, sú fyrri af tveim, fluttu þeir
Brady Millican, bandaríski píanó-
leikarinn, og Gunnar Kvaran.
Millican sýndi ágæti sitt í Norræna
húsinu á hádegistónleikum fyrir
nokkrum dögum og sýndi nú ágæti
sitt sem „kammermúsiker". Sá
góði listamaður Gunnar Kvaran
hefur átt betri stundir en að þessu
sinni, þótt margt væri fallega gert.
Fýrsti þátturinn virkaði dálítið
þunglamalegur, fékk einhvemveg-
inn ekki að syngja frjálst og eðli-
lega. Hvort ein ástæðan var að
Gunnar hafði ekki nógu langan
boga, þ.e. skipti of oft um boga-
strok, en einnig að tónöryggið var
ekki óaðfinnanlegt, sem lagaðist
þó mjög eftir því sem á leið sónöt-
una. A stundum fannst mér eins
og Gunnar ofléki, en slíkt er hættu-
legt hljómburðinum í Hafnarborg
og algjörlega óþarfi listamanni
sem Gunnar er. Millican fannst
mér að aftur á móti átta sig mjög
vel á hljómburði salarins, dró frek-
ar af sér og reyndi aldrei að
sprengja hljóðmúrinn. Hvor var
meira tónlistarundur Mozart eða
Schubert skal ekki reynt að ráða
í hér, en Mozart fékk þó nokkur
æviár fram yfir Schubert til að
skila sínu hlutverki. En óskiljanleg
eru afrek Schuberts sem hann fékk
til aðeins 31 ár. Fantasían í f-moll
op. 103 er skrifuð á síðasta æviári
hans, nokkrir dansar og ein fúga,
þrungin fegurð og einfaldleika.
Schubert var á móti ofsa og yfir-
drifnu spili í eigin verkum og í
þeim anda fluttu þeir Fantasíuna
Brady Millican og Halldór Halldórs-
son, fjórhent á píanóið, tært lát-
laust en fallega. Tónleikunum lauk
á síðustu sónötu Brahms fyrir fiðlu
og píanó í d-moll op. 108. Þessi
síðasta þriggja systra, hefur stund-
um verið talin sú minnst áhuga-
verða að formi til og innihaldi, en
rík af ytri glæsileik. Að þessu sinni
sýndi Guðný ytri glæsileik, en einn-
ig ríkt innihald, hún var þó ekki
ein um það, því Millican sýndi fram-
úrskarandi leik í mjög krefjandi
píanóhlutverki. En Guðný sýndi
einn þann besta leik sem undirrit-
aður hefur heyrt til hennar, syngj-
andi fallegan tón, yfirvegun í hverri
hendingu og mikið tónöryggi, hvort
sem var í tvígripum eða hröðum
Brady Millican
brotnum hljómum og samleikur
þeirra tveggja var oft „briliant“,
eins og t.d. í tveim síðustu þáttun-
um. Guðný sagði frá því áður en
hún hóf leik sinn að sónötu þessa
hefði hún lært hjá kennara sínum
Birni Ólafssyni fyrir 25 árum, og
svo vildi til að hefði hann lifað
væri hann nú 75 ára. Hér var
framúrskarandi listamanns og
brautryðjanda fagurlega minnst.
Íslensk-ítalskir
söngtónleikar
KÁRI Friðriksson tenórsöngvari
og Þóra Fríða Sæmundsdóttir
píanóleikari halda söngtónleika
um þessar mundir.
Tónleikarnir verða í Safnaðar-
heimili Selfosskirkju þriðjudaginn
27. október kl. 20.30. í Samkomusal
Bamaskóla Húsavíkur laugardaginn
31. október kl. 16.00 og í Skjólbrekk-
um Mývatnssveit sunnudaginn 1.
nóvember kl. 15.00.
Tónleikamir verða eingöngu með
íslensku og ítölsku efni, meðal ann-
ars má nefna Maístjömu Jóns Ás-
geirssonar, Hamraborg Sigvalda
Kaldalóns, Verdi aríuna La donna
e’mobile og L’ultima canzone eftir
Tosti.
Kári Friðriksson útskrifaðist sem
tónmenntakennari 1988 og lauk 8.
stigi í söng frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík ári síðar. Síðan lá leiðin
til Italíu þar sem hann stundaði fram-
haldsnám hjá tenórunum Pier Mir-
anda Ferraro og Franco Ghitti.
Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk
píanókennaraprófí frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík og stundaði síðan
framhaldsnám í tónlistarskólum í
Þýskalandi. Hún hefur mikla reynslu
af að vinna með söngvurum og starf-
ar nú sem píanóleikari og kennari í
Reykjavik.
Vetrarstarf Arnes-
ingakórsins hafið
Árnesingakórinn í Reykjavík hefur nú hafið vetrarstarfið og
hefur starfsemi kórsins sjaldan
vetur. Á þeim tíma hefur kórinn
leikaferðir um landið og í ferð
siðastliðið sumar.
í fréttatilkynningu frá kómum
segir: „Ferðast var um 3.000 km
leið og tók ferðin 14 daga. Fyrst
var flogið til Lúxemborgar, þaðan
ekið til um Þýskaland til Salzburg
og síðan til Vínarborgar, þar sem
kórinn hélt tónleika í Canisius
Kirche. Næst var haldið til Prag,
þar sem kórinn söng í Dómkirkj-
unni og veitingastaðnum Reykja-
vík. í Prag gisti kórinn tvær næt-
ur á skipi á ánni Moldá. Eftir það
var haldið til Dresden og þaðan
verið jafnöflug og síðustu þrjá
gefið út hljómplötu, farið í tón-
til þriggja landa í Mið-Evrópu
til Berlínar þar sem sungið var i
Þakkarkirkjunni sem er í miðborg
Berlínar. Að lokum fór kórinn til
Kölnar og söng þar i St. Gereon
Kirche fyrir fullu húsi áheyrenda.
Á efnisskrá kórsins var íslensk
kirkjutónlist. Einsöngvari í ferð-
inni var Ámi Sighvatsson barítón.
Píanóleikarni var Bjami Jónatans-
son og söngstjórinn Sigurður
Bragason. í fréttatilkynningunni
kemur einnig fram að hann geti
bætt við sig nokkmm altröddum.
Bíll möguleikanna á frábæru verði
Við eigum nokkra Fond Econoline bíla, bæði sendibíla
og Club Wagon á ffábæru verði, ffá 1.929.000 krónum m/Vsk.
Ford Econoline er sannarlega bíll möguleikanna. Hann hefur
ffábæra aksturseiginleika, er mjög rúmgóðui; þægilegui;
hljóðlátur og þú færð tæpast betri bíl til ferðalaga.
Tryggðu þér Fond Econoline strax í dag.
Ryðvöm og skráning er innifalin í verðinu.
G/obusp
-heimur gϚa!
Lógmúla 5, simi 91- 68 15 55
Hefurþú ekiö Ford.....nýlega?
HAGSYNU
ERU KOMNIR Á STJÁ JAPISS
_______________________