Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992
JMrogt Útgefandf mftfnfetfr Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Atvinnuleysi og
endurhæfing
Aheildina litið hefur störfum
ekkert fjölgað hér á landi
frá árinu 1988. Á sama tíma
hefur fólki á vinnualdri fjölgað
umtalsvert. Atvinnuþátttaka
hefur með öðrum orðum farið
minnkandi. Hún náði hámarki,
84%, á skattlausa árinu, 1984,
var 78,5% 1989, verður 76,5%
í ár og lækkar í 76% á kom-
andi ári, samkvæmt þjóðhags-
áætlun fyrir það ár.
Atvinnuleysi hefur vaxið úr
0,6% af vinnuafli árið 1988 í
tæp 3% 1992. Fyrstu átta mán-
uði ársins var atvinnuleysið
2,6% að meðaltali samanborið
við 1,4% í fyrra. Það jafngildir
því að um 3.600 manns hafi
verið án vinnu að jafnaði á
þessu tímabili. Og í - áætlun
Þjóðhagsstofnunar er reiknað
með að atvinnuleysi aukizt enn
á komandi ári, verði 3,5% af
fólki á vinnualdri.
Mælikvarði á atvinnuleysi
hér á landi er skráning þeirra
sem telja sig eiga rétt á at-
vinnuleysisbótum. Lilja Móses-
dóttir hagfræðingur heldur því
hins vegar fram að atvinnuleysi
hér á landi sé í raun 60% meira
en skráning Vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytisins
segir til um. Ýmsir sem ekki
eigi rétt á atvinnuleysisbótum
séu vantaldir, svo sem verktak-
ar, fólk í árstíðabundinni vinnu
sem hefur unnið minna en 425
klukkustundir síðustu tólf mán-
uði, þeir sem koma á vinnu-
markað í fyrsta sinn, fatlaðir,
heimavinnandi fólk í leit að at-
vinnu, fólk sem hefur verið
lengi atvinnulaust og misst
bótarétt o.fl.
í hugum margra flokkast
rétturinn til atvinnu undir al-
menn mannréttindi, eins og
rétturinn til menntunar og önn-
ur hliðstæð þegnréttindi. í því
ljósi hlýtur vaxandi atvinnuleysi
sem við blasir að öllu óbreyttu
að hvetja til samátaks allra
þjóðfélagsafla til að styrkja
rekstrar- og samkeppnisstöðu
íslenzkra atvinnuvega. Það má
m.a. gera með áframhaldandi
endurskipulagningu í atvinnu-
lífinu og með breyttri skatt-
iagningu fyrirtækja til sam-
ræmis við það sem er í helztu
viðskiptalöndum okkar.
Atvinnuleysi hjá Evrópuþjóð-
um hefur náð inn í flestar
starfsstéttir, háskólamenntað-
ar, iðnmenntaðar og ófaglærð-
ar. Atvinnuleysið er þó hvar-
vetna hlutfallslega mest meðal
ófaglærðs fólks. Við þessum
vanda hefur sums staðar verið
brugðizt með endurmenntun,
endurhæfingu og fullorðins-
menntun atvinnulausra. Það er
meir en tímabært að taka upp
þann þráðinn hér á landi. Svein-
björn Bjömsson háskólarektor
sagði í ræðu við brautskráningu
kandídata sl. laugardag:
„í V-Evrópu hefur atvinnu-
leysi, allt að tíu af hundraði,
verið landlægt í nokkur ár. Það
hefur komið harðast niður á lít-
ið menntuðu starfsfólki. Nýj-
ungar í tækni gera eldri sér-
þjálfun oft lítils virði. Fólk með
litla almenna þekkingamndir-
stöðu á þá erfitt með að tileinka
sér nýjungarnar og hefur
hvorki efni né aðstæður til að
verða sér úti um þá viðbótar-
menntun, sem til þarf . . .“
Það á að vera kappsmál
landsfeðra sem og aðila vinnu-
markaðarins að skapa sem
flestum — og þá fyrst og fremst
atvinnulausum — aðstöðu og
möguleika til endurmenntunar
og endurhæfíngar; máski fyrst
og fremst hagnýtrar menntun-
ar í þágu atvinnulífsins. Endur-
menntunarstofnun Háskólans,
sem þegar þjónar um 4.000
nemendum með stuttum nám-
skeiðum og skemmri starfs-
þjálfun sem nemendur geta
stundað með starfi, er góður
vegvísir, en trúlega má einnig
nýta verzlunar-, iðn- og tækni-
skóla á þessum vettvangi. End-
urhæfing og menntun af þessu
tagi leggur ekki aðeins ein-
staklingunum upp í hendur
betri vopn í lífsbaráttu þeirra;
hún skilar og samfélaginu aftur
kostnaði sínum fyrr og betur
en önnur fjárfesting.
Islenzkur þjóðarbúskapur
styðst fyrst og fremst við auð-
lindir lands (gróðurmold/vatns-
föll) og sjávar. Við þurfum hins
vegar að virkja hugvit þjóðar-
innar betur en nú er gert —
með aukinni menntun og þekk-
ingu, rannsóknum og þróunar-
starfí — m.a. til að ná meiri
verðmætum út úr þeim hráefn-
um sem til staðar eru. í sama
tilgangi þurfum við að efla fag-,
tækni- og ekki sízt verkmennt
í þágu atvinnulífsins. Endur-
menntun, sem hér er um rætt,
fellur vel að þeim tilgangi. Síð-
ast en ekki sízt þurfum við að
efla og þróa markaðssetningu,
ekki aðeins á sjávarvöru, helzt
fullunninnar, heldur einnig á
ýmiss konar þekkingu, svo sem
á sviði varma- og orkunýtingar,
sjávarútvegs, heilsuræktar- og
heilbrigðisþjónustu og hugbún-
aðar.
Morgunblaðið/Kári Kristjánsson
Ættartalan í heild sinni eins og hún blasir við handan gljúfursins. Til hægri á myndinni sést í sand-
brekkuna þar sem Hollendingarnir unnu umhverfisskúlptúr sem tengdist ættartölunni og myndaði ásamt
henni hið svokallaða umhverfislistaverk þeirra. Áin hefur hins vegar afmáð skúlptúrinn.
Hollenskir listamenn unnu umhverfisspjöllin í Jökulsárgljúfri
Gáfu út bók til að
lýsa tilurð verksins
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur
ekki fjallað um hvort grípa skuli
til aðgerða til að afmá ættartré
Völsunga sem tveir hollenskir
listamenn, Reinout van den Bergh
og Gerhard Lentink, máluðu á
bergið í Jökulsárgljúfri, að aust-
anverðu hjá Upptyppingum, sum-
arið 1987. Auk þess að skrá ættar-
tölu Völsunga á hamravegginn
stóðu mennirnir fyrir miklum
framkvæmdum í sandbrekku við
austanvert fljótið og gerðu þar
fnikinn umhverfisskúlptúr, og
settu á svið gjörninga byggða á
sögnum Völsunga-sögu um Sigurð
fáfnisbana. Mennimir gáfu út bók
um þetta verk sitt og kom hún út
í Hollandi árið 1989 undir nafninu
Upptyppingar og fékk Morgun-
blaðið bókina í hendur seint í
gærkvöldi. Skrifstofu Náttúru-
verndarráðs hefur verið kunnugt
um að tilvist ættartölunnar í 2-3
ár en Arnþór Garðarsson, formað-
ur Náttúruverndarráðs, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að málið hefði ekki komið til um-
ræðu hjá ráðinu en sjálfur hefði
hann fengið vitneskju um tilvist
ættartölunnar í síðustu viku.
Hjá Náttúruverndarráði hefur ver-
ið talið að verkið hafi verið unnið
árið 1984 en í bók tvímenninganna
kemur fram að það var 1987. Arn-
þór sagði ljóst að ráðið myndi fjalla
um málið og láta kanna til hvaða
ráða unnt sé að grípa og hvort hol-
lensku listamennimir hafi kallað yfir
sig ábyrgð að íslenskum lögum eða
hvort þeir beri ábyrgð á kostnaði við
hreinsun hamraveggsins. Amþór
kvaðst telja eðlilegt að afla álits lög-
fræðinga á þessum málum og þá
einnig á því hvort hugsanlegt sé að
lögbrot sem kunni að hafa verið
framin í þessu sambandi séu fyrnd
eða Hollendingamir beri ábyrgð á
hreinsun hamraveggsins.
Sigurður Ármann Þráinsson,
starfsmaður umhverfisráðuneytisins,
starfaði hjá Náttúruverndarráði þeg-
ar vitneskja um verk þetta barst
þangað. Hann sagði að tilefnið hefði
verið það að íslendingur sá eða frétti
af bók tvímenninganna í Danmörku
fyrir 2-3 árum. Hins vegar hefðu
upplýsingar um málið verið óljósar
og svo virtist sem ekki hafi verið
gerður reki að því að hafa upp á
mönnunum tveimur.
Kári Kristjánsson, sem verið hefur
landvörður í Herðubreiðarlindum frá
Listamennirnir, Reinout van den Bergh og Gerhard Lentink.
myndum í bókinni en Jökulsá á Fjöllum hefur afmáð það fyrir löngu.