Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 Skagaströnd Sameining Skag- strendings og Hóla- ness hf. í athugun STJÓRN Hólaness hf. var öll endurkjörinn á aðalfundi fyrirtækisins nú fyrir skömmu. Aðalfundurinn nú var haldinn stuttu eftir að fyrir lá sú ákvörðun stjórnar Skag-strendings hf. að selja ísfiskstogarann Arnar sem séð hefur að langmestu leyti fyrir hráefni til fiskvinnslu félagsins. Launagreiðslur Hólaness hf. numu um 114 milljónum króna á síðasta ári en nokkurt tap var á rekstri fyrirtækisins á árinu. Á að- alfundinum var samþykkt ályktun sem framkvæmdastjóri Hólaness bar fram þess efnis að sameina beri eða samtvinna í eina hendi þá útgerð og fískvinnslu sem verið hefur í höndum Skagstrendings hf. og Hóla- ness hf. Var það skoðun fundarins að með því móti megi vænta þess að staða atvinnulífs á Skagaströnd verði sterkari en ella. Til að ná ofangreindum markmið- um er bent á þijár leiðir sem allar fela í sér nokkurn samruna fyrir- tækjanna þó í mismiklum mæli sé. Fyrsta leiðin gerir ráð fyrir að físk- vinnsluþáttur Hólaness verði í hönd- um Skagstrendings en rækju- vinnsluþátturinn áfram hjá Hóla- nesi. Önnur leiðin væri sú að sam- eina fyrirtækin í eitt þannig að út- gerð, fískvinnsla og rækjuvinnsla væri á einni hendi. Þriðja leiðin sem um er að ræða að áliti fundarins er að Skagstrendingur verði meiri- hlutaeigandi í Hólanesi með hluta- fjárkaupum í fyrirtækinu. Fundurinn taldi eðlilegast að hreppsnefnd Höfðahrepps hefði forystu í þessu máli þar sem hann er stærsti hlut- hafmn bæði í Hólanesi og Skag- strendingi. Eftir að þessi ályktun hafði verið samþykkt kom fram tillaga á fund- inum þess efnis að aðalfundurinn skoraði á stjóm Skagstrendings að fresta sölu Ámars meðan reynt yrði til þrautar að fínna önnur úrræði. Tillaga þessi var felld með litlum meirihluta greiddra atkvæða en full- trúar tæplega helmings atkvæða á fundinum sátu hjá við afgreiðslu til- lögunnar. - Ó.B. „Við höfum séð um uppboðin fyrir Fiskmarkað Suðurnesja og það hef- ur gengið mjög vel. Síðan ákváðu þeir einhliða að setja upp þessa afgreiðslu og leituðu ekki til okkar eftir neinu í sambandi við það,“ sagði Grétar. Hann sagði að jafnframt þyrfti íslandsmarkaður, sem tekur til starfa um næstu áramót, að huga að því að setja upp útibú á Suður- nesjum. íslandsmarkaður er sam- eiginlegur markaður Fiskmarkaðs HafnarQarðar, Faxamarkaðar og fískmarkaða á Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum og víðar. „Eg Morgunblaðið/Sverrir Finnur Guðsteinsson deildarstjóri fjölskyldusambýlisins við Sólheima 17, Margrét Halldórsdóttir sálfræð- ingur og deildarstjóri Unglingaráðgjafar, Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur og forstjóri Unglingaheimil- is ríkisins, Áskell Örn Kárason sálfræðingur og deildarsljóri í Efstasundi, með bol dagsins, og Sigrún Hv. Magnúsdóttir félagsráðgjafi og deildarstjóri meðferðarheimUisins að Tindum. Unglingaheimili ríkisins 20 ára Athygli vakin á lífi og starfi unglinga á unglingadegi Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Opnum áreiðanlega útibú á Suðumesjum -segir Grétar Friðríksson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar „VIÐ munum skoða það alvariega hvort við setjum upp útibú á Suðurnesjum. Ég held að það sé alveg öruggt að það verður sett upp einhver aðstaða á Suðurnesjum,“ sagði Grétar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar, um ákvörðun Fiskmark- aðar Suðurnesja að opna útibú í Hafnarfirði. held að það sé alveg öruggt að það verður sett upp einhver aðstaða á Suðumesjum. Ástæðan fyrir stofn- un útibús Fiskmarkaðs Suðurnesja í Hafnarfírði er sú að þeir selja físk frá ísafirði og Homafirði sem fer mikið á suðvesturhomið, og mikið af þessum físki hefur verið fluttur til Keflavíkur. Kaupendur hérna í Hafnarfirði hafa því lent í auka- kostnaði við að sækja fískinn til Keflavíkur. Hins vegar höfum við tæki og aðstöðu til að sinna þessu fyrir þá, en það var aldrei leitað eftir því,“ sagði Grétar. SÉRSTAKUR unglingadagur verður haldinn á vegum Unglingaheim- ilis ríkisins á morgun, 29. október. Tilgangurinn er að vekja athygli á lífi og starfi unglinga, og á þvi umhverfi sem unglingar alast upp í, bæði jákvæðum og neikvæðum hliðum. Þá er vakin athygli á þeim hættum sem unglingar standa frammi fyrir í nútíma þjóðfélagi og gildi forvarnarstarfs. Einar Gylfí Jónsson forstjóri Unglingaheimilisins, sagði að heim- ilið ætti 20 ára afmæli um þessar mundir og því hefði verið ákveðið að vekja athygli á málefnum ungl- inga og helga þeim einn dag með sérstakri dagskrá. í Kópavogi hefur verið ákveðið að efna til pallborðs- umræðu forsvarsmann bæjarfé- lagsins og unglinga um aðstæður þeirra síðamefndu. Fara umræð- umar fram í íþróttahúsinu Digra- nesi kl. 13 til 17. í Mosfellsbæ verð- ur sérstakur temadagur í gagn- fræðaskólanum, þar sem unglingar fá að móta kennsluna. í Tónabæ í Reykjavík, fer fram spumingakeppni, vináttuleikur og dansleikur fyrir nemendur í skólum hverfísins. I Fellahelli verður rat- leikur fyrir unglinga og opið hús fyrir foreldra á sama tíma. I Þrótt- heimum verður íslandsvika, þar sem eingöngu verður flutt íslensk 'tónlist, húsnæðið skreytt í þjóðleg- um stíl og íslensk kvikmynd verður sýnd á breiðtjaldi. Á föstudag verð- ur haldinn dahsleikur með íslenskri tónlist og íslenskum klæðnaði. í Grafarvogi munu skólinn, íþróttafé- lagið, hverfasamtökin, félagsmið- stöðin og fleiri sameinast um sér- staka dagskrá. Þar verður kynnt sú starfsemi sem fram fer í hverf- inu á vegum þessara aðila og leitað eftir hugmyndum unglinganna um úrbætur. í Hafnarfirði verður sérstök dag- skrá fyrir eldri borgara, sem ung- lingar munu sjá um í Félagsmið- stöðinni Vitanum. Á Akranesi verð- ur haldið námskeið í framkomu í félagsmiðstöðinni og á föstudag fer fram fræðsla fyrir unglinga á veg- um forvarnardeildar lögreglunnar. Auk þess fer fram könnun á högum unglinga og viðhorfum þeirra til ýmisra mála er snerta þá sjálfa. Þann 3. nóvember verður haldinn fyrirlestur fyrir foreldra um ung- lingsárin og samskipti kynslóðanna. í Garðabæ verður opið hús fyrir fullorðna í félagsmiðstöðinni Garða- lundi, þar sem unglingar kynna félagSstarf fyrir æskufólk í bæjarfé- laginu. Um kvöldið munu unglingar úr Æskulýðsfélagi Garðakirkju sjá um helgistund fyrir vistfólk á Vífíl- stöðum. Á Húsavík munu unglingar standa fyrir kvöldkaffí og dagskrá fyrir foreldra og aðra fullorðna í félagsmiðstöðinni, þar sem meðal annars verða vígð ný karoke tæki með sérstakri viðhöfn. í Bolungar- vík verður opið hús í félagsmiðstöð- inni. Kynning á Lions Quest, rat- leikur fyrir unglinga og foreldra auk þess smásagna- og ljóðakeppni. í tilefni unglingadagsins fer fram fótboltamót ISÍ kl. 13 til 16.20 á gervigrasvellinum í Laugardal. Þá munu KSÍ og UHR kynna sérstakt forvarnarátak. Að kvöldi munu ÍTR og UHR í samvinnu við ýmsa styrktaraðila og tónlistarmenn standa að hljómleikum í Hinu hús- inu fyrir unglinga. Þar munu koma fram þekktar hljómsveitir og efni- legar unglingahljómsveitir. í kjölfar unglingadagsins mun UHR standa fyrir sýningu á mynd- verkum unglinga og opnar sýningin 5. desember í Gerðubergi. Olíuviðskipti ríkisstofnana Ekkert hefur enn orðið af útboði á olíuvörum EKKERT hefur enn orðið af því að ríkið hefji útboð á olíuviðskiptum ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja eins og fyrirhugað var fyrir um það bil einu ári en þá lágu fyrir drög Innkaupastofnunar rikisins að útboðslýsingu á olíuviðskiptunum í fjármálaráðuneytinu. Ástæðan fyrir því að frestað var að olíufélögin gerðu afsláttartilboð í olíukaup- in var sú að frumvarp viðskiptaráðherra um flutningsjöfnun olíu- vara á landsbyggðinni náði ekki fram að ganga á Alþingi sl. vor. „Það hefur ekki komið að útboði un átti að auka ennfrekar frelsi í á olíuvörum ennþá vegna þess að olíuviðskiptum. Frumvarpið mætti menn telja að áður þurfí að rýmka hins vegar andstöðu nokkurra þing- enn meira um heimildir til innkaupa og sölu olíuvara," segir Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu. Innflutningur á olíuvörum og bensíni var gefínn frjáls um síðustu áramót og felld voru úr gildi af- skipti verðlagsyfirvalda af há- marksverði á olíuvörum. Frumvarp viðskiptaráðherra um flutningsjöfn- manna og fékkst ekki afgreitt sem lög. I september á síðasta ári var áætlað að árlegt verðmæti olíuinn- kaupá ríkisins væri 350 milljónir króna og samkvæmt útboðslýsingu sem samin var átti útboðið m.a. að ná til kaupa á bensíni fyrir um 1.000 ríkisbifreiðar, 5-6 millj. lítra af gas- olíu, og um 13 þúsund tonna af svartolíu. Meðal stærstu notenda eru skip Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslu, Flugmálas- stjóm, Síldarverksmiðjur ríkisins og Vegagerð ríkisins. „Ég tel að enn sé full ástæða til að bjóða þessi viðskipti út. Það má búast við að af því yrði sparnaður fyrir ríkið ef einhver samkeppni er í þessu á annað borð. Við erum sannfærðir um að eftir nokkru sé að slægjast," sagði Magnús Péturs- son. Hann sagði það sína skoðun að bjóða hefði mátt upp á sam- keppni um þessi viðskipti óháð því hvort lagafrumvarpið næði fram að ganga en rýmri lagaákvæði um ol- íuviðskipti myndu hins vegar gera þetta auðveldara viðfangs. Samþykkt ráðherraráðs EB Fæðingarorlof lengra hér á landi TILSKIPUN um réttindi og öryggi barnshafandi kvenna, sem ráð- herraráð EB hefur samþykkt er ekki sambærileg því sem íslensk lög segja til um. Samkvæmt tilskipun ráðherraráðsins er gert ráð fyrir að fæðingarorlof verði minnst 14 vikur og að greiðslur í leyf- inu verði ekki minni en í veikindaleyfum. Hér á landi er barnsburðar- leyfi 6 mánuðir og þann tima eiga konur rétt á mánaðarlegum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Mikill ágreiningur hefur verið um þessa tilskipun milli aðildarríkja EB og telja sum ríkin hana ganga of langt en önnur að hún gangi of skammt. Samkvæmt íslenskum lög- um eiga konur rétt á sex mánaða bamsburðarleyfi og sitja allir við sama borð er varðar fæðingarstyrk en hann er rúmar 25 þúsund krón- ur á mánuði. Auk þess fá útivinn- andi konur og konur í námi fæðing- ardagpeninga, sem hækkar greiðsl- ur til þeirra í um 57 þúsund krónur á mánuði þá sex mánuði sem bams- burðarleyfíð varir. Greiðsla fæðing- ardagpeninga er háð því að konan hafi unnið í hálfu starfí í tólf mán- uði eða í fullu starfí í tólf"mánuði fyrir fæðingu. Lögin gera ekki ráð fyrir að launagreiðandi greiði bætur en í samningum stéttarfélaga er gert ráð fyrir bótum. Ríkisstarfsmenn halda fullum launum í sex mánuði, blaðamenn halda launum í fjóra mánuði og bankastarfsmenn fá full laun í þijá mánuði en Trygginga- stofnun greiðir fæðingardagpen- inga þá mánuði sem upp á vantar. 1 samþykkt ráðherraráðsins er jafnframt kveðið á um að konur haldi fullum réttindum á meðan á fæðingarorlofi stendur og að óheim- ilt sé að segja þeim upp störfum nema hægt sé að sýna fram á að uppsögnin sé ástandi konunnar óviðkomandi. íslensk lög tryggja konum þessi sömu réttindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.