Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1992 9 MUNIÐ S HÓTELREKSTUR ERLENDIS Stofnun hlutafélags um hótelrekstur erlendis. Þátttökueyðublöð og upplýsingar hjá Gulli og Silfri hf., Laugavegi 35, símar 22013 og 20620 og Manor House hótel í síma 90 44 803 605164. DVELJIÐ Á EIGIN HÓTELUM ERLENDIS. Skilafrestur er til 1. nóvember 1992. Léttu þér störfin! ELFA-DELCA uppþvottavélin kostar aöeins Tekur borðbúnað fyrir 6 manns. 7 kerfi, þurrkar og skammtar sjálf þvottaefni, getur staðið á borði, má einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar. Mál: Hæð: 49 sm, breidd: 50 sm, dýpt: 52 sm. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S“ 622901 og 622900 Stuðnings- aðgerðir hef- ur vantað I grein sinni segir Þor- valdun „Eins og jafnan áður, þegar gefur á þjóð- arskútuna, heyrast nú háværar kröfur um geng- isfellingu krónunnar úr hópi hagsmunasamtaka í sjávarútvegi. Samtökin biðja um, að gengið verði fellt til að styrkja stöðu sjávarútvegsfyrirtækja á kostnað almennings. Þetta er skiljanleg ósk. Undir cðlilegum kring- umstæðum kæmi það vel til greina að fella gengið til að lyfta sjávarútvegin- um og þjóðarbúskapnum upp úr lægð, enda hefur gengisfelling stundum komið að góðu haldi við hagstjóm hér heima, einkum á sjöunda ára- tugnum, og viða erlendis. Gengisfellingar hér heima og annars staðar hafa þó iðulega verið því marki brenndar, að þeim hefur ekki verið fylgt eft- ir með nauðsynlegum stuðningsaðgerðum. Það hefur vantað á, að þeim fylgdi öflugt aðhald í pen- ingamálum og ríkisfjár- málum til að eyða eða halda aftur af þenslu- áhrifum gengisfellingar- innar á verðlag og kaup- lag. Þess vegna hafa gengisfellingar hneigzt til að kynda óþarflega undir verðbólgu. I þ'ósi þessarar reynslu hefur stöðugt gengi verið kjölfestan í aðhaldsstefnu stjómvalda undanfarin ár. Þessi stefna hefur verið skyn- samleg. Gamla lagið kemur ekki til greina Við núverandi aðstæð- ur er á hinn bóginn ekk- ert svigrúm til hefðbund- inna aðhaldsaðgerða til að vega á móti verðbólgu- álirifum gengisfellingar. Þorvaldur Gylfason tel- ur að gengisfellingu verði meðal annars að fylgja eftir með lækkun matarverðs í skjóli inn- flutnings landbúnaðar- M afurða- Gengismál og skipu- lagsbreytingar Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor ritar grein í nýjasta hefti Vísbendingar undir fyrirsögninni „Á að fella gengið?“ Hann varar þar við því að fara gömlu gengisfellingarleiðina og gleyma þeim aðhaldsaðgerðum, sem framkvæma þurfi samhliða gengislækkun. Hins vegar kemst Þorvaldur að þeirri niðurstöðu að ákveði stjórnvöld að fella gengið, verði jafnframt að skera upp landbúnaðarkerf- ið og fiskveiðistjórnunarkerfið til þess að lækka kostnað og verðlag. Þetta segir sig sjálft: stjómvöld segjast þegar vera komin á yztu nöf í niðurskurði ríkisútgjalda þrátt fyrir áframhaldandi hallarekstur, og raun- vextir eru með hæsta móti og verða þvi varla hækkaðir frekar með samdrætti útlána í að- haldsskyni. An aðhaldsað- gerða til mótvægis myndi gengisfelling fara rakleitt út S verðlág og kauplag, enda gera núgildandi kja- rasamningar ráð fyrir föstu gengi. Gengisfelling með gamla laginu kemur þvi ekki til greina nú. Þarf að rétta reglumar Hvað þarf til að rífa atvinnulífið upp úr öldu- dalnum? Sumir tejja, að stjóm- völd eigi að halda að sér höndum og biða þess, að einkafyrirtækin taki við sér af eigin rammleik. Það er mikið til i þessu að mínum dómi, enda er mikil hagræðing að eiga sér stað nú víða í atvinnu- lífinu að frumkvæði fyr- irtækjanna sjálfra. En þessi skoðun hefur þó þann annmarka, að leik- reglur atvinnulífsins eru fyrirtækjunum andsnún- ar að ýmsu leyti, þótt margt hafi að visu breytzt til batnaðar á síðustu árum og aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu sé nú í sjónmáli. Það þarf að rétta reglumar og skapa fyrirtækjunum tækifæri til að rífa sig upp úr erfiðleikunum með því móti. Það þarf að létta þungum byrðum af fyrir- tækjunum og fólkinu í landinu, viðskiptavinum fyrirtækjanna, með þvi að auka samkeppni og færa verðlag og kostnað niður á við með þvi móti.“ Skipulagsum- bætur ná- tengdar geng- isstefnu I lok greinar sinnar segir Þorvaldur Gylfason: „Nauðsynlegar skipulags- umbætur i landbúnaði og sjávarútvegi eru nátengd- ar gengisstefnunni. Verði niðurstaða stjómvalda sú, þegar allt kemur til alls, að gengisfelling sé nauð- synleg til að veijast áhlaupi á gjaldeyrisforð- ann eða til að örva út- flutning og halda aftur af innflutningi, þá verður að fylgja henni eftir með aðgerðum, sem halda verðlagi og kauplagi í skefjum. Það er þegar komið fram, að það er ekkert svigrúm til frekari aðhaldsaðgerða í ríkis- fjármálum og peninga- málum, eins og nú háttar á þeim vettvangi. Þá hljóta böndin að berast að skipulagsbreytingum í landbúnaði og sjávarút- vegi. Með þvi að knýja matarverð niður með aukinni samkeppni er- lendis frá og með þvi að nota tekjur af sölu veiði- leyfa eða veiðigjaldi til að lækka til dæmis virðis- aukaskatt væri hægt að búa þannig um hnútana, að hófleg gengisfelling hefði Util sem engin áhrif á framfærslukostnað heimilanna og þá ekki heldur á verðlag og kaup- gjald. Þannig væri hægt að lyfta iðnaði, verzlun og þjónustu upp úr öldu- dalnum og styrkja innviði landbúnaðar og sjávarút- vegs um leið án þess að leggja byrðar á almenn- ing.“ pnny 5 dyra hladbakur • útvarp/segulband - 4 hátalarar • 84 hestafla vél • tölvustýrð fjölinnspýting • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • veltistýri • rafknúnar rúðuvindur • rafknúin samlæsing • litað gler • samlitir stuðarar og hliðarspeglar • hvarfakútur HYunoni ...til framtiðar \[e^ BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13. SÍMI: 68 12 00 ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 20% AFSLATTUR á permanenti og strípum út október - ^ Hárgreióslustofan ^fjjbena Leirubakka36 S 72053 HVITAR T E N N U R Rembrandt tannkremið gerir tennur hvítari og hreitisar burt óhreinindi eins og tannstein, kaffi- og tóbaksbletti. Gefur góðan árangur. F/est tn.a. í apótekum og snyrtistofunni Paradís. REMBRANDT, WHITENING TOOTHPASTE Heildsala, sími 91-81 35 88.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.