Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 20

Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 20
20 H/UIÖ'ÍyIO )ttJOA<ítí5tlV8íM 0IOAf\tt\AU0HOií\ MORGUNBLAÐIfT MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips Líta má á gjald- skrána sem há- marksgj aldskrá HÖRÐUR Sigurgestsson forstjóri Eimskips segir að það veki furðu stjórnerula Eimskips að hækkun flutningsgjaida skipafélaganna skuli hafa verið gerð að umtals- efni á Alþingi. Aldrei hafi þótt ástæða til þess á undanförnum sjö árum þegar flutningsgjöldin lækk- uðu um að meðaltali 5% á ári. „Flutningsgjöldin hafa lækkað um 35% á síðastliðnum sjö árum, sem samsvarar um 5% raunlækkun á ári. Fyrir það tímabil höfðu þau einnig lækkað. Það vekur þess vegna dá- litla furðu okkar að hækkunin skuli verða umræðuefni á Alþingi nú þótt sérstaklega standi á í efnahagsmál- um. Aldrei á þessum sjö árum hefur þótt ástæða til að taka það til um- ræðu á Alþingi þegar flutningsgjöld hafa lækkað og við með því skilað verulegu framlagi til þess að lækka verðlag. Hefur þó staðið á með ýms- um hætti í efnahagsmálunum,“ sagði Hörður þegar leitað var álits hans á umræðum á Alþingi um fargjalda- hækkun skipafélaganna. í umræðunum sagði Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra að verðlagsráð myndi m.a. huga sérstaklega að því hvers vegna skipafélögin hefðu ekki dregið úr þeim afslætti sem þau hefðu veitt fremur en að breyta gjald- skránni almennt. Aðspurður um þetta sagði Hörður að líta mætti á gjaldskrá félagsins sem hámarks- gjaldskrá. Hún hefði lengi verið viðmiðunargrundvöllur við samninga við viðskiptavini um flutninga. Hann sagði að þau flutningsgjöld sem raunverulega séu í gildi séu þau flutningsgjöld sem samið hafi verið um við viðskiptavinina á hveijum tíma. Hörður sagði að ekki væri eðli- legt að afnema afslátt. Hann hefði þróast með mismunandi hætti, bæði eftir markaðsástandinu á hveijum tíma og eftir breytingum í flutninga- tækni. Varðandi þau ummæli viðskipta- ráðherra að því hafi ekki verið svar- að hvað hafí skyndilega gerst sem valdið hafí því að fyrirtækin söðluðu samtímis um og leggðu samkeppni til hliðar, sagði Hörður: „Ég get ein- göngu svarað fyrir okkur. Við höfum ekki rætt þessi mál við Samskip. Við höfum bent á að hér hafí ríkt óraun- hæf samkeppni, og þá er átt við sam- keppni sem leiðir til taps sem menn hafa ekki efni á. En ég vek athygli á því að áfram er samkeppni á þess- um markaði þó menn leitist nú við að ná rekstraijafnvægi á ný. Sam- keppnin er áfram um verð og gæði,“ sagði Hörður Sigurgestsson. Hlutfall þeirra sem hafa prófað hass hækkar með auknu skrópi í skóla* 24,5% Hlutfall þeírra sem hafa prófað hass hækkar með versnandi námsgengi* 25,1% 24,5% þeirra sem skrópa í hveni viku eða oftar hafa prófað hass 7,3% 2,6% 25,1 % þeirra sem gengur mjög illa í skóla hafa prófað hass Skrópa sjaldnaren íhverjum íhverriviku Gengur fremur aldrei mánaðartega mánuði eða oftar mjög vel vel *Úr skoðanakónnuninni „Ungt fólk ’92“: 9. og 10. bekkur gmnnskóla eða 15-16 ára unglingar fremur illa Gengur mjög illa Könnun á högum ungs fólks á aldrinum 13-20 ára Sterk tengsl á milli hass- neyslu og árangurs í skóla KYNNTAR hafa verið fyrstu niðurstöður úr könnun sem gerð var á högum ungs fólks á aídrinum 13-20 ára og er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á þessu sviði. Ætlunin er að kynna niðurstöð- ur könnunarinnar smátt og smátt en í fyrstu var m.a. greint frá samspili tóbaksreykinga og hassneyslu við íþróttaiðkun og árangur í skóla. Fram kemur að sterk tengsl eru á milli hassneyslu og versn- andi námsgengi. Þannig gengur rúmlega 25% þeirra sem prófað hafa hass mjög illa i skóla en af þeim sem gengur mjög vel hafa aðeins 2,5% prófað hass. Af þeim sem skrópa oftar en í hverri viku hafa 24,5% prófað hass en aðeins 2,6% af þeim sem skrópa aldrei. Morgunblaðið greindi frá helstu niðurstöðum þessarar könnunar um neyslu á áfengi og fíkniefnum fyrir tæplega tveimur vikum en á blaða- mannafundi í gærdag þar sem frek- ari niðurstöður voru kynntar kom fram í máli Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra að könnunin væri óvenjuviðamikil bæði hvað varðar fjölda einstaklinga og fjölda viðfangsefna sem spurt var um. Alls voru sendir út 26.000 spum- ingalistar til allra nemenda landsins á aldrinum 13-20 ára en tölvugögn eru unnin úr úrtaki 13.582 af þeim sem svöruðu, það er við skráningu gagna var notast við 50% úrtak fyrir 8. bekk, 100% fyrir 9. og 10. bekk og 30% úr framhaldsskólun- um. Fyrir utan áfengis- og fíkni- efnaneyslu var m.a. spurt um at- vinnumál nemenda, líðan þeirra, þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi og viðhorf til heimabyggðar. Menntamálaráðherra segir að með könnuninni hafí verið komið upp oafar umfangsmiklum gagna- banka sem hægt væri að styðjast við þegar teknar væru ákvarðanir um ýmsar aðgerðir til úrbóta í vandamálum unglinga. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála vann könnun þessa og Þórólfur Þórlindsson, forstöðumað- ur hennar, kynnti þessar fyrstu nið- urstöður. Hann segir að skekkju- mörk á niðurstöðum séu mjög lítil og í 9. og 10. bekk séu þau nánast engin. Við samanburð á fyrri könn- unum um hassneyslu unglinga verði að hafa í huga að skekkjumörk fýrri kannana eru töluverð. Þórólfur bar kannanir frá 1974 og 1984 saman við þessa og samkvæmt Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem Ríkissaksóknara ritað bréf vegna máls Eðvalds Hinrikssonar Stofnunin kom til leiðar að brezka stríðsglæpanefndin tók málið upp SIMON Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem hefur sent ríkissaksóknara- embættinu bréf vegna máls Eðvalds Hinrikssonar (áður Evalds Mik- sons). í bréfínu er spurzt fyrir um hvort stofnunin megi senda ríkis- saksóknara gögn um mál Eðvalds, í þeirri von að embættið ákveði á grundvelli þess, sem þar kemur fram, að hefja rannsókn á máli hans. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari segir að erindi stofnun- arinnar sé til meðferðar og því hafi enn ekki verið svarað. Morgunblaðið ræddi í gær sím- Wiesenthal-stofnunarinnar í mál- leiðis við Efraim Zuroff, forstöðu- inu, sagði Zuroff að haldið yrði mann Wiesenthal-stofnunarinnar. Hann var meðal annars spurður álits á ákvörðun stríðsglæpanefnd- ar brezka þingsins að rannsaka mál Miksons eftir að hann kom í heim- sókn til ættingja sinna í Skotlandi. „Það er mitt verk. Það er hægt að þakka mér fyrir það,“ sagði Zuroff. „Ég er hins vegar hinn versti yfir því að ég skyldi ekki hafa veður af því fyrr að Mikson var í Skot- landi. Hefði hann verið áfram í Skotlandi hefði orðið mikið mál úr veru hans þar. Þeir á skozka sjón- varpinu voru ævareiðir að missa af honum. Þeir eru þekktir fyrir and- stöðu sína við stríðsglæpamenn nazista og hafa gert mikið til að fletta ofan af þeim í Bretlandi." Aðspurður hver yrðu næstu skref áfram að safna sönnunargögnum í Eistlandi, þar sem meintir stríðs- glæpir Eðvalds eiga að hafa farið fram. Sjálfur væri hann að skipu- leggja ferð þangað. „Við höfum einnig verið að velta fyrir okkur að kaupa auglýsingar í íslenzkum blöðum og höfum hugmyndina um opinber réttarhöld á Islandi enn til alvarlegrar skoðunar. Það gæti svo farið að ég kæmi til íslands að skipuleggja slík réttarhöld. Við höf- um rætt við ýmsa um að gera biaða- mat úr sögu Miksons og ég veit að Politiken í Danmörku mun fljótlega birta stóra grein um málið," sagði Zuroff. Hann sagði að í máli Martins Jensen, sem hefði verið undirmaður Eðvalds Hinrikssonar í eistnesku lögreglunni, hefðu komið fram gögn, sem bendluðu hann mjög sterklega við stríðsglæpi. „Við vökt- um athygli yfírvalda í Kanada á veru Jensens þar. Nákvæm rann- sókn á máli hans var í gangi og farin að skila miklum árangri. Það kom aðeins upp eitt vandamál; hr. Jensen dó 8. ágúst,“ sagði Zuroff. „Það var afar óheppilegt því að sönnunargögnin gegn honum voru mjög góð og hann hefði án nokkurs vafa verið dreginn fyrir rétt í Kanada.“ Zuroff sagði að undir engum kringumstæðum myndi stofnunin láta málið niður falla. „Ég held að hr. Mikson sé að komast í klípu, því að bráðlega munum við sjá til þess að hann geti ekki farið eitt eða neitt. Hann getur nú þegar ekki farið til Bandaríkjanna, þar sem hann er á bannlista, og hann getur ekki heldur farið til Bretlands framar. Vonandi mun það sama eiga við annars staðar. Við ráðum yfír öllum meðulum til að tryggja að hr. Mikson verði mjög upptekinn og þrúgaður." Þórólfur Þórlindsson skýrir frá niðurstöðum á blaðamannafund- þeim samanburði kemur fram að fjöldi þeirra sem prófað höfðu hass minnkar nokkuð milli áranna 1984 og 1992 hjá nemendum í efsta bekk framhaldsskóla, eða úr 30,3% árið 1984 í 21,3% í ár. Hins vegar hefur 16 ára nemendum sem prófað hafa hass fjöjgað á sama tíma úr 8,2% í 9,5%. I máli Þórólfs kemur fram að það virðist vera þróunin í þessum efnum að aldur þeirra sem segjast hafa prófað hass fer stöðugt lækk- andi. Hér má geta þess að í umfjöll- un Morgunblaðsins fyrir tæpum tveimur vikum var greint frá því að rúmlega 3% grunnskólanema í 8. bekk sögðust hafa prófað hass oftar en 10 sinnum. Þegar skoðað er samspil hass- neyslu við aðra þætti sem spurt var um í könnuninni kemur í ljós að hlutfall þeirra sem hafa prófað hass lækkar með aukinni íþróttaþátt- töku. Þannig höfðu 7,6% þeirra nemenda í 9. og 10. bekk sem aldr- ei stunda íþróttir prófað hass en aðeins 3% þeirra sem stunda íþrótt- ir ijórum sinnum eða oftar í viku. Og mjög sterk fylgni er á milli þeirra sem reykja tóbak og þeirra sem prófað hafa hass. Þannig hafa 27,5% þeirra sem reykja daglega prófað hass en aðeins 2% af þeim sem reykja ekki. Tóbaksreykingar og námsgengí Þegar skoðaðar eru tölur yfír tengsl milli tóbaksreykinga og námsgengis koma fram mjög svip- aðar niðurstöður og í hassneysl- unni. Þannig fer hlutfall þeirra 9. og 10. bekkjar nemenda sem reykja sígarettur hækkandi með auknu skrópi í skóla. Rúmlega 16% þeirra sem reykja skrópa aldrei en tæplega 60% þeirra sem reykja skrópa í hverri viku. Og um 12% þeirra sem reykja gengur mjög vel í námi en 58% þeirra sem reykja gengur mjög illa í námi. Þórólfur Þórlindsson segir að könnunin sé bæði traust og haldgóð og með henni sé hægt að skoða betur en áður samspil ýmissa þátta hjá unglingum. Þannig megi sjá að fylgni er á milli neikvæðrar sjálfs- ímyndar hjá unglingum og hass- neyslu og það skipti máli að styrkja sjálfsímynd unglinga og gera þá jákvæðari ef vinna skal á þessu vandamáli. Einnig komi fram fylgni á milli þess hve vel foreldrar fylgj- ast með bömum sínum og hve mik- ið þau reykja. „Foreldrar ráða miklu í þessum efnum og það er mikil- vægt að virkja þá,“ segir Þórólfur. „Ef við tökum tóbaksreykingar sem dæmi hafa þær stöðugt farið minnkandi samkvæmt könnunum frá árinu 1974 þar til nú að þessi þróun virðist vera að snúast við og reykingar að færast í aukana í 9. og 10. bekk.“ Meðal þeirra sem sátu blaða- mannafundinn var Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra. Hann segir að áhugi dómsmálaráðuneytisins á þessari könnun hafí verið vegna þess að hluti hennar nær til lög- gæslu í landinu. „Mér sýnist að niðurstöður bendi til þess að það þurfí aðgerðir á mörgum sviðum til að takast á við þetta vandamál,“ segir Þorsteinn. „Samstarfsnefnd nokkurra ráðuneyta sem vinnur að tillögugerð í þessum efnum mun geta nýtt sér könnunina og hún leggur góðan grunn að því sam- starfí." -------♦ » 4-------- Stalvörum fyrir 1,3 milljónir LÖGREGLAN í Reykjavík hand- samaði í gær mann sem játaði að hafa brotist inn í verslun Hans Petersen í Bankastræti að- faranótt síðastliðins sunnudags, og stolið þaðan vörum fyrir um 1,3 miHjónir króna. Lögreglumenn veittu því athygli í gær að umræddur maður var með í fórum sínum hlut sem þeir töldu að stolið hefði verið í innbrotinu í Hans Petersen og leiddi það til handtöku hans. Hann játaði síðan við yfírheyrslur að hafa brotist inn í verslunina. Maðurinn hafði stokið myndavél- um, linsum, leifturljósum og mynd- bandsupptökuvélum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.