Morgunblaðið - 28.10.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 28.10.1992, Síða 29
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER- IM2- - - Fyrsta umræða um frumvarp til fjáraukalaga 1992 Tekjubrestur og sjálfvirkar tilfærslur spilla ríkisrekstri FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1992. Frumvarpið er flutt til að afla heimilda fyrir ýmsum óhjákvæmilegum greiðslum umfram fjárheimildir. I greiðsluyfirliti ríkissjóðs í frumvarpinu kemur fram að gert er ráð fyrir að gjöld umfram tekjur verða tæpir 5,4 miHjarð- ar. Niðurstaða endurmats á afkomu ríkissjóðs er að rekstarhalli ríkis- sjóðs verði 9,1 milljarður króna. Fjármálráherra segir skýringuna á umframgjöldum vera tekjubrest í efnahagskerfi okkar en ekki vegna þess að mistekist hafi að ná fram áformuðum sparnaði fjárlaga. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra gerði í sinni framsöguræðu nokkra grein fyrir helstu tölulegum stærðum frumvarpsins til fjárauka- laga. Niðurstaða endurmats á fjár- málum ríkisins væri að rekstarhalli ríkisjóðs yrði 9,1 milljarður króna á þessu ári eða 5 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir í fjárlög- um. Frávikið kæmi bæði fram í tekjum og gjöldum. Horfur væru á því að heildartekjur ríkisins yrðu 103 milljarðar króna eða allt að 2 og 'h milljarði lægri en áætlað var á fjárlögum. Útgjöld yrðu talin 112,1 milljarður og hækkuðu um 2,6 milljarða króna frá fjárlögum. Fjármálaráðherra vildi benda á að helstu ástæður tekjusamdráttar- ins mætti rekja til erfiðs efnahags- ástands. Samhliða versnandi af- komu fyrirtækja og minnkandi eft- irspum hefði atvinnuleysi farið vax- andi og vinnutími styst sem endur- speglaðist í minnkandi tekjum hjá ríkissjóði. Tekju- og eignaskattar yrðu rúmlega einum milljarði undir áætlun. Þá lækkuðu tekjur af óbein- um sköttum um nálægt 1100 millj- ónum króna. Ástæður fyrir útgjaldaaukning- unni skýrðust mest af Qórum þátt- um. Fyrst var talið áhrif yfírlýsinga ríkisstjómarinnar vegna kjara- samninga hefðu valdið 700 milljóna króna kostnaðarauka. I annan stað hefði atvinnuleysi orðið meira en áætlað hefði verið í forsendum fjár- laga sem leiddi til 500 milljón króna viðbótarútgjalda. í þriðja lagi mætti ætla að eftirhreytur gamla búvöra- kerfísins kalli á um 900 milljónir króna umfram fjárlög. í Ijórða lagi hefðu ýmsir þættir sjúkratrygginga farið rúmlega 500 milljónir króna umfram fjárlögin. Tókst að spara í rekstri Fjármálaráðherra lagði áherslu á að skýringar á umframgjöldum væri í aðalatriðum að fínna sérstök- um greiðslum vegna samninga eða vegna þess tekjubrests sem orðið hefði í efnahagskerfí okkar en ekki vegna þess að mistekist hefði að ná fram áformuðum spamaði fjár- laga. Samkvæmt fjárlögunum hefði verið stefnt að tæplega 7 milljarða króna lækkun útgjalda milli ára. Að teknu tilliti til þeirra nýju og óvæntu útgjalda sem sótt væra í þessu framvarpi yrði lækkun gjalda milli ára engu að síður um 4 'h milljarður króna. Þetta gerðist þrátt fyrir þann innbyggða vöxt sem væri í útgjöldum ríkissjóðs og kæmi einkum fram í tryggingagreiðslum, menntamálum og heilbrigðismál- um. Fjármálaráðherra vakti athygli á því að mest lækkun yrði í almenn- um rekstrargjöldum stofnana, þau lækkuðu að raungildi um 2,3 millj- arða króna frá fyrra ári. Þar vægi saman, beinn spamaður í rekstri og áhrif aukinna sértekna. Ráðherra varð að telja það fram í sinni ræðu að greiðsla svonefndra tilfærsla hefði lækkað minna en að hefði verið stefnt. Erfíðlega hefði gengið að hafa hemil á sjálfvirkni sem væri í útgjöldum sjúkratrygg- inga og það væri ljóst að áformaður sparnaður í lyfja- og lækniskostnaði næðist á þessu ári. Það hlyti að verða með brýnustu verkefnum rík- isstjórnarinnar að efla áætlunar- gerð og eftirlit með greiðslum sjúkratrygginga. Fjármálaráðherra ítrekaði það álit sitt að nauðsynlegt væri að notendur greiddu hlutfalls- greiðslur í stærri stíl til að tryggja ásættanlegan árangur. Fjármála- ráðherra varð einnig að greina frá áhyggjum sínum um að veraleg óvissa ríkti um að hve miklu leyti tekjur af sölu veiðiheimilda Afla- tryggingarsjóðs kæmu til með að skila sér í ríkissjóð á þessu ári. Vegna aflaleysis væri verulega mik- ið flutt af ónýttum aflaheimildum yfir á nýtt fiskveiðiár sem hófst 1. september. Seldust aðeins 800 tonn af um 12.000 tonnum veiðiheimilda sem útgerðinni var boðið að kaupa með forkaupsrétti. í lok sinnar framsöguræðu lagði framsögumaður til að lokinni 1. umræðu yrði þessu framvarpi vísað til íjárlaganefndar til frekari um- íjöllunar. Ekkí öll kurl komin til grafar Stjómarandstæðingum þótti nú með þessu framvarpi sýnt að ríkis- stjóminni hefði náð fæstu af því sem hún hefði stefnt að með fjárlög- um þessa árs. Nú væri hallinn kom- inn yfir 9,1 milljarð og væra ekki öll kurl komin til grafar. Talsmenn stjómarandstöðu inntu eftir skýr- ingum um ýmsa töluliði framvarps- ins og fjárlög yfirstandandi árs og einnig næsta árs. Jón Helgason (F-Al) spurði m.a. fjármálaráðherra Friðrik Sophusson Jón Kristjánsson um skýringar á því sem fram kæmi í athugasemdum 'varðandi liðinn 08-271 um Tryggingastofnun ríkis- ins. Þar kæmi fram að greiðslur sjúkratrygginga vegna lyfjakostn- aðar yrðu allt að 300 milljónum króna umfram áætlanir fjárlaga. Þau útgjöld myndu koma til frá- dráttar heimildum næsta árs. Jón Helgason benti á að ijárlaganefnd hefði nú þegar skoðað frumvarpið nokkuð á einum eða tveimur fund- um. Á fund nefndarinnar 22. októ- ber hefðu komið fulltrúar heilbrigð- isráðuneytis með heilbrigðisráð- herrann í broddi fylkingar til þess að fylgja fram sínu máli. Það hefði komið fram að heilbrigðisráðherr- ann hefði alvarlegar athugasemdir við þetta íjáraukalagaframvarp. Heilbrigðisráðherrann teldi fráleitt að þessar 300 milljónir kæmu til frádráttar heimildum næsta árs og hefði áréttað þessa skoðun sína bréfí degi síðar. Og reyndar hefði upphæðin þá hækkað í 400 milljón- ir. Fleiri talsmönnum stjómarand- stöðu varð mjög tíðrætt um þennan ágreining eða meiningarmun milli heilbrigðisráðherrans og fjármála- ráðherrans. Fjöldi ræðumanna tók þátt í umræðu: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf), Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv), Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf), Pálmi Jónsson (S-Nv), Jóhannes Geir Sigur- geirsson (F-Ne) og Guðmundur Bjarnason (F-Ne). Ræðumenn eyddu nokkram ræðutíma til þess að benda á að ýmsir þættir aðrir í framvarpinu væra óvissir. Stjómar- andstæðingar óttuðust mjög að þær 709 milljónir króna sem farið væri fram á vegna Atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs myndu ekki nægja út árið. Fjármálaráðherra var ítrekað áminntur um að stjórnarandstæð- ingar hefðu gagnrýnt og varað mjög við því að ætla sér að afla tekna með sölu á heimildum Afla- tryggingarsjóðs. Þessar heimildir hefðu lækkað í verði og næsta óvíst væri hvemig salan gengi það sem eftir væri ársins. Það væri sýnt að þessi „sölubrestur" ætti óhjá- kvæmilega eftir að koma til kasta Alþingis. Tilboð í aflaheimildir eða lántaka Það kom fram í ræðu og andsvör- um fjármálaráðherra Friðriks Sop- hussonar að ekki væri enn fullt samkomulag hvemig taka ætti á fyrirsjáanlegum 300-400 milljón króna halla vegna lyfjakostnaðar. Fjármálaráðherra tók fram að verið væri að skoða allar leiðir til að lækka lyijakostnaðinn. Þegar þeirri skoðun væri lokið yrði kostnaður þessi metinn og að hve miklu leyti mætti færa þann kostnað yfír til næsta árs. Þær breytingar sem gerðar hefðu verið I þessum málum um mitt þetta ár hefðu því miður ekki skilað þeim árangri sem að hefði verið stefnt og þess vegna væri þörf á viðbótaraðgerðum. Fjár- málaráðherra lýsti því að frá sínum bæjardyram séð, yrði ekki hægt að ná tökum á þessum vanda fyrr en við innleiddum hlutfallsgreiðslur í stærri stíl og reyndar á fleiri sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Stjóm- málamenn þyrftu liðveislu almenn- ings, og almenningur gengi ekki í lið með þeim nema hann vissi hver kostnaðurinn væri. Fjármálaráðherra sagðist telja þeir fjármunir sem ætlaðir væra í Atvinnuleysistryggingarsjóð myndu duga ef atvinnuleysisspár stæðust. Það væri fylgst með þess- um tölum. Þó kynni svo að fara að atvinnuleysi reyndist meira. Með þessu yrði að fylgjast meðan fram- varpið væri tii meðferðar í þinginu og hjá Qárlaganefnd. Fjárlagafram- varp og einnig fjáraukalagafrum- varp sem lagt væri fram um þetta leyti hlyti að byggja að einhveiju leyti á áætlunum. Fjármálaráðherra var tilknúinn að fara nokkum orðum um gagn- rýni á sölu á veiðiheimildum Hag- ræðingarsjóðs til að ljármagna rannsóknir Hafrannsóknastofnun- ar. Hann viðurkenndi að hann teldi heppilegra að allir þeir sem nytu rannsókna Hafrannsóknastofnunar hefðu greitt í „þetta púkk“, s.s. þeir aðilar sem veiddu rækju og skeldýr. Fjármálaráðherra sagði ljóst að aflabrestur hefði orðið mjög mikill og meiri en menn hefðu gert ráð fyrir. Þess vegna hefði verið flutt milli fískveiðiára, líklega ein 32 þúsund þorskígildistonn. Gera mætti ráð fyrir því að afli á yfír- standandi ári yrði miklu minni. Að sjálfsögðu bindu menn vonir við það að afli glæddist á næsta ári. Gengi það eftir mætti búast við því að hægt yrði að selja þessar heimildir Hagræðingarsjóðs með góðu móti. Fjármálaráðherra sagði ennþá ekki fullkomlega ljóst hvemig að þessari sölu yrði staðið. Eðlilegast væri að bjóða þessar heimildir út á þessu hausti, en jafnframt kæmi til greina að taka lán og geyma söluna til vors. En ef það kæmi í ljós að afl- inn væri það lélegur að menn legðu ekki í slík kaup þá stæðum við frammi fyrir alveg nýrri spumingu. Gæti verið að ríkið sæti uppi með þennan kostnað sem einhvers konar fjárfestingu í friðun? Þar sem engu máli skipti hvort þessar heimildir væra gefnar eða seldar; aflinn feng- ist hvort eð er ekki. Ef þetta gerð-’ ist stæði þessi þjóð frammi fyrir miklu meiri vanda heldur en menn hefðu fram til þessa ætlað. Að ís- landsmið gæfu minni afla en menn hefðu hingað til haldið. Fyrstu umræðu um framvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1992 lauk kl. 18.18 í gær en atkvæðagreiðslu var frestað. STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Frelsi verðtrygginga Eggert Haukdal (S-Sl) mælti í fyrradag fyrir framvarp sínu til laga um lánskjör og ávöxtun sparifjár. Framvarpið gerir ráð fýrir að óheimilt verði að verð- tryggja íjárskuldbindingar, þar með talin inn- og útlán I banka- kerfínu, skuldabréf, verðbréf o.fl., enda verði lánskjaravísi- talan lögð niður. Þetta er í sjötta sinn sem Eggert Haukdal flytur þetta framvarp. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra taldi þetta framvarp vera óþarft. Því vandamáli sem því væri ætlað að leysa hefði verið ýtt til hliðar. Við hefðum náð tökum á verðlagsþróuninni. Viðskiptaráðherra benti á að í undirbúningi væra tillögur um afnám lagaákvæða um verð- tryggingu fjárskuldbindinga, þannig að slík ákvæði yrðu ein- göngu háð samningum lántak- anda og lánveitanda. Það væri eðlilegt að mönnum væri fjálst að gera slíka samninga og að Seðlabanka yrði ætlað að halda áfram að birta lánskjaravísitölu fyrir það sem hana vildu nota. Við 1. umræðu í fyrradag kom fram að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra ber að vissu leyti hlýjan hug til þessa fram- varps, sökum þess að fyrri umræður um þetta framvarp hafa jafnan verið þegar dag tekur að lengja. Síðastliðið vor nefndi hann framvarpið „vor- boða“. Flutningsmanni þykja þetta góð meðmæli og hafði nú í vetrarbyqun orð um að „að vetur lánskjaravísitölunnar" væri orðinn langur. Jarðhitadeild Háskóla Sameinuðu þjóðanna 12 nemendur frá 7 löndum brautskráðir JARÐHITASKÓLA Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík var slitið í fjórtánda sinn fyrir skömmu. Nemendur voru að þessu sinni tólf frá sjö löndum og hafa dvalið hér í sex mánuði við sérhæft nám í jarðhitafræðum. Nemendurnir eru verkfræðingar og raunvísinda- menn sem þegar hafa nokkurra ára starfsreynslu við jarðhitarann- sóknir og vinnslu jarðhita í sínum heimalöndum. Þeir koma frá Costa Rica, E1 Salvador, Guatemala, Filippseyjum, Kína, Kenýa og Tékkóslóvakíu. Lokaverkefni nemendanna fjöll- uðu um ólíkustu efni, svo sem af- kastagetu jarðhitasvæða í Svarts- engi, Botni í Eyjafírði, á bökkum Dónár I Slóvakíu og á Luzon-eyju á Filippseyjum. Efnafræðingar unnu við túlkun efnagreiningar frá Guatemala o g Tíbet. Verkfræðingar frumhönnuðu gufuveitu fyrir nýja jarðgufuvirkjun í Kenýa og gerðu úttekt á möguleikum á því að setja upp strompgufuvirkjun á Bac Man á Filippseyjum líkt og búið er að gera í Svartsengi til að nýta betur Morgunblaðið/Sverrir gufuna sem upp úr borholum kem- ur. Jarðfræðingar unnu við jarð- lagagreiningar í borholu í Kenýa og við nákvæma kortlagningu á jarðhitasvæðinu í Krísuvík. Einnig var Qallað um bortæknileg vanda- mál í E1 Salvador og á íslandi og tölvuvæðingu á borholumælingum. Frá því að Jarðhitaskólinn tók til starfa árið 1979 hafa alls 118 raunvísindamenn og verkfræðingar frá 23 iöndum verið hér í sex mán- aða sérhæfðu námi, en um 40 kom- ið í skemmri námsdvöl eða kynnis- ferð til íslands á vegum Jarðhita- skólans. Kostnaður við rekstur skól- ans skiptist milli íslenska ríkisins og Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó. Framlag íslands til reksturs Jarðhitaskólans er hluti af framlagi okkar til alþjóðlegrar þróunarað-1 stoðar. Mjög mikil aðsókn er að , skólanum frá þróunarlöndunum og ( era þegar komnir menn á biðlista., til náms í Jarðhitaskólanum árin 1993 og 1994.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.