Morgunblaðið - 28.10.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1992, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 -MJ 1 ■■■■■>■ ----4 M 1 i 'f * * ■ ! -i I 1 Zontaklúbbamir Niðurskurði til Kristnes- Grenivík Góð þátttaka í göngudegi spítala mótmælt Á sameiginlegum fundi Zon- taklúbbs Akureyrar og Zonta- klúbbsins Þórunnar hyrnu var mótmælt harðlega fyrirhuguð- um niðurskurði á fjárveitingum til Kristnesspítala. „Eftir rúmlega 60 ára dygga þjónustu við sjúka og aldraða hafa stjórnvöld nú áform um að loka Kristnesspítala og þar með að skerða möguleika okkar hér á Norð- urlandi fyrir endurhæfmgu og að- hlynningu heima í héraði. Það er hryggilegt til þess að vita að góð tæki sem félagasamtök hafa gefið til endurhæfingarstarfsins í Krist- nesspítala standi ónotuð þrátt fyrir brýna þörf fólks fyrir endurhæfingu og biðlista eftir henni. Það hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið að koma sjúkling- um til sjálfsbjargar og sem bestrar heilsu en að láta fjárfestingar standa ónotaðar vegna handahófs- kenndra niðurskurðaraðgerða,“ segir í ályktun frá zontaklúbbunum og hvetur fundurinn alla Norðlend- inga að standa vörð um spítalann og kreíjast þess að ráðamenn þjóð- arinnar standi við gefin loforð um áframhaldandi uppbyggingu hans. Óperusmiðjan Galakonsert fluttur í Sam- komuhúsinu Óperusmiðjan í Reykjavík heldur Galakonsert í Samkomuhúsinu á Akureyri á föstudagskvöld, 30. október, kl. 21, en svipaðir tónleik- ar voru haldnir í Borgarleikhús- inu sl. laugardag. Fram koma margir af fremstu einsöngvurum landsins auk hljóð- færaleikara og kórs Óperusmiðj- unnar undir stjóm Ferencs Utassys, en alls taka þátt í Galakonsertnum 14 einsöngvarar, fjórir hljóðfæra- leikarar og 20 manna kór. Kynnir er Kristinn Hallsson. Einsöngvararnir sem fram koma eru; Elín Ósk Óskarsdóttir, Esther H. Guðmundsdóttir, Hlíf Káradótt- ir, Inga J. Backman, Ingibjörg Guð- jónsdóttir, Jóhanna G. Linnet, Jó- hanna V. Þórhallsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Margrét J. Pálma- dóttir, Bjöm Bjömsson, Ragnar Davíðsson, Stefán Amgrímsson og Þorgeir J. Andrésson. Leikstjóm Galakonsertsins er í höndum Hall- dórs E. Laxness. RANNSÓKNASTOFNUN Háskólans á Akureyri va.r í gær afhent húsnæði til afnota á þriðju hæð Glerárgötu 34, en íslandsbanki af- hendir stofnuninni eignarhluta bankans á hæðinni endurgjaldslaust í eitt ár. Framlag bankans er metið á 900 þúsund krónur. Lög um Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri voru samþykkt síðastliðið sumar, en áður hafði vísindanefnd starfað við skólann, en hún var hugsuð sem nokkurs konar undanfari stofnunarinnar. Rannsókna- stofnunin hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið að nokkrum verkefn- um, en starfsemi stofnunarinnar var kynnt við formlega afhendingu húsnæðisins. Kristján Kristjánsson, formaður stjómar Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri, greindi frá hlut- verki stofnunarinnar, sem er m.a. að efla rannsóknir við skólann, hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila, veita upplýsingar og ráðgjöf, standa fyrir námskeið- um, fyrirlestmm og ráðstefnum og selja þjónustu. Hann kvaðst vona að stofnunin mætti leggja nokkurt lóð á vogarskál til að efla rann- sóknastarf hér á landi. Jón Þórðarson, framkvæmda- stjóri Rannsókn&stofnunar Háskól- ans á Akureyri, kynnti þau verkefni sem stofnunin hefur unnið að, en í samvinnu við Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda var þróuð aðferð til að athuga afkomu í grein- inni. Aðferðin er byggð á samsvar- andi rannsóknum sem stundaðar hafa verið í Noregi, en lykiltölum úr rekstri er stillt upp þannig að samanburður getur orðið milli fyrir- tækja. Þá vann stofnunin að beiðni Dalvíkurbæjar að verkefni sem Fyrirlestur um strauma og vinda í Norðurhöfum Steingrímur Jónsson flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyrí á morgun, fimmtudag, kl. 15 í húsnæði skólans við Glerárgötu 36. Fyrirlestur Steingríms nefnist Hafstraumar og vindar í Norðurhöf- um. Steingrímur er forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar á Akur- eyri. Þetta er fyrsti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra sem stofnunin efnir til fram að áramótum. í byijun nóvem- ber flytur Patricia Tumer erindi um jarðfræði Austur-Grænlands og Is- lands. Þá flytur Valdimar Gunnar- son fyrirlestur um vistfræði þorsks og Anette Jörgensen um seiðaeldi þorsks síðari hluta nóvember. Tveir fyrirlestrar verða einnig í desember, Rannveig Bjömsdóttir ræðir um fisksjúkdóma og ónæmis- kerfi fiska og Gunnar Ólafsson um árstíðabreytingar í vexti og líffræði þara. snerist um atvinnusköpun á Dalvík, en m.a. voru kannaðir möguleikar á flutningi stofnana og fyrirtækja til bæjarins og var t.d. óskað eftir að ríkisfangelsi yrði byggt þar í bæ. Stofnunin tók þátt í að koma á netsamstarfi fyrirtækja á Norður- landi með því markmiði að auka viðskipti við Kólasvæðið í Rússlandi og voru m.a. athugaðir möguleikar á fiskkaupum og sölu á vöru og þjónustu á vegum netsamstarfsins. Loks má nefna að stofnunin skipaði að ósk Akureyrarbæjar fulltrúa í nefndir sem eiga að vinna að hag- ræðingu á ýmsum rekstrarþáttum bæjarins. „Einmitt í mótlæti eiga menn að leita ljóssins, nýrra tækifæra. Há- skólinn á Akureyri hefur sýnt ákveðið frumkvæði í þessa veru svo athygli hefur vakið og það frum- kvæði viljum við styðja," sagði Skúli Sveinsson, forstöðumaður útibúa- þjónustu Islandsbanka, en hann afhenti stofnuninni húsnæði bank- ans. Hann sagði framlag bankans metið á 900 þúsund krónur. „Þessi ákvörðun bankastjómar íslands- banka er tekin í þeirri vissu að þetta húsnæði verði til þess að efla aðstöðu til rannsókna við skólann er leiði til þess að skólinn verði betur í stakk búinn en ella að ann- ast þjónustuverkefni við stofnanir og fyrirtæki,“ sagði Skúli. Haraldur Bessason, rektor Há- skólans, sagði daginn merkan í sögu skólans, hann hefði enga sjálfstæða tekjustofna og því væri öllum stuðn- ingi einstaklinga, fyrirtælqa og stofnana ávallt vel fagnað. í umræddu húsnæði mun Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda og Fiskeldi Eyjafjarðar hafa að- stöðu, þá er þar rými fyrir gisti- fræðimenn, sem ætlað er að styrkja skólann í sessi sem fræðasetur. ALLIR í STRÆTÓ Morgunblaðið/Rúnar Þór Grenivík. MJÖG góð þátttaka var meðal Grenvíkinga á göngudeginum í liðinni viku og greinilegt að íbúar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Allir krakkarnir á leikskólanum fóru í gönguferð með fóstrum sínum og eins fóru allir nemendur og kenn- arar Grenivíkurskóla í langa göngu þennan dag. Gengið var umhverfis Höfðann, eða um 10 til 15 kílómetra leið með Björn Ingólfsson skólastjóra í broddi fylkingar. Um kvöldið var síðan skipulögð gönguferð sem 53 einstaklingar á aldrinum 3 mánaða til sjötugs tóku þátt í, en þetta er um 15% af íbúum þorpsins. Farinn var fjögurra kíló- metra hringur og að því loknu hélt hersingin upp í barnaskóla þar sem gerðar voru teygjuæfingar undir stjórn Ingibjargar Hreinsdóttur, en hún sér um kvennaleikfimi á Greni- vík. Á eftir hélt Friðrik Vagn Guð- jónsson læknir á Akureyri fróðlegt erindi um heilsurækt. Haukur Morgunblaðið/Rúnar Þór Islandsbanki hefur fengið Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri húsnæði við Glerárgötu til endurgjaldslausra afnota I eitt ár og var það afhent stofnuninni í gær. Frá vinstri: Haraldur Bessason, Guð- jón Steindórsson og Sveinn Skúlason við undirritun samninganna. Útgerðarfélag Akureyringa Eldeyjarbátarnirog Frosti skipta við ÚA ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur að undanförnu keypt nokkurt magn af fiski af bátum, en m.a. er Frosti ÞH frá Grenivík í viðskipt- um við ÚA um þessar mundir og þá hefur félagið keypt fisk af El- deyjarboða og Eldeyjarhjalta og hefur honum ýmist verið ekið frá Grindavík norður í íand eða bátar landað á Akureyri. Einar Óskarsson hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa sagði ástæða þess að félagið keypti nú fisk af öðrum bátum væri tvíþætt, annars vegar væru aflabrögð treg og hins vegar væri eitt skipa félagsins, Harðbakur EA í endurbótum í Póllandi. „Það þarf að halda vinnslunni gangandi og aflabrögðin hafa ekki verið góð upp á síðkastið," sagði Einar og hann bætti við að auk þess að kaupa fisk af aðkomubátum væri einnig nokkuð um að frystihúsin á Eyja- fiarðarsvæðinu lánuðu fisk sín á milli þegar þannig stæði á. Nújpur BA frá Patreksfirði landaði hjá UA í gær, um 36 tonnum af þorski, en sigldi eftir löndun til Dal- víkur og seldi þar á gólfmarkaði Fiskmiðlunar Norðurlands m.a. ýsu og steinbít. Núpur hefur landað tvisvar sinnum hjá ÚA, en Einar bjóst ekki við að framhald yrði þar á. Frosti ÞH frá Grenivík hefur selt Útgerðarfélagi Akureyringa afla sinn að undanförnu, en hann hefur einnig landað tvisvar hjá félaginu og sagði Einar að hann yrði áfram í viðskiptum eitthvað áfram, senni- lega fram til áramót. Von var á Frosta inn til löndunar í dag, mið- vikudag. Þá hafa Eldeyjarbátarnir tveir, Eldeyjarboði og Eldeyjarhjalti báðir landað afla hjá ÚA og eins hefur afla af bátunum verið ekið frá Grindavík til vinnslu norður, en sam- tals hefur ÚA keypt um 120 tonn af Eldeyjarbátunum. Einar sagði að þeir yrðu væntanlega báðir í við- skiptum við félagið áfram og jafnvel til loka febrúarmánaðar. íslandsbanki lánar Háskólan- um húsnæði undir rannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.