Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 Roger Miller Ásakanir auðkýfingsins frá Texas um óvönduð meðul Bush HLUSTUM Á iifamí TÓNUST! 35 Sigvaldi Kaldalóns/fid Welch: Fanfare Ounnar Þórðarson; Nocturne Ýmsir/Ed Welch: Svðurnesjosyíta hórir Baldursson: Sjávarmál Trúbrot: Magnús P. Slgmund^son HIjómsveitarstjóri: Ed Welch TÓNLEIKAR M-HÁTÍÐ Á SUÐURFiESJUM ÍSLENSKUR TÓNLISTARDAQUR KEFLAVIK fimmtudaginn 29. októben kl. 20.30 HÁSKÓLABÍÓ Iaugardaginn 31. október kl. 17.00 og kl. 20.00 Reuler Umdeild stíflugerð í Dóná Slóvakar, sem búist er við að öðlist sjálfstæði frá Tékkóslóvakíu um áramótin, hafa hafið framkvæmdir við umdeilda stíflu í Dóná við landa- mærin að Ungveijalandi þrátt fyrir kröftug mótmæli Ungveija. Stjórn- völd í Ungveijalandi og Tékkóslóvakíu gerðu samning um stífluna árið 1977 en Ungveijar riftu honum fyrir þremur árum þar sem þeir telja stíflugerðina geta haft hörmulegar afleiðingar fyrir lífríkið. Tals- maður ungverska utanríkisráðuneytisins viðurkenndi í gær að nú væri að öllum líkindum orðið of seint að stöðva framkvæmdirnar þar sem Slóvakar eru þegar byijaðir að koma fyrir stórum steinblökkum í fljót- inu til að breyta farvegi þess, eins og sjá má á myndinni. látinn Söngvarinn - og laga- smiðurinn Ro- ’ ger Miller lést af völdum krabbameins á sjúkrahúsi í gær á 57. ald- ursári. Miller Roger Miller var kunnur fyrir sveitatónlist sína og mestum vinsældum náði lagið „King of the Road“. Önnur lög hans sem öðluðust umtals- verðar vinsældir eru „Dang Me“, „Chug-a-Lug“, „Little Green Apples“ og „Walking in the Sunshine". Flóttamenn ekki til Grænlands POUL Schlúter, forsætisráð- herra Dana, hefur sagt þvert nei við þeirri tillögu Framfara- flokksins að senda júgóslavn- eska flóttamenn, sem sækja um pólitískt hæli í Danmörku, til Syðri-Straumfjarðar í Græn- landi. Samkvæmt tillögunni átti að koma flóttfólkinu fyrir í bygg- ingum, sem bandaríski flugher- inn yfirgaf nýlega. Komust ein- hverjir lífs af? Suður-kóreskur stjórnmálamað- ur sagðist í gær hafa það úr bandarískri skýrslu, að sumir farþeganna úr kóresku þotunni, sem Sovétmenn skutu niður yfir Sakhalin-eyju 1983, kynnu að hafa komist lífs af. Yfirvöld í Moskvu segjast ekki kannast við að flugufótur sé fyrir þessari staðhæfíngu. Perot dregur í land og segist sáttur við svör repúblikana Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas hætti við að bjóða sig fram til forseta í sumar tók Bill Clinton, ríkisstjóri Ark- ansas, kipp í skoðanakönnunum og náði þar forskoti á George Bush Bandaríkjaforseta. Nú er Perot hættur við að hætta við og skyndilega birtast skoðana- kannanir þar sem bilið á milli Clintons og Bush er komið niður í fimm prósent. Perot lætur ekki þar við sitja. A sunnudag kvaðst hann hafa dregið sig í hlé í sum- ar vegna þess að repúblikanar hefðu með lygum og falsaðri ljós- mynd ætlað að eyðileggja brúð- kaup dóttur sinnar. I gær dró hann svo heldur í land og sagðist una neitunum repúblikana. Perot sagði í viðtali í sjónvarps- þættinum „60 mínútur" á sunnu- dagskvöld að í herbúðum Bush hefði verið lagt á ráðin um að hlera skrif- stofur sínar í Dallas og við dagblað- ið The Boston Herald sagði hann að útsendari Bush hefði ráðið mann, sem verið hefur verktaki fyrir banda- rísku leyniþjónustuna, CIA, til að hlera tölvuviðskipti með hlutabréf á skrifstofum sínum. Perot kvaðst ekki hafa sannanir fyrir þessum ásökunum, en dóttur sinnar vegna hefði hann ekki viljað taka neina áhættu. Heimildarmaður Perots er maður að nafni Scott Bar- nes, sem liðsmenn Bush hafa þegar reynt að gera tortryggilegan, og tveir ónefndir „háttsettir“ repúblik- prósent Bush og 15 prósent Perot. Fyrir kappræður þremenninganna var fylgi Clintons 46 prósent, Bush 38 prósent og Perots aðeins sjö pró- sent. Samkvæmt öðrum skoðanakönn- unum sem birtust um helgina munar nú um tíu prósentum á Clinton og Bush. I könnun Times Mirror, hefur Clinton tapað fjögurra prósenta fylgi frá því í byijun október, og hefur nú 44 prósent. Bush stendur í stað með 34 prósent og fylgi Perots jókst úr 11 prósentum í 19. Niðurstaða þessarar könnunar var sú að fram- boð Perots tæki um þriðjung fylgis síns frá Clinton, en tæpan fjórðung frá Bush. Einnig virðast ásakanir repúblikana hafa skaðað Clinton. I upphafi mánaðarins sagði 21 prósent aðspurðra að af frambjóðendunum væri Clinton síst treystandi. Nú voru 32 prósent þeirrar hyggju. Clinton kvaðst í gær láta fjöl- miðla um að túlka þessar kannanir, en athygli vakti að Bush lét hjá líða að gagnrýna „klikkaða" smiði skoð- anakannana og spáði sjálfum sér „sláandi" sigri í kosningunum eftir viku. ------» ■ ♦ ---- Suður-Afríka ANC sakað um fjöldamorð Jóhannesarborg. Reuter. INKATHA-frelsisflokkurinn í Suður-Afríku sakaði í gær Afríska þjóðarráðið (ANC) um að hafa staðið fyrir fjöldamorðum á að minnsta kosti 20 manns, sem tóku þátt í töfraathöfn í Natal-héraði. Fréttaskýrendur óttast að fjölda- morðin leiði til enn harðari átaka milli þessara stríðandi fylkinga blökkumanna. F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, kvaðst harma morðin og hvatti leiðtoga Inkatha-frelsis- flokksins, Mangosuthu Buthelezi, og Nelson Mandela, leiðtoga ANC, til að efna tafarlaust til friðarviðræðna. Vopnaðir menn réðust inn í tvö hús í þorpinu Mpushini í Natal á laugardag þegar þorpsbúarnir voru að fagna nýjum töfralækni. Kvöldið áður voru að minnsta kosti sex stuðn- ingsmenn ANC drepnir í nágranna- þorpinu Folweni. Reuter Perot í vinahópi Ross Perot heilsar stuðningsmönnum í New Jersey á sunnudag. anar. Marlin Fitzwater, talsmaður for- setans, sagði á sunnudag að ekkert væri hæft í þessum ásökunum. „Eg veit ekki hvaðan hann hefur þetta,“ sagði Fitzwater. „Þetta er geggjun." „Ég veit það eitt að liðsmenn Bush rótuðu í vegabréfsskýrslum móður Clintons," sagði James Car- ville, sem skipuleggur kosningabar- áttu demókratans. „Ég hef ekki hugmynd um hvað er hæft í einstök- um ásökunum, en þeir hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir." Clinton kvaðst í gær ekki vita hvað hann ætti að segja um þessar ásakanir. „Þær eru undarlegar.“ Ásakanir Perots hafa komið af stað umfjöllun í fjölmiðlum um per- sónuleika hans og í The New York Times í gær var gefið í skyn að Perot hefði snert af ofsóknarbijál- æði. Þessi umfjöllun, ásamt við- brögðum repúblikana, leiddi til þess að Perot vatt sér í gærmorgun inn á fund þar sem tveir aðstoðarmenn hans ræddu við blaðamenn. Perot endurtók að hann gæti ekkert sann- að, en ítrekaði að það hefði rennt stoðum undir það að grunur sinn væri réttur að Bush hefði afboðað fund sem hann hefði beðið um sjálf- ur, en Perot kvaðst vilja ræða við hann um þessar ásakanir skömmu eftir að hann hætti við framboðið. Fréttaskýrendur spá því að þessi umræða muni ekki verða Perot til framdráttar meðal almennings. Hvorki Bush né Clinton þora hins vegar lengur að horfa framhjá Pe- rot. Bush stendur í stað í skoðana- könnunum, Clinton sígur og Perot nálgast 20 prósenta fylgi. Demó- kratar viðurkenna að spenna sé að færast í leikinn, en repúblikanar vilja ganga lengra og sagði einn að Ciint- on væri nú farinn að „sökkva eins og steinn". Samkvæmt skoðana- könnun sem birtist í dagblaðinu The New York Times á sunnudag styðja nú 40 prósent kjósenda Clinton, 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.