Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 3

Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 3 NÝHERJI RANK XEROX VIÐSKIPTAVIIMIR ERU OKKAR METIUAÐUR ORYGGI Þegar þú kaupir RANK XEROX skrifstofutæki með alhliða þjónustusamning tryggir þú þér „3ja ára skiptirétt" sem er einsdæmi á markaðnum. Það þýðir að þú, viðskiptavinurinn, hefur síðasta orðið um gæði tækjanna. Ef þú ert ekki fullkomlega ánægður, getur þú óskað eftir að skipt verði um tækin tafarlaust. GÆÐAVERÐLAUN RANK XEROX er fyrsta fyrirtækið sem hlýtur „Evrópsku gæðaverðlaunin". Verðlaunin voru nýlega veitt af European Foundation of Quality Management og afhenti Spánarkonungur fyrirtækinu verðlaunin. Þetta staðfestir að RANK XEROX býður bestu vörurnar og þjónustuna á markaðnum í dag. HRAÐVIRKASTA LJÓSRITUNARVÉL f HEIMI EÐA MINNSTA FAXTÆKIÐ - PÚ FÆRÐ HVORTTVEGGJA HJÁ OKKUR - OG ALLT PAR Á MILLI Nýherji býður upp á mesta úrvalið af skrifstofutækjum á íslandi. Við bjóðum þér nánast allt sem þú þarfnast, t.d. Ijósritunarvélar og faxtæki af öllum stærðum og gerðum: XEROX 5090, hraðvirkustu Ijósritunarvél í heimi, XEROX COLOURC€PIER, sem er fullkomnasta litljósritunarvél sinnar tegundar, faxtæki sem nota venjulegan pappír og fleira og fleira. RANK XEROX LEIGAN Og enn ein nýjungin í þjónustu okkar er „RANK XEROX LEIGAN" sem þýðir að þú þarft ekki að kaupa Ijósritunarvél, heldur getur þú leigt hana í 3 til 6 ár og einungis greitt fyrir hvert eintak sem þú notar. NYHERJI þakkar þeim fjölmörgu sem heimsóttu fyrirtækið á RANK XEROX kynningunni 21.-23. október. Við vonumst til að sjá ykkur sem fyrst aftur. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 69 77 00 & 69 77 77 Alltaf skrefi á undan GOTT FÓLK / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.