Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
245. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dúshanbe aftur í höndum sijórnarhermanna
Stjómarhemum í Tadzhíkístan tókst í gær að hrekja
uppreisnarmenn kommúnista burt úr höfuðborginni.
Borgarbúar óttast þó enn nýjar árásir. Borgarastríð-
ið í landinu, sem geisað hefur í fimm mánuði, hefur
líklega kostað nokkrar þúsundir manna lífið. Hér
sést rússneskur hermaður stökkva af skriðdreka sín-
um á flugvellinum í höfuðborginni Dúshanbe en
Rússar hafa reynt að miðla málum í landinu.
Landbúnaðarráðherrar EB
Sjónarmið Frakka um
GATT fengn stuðning
Lúxemborg, Brussel. Reuter, The Sunday Telegraph.
Landbúnaðarráðherrar Evrópubandalagsins' (EB) komu saman tii
fundar í Lúxemborg í gær og var deila EB og Bandaríkjastjómar í
GATT-viðræðunum aðalumræðuefnið. Virtust flestir ráðherranna
styðja sjónarmið Frakka, en þeir hafa hvað harðast lagst gegpi þeim
samkomulagshugmyndum, sem uppi eru og verið taldir eiga á hættu
að einangrast innan bandalagsins.
Háttsettur embættismaður
framkvæmdastjómar EB sagði
hins vegar við Reuters-fréttastof-
una í gær að hann væri þess full-
viss að samkomulag myndi nást í
viðræðunum á miðvikudag eða
fimmtudag. Hann sagði það vera
á ábyrgð ftamkvæmdastjórnarinn-
ar að það myndi takast og að
andstaða Frakka yrði ekki til að
stöðva málið. „Þetta mun ganga
upp,“ sagði embættismaðurinn.
Breska blaðið The Sunday Tele-
graph birti um helgina frétt þess
efnis að Bill Clinton, forsetafram-
bjóðandi demókrata, og Jacques
Delors, forseti framkvæmda-
stjórnar EB, hefðu gert með sér
samkomulag um að ekki yrði sam-
ið um GATT fyrir bandarísku for-
setakosningamar sem fara fram
3. nóvember. Hefur blaðið þetta
Fyrrverandi kommúnistar vinna stórsigur í þingkosningum í Litháen
Gætum orðið fyrstir til að
glata nýfengnu sjálfstæði
segir talsmaður stjórnarflokks Landsbergis forseta
FLOKKUR fyrrverandi kommúnista vann stórsigur í þingkosningn-
um í Litháen á sunnudag og myndar formaður hans, Algirdas Braz-
auskas, að líkindum nýja stjórn með fulltingi smærri vinstriflokka.
Flest bendir til þess að kjósendur hafi viljað lýsa andúð á markaðsum-
bótastefnu stjórnar Sajudis-flokksins en lífskjörum hefur hrakað
mjög að undanförnu. Talsmaður Sajudis sagðist í samtali við Morgun-
blaðið óttast að frelsi og sjálfstæði Litháa, sem voru fyrstir Sovét-
þjóða til að krefjast fullveldis 1988, gæti verið stefnt I hættu.
Síðustu tölur gáfu til kynna að
kommúnistar fengju nær helming
atkvæða, um 47%, en óljóst er
hvort þeir ná meirihluta í báðum
deildum þingsins. í þeim kjördæm-
um sem enginn frambjóðandi nær
meirihluta í verður kosið aftur inn-
an tveggja vikna. Sajudis, flokkur
Vytautas Landsbergis forseta,
hafði fengið um 20% fylgi en aðrir
flokkar minna.
Brazauskas hvatti í gær til þess
að mynduð yrði samsteypustjóm á
breiðum grundvelli en fara yrði
hægar í sakimar í markaðsumbót-
unum. Landsbergis forseti sagðist
aðspurður vera vantrúaður á að
samstaða næðist milli flokkanna.
Auk þess væri þörf á lýðræðislegri
stjómarandstöðu í landinu. Tveim
vikum fyrir kosningar ákváðu
Rússar að selja Litháum framvegis
olíu á heimsmarkaðsverði, marg-
falt hærra verði en nú, og duga
birgðir til húshitunar aðeins í
nokkrar vikur. Landsbergis sagði
Rússa hafa reynt að hafa áhrif á
niðurstöðu kosninganna og benti
m.a. á að Andrej Kozyrev, utanrík-
isráðherra Rússlands, hefði sagt
blákalt að þeir myndu reyna það
eftir mætti. Kozyrev hefur annars
verið talinn dyggur lýðræðis- og
umbótasinni og hefur afstaða hans
því valdið miklum vonbrigðum.
Talsmenn Sajudis segja hins vegar
að Borís Jeltsín forseti sé ekki á
bak við þessar aðgerðir, fremur sé
um að ræða að harðlínumenn úr
röðum hersins og stjómenda
stærstu iðnfyrirtækjanna rói undir.
Lára M. Ragnarsdóttir alþingismaður
Allt virtist fara vel
og lýðræðislega fram
EVRÓPURÁÐIÐ og fleiri aðilar sendu fuiltrúa til að fylgjast
með framkvæmd kosningana í Litháen og var Lára Margrét
Ragnarsdóttir alþingismaður einn fulltrúa ráðsins. Er Morgun-
blaðið ræddi við hana kom fram að allt virtist hafa farið vel
og lýðræðislega fram en sums staðar hefði fólk óttast að starfs-
menn pósthúsa gætu komist í kjörgögn er send voru milli staða.
„Það var eitt sem ég tók sér-
staklega eftir. Fulltrúar kommún-
istaflokksins, sem nú ber annað
nafn, voru alls staðar á kjörstöð-
um og greinilegt að flokkurinn
er langbest skipulagður. Nýju
flokkamir hafa einfaldlega ekki
haft nægilegan tíma til að búa
sig undir frjáisar og lýðræðislegar
kosningar." Lára Margrét var í
landinu á síðasta ári og sagði lífs-
kjör hafa versnað mjög, atvinnu-
leysi væri gríðarlegt og verðbólga
síðustu 12 mánuði um 2.000%.
Húshiti mætti samkvæmt nýjum
reglum ekki vera meiri en 13
gráður vegna olíuskortsins og
heitt vatn fengist aðeins nokkrar
stundir á dag.
Morgunblaðið ræddi í gær sím-
leiðis við Andrjus Kubilus, tals-
mann Sajudis, og spurði hvort kjós-
endur væm að biðja um kommún-
isma á ný. „Það er ekkert auðvelt
fyrir okkur heldur að skilja þetta
en ef til vill höfðu efnahagsvand-
ræðin úrslitaáhrif. Uppskeran
brást að vemlegu leyti í sumar
vegna þurrka og matarbirgðir end-
ast varla út veturinn." Á sunnudag
var samþykkt ný stjórnarskrá í
þjóðaratkvæði og er búist við for-
setakosningum í samræmi við
ákvæði hennar innan fjögurra
mánaða. Helstu keppinautar verða
sennilega Brazauskas og Lands-
bergis. Kubilus sagði að ef til vill
myndu kommúnistar leynilega
hvetja til dáða furðufugl á borð
við Stanislas Tyminski, er bauð sig
fram gegn Lech Walesa í Póllandi.
Tyminski hét markaðskerfi og
paradísarsælu kæmist hann til
valda. Þannig gætu andstæðingar
kommúnista klofnað í Litháen að
sögn Kubilus en hann sagðist jafn-
framt óttast að úrslitin núna gætu
grafið undan sjálfstæðinu.
„Brazauskas var að vísu um-
bótasinnaður kommúnisti í anda
Gorbatsjovs en nú hafa harðlínu-
seggir undirtökin í flokknum hér.
Sigri afturhaldið í Moskvu getur
farið svo að Litháar, sem fyrstir
kröfðust sjálfstæðis frá Kreml,
verði fyrstir til að glata því á ný,“
sagði Kubilus.
Sjá einnig frétt á bls. 27
eftir háttsett'um ónafngreindum
embættismönnum í Brussel.
Þjóðaratkvæði
um Quebec
Kanadamenn gengu í gær að
kjörborðinu til að greiða at-
kvæði með eða á móti samningi
um stöðu Quebec-ríkis. Sam-
kvæmt samningnum öðlast rík-
ið sérstöðu sem auðveldar íbú-
unum að varðveita tungu sína,
frönsku, og menningu. Hér sést
Brian Mulroney, forsætisráð-
herra Kanada, greiða atkvæði
í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Hann hefur sagt að klofningur
Kanada sé yfírvofandi verði
samningnum hafnað.
Reuter
Færeyjar
Samningum
við opinbera
starfsmenn
sagt upp
ATLI Dam, lögmaður Færey-
inga, átti í gær fund með fuiltrú-
um stéttarfélaga opinberra
starfsmanna. Tilkynnti hann þar
að öllum kjarasamningum við
félögin hefði verið sagt upp.
Verkalýðsleiðtogarnir mót-
mæltu með því að segja ekki eitt
einasta orð það sem eftir var
fundarins.
Dam tilkynnti í gær þær aðgerð-
ir landsstjórnarinnar sem búist hef-
ur verið við um nokkra hríð. Því
er spáð að 250 opinberir starfs-
menn verði ekki ráðnir aftur. Laun
hinna verða lækkuð um 8% auk
þess sem yfírvinnugreiðslur verða
afnumdar og ýmis hlunnindi og
réttindi skorin niður.