Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
25
Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Ovænt kosninga-
úrslit í Litháen
Urslit þingkosninganna í Lithá-
en, sem haldnar voru um
síðustu helgi, koma á óvart. Sajud-
is-hreyfingin, sem undir forystu
Vytautas Landsbergis, forseta,
hefur leitt baráttu Litháa fyrir
sjálfstæði og umbótum í efnahags-
lífi, beið afhroð í kosningunum og
fékk aðeins um 20% atkvæða.
Lýðræðislegi verkamannaflokkur-
inn, arftaki Kommúnistaflokks
Litháens, vann hins vegar stórsig-
ur. Flokkurinn fékk um 47% at-
kvæða og myndar að öllum líkind-
um næstu ríkisstjóm undir forystu
Algirdas Brazauskas, sem var leið-
togi Kommúnistaflokksins og for-
seti Litháens áður en Landsbergis
tók við embætti fyrir hálfu þriðja
ári.
Margir spyrja eflaust hvers
vegna ftilltrúar hins gamla kúgun-
arvalds kommúnista skuli eiga svo
góðan stuðning meðal þjóðarinnar,
ekki sízt með tilliti til þess að í
fyrstu fijálsu þingkosningunum í
Litháen, í febrúar og marz 1990,
hlutu stuðningsmenn Sajudis
hreinan meirihluta atkvæða. Hluti
skýringarinnar kann að vera að
Kommúnistaflokkur Litháens, for-
veri Lýðræðislega verkamanna-
flokksins, var á margan hátt
fijálslyndari en aðrar deildir í
sovézka kommúnistaflokknum.
Strax á árinu 1988 kom flokkurinn
til móts við þá, sem kröfðust auk-
ins sjálfsákvörðunarréttar Litháa
innan Sovétríkjanna og að lithá-
íska yrði opinbert mál í landinu.
Árið 1989 samþykktu þingmenn
flokksins fullveldisyfirlýsingu Lit-
háens og seinna á því ári sagði
Kommúnistaflokkur Litháens sig
úr lögum við Kommúnistaflokk
Sovétríkjanna og lýsti yfír stuðn-
ingi við íjölflokkalýðræði og sjálf-
stæði landsins. Upp úr því klofn-
aði flokkurinn og fijálslyndari
armur hans stofnaði Lýðræðislega
verkamannaflokkinn»
Kosningaúrslitin í Litháen sýna
að erfítt er að ryðja hinu gamla
kerfí kommúnismans úr vegi í einu
vetfangi. Gamlir kommúnistar,
stundum undir nýjum merkjum,
hafa unnið lýðræðislegar kosning-
ar í Slóvakíu, Búlgaríu, Rúmeníu
og Úkraínu, svo dæmi séu nefnd,
þrátt fyrir að kommúnískt alræði
hafí formlega verið lagt af í þess-
um ríkjum. Hugarfar almennings
er þar með þeim hætti, að oft er
erfítt að fá fólk til að styðja nauð-
synlegar umbætur á stjómkerfí
og efnahagslífi. Rússneski pró-
fessorinn Valeríj Bérkov orðar
þetta svo í grein, sem hann ritaði
í Morgunblaðið fyrir skömmu um
hið sovézka hugarfar: „Efnalegt
ósjálfstæði hefur leitt til þess, að
menn gera helzt ráð fyrir því, að
helztu nauðsynjar eigi að koma
að ofan frá æðri stöðum, þ.e.a.s.
að ríkisvaldinu beri skylda til að
leysa málin varðandi nauðþurftir
hvers einstaklings."
Ekki er ósennilegt, að þessi lýs-
ing Bérkovs eigi við um almenning
í Litháen. Mikilvægasta undirrót
sigurs fyrrverandi kommúnista er
líklega efnahagsástandið í landinu.
Tilraunir stjómarflokks Lands-
bergis til að koma á markaðskerfi
hafa reynt á þolrifín í almenningi
og sumir hafa haldið fram, að þær
hafí ekki verið nægilega markviss-
ar. Niðurgreiðslum á matvæla-
verði var hætt fyrir réttu ári og
dýrtíð er hrikaleg. Verðbólgan
hefur verið 2.000% á síðastliðnum
12 mánuðum. Atvinnuleysi er mik-
ið. Rússar hafa ekki getað staðið
við samninga um að sjá Litháum
fyrir ýmsum nauðsynjum og
tveimur vikum fyrir kosningar
margfölduðu Rússar verð á olíu,
sem þeir selja Litháum. Almenn-
ingur hírist í köldum húsum við
þröngan kost og kennir valdhöfun-
um um ástandið. Reynsla annarra
fyrrverandi kommúnistaríkja sýnir
hins vegar, að tímabundnir erfið-
leikar hljóta að fylgja efnahags-
umbótum og alltént er svo mikið
víst að afturhvarf til kommúnísks
áætlanabúskapar er ekki rétta
leiðin til að renna stoðum undir
efnahag neins ríkis.
Sigur gamalla kommúnista á
þeim öflum, sem verið hafa í fylk-
ingarbijósti í stjómmála- og efna-
hagslegri frelsisbaráttu Litháa,
vekur upp spumingar um framtíð
lýðræðis og efnahagsumbóta í
landinu. Margir spyija líka hvort
afleiðingin verði sú að þjóðernis-
sinnar og harðlínumenn í Rúss-
landi seilist til áhrifa í stjóm lands-
ins. „Sigri afturhaldið í Moskvu
getur farið svo að Litháar, sem
fyrstir kröfðust sjálfstæðis frá
Kreml, verði fyrstir til að glata
því á ný,“ sagði Andrius Kubilus,
ritari Sajudis-hreyfíngarinnar, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Slík var varla ætlan litháensks
almennings, sem greiddi Lýðræð-
islega verkamannaflokknum at-
kvæði sitt, en yfírlýsingar tals-
manna flokksins benda þó til að
hann tengist einkum afturhalds-
samari öflum í Rússlandi, sem
beijast gegn Borís Jeltsín forseta
og umbótastefnu hans.
íslendingar hafa verið í farar-
broddi þeirra þjóða, sem stutt hafa
Litháa í frelsisbaráttu sinni. Ein-
stök og náin vinabönd hafa af
þessum sökum skapazt milli þjóð-
anna og þegar hefur verið komið
á margvíslegu samstarfi þeirra á
milli. Litháar hafa sótt í smiðju
til íslendinga ýmsar hugmyndir
varðandi viðskipti, efnahagsmál
og stjómsýslu. Miklu máli skiptir
nú, þegar framtíð þessarar vina-
þjóðar er í óvissu, að íslendingar
veiti henni áfram öflugan stuðning
og styrki þau öfl, sem vilja standa
vörð um sjálfstæði, lýðræði og
fijálst markaðshagkerfi.
Gengisstefna og
efnahagsvandi
Hér fer á eftir forystugrein úr Fjár-
málatíðindum, 2. hefti 1992, eftir
Jóhannes Nordal seðlabankastjóra
i.
Mikil og óvænt tíðindi hafa orðið
á gjaldeyrismörkuðum Evrópu á und-
anfömum tveimur mánuðum. Eftir
langt tímabil stöðugleika í gengis-
málum innan Evrópubandalagsins
og markvissrar stefnu í átt til fastr-
ar gengisskráningar og jafnvel sam-
eiginlegs gjaldmiðils hefur skyndi-
lega slegið í bakseglin vegna óróa á
gjaldeyrismörkuðum og vantrúar
markaðarins á gengi nokkurra mikil-
vægra mynta. Afleiðingar hafa þeg-
ar komið fram í gengisbreytingum,
þ. á m. tímabundnu fráhvarfí tveggja
stórþjóða álfunnar, Breta og ítala,
frá fastri gengisskráningu. Enn er
atburðarásin, sem leiddi til þessarar
niðurstöðu, of nálæg til þess, að
menn séu á eitt sáttir um orsakir
hennar eða afleiðingar, enda er hér
ekki eingöngu um áhrif efnahags-
legra afla að ræða, heldur einnig
stjómmálalegs ágreinings um fram-
tíðarstefnu Evrópubandalagsins í
efnahags- og gengismálum. Tvær
ályktanir virðist þó mega draga af
þeim umræðum, sem farið hafa fram
í kjölfar þessara atburða varðandi
framtíðarstefnu Evrópuþjóða í geng-
ismálum.
Annars vegar er mjög ólíklegt að
þessir atburðir muni breyta rikjandi
skoðunum innan Evrópu á því að
gengisfesta eigi í framtíðinni að vera
kjölfesta stefnunnar í efnahagsmál-
um bæði til þess að tryggja stöðug-
leika í verðlagi og greiða fyrir hag-
kvæmum viðskiptum álfunnar.
Hins vegar hafa umbrotin á gjald-
eyrismörkuðunum að undanfömu
enn á ný undirstrikað, hvaða for-
sendur þarf að uppfylla til þess, að
stöðugleika verði haldið milli gjald-
miðla við skilyrði fijálsra viðskipta
með vörur, þjónustu og fjármagn.
Sé stefna einstakra ríkja í ríkisfjár-
málum og peningamálum ekki nægi-
lega samræmd og mismunur á verð-
bólgustigi svo mikill að samkeppnis-
staða raskist verulega, verður fyrr
eða síðar að grípa til gengisbreyt-
inga, hvort sem það gerist með
skipulegum hætti eða fyrir áhrif
markaðsafla í formi óróa á gjaldeyr-
ismörkuðum og fjárflótta.
Með þessu hafa eingöngu verið
staðfest þau gamalkunnu sannindi,
að yfirlýst fastgengisstefna tryggi
ekki stöðugleika í gengi til lang-
frama, nema hún sé studd af viðeig-
andi aðgerðum á öðrum sviðum efna-
hagsmála, er tryggi svipað verð-
bólgustig og í öðrum löndum. Engu
að síður hefur það markmið að halda
gengi stöðugu reynzt flestum þjóðum
mikilvægur grundvöllur almenns
stöðugleika í efnahagsþróun. Hefur
þetta sérstaklega reynzt svo fyrir
smærri þjóðir, þar sem utanríkisvið-
skipti eru dijúgur hluti þjóðartekna.
n.
Eftir tímabil breytilegs gengis og
mikillar verðbólgu sigldu íslendingar
loks fyrir tæpum þremur árum í kjöl-
far annarra Vestur-Evrópuþjóða með
því að taka upp markvissa fastgeng-
isstefnu. Á þeim tveimur árum og
tíu mánuðum sem síðan eru liðnir
hefur gengi krónunnar verið haldið
algerlega föstu miðað við gengisvog
Seðlabankans, sem þó var breytt um
síðustu áramót í meðaltal þriggja
eininga, ECU, Bandaríkjadollars og
japansks jens. Á þessu tímabili hafa
tvívegis verið gerðir víðtækir kjara-
Dr. Jóhannes Nordal
samningar, er stefndu að lækkun
verðbólgu á grundvelli stöðugleika í
gengi krónunnar.
Árangur þessarar samræmdu
stefnu hefur ekki látið á sér standa.
Þegar á fyrsta ári lækkaði verðbólg-
an um tvo þriðju frá árinu áður og
komst niður fyrir 10% í fyrsta skipti
í tvo áratugi. Á því ári, sem nú er
að líða, hefur dregið enn meir úr
verðbreytingum og bendir nú allt til
þess, að verðbólgan verði innan við
2% á árinu og þá jafnvel lægri en í
nokkru öðru landi í Vestur-Evrópu.
Með þessum hætti hefur í fyrsta
skipti í tvo áratugi gefízt tækifæri
til þess að bæta samkeppnisstöðu
og auka vaxtarmegin íslenzks at-
vinnulífs á grundvelli stöðugs verð-
lags. Þótt ávinningurinn fyrir at-
vinnulífíð láti enn á sér standa vegna
erfíðra ytri skilyrða, einkum minnk-
andi sjávarafla og efnahagssam-
dráttar i umheiminum, hefur samt
þegar mikið áunnizt. Efnahagslegiir
stöðugleiki hefur bætt skilyrði fyrir-
tækja til þess að endurbæta rekstur
sinn, og aukin verðsamkeppni skilar
sér í æ ríkari mæli til hagsbóta fyr-
ir neytendur. Út á við hefur lækkun
verðbólgu aukið traust á íslenzku
atvinnulífí og tryggt hagstæðari
lánskjör á tímum óvissu á fjármagns-
mörkuðum. Loks er enginn vafí á
því, að þessi og önnur hagstæð áhrif
stöðugleika í verðlagi og kostnaði
munu koma þeim mun betur fram,
því lengur sem hann varir.
ra.
Færi hins vegar svo, að menn
brygðust við þeim efnahagssam-
drætti, sem nú heijar á íslenskt at-
vinnulíf vegna aflabrests og kreppu
í heimsbúskapnum, með lækkun á
gengi krónunnar, yrði þessum
árangri öllum fómað fyrir skamm-
góðan vermi, sem útflutningsat-
vinnuvegimir mundu njóta, unz verð-
bólgan gleypti allan ávinninginn og
meira til. Vantrú á þróun islenzks
efnahagslífs mundi væntanlega
blossa upp á ný og hafa í för með
sér vaxtahækkun á innlendum mark-
aði, ftárflótta og versnandi lánskjör
íslenzkra aðila á erlendum lánsfjár-
mörkuðum. Er reynsla Finna af
tveimur gengislækkunum á einu ári
til dæmis um þann vítahring sem
þjóðarbúskapur íslendinga gæti lent
í, ef aftur yrði farið út á braut geng-
islækkana.
Sá efnahagsvandi sem íslendingar
eiga nú við að etja, er ekki þess
eðlis, að úr honum verði bætt með
skyndilausnum eins og lækkun á
gengi íslenzku krónunnar. Ekki er
heldur lengur neitt svigrúm til þess
að halda vísvitandi uppi atvinnu á
íslandi með erlendum lántökum til
að standa undir hallarekstri ríkis og
annarra opinberra aðila. Með því
yrði auk þess stórlega dregið úr
möguleikum Islendinga til þess að
afla fjár til arðbærra framkvæmda
síðar meir, þegar skilyrði til hagvaxt-
ar batna að nýju. Tvenns konar að-
gerðir eru hins vegar líklegastar til
þess að treysta stöðu og vaxtar-
möguleika íslenzks atvinnulífs við
núverandi aðstæður.
í fyrsta lagi er mikil þörf áfram-
haldandi endurskipulagningar í flest-
um greinum íslenzks atvinnulífs,
ekki sízt í sjávarútvegi, þar sem
markaðsaðstæður og framboð á afla
til vinnslu innanlands hefur hvort
tveggja gerbreytzt á undanfömum
árum. Reynsla síðustu þriggja ára
sýnir, að efnahagslegur stöðugleiki
skapar bezta jarðveginn fyrir þær
skipulagsbreytingar sem nauðsyn-
legar eru, en fmmkvæðið að þeim
þarf fyrst og fremst að koma frá
stjórnendum fyrirtækjanna sjálfra í
samvinnu við lánastofnanir, sem hlut
eiga að máli. Á þessu er nú vaxandi
skilningur, þótt furðu margir trúi
því enn þrátt fyrir bitra reynslu und-
anfarinna ára, að ríkisforsjá geti all-
an vanda leyst í þessu efni.
Á hinn bóginn er enginn vafí á
því að ríkisvaldið getur bætt rekstr-
arskilyrði atvinnuveganna með
margvíslegu móti, ekki sízt með því
að lækka skattlagningu fyrirtækja
og breyta henni til samræmis við það
sem nú er að verða í helztu viðskipta-
löndum íslendinga. Einnig er öflugur
stuðningur við rannsóknir og þróun
í þágu atvinnuveganna og aukna
menntun og þjálfun starfsmanna
mikilvæg forsenda efnahagslegra
framfara. Kostnað slíkra aðgerða
verður hins vegar að greiða með
hærri sköttum á einstaklinga og fjöl-
skyldur og með því að draga úr fé-
lagslegri þjónustu og fyrirgreiðslu,
þar á meðal til húsnæðismála. Þessi
leið er þó áreiðanlega léttbærari öll-
um almenningi þegar til lengdar
lætur heldur en lækkun rauntekna,
sem knúin væri fram með gengis-
lækkunum og verðbólgu, eins og svo
oft hefur gerzt hér á Iandi á liðnum
árum.
IV.
Umbrotin á gjaldeyrismörkuðum
Evrópu, sem vikið var að í upphafi,
ber tvímælalaust að skoða sem eitt
merki um hið ótrausta ástand, sem
nú ríkir í efnahagsmálum iðnríkj-
anna. Vonir og spár um skjótan efna-
hagsbata hafa hvað eftir annað orð-
ið að engu á undanförnum tveimur
árum. Margt bendir því miður til
þess, að lítilla breytinga til hins betra
sé að vænta í náinni framtíð. Á
meðan þessar ótryggu aðstæður
breytast ekki til hins betra, er því
sífellt hætta á óróleika á gjaldeyris-
og fjármagnsmörkuðum, sem geta
valdið smáþjóð eins og íslendingum,
sem eiga afkomu sína og fjárhags-
stöðu undir erlendum viðskiptum og
ijármagnsmörkuðum, þungum bús-
iftum. Áframhaldandi stöðugleiki í
íslenzkum þjóðarbúskap og það
traust, sem honum fylgir, er Islend-
ingum mikilvæg vöm á þessum við-
sjárverðu tímum. Það sjónarmið má
sízt gleymast þegar teknar eru
ákvarðanir um það hvemig bregðast
skuli við þeim efnahagsvanda sem
nú steðjar að.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Þeir voru á meðal 112 starfsmanna íslenskra aðalverktaka sem fengu uppsagnarbréf í gær. Frá
vinstri til hægri eru: Svavar Baldursson, Guðmundur G. Guðmundsson, Þórhallur Óskar Þórhalls-
son, Pálmi Hannesson, Héðinn Waage og Hörður Steindórsson.
*
Uppsagnir hjá Islenskum aðalverktökum
Sárir yfir því hvernig
staðið var að málum
- segir Pálmi Hannesson trúnaðarmaður sem var sagt upp
Keflavík.
„VIÐ EKIJM bæði sárir og svekktir yfir því hvernig staðið var að
þessum uppsögnum. Það hefði átt að halda fund með öllum stárfs-
mönnum og leggja þar spilin á borðið. Við vissum að uppsagnir
væru yfirvofandi og þessu ástandi hefur fylgt mikið af alls konar
sögusögnum um hvað væri i bígerð og mönnum hefur liðið illa i
þessu andrúmslofti," sagði Pálmi Hannesson, trúnaðarmaður starfs-
manna á tækjaviðgerðarverkstæði íslenskra aðalverktaka sem í gær
fékk uppsagnarbréf eins og 111 aðrir starfsmenn fyrirtækisins.
Hjá tækjaviðgerðardeildinni hafa
starfað 19 menn en þeim verður
nú fækkað um sjö og lætur nærri
að þriðja hveijum manni hafí verið
sagt upp hjá fyrirtækinu. Af sjö-
menningunum, sem gætu verið
þverskurður af hópnum sem fékk
uppsagnarbréfin í gær, voru sex
fúsir að tjá sig við Morgunblaðið
um hagi sína og framtíðarhorfur,
sem þeir sögðu vera heldur dapur-
legar eins og staðan væri.
Svanur Baldursson er úr Reykja-
vík og hann hefur starfað hjá Aðal-
verktökum í 18 ár, Hörður Stein-
dórsson úr Keflavík hefur 17 ára
starfsferil að baki, Pálmi Hannes-
son úr Njarðvík tæp sjö ár, Þórhall-
ur Óskar Þórhallsson, Keflavík,
rúm ftögur ár, Guðmundur G. Guð-
mundsson, Reykjavík, þijú ár og
Héðinn Waage úr Keflavík hefur
starfað í tvö ár. Þeir eru flestir fjöl-
skyldumenn og saman hafa þeir
13 böm á framfæri.
„Ég er ákveðinn í að reyna allt
áður en ég læt skrá mig atvinnu-
lausan, en það verður að segjast
eins og er að útlitið hér er allt
annað en gott,“ sagði Þórhallur
Óskar Þórhallsson.
„Þegar maður er með fjölskyldu
og börn sem em í skóla og hefur
komið sér fyrir er áreiðanlega ekki
auðvelt að taka sig upp til að flytja
út á land þar sem atvinnu væri
von. Þetta er hálfdapurt og við
emm sárir. Það hefur verið kvartað
mikið yfír því að Bandaríkjamenn
séu að yfírtaka störf íslendinga og
það gengur lítið að stöðva það. En
á sama tíma kvartar pylsusali í
Keflavík sem hefur rétt sambönd
yfír því að við sem störfum á vellin-
um getum keypt okkur að borða,
þá stendur ekki á þessum aðilum
að loka,“ sagði Pálmi Hannesson
trúnaðarmaður. - BB
Notuðum ínnanhússefni og
héldum að náttúran mundi
afmá þetta á skömmum tíma
- segir Gerhard Lentink, annar höfunda ættartölunnar í Jökulsárgljúfri
„ÉG ER mjög hissa á að heyra þetta og hálfsleginn. Þetta verkefni
var hugsað þannig að aðeins ljósmyndirnar í bókinni yrðu til staðar
að minna á það. Ég hélt að þetta ætti að vera orðið fullkomlega
ósýnilegt eftir svona langan tima. Hvemig bregst fólk við?“ sagði
hollenski myndhöggvarinn Gerhard Lentink, sem ásamt Jjósmyndar-
anum Reinout van den Bergh bjó til ættartöluna í Jökulsárgljúfri sem
hluta af umhverfislistaverkinu Upptyppingum sumarið 1987. Morgun-
blaðið náði tali af Lentink á vinnustofu hans í gær. Orðalag bókar
sem Lentinkt talar um styður mé
hafi búið til tákn fyrir hugsun
fjjótt og mögulegt væri.
„Við vorum fímm vikur á íslandi
en áður hafði undirbúningurinn í
Hollandi tekið þijá mánuði. Nei,
við sóttum ekki um leyfi til ís-
lenskra yfirvalda. Þegar maður fær
svona hugmynd verður að hrinda
henni í framkvæmd, það má ekki
tefjast of lengi. Ef farið er opinber-
ar leiðir kostar það bæði mikla
peninga og mikla fyrirhöfn, sem
tekur mikinn tíma. Við greiddum
allan kostnað við þetta sjálfír en
nutum engra styrkja. Við notuðum
latex, það er efni til notkunar inn-
anhúss, og töldum að náttúran
mundi ljarlægja þetta á skömmum
tíma,“ sagði hann.
hans en þar segir að þeir Reinout
sem sjálft hafi átti að hverfa eins
Aðspurður sagði Gerhard Lent-
ink að þeir félagar hefðu komið
með málningarefnið og annað sem
þeir hefðu þurft til landsins og
hefðu dvalist við Jökulsárgljúfur í
fímm vikur og búið þar í helli.
Þeir hefðu tínt hraun og vikur-
steina til að nota til hleðslu í sand-
brekkuna vestan árinnar og flutt
þá á milli í Land Rover sem þeir
höfðu á leigu en aðrar vinnuvélar
hefðu þeir ekki notað heldur bara
hendumar. „Þetta var erfítt verk
en við vorum heppnir að vera þama
að sumri til því þótt það væri vinda-
samt voru næturnar bjartar og við
gátum unnið langt fram á nótt,“
Gerhard Lentink
sagði hann. Hann sagði að þeir
hefðu endrum og sinnum orðið
varir við umferð yfír brúna skammt
frá en enginn hefði orðið þeirra var
og eina fólkið sem þeir hefðu hitt
þessar fímm vikur hefði verið hóp-
ur belgískra ferðamanna en farar-
stjóri þess hóps hefði vitað af þeim
þama á staðnum og komið með
hópinn í heimsókn þegar verkið var
komið vel á veg. „Þama var algjör
þögn og friður og það var meðal
annars vegna þess sem við völdum
þennan stað. Kyrrðin og þögnin
skipta máli þegar menn eru að
vinna verk eins og þetta, einir í
sambandi við náttúruna," sagði
Gerhard Lentink. Félagi hans
Reinout van den Bergh er nú stadd-
ur í Afríku við störf.
Bók sem gefín var út um verkið
hefst á því að vísað er til þess
hversu oft ferðalög komi fyrir í list-
um, einkum í bókmenntum, sem
eins konar tákn. Kaflinn er fremur
háfleygur en að honum loknum er
vikið að eðli verksins. „Gerhard og
Reinout gerðu minnisvarða hins
norræna rýmis. Aðeins er hægt að
bera hann saman við „soccle du
monde“ sem Piero Manzoni skap-
aði í Danmörku, stein með áletrun-
um á hvolfí, auðvitað. Hinir ungu
vinir okkar bjuggu til tákn fyrir
hugsun sem sjálft átti að hverfa
af sjálfu sér eins fljótt og mögu-
legt var. Þetta er fallegt bókband
fyrir bók gleymskunnar, merking-
arlaust verk Herkúlesar sem aðeins
átti að vera áfram til sem ljóð í
hjarta mannanna, sem gral sem er
í leiðarlokum allra þeirra sem upp-
lifa ferðalag sem leið en ekki við-
komustað," segir meðal annars í
bókinni og seinna: „Fóru þeir þang-
að í raun og veru? Til eru frábærar
ljósmyndir sem ættu að sanna hvað
var þama, myndir sem færa sterk-
ari rök fyrir þá sem ekki sjá en
trúa þó á goðsögur."
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Óskað er eftir hertu
eftirliti en tollvörð-
um verður fækkað
„VIÐ stöndum að tollgæslunni á sama hátt og áður. Það eina, sem
við getum gert til að koma til móts við óskir Qármálaráðuneytisins
um hert eftirlit, er að taka lengri tíma í tollafgreiðslu og þétta úr-
tak. Það skýtur hins vegar skökku við, að samkvæmt fjárlagafrum-
varpi á að fækka starfsmönnum hér um þijá, sem þýðir að jafnvel
yrði aðeins einn starfsmaður í græna hliðinu," sagði Gottskálk Ólafs-
son, deildarstjóri tollgæslunnar í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um óskaði íjármálaráðuneytið eftir
að tollgæsla yrði hert í flugstöðinni
og sérstaklega yrði fylgst með far-
þegum í svokölluðum verslunarferð-
um. „Við höfum ekki breytt
vinnuaðferðum okkar, en hins vegar
tökum við lengri tíma í afgreiðslu
og við höfum einnig reynt að þétta
úrtak,“ sagði Gottskálk. „Við höfum
hingað til að meðaltali kannað far-
angur hjá fimmta til sjötta hverjum
farþega, sem fer um græna hliðið.
Nú reynum við að taka þéttara úr-
tak, en það fer mikið eftir fjölda
farþega, hvort það er mögulegt.
Þegar vélar með 6-700 manns lenda
samtímis þá eigum við auðvitað
ekki auðvelt um vik.“
Gottskálk sagði að það kæmi sér
spánskt fyrir sjónir, að um leið og
fjármálaráðuneytið færi fram á hert
eftirlit reyndi utanríkisráðuneytið,
sem flugstöðin heyrir undir, að
draga úr kostnaði við tollgæslu.
„Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á
að fækka starfsmönnum tollgæsl-
unnar hér um þrjá. Það þýðir, að
aðeins einn starfsmaður yrði í
græna hliðinu og þá gæti reynst
erfitt að sinna því eftirliti, sem fjár-
málaráðuneytið fer fram á. Það virð-
ist því í þessu tilfelli sem vinstri
höndin viti ekki hvað sú hægri er
að gera,“ sagði Gottskálk.
Einar Birgir Eymundsson, yfír-
tollvörður, sagði að honum virtist
sem innkaup fólks í útlöndum væru
heldur minni í ár en á undanförnum
árum, hver sem skýringin væri.
• Helsta breytingin væri sú, að fólk,
sem ferðaðist til Bandaríkjanna,
notaði tækifæri til að versla í mun
meiri mæli en áður.
Fyrsta útboð ríkisvixla
í byrjun næsta mánaðar
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að efna til fyrsta útboðs á stöðluð-
um ríkisvíxlum 4. nóvember nk. í boði verða vixlar til þriggja mánaða og
er heildarfjárhæð útboðsins áætluð um 2 miRjarðar króna. Þar af mun
Seðlabanki íslands kaupa fyrir 300-500 milliónir á meðalverði sam-
þykktra tilboða. Stefnt er að því að
fyrirkomulagi 1. febrúar nk. og ai
seldir i útboðum.
í útboðinu verða gefnir út ríkis-
víxlar í fjórum verðgildum, 1 millj-
ón króna, 10 milljónir, 50 milljónir
og 100 milljónir að nafnvirði. Lág-
markstilboð er 5 milljónir sam-
kvæmt tilteknu tilboðsverði en lág-
markstilboð á meðalverði sam-
þykktra tilboða er 1 milljón. Er
þetta veruleg hækkun frá núver-
andi fyrirkomulagi þar sem hægt
hefur verið að kaupa ríkisvíxla fyr-
ir 500 þúsund krónur. Löggiltum
verðbréfafyrirtækjum, löggiltum
verðbréfamiðlurum, bönkum og
sparisjóðum er einum heimilt að
gera tilboð samkvæmt tilteknu til-
boðsverði. Aðrir geta snúið sér til
þessara aðila og látið þá gera tilboð
fyrir sig.
hætta sölu ríkisvíxla með núverandi
þeir verði frá þeim tíma einungis
Ríkissjóður hefur efnt til nokk-
urra útboða á ríkisbréfum á þessu
ári og fyrsta útboð spariskírteina
fór fram 14. október sl. Með útboði
ríkisvíxla er stigið lokaskefið í þá
átt að öll lánsfjáröflun ríkissjóðs
innanlands fari fram með þessum
hætti.
Vextir af ríkisvíxlum lækkuðu á
mánudag úr 8,25% í 7,75%. Kemur
þessi lækkun í framhaldi af 0,35 pró-
sentustiga lækkun á ávöxtun ríkis-
bréfa á Verðbréfaþingi íslands í
sl. viku. Þá hefur verið ákveðið að
fella niður sérstakt álag á vexti til
stærri kaupenda jafnframt því sem
sölu á víxlum til skemmri tíma en
45 daga verður hætt.