Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 12

Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 i'“ Yistrýnin list Bernd Löbach-Hinweiser: „Nýtt Iandslag með rafhlöðum", 1985. Myndlist Eiríkur Þorláksson Listgreinarnar hafa stundum haft þau áhrif að verða hreyfiafl þjóðfélagslegra breytinga, og vegna þess hafa valdhafar á ýms- um tímum leitast við að setja tak- markanir á listrænt frelsi, jafn- framt því sem þeir hafa beitt list- inni fyrir eigin málstað. Lista- stefna hinna kommúnísku ríkja allt fram á síðustu ár er gott dæmi um þetta, en ákveðið, von- andi aðeins timabundið, tómarúm hefur myndast í listheimi þessara landa í kjölfar falls kerfísins. Á Vesturlöndum hafa listamenn sí- fellt verið að taka hina ýmsu þætti þjóðlífsins til skoðunar og á undanfömum tveimur áratugum hefur orðið gífurleg aukning í myndlistinni á því að listamenn taki neysluþjóðfélagið til umijöll- unar með allri sinni íjöldafram- leiðslu, markaðssetningu og um- búðaflaumi, sorpi og mengun. Þessi listhreyfing hefur risið hátt í Evrópu, þar sem hún hefur gjarna tengst framgangi þeirra málefna sem græningjar hafa verið talsmenn fyrir á stjómmála- sviðinu, og í Bandaríkjunum, þar sem umhverfisvemdarhreyfíngar hafa verið afar sterkar, einkum á vesturströndinni. Þessi vakning hefur leitt af sér mikið af einhliða og áróðurskenndri listframleiðslu, eins og af líkum lætur, en einnig hefur komið fram fjölskrúðug og athyglisverð myndlist á þessum nótum, sem hefur unnið sér verð- skuldaðan sess í listheimi viðkom- andi landa. List af þessu tagi hefur verið lítið áberandi hér á landi til þessa, og því er fengur að því að fá hing- að frá Þýskalandi, þar sem hún hefur lengi verið ríkur þáttur í myndlistinni, sýningu á þessu sviði. í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti fer senn að ljúka sýningu sem er hingað komin í samvinnu við Goethe- Institut og nefnd hefur verið „Vistiýnin list“. Þar getur að líta verk listamannsins Bernd Löbach- Hinweiser, sem lengi hefur feng- ist við listsköpun á þessu sviði, og var m.a. stofnandi „Urkasts- menningarsafnsins" í Weddel, smábæ í nágrenni Braunschweig. Listamaðurinn hefur haldið Ijölda sýninga víða um lönd, og lagt mikið upp úr fræðslu og uppeldis- gildi þess sem hann hefur fram að færa, en um það segir í kynn- ingarefni sýningarinnar: „Bemd Löbach og listastefna hans „List og umhverfi" hefur það markmið að sýna vandamál í umhverfinu og notar hann í verk sín efni sem falla til frá neyslu- þjóðfélaginu til að gera verkin raunveruleg og gefur áhorfandan- um skýr skilaboð um þær hættur sem steðja að vistkerfínu, t.d. vegna mengunar, geislunar og offramleiðslu." — Hér má því segja að boðskapurinn skipi æðri sess en listin, en jafnvægi þessara þátta er hið eilífa viðfangsefni allrar boðunar-listar, hvort sem er á sviði trúarbragða, stjórnmála eða annara þjóðfélagsmála. Verkin á sýningunni í Gerðu- bergi eru í meginatriðum tvenns konar, þ.e. hvatningar-/viðvörun- arspjöld, þar sem titlar benda til efnisins, og hins vegar kassar verka, þar sem hráefnið er fengið af ruslahaugum nútímans. Af fyrra taginu má m.a. benda á „Skipt um olíu“ (1987), þar sem nöturlegur þverskurður jarðvegs- ins sýnir mengun úrgangsolíunn- ar. Síðari verkin eru áhugaverð- ari, og sum ná að nýta úrganginn til skemmtilegrar uppbyggingar listaverksins. Af slíkum má benda á „Nýtt landslag með rafhlöðum" (1985), „Ævintýralegt frelsi“ (1988/90) og „Enn eru fiðrildi í borgunum" (1985/90). Þessi sýning er lítið dæmi um hvað er að geijast á þessu sviði meðal listamanna erlendis, og vekur um leið upp spurninguna um hvemig þessum málum sé háttað hér á landi. Sýning af þessu tagi hentar einnig ágætlega til að vekja athygli kennara og nemenda á mengunarmálum, og mun að nokkru hafa verið notuð til þess. Víst er að við megum búast við að sjá meira af verkum listamanna á þessu sviði á kom- andi árum, bæði innan lands og utan. Sýningu Bernd Löbach-Hin- weisers, „Vistrýnin list“, í Gerðu- bergi lauk á laugardaginn 24. október. Stemmn- ingar Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er mikil athafnagleði sem streymir frá veggjum Listaskála alþýðu á Grensásvegi 16b þessa dagana og fram til 1. nóvember, en þar sýnir Erla B. Axelsdóttir 34 olíumálverk. Allar myndirnar eru svo málaðar á sl. tveim árum. Erla hefur haldið einkasýningar með reglulegu millibili frá 1983, en hafði áður sýnt fyrir nær ára- tug að Skipholti 37. Þá hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýning- um og er í hópnum, sem stendur að listhúsinu Art-Hún. Erla er öðru fremur málari stemmning- anna og það kemur vel fram á þessari sýningu hennar, sem ég held að sé hin viðamesta fram til þessa. Hún -fetar hér í fótspor margra kvenna, sem mála á alveg sérstakan hátt, og meira eftir inn- blæstri, næmni og beinum skyn- rænum kenndum augnabliksins, en yfírvegan. Sumar hafa náð langt eins og t.d. hin norska Gunnvor Advokaat eða svo við höldum okkur við heimaslóðir, Ragnheiður J. Ream. En munur- inn á þessum listakonum er sá, að Erla er mun minna skóluð og kemur það vel fram í myndum hennar. Þessi tegund myndlistar þarfn- ast nefnilega mjög mikillar skól- unar og einbeitni, sem einungis er hægt að ná með stöðugum og samfelldum vinnubrögðum um árabil. Þessi léttu og leikandi form Umsagnir eft- ir Aristóteles komin út á á íslensku gera þannig mjög miklar og óvægar kröfur til iðkenda sinna og alls ekki síður en hin nákvæm- ustu flatarmálsform. Hin hlutstæða veröld og þá einkum náttúruform er það sem slíkir listamenn mála aðallega eða réttara sagt áhrifín frá þeim í fijálsri útfærslu. Vissa tegund innsæisstefnu má nefna þetta og vissulega málar Erla eftir hug- dettum augnabliksins, en of oft lætur hún þessar hugdettur leiða sig á villigötur, þannig að form- rænt séð verður árangurinn ósannfærandi og stundum beinlín- is slakur. Þegar svo á sér stað verður tjákrafturinn að vera mun meiri en fram kemur í myndum Erlu, því að hún ræður einfaldega ekki við þá tegund myndlistar enn sem komið er. Er hér bæði um þjálfunaratriði að ræða og eðlis- lægt upplag. I mörgum myndanna er mynd- byggingin óákveðin og fljótandi í þá veru, að innri lífæðir málverks- ins eru ekki virkjaðar. Við getum t.d. borið slík vinnubrögð saman við vinnubrögð Fautriers og Wols, og þá sjáum við mikinn mun, því að myndir þeirra virka svo óhagg- anlegar og klárar á myndfletinum þrátt fyrir hina óformlegu með- höndlun efniviðarins og for- manna. Að mínu mati er Erla næst því að móta heilsteypta veröld á myndfletinum, þegar fram koma sjálfrátt eða ósjálfrátt þreifíngar í átt til myndbyggingar, eins og t.d. í myndunum „Vífílfell" (1), „Miðnætursól á Mosfellsheiði“ (4), „Brekkubörð“ (5), „Júníkvöld (20) og „Kyrrð“ (23). Þá eru myndir eins og t.d. „Á fjallaslóð" (25) og „Sólarlag" (26) skemmtilega ljóðrænar og hreint málaðar og njóta sín einkar vel í nokkurri íjarlægð. ÚT ER komin í íslenskri þýðingu bókin Umsagnir eftir gríska fræðimanninn Aristóteles. Verkið hefur löngum gengið undir latneska heitinu Categor- iae, en það er dregið af gríska orðinu sem Ar- istóteles notar jafnt yfir um- sögn málfræð- inga (þá sem þekkja) og um- sögn rökfræð- inga (sem skýrð eru í ritinu). Umsagnir voru ein helsta lesning heimspekinema á miðöldum og tald- ar undirstöðurit í heimspeki Arist- ótelesar og þó einkum rökfræði. Sú skoðun var að sumu leyti á misskiln- ingi byggð; þó mun ritinu hafa ver- ið ætlað að kynna nemendum grundvallarhugtök fræðilegrar um- ræðu eins og henni var háttað í skóla Aristótelesar. Meðal þess sem skýrt er í Umsögnum er munurinn á eðli hluta og öðrum einkennum þeirra; svonefndum hendingum - einnig ólíkar tegundir hendinga. Efni verksins tengist jafn málfræði sem frumspeki, en áherslan er þó öll á röklega eiginleika hlutanna. Þessari íslensku þýðingu fylgir formáli og skýringar og er bókin 75 síður alls. Siguijón Halldórsson þýddi úr grísku. Ritið verður selt í Bóksölu stúdenta og Bókaverslun Eymundssonar. Útgefandi er Ara- rit, Klettagerði 1, Akureyri. (Fréttatilkynning) Ljósmynda- sýning í Lóuhreiðri UM ÞESSAR mundir heldur Ijós- myndarinn Jón Páll Vilhelmsson sýningu á svart-hvítum landslags- myndum í kaffihúsinu Lóuhreiður á Laugavegi 59, annarri hæð. Myndirnar eru teknar á svart hvít- ar filmur (9 sm/12 sm), stækkaðar á hágæða ljósmyndapappír og tónað- ar í „selenium toner“ sem eykur dýpt myndanna, en hefur lítil áhrif á litinn. Allar myndimar eru teknar á íslandi á þessu ári. í fréttatilkynningu segir að Jón Páll hafí numið ljósmyndun við „Bro- oks Institude of Photography" í Kali- forníu um tíma en starfaðsem„freel- ance“ ljósmyndari síðastliðið ár. Hann stefnir á áframhaldandi nám eftir áramót. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18, nema laugardaga kl. 10-16. Hún stendurtil 14. nóvember. -----♦ ------- FIAC í París Listin lifir líkaá krepputímum París, frá Margréti E. Óiafsdóttir. ALÞJÓÐLEGA listaverkakaup- stefnan FIAC, sem árlega er hald- in í París opnaði dyr sínar í Grand Palais í nítjánda sinn á laugar- daginn. Þrátt fyrir kreppu á al- þjóðlegum listaverkamörkuðum síðustu tvö árin vantaði ekki umsækjendur að sýningarpláss- um í ár, né heldur létu listunnend- ur og safnarar sig vanta á opnun- ina á föstudagskvöldið. Hvort kaupstefnan síðan stendur undir þeirri stefnuyfirlýsingu að kynna það sem er að gerast í nútímalist- um hveiju sinni er svo annar handleggur og umdeildur. ítalir eru sérstakir gestir FIAC að þessu sinni og eiga þar 25 gall- erí. ítalir hafa ákveðnar sérstöðu miðað við t.d. Frakkland og Banda- ríkin þar sem listaverkauppboðið greip aldrei almennilega um sig á níunda áratugnum. Kreppan þar er því ekki eins áberandi og salan stöð- ugri. ítalir bera sig því tiltölulega vel. Tæpur helmingur galleríanna sem eru með sýningarbása á FIAC er franskur og þar af eru flest frá París. Ekki eru allir hérlendir gall- eríeigendur ánægðir með hlutfallið og vildu sjá það hærra en stefnan stæði þá varla undir því nafni að vera alþjóðleg. Frakkarnir eru held- ur ekki allir sáttir við stefnu FIAC. Telja hana ekki nógu vogaða. Þann- ig segir einn þeirra sem hefur verið með bás síðustu 14 árin að sér hafði verið hafnað í ár vegna þess að hann kynni listamenn sem séu utan við meginstefnuna. Annar óánægður Frakki vill meina að markmið FIAC sé ekki lengur að koma á framfæri ungum listamönnum heldur selja dýr verk. Þá er bent á að á móti að það séu sérstakar sýningar ætlaðar til að koma ungum listamönnum á fram- færi. Hvað sem þessum skoðunum líður er óhætt að segja að það ægi saman hinum ólíklegustu stefnum á FIAC og að allir ættu að fínna þar eitt- hvað sem þeim líkar. Samt kemur ekkert beinlínis á óvart. Það er eng- inn ferskur andlbær yfír sýningunni enda varla við því að búast þegar galleríin eru ótreg að taka upp á sína arma unga og óþekkta lista- menn. En hún gefur áhugamönnum tækifæri til að sjá hvað þau 162 gallerí sem valin voru úr hópi 2.000 umsækjenda hafa upp á að bjóða og færir mönnum sönnur á að lista- heimurinn er ekki dauður úr öllum æðum, þó menn séu hættir að borga fyrir verkin jafn gígantískar fjár- hæðir og þeir gerðu fyrir aðeins nokkrum árum og velta galleríanna sem sýna á FIAC fari árminnkandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.