Morgunblaðið - 28.10.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
15
Tíminn og þjóðar-
samstaða um EES
eftir Björn Bjarnason
Forystugrein Tímans síðastliðinn
laugardag, 24. október, hét einfald-
lega EES. Þar er rætt um stöðu
samningsins um evrópska efnahags-
svæðisins (EES) á Alþingi. í forystu-
greininni segir meðal annars: „Það
er ekki undarlegt þó ýmsir þingmenn
hafí ekki gefíð upp afstöðu til máls-
ins.“ Með hliðsjón af hinum miklu
umræðum, sem urðu um málið í þing-
sölum í síðasta mánuði, er auðvelt
að draga þá ályktun af þessum orð-
um í málgagni Framsóknarflokksins,
að með þeim sé vísað til ýmissa þing-
manna þess flokks.
í þessu sambandi er ástæða til að
rifja upp, að á þingi Sambands ungra
framsóknarmanna á Egilsstöðum
fyrir fáeinum vikum var felld tillaga
um að hafna aðild að EES. Beindi
Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, þó þeim til-
mælum til hinna ungu þingfulltrúa,
að þeir styddu sig og Pál Pétursson,
formann þingflokks framsóknar-
manna, í andstöðunni við EES.
Þeir framsóknarmenn hafa helst
tekið til máls í umræðum um EES
á Alþingi, sem hafa ótvírætt lýst
andstöðu við aðild að hinu mikla
markaðs- og efnahagssvæði 380
milljóna manna, sem opnast okkur
með samningnum. Sérstaka athygli
vekur framganga Steingríms Her-
mannssonar, sem lagði grunninn að
EES-samningnum, þegar hann var
forsætisráðherra og gekk til síðustu
þingkosninga í apríl 1991 undir þeim
merkjum, að þær væru þjóðarat-
kvæðagreiðsla um aðild að Evrópu-
bandalaginu (EB). Vildi Steingrímur,
að aðild að EB væri hafnað, en hann
fór sterkum orðum um að EES-
samningurinn væri okkur hættulaus;
hann væri hin ákjósanlega lausn á
varanlegu sambandi okkar við EB.
Eftir kosningar í apríl 1991 gaf
Halldór Ásgrímsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, til kynna, að
yfírlýsingar Steingríms um EB og
þjóðaratkvæðagreiðsluna hefðu verið
mistök. Margt bendir til þess nú, að
Halldór sé í forystu þeirra í þingliði
Framsóknarflokksins, sem telja, að
EES-stefna Steingríms og Páls Pét-
urssonar sé mistök. Það sé Fram-
sóknarflokknum hættulegt í bráð og
lengd að ætla að snúast gegn þessum
samningi, sem hann átti ríkan þátt
í að gera og á eftir að auðvelda ís-
lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að
selja framleiðslu sína á hinum mikil-
væga EES-markaði.
Áhersluatriði
Forvitnilegt er að líta á áhersluatr-
iðin, sem nefnd eru í forystugrein
Tímans, þegar rædd eru þau vafaatr-
iði, sem þingmenn þurfa að skoða,
áður en þeir gefa upp afstöðu sína
til EES-samningsins. I greininni seg-
ir:
„Enn eiga 29 lagafrumvörp varð-
andi samninginn eftir að koma fram.
Þar á meðal frumvarp til breytinga
á jarðalögum. Enn er ekki ljóst um
frumvarp um eignarhald á vatnsorku
eða öðrum orkulindum. Tvíhliða
samningur um sjávarútvegsmál ligg-
ur ekki fyrir, og ekkert liggur fyrir
Hundeigandi
fékk óblíð-
ar móttökur
ÍBÚAR í fjölbýlishúsi i Árbæjar-
hverfi kvörtuðu sáran við lögreglu
aðfaranótt laugardags, þar sem
þeir gátu ekki fest svefn. Ástæðan
var mikil hundgá úr einni íbúð-
inni.
Lögreglan kannaði málið og var
greinilegt að eigandi hundsins var
ekki heima. Þegar komið var fram
undir morgun kom hann hins vegar
heim og var vel fagnað af hundinum
einmana. Móttökurnar hjá nágrönn-
um hans voru hins vegar ekki mjög
blíðar.
Björn Bjarnason.
„Hér er í forystugrein
Tímans ekki drepið á
neitt mál, sem valdið
hefur ágreiningi milli
andstæðinga og stuðn-
ingsmanna EES-samn-
ingsins á Alþingi, eða á
milli stjórnarsinna og
stjórnarandstæðinga
þar.“
um stöðu mála, ef önnur EFTA-ríki
ganga í EB.“
Hér er í forystugrein Tímans ekki
drepið á neitt mál, sem valdið hefur
ágreiningi milli andstæðinga og
stuðningsmanna EES-samningsins á
Alþingi, eða á milli stjórnarsinna og
stjórnarandstæðinga þar. Ríkisstjórn
og allir þingmenn vilja, að fylgifrum-
vörp samningsins séu lögð fram fyr-
ir afgreiðslu hans. Hins vegar þarf
ekki að taka afstöðu til þeirra allra
á næstu vikum. Ríkisstjómin hefur
boðað frumvarp um breytingu á
jarðalögum og um eignarhald á
vatnsorku og öðrum orkulindum.
Vonandi næst víðtæk og þverpólitísk
samstaða um þau mikilvægu frum-
vörp. Meginatriði í tvíhliða samn-
ingnum um sjávarútvegsmál liggja
þegar fyrir og hafa verið kynnt á
Alþingi og annars staðar. Alþingi
þarf að fullgilda þennan samning
samhliða því, sem lagafrumvarpið
um EES-samninginn er afgreitt. Það
er Ijóst, að EES-samningur íslands
við EB heldur gildi sínu, þót.t önnur
EFTA-ríki gangi í EB. Efnisatriði
samningsins verða óbreytt en eftirlit-
skerfinu með framkvæmd hans yrði
að breyta með hliðsjón af því, að í
raun yrði um tvíhliða samning að
ræða.
í forystugrein Tímans er ekki
minnst á það atriði, sem helst olli
ágreiningi í sumar, það er hvort
EES-samningurinn brjóti í bága við
stjórnarskrána eða ekki. Er augljóst,
að höfundur forystugreinarinnar tel-
ur andstæð lögfræðileg sjónarmið
um það efni ekki eiga ráða afstöðu
þingmanna til samningsins.
Kynning málsins
Líklega hefur enginn alþjóða-
samningur, sem ísland hefur gert,
hlotið jafnalmenna og langvinna
kynningu og EES. Það eru ósannfær-
andi rök fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
um samninginn, að hún sé nauðsyn-
leg til að þjóðin fái tækifæri til að
kynna sér hann. Þessum rökum er
þó hreyft í forystugrein Tímans með
þessum hætti:
„Jafnframt hvílir sú skylda á
stjórnvöldum að kynna kosti og galla
samningsins fyrir þjóðinni. Umræður
sem fylgdu þjóðaratkvæðagreiðslu
eru vel fallnar til þess, og fullkom-
lega ástæðulaust að vantreysta þjóð-
inni til þeirra skoðanaskipta og
ákvarðanatöku í kjölfarið."
Hér skal sú skoðun enn ítrekuð
að nægilega mikið hafí verið ger
af hálfu allra, er hlut eiga að máli
til að kynna þjóðinni þennan mikil
væga samning. Sem betur fer búun
við hins vegar ekki í þjóðfélagi, þa
sem yfírvöld geta skipað borgurun
um að kynna sér eitthvað, sem fyri
þá er lagt. Það undir áhuga hver
og eins komið, hve ýtarlega men:
rýna í það, sem frá yfírvöldunur
kemur. Þjóðaratkvæðagreiðsla að
eins í því skyni að knýja fólk til a
kynna sér eitthvað, sem það sýni
takmarkaðan áhuga, er stórt skre
frá hefðbundnum stjórnarháttum
ríki, sem býr við fulltrúalýðræði.
Afstaðan til EB
í hinni sögulegu forystugrei
Tímans segir: „Það er iykilatriði
þessu máli hvort ríkisstjórnarflokk
arnir ætla sér að setja stefnuna
aðild að EB, ef aðrar EFTA-þjóð:
fara þá leið.“
Nú þegar er ljóst, að fímm EFTA
þjóðir af sjö sækja um aðild að Eí
Líklegt er, að Norðmenn bætist
þennan hóp og þá stöndum við ís
lendingar einir EFTA-þjóða í EES
sambandi við EB. Davíð Oddsso
forsætisráðherra hefur hvað efti
annað sagt, að aðild að EB sé ekk
á dagskrá ríkisstjórnar hans.
Umræður um stöðu íslands utan
EB við þær aðstæður, að önnur
EFTA-ríki séu í bandalaginu, hafa
hvorki verið miklar né markvissar.
Þær eru hins vegar nauðsynlegar,
þótt óþarft sé að efna til þeirra vegna
aðildarinnar að EES. Það er ótví-
rætt, að aðild að EES fylgir engin
skylda til þátttöku í EB auk þess sem
við getum sagt EES-samningnum
upp með 12 mánaða fyrirvara.
Nauðsyn samstöðu
I síðustu þingkosningum var víð-
tæk samstaða um nauðsyn þess, að
ísland ætti aðild að samrunaþró-
uninni í Evrópu. Voru fjórir stjórn-
málaflokkar, Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur, Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur þá sammála, um
að EES væri besta leiðin til að kom-
ast hjá einangrun frá Evrópu.
Eftir að Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur lentu utan ríkisstjórn-
ar að kosningum loknum, snerust
forystumenn þeirra gegn EES. Hin
efnislegu rök fyrir slíkri kúvendingu
eru síður en svo sannfærandi.
Kvennalistinn var einn flokka ein-
dregið gegn þátttöku í EES við síð-
ustu kosningar. Nú hefur það hins
vegar gerst, að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, þingmaður Kvennalist-
ans, lýsir yfir, að aðild að EES sé
skynsamlegasta úrræðið um þessar
mundir fyrir Islendinga til að komast
hjá einangrun í Evrópu.
Framvinda EES-umræðnanna að
undanförnu bendir tvímælalaust til
þess, að góðar forsendur séu fyrir
víðtækri samstöðu manna í öllum
flokkum, nema kannski Alþýðu-
bandalaginu, um nauðsyn EES-
samningsins. Forystugrein Tímans,
málgagns Framsóknarflokksins, um
EES, sem hér hefur verið rædd, má
skoða sem lið í viðleitninni til að
skapa víðtæka og nauðsynlega póli-
tíska samstöðu um þennan mik-
ilvæga samning.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Macintosh fyrir byrjendur
hk-92101
Gmnnatriði Macintosh, WorLs-ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir
og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byijendur.
Tölvu- og verkfræöiþjónustan '
Verkfræðístofa Halldórs Kristjánssonar (g
Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 ®
Arshátíð
Skíðaskólany,
|Kerllngarf)ölluni 1992
laugardaginn 31. október í
Átthagasal Hótels Sögu.
Húsið verður opnað kl. 20.
Borðhald hefst stundvíslega
kl. 20.30.
Skemmtiatriði
Fjöldasöngur meö kvöldvökustjórum skólans.
Myndbandasýning frá sumrinu.
„Skíðabrot“ leikurfyrir dansi til kl. 03.00.
Miðasala
í andyri Súlnasalar fimmtudag og föstudag frá kl.
9-17. Einnig í síma 29900 hjá Sveinbirni í miða-
söludeild. Miðaverð kr. 3.800,-
Eftir borðhald - frá kl. 22 - miðaverð kr. 1.200,-
Allir námskeiðsgestir og helgargestir skíðaskól-
ans, fyrr og síðar, átján ára og eldri eru velkomn-
ir. Yngri en 18 ára er samkvæmt lögum heimill
aðgangur ífylgd foreldra.
Hóið ískíðafélagana og takið borð frá saman.
$1 i |
Hittumst heil!
Kvöldvökunefndin
GOODfYEAR
VETRARHJÓLBARÐAR
GOOD'fYEAR
60 ÁR Á ÍSLANDI
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
m
HEKIA
FOSSHÁLSI 27
SÍMI 695560 674363