Morgunblaðið - 28.10.1992, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
Héraðsfundur Kjalamesprófastsdæmis
Söfnuðurinn og
samtíðin til umræðu
HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnesprófastsdæmis var haldinn fyrir skömmu
í Hlégarði í Mosfellsbæ þar sem sóknarprestar, safnaðarfulltrúar og
formenn sóknarnefnda komu saman og ræddu málefni safnaðanna.
Prófasturinn, séra Bragi Friðriksson, flutti yfirlitsræðu þar sem hann
rakti það helsta úr starfinu í umdæminu.
Sagði hann m.a. frá vordögum þar
sem kennt var daglega með svipuðu
sniði og tíðkast í sunnudagaskólun-
um auk þess sem stundaðar voru
íþróttir. Aðalmálefni fundarins var
söfnuðurinn og samtíðin þar sem dr.
Björn Bjömsson, Ólína Þorvarðar-
dóttir, Ögmundur Jónasson og Sig-
ríður Valdimarsdóttir fluttu fram-
söguerindi þar sem þau kynntu við-
horf sín til kirkjunnar. Spunnust út
frá erindunum íjörlegar umræður
með þátttöku allra fundarmanna,
fyrst í fjórum hópum en síðan í hring-
borðs-umræðum.
Taldi séra Bragi Friðriksson pró-
fastur þessa umræðu hafa verið mjög
gagnlega þar sem fram hafi komið
ýmis athygliverð sjónarmið. Dag-
skránni lauk með altarisgöngu í
Lágafellskirkju og kvöldverði í Hlé-
garði þar sem boðið var upp á ýmis
skemmtiatriði, s.s. söng og hljóð-
færaleik.
_ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Söfnuðurinn og samtíðin var aðalefni fundarins og fluttu Ólína Þor-
varðardóttir, Ogmundur Jónasson, dr. Björn Björnsson og Sigríður
Valdimarsdóttir framsöguerindi, lengst til hægri má kenna séra
Braga Friðriksson prófast.
Myndband um líkamsbeitingu
LOKIÐ er gerð fyrsta myndbands
sem gert er hér á landi til að brýna
rétta líkamsbeitingu fyrir fólki og
fræða um það efni. Myndin er
gerð í samstarfi Vinnueftirlitsins
og Myndbæjar hf.
í myndinni er leitast við að fræða
um rétta líkamsbeitingu við vinnu.
Það er gert með hagnýtum ábending-
um um góða líkamsbeitingu, heppi-
legar vinnustellingar og æskileg
vinnuskilyrði. Horft er til algengustu
aðstæðna sem fólk vinnur við, allt
frá skrifstofunni til fískvinnslu- og
byggingavinnustaða. Vikið er að því
sem þarf að varast og ranghugmynd-
um sem fólk rekst víða á. Einnig er
drepið á mikilvægi þess að börn og
ungmenni hafí góðar fyrirmyndir og
stóla og borð við sitt hæfí. Þema
myndarinnar er tengt æviskeiði
mannsins allt frá bernsku til elliára
þótt meginefnið tengist vinnu og
vinnuskilyrðum.
Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari
Vinnueftirlits ríkisins, gerði handrit
að myndinni og valdi tökustaði en
starfsfólk Myndbæjar hf. annaðist
tökur, tökustjóm og klippingu.
Vinnueftirlit ríkisins mun nota mynd-
bandið í fræðslustarfí sínu. Myndin
er 11 mínútna löng. Fyrirtæki, félög
og stofnanir sem hafa hug á að eign-
ast myndbandið geta keypt það hjá
Myndbæ hf.
(Fréttatilkynning)
Þroskahjálp
Fagna flutn-
ingi á mál-
efnum fatl-
aðra til sveit-
arfélaga
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
héldu fulltrúafund sinn 9.-10.
október sl. í Hrafnagili við Eyja-
fjörð. Aðalefni fundarins var
„Þjónusta í heimabyggð" og voru
fluttir margir fyrirlestrar um
það efni. Eftirfarandi ályktanir
voru samþykktar samhljóða í lok
fundarins:
Fulltrúafundur Landssamtak-
anna Þroskahjálpar beinir þeim til-
mælum til félagsmálaráðherra og
samtaka sveitarfélaga að þau hlut-
ist til um að málefni fatlaðra verði
flutt til sveitarfélaganna eftir efl-
ingu þeirra. Fundurinn telur að á
þann hátt verði best tryggð vönduð
þjónusta við fatlaða í heimabyggð.
Landssamtökin Þroskahjálp
fagna því að stjórnarnefnd Ríkis-
spítalanna hefur tekið stefnumark-
andi ákvörðun um framtíð Kópa-
vogshælis. Samtökin líta svo á að
búseta fólks á sjúkrastofnunum
samræmist hvorki stefnu samtak-
anna né lögum um málefni fatlaðra.
Samtökin skora á heilbrigðis- og
félagsmálaráðherra að bregðast við
þessari stefnumörkun þannig að
vandaðar og raunhæfar áætlanir
um brottflutning fólks frá Kópa-
vogshæli verði gerðar hið fyrsta í
samráði við íbúa, aðstandendur og
hagsmunasamtök. Þá skora Lands-
samtökin Þroskahjálp á Alþingi að
tryggja nauðsynlegt fjármagn til
að slíkar áætlanir geti orðið að
veruleika.
6354 frímerki voru í kassanum
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Frá vinstri: Knútur Aadnegard, Sigríður Ingimarsdóttir, Guð-
laug Gunnarsdóttir, Anna Jónsdóttir og Jósep Þóroddsson.
Sauðárkrókur
Viðurkemling, fyrir
snyrtileg hús og lóðir
Sauðárkróki.
NIÐURSTAÐA tilkvaddrar dómnefndar á vegum Sauðárkróks-
kaupstaðar um það hvar væri að finna fegurstu garðana og
snyrtilegasta umhverfið í bænum var tilkynnt um miðjan septem-
ber. Á undanförnum árum hafa verið veittar viðurkenningar af
sama toga og sagði Knútur Aadnegard, forseti bæjarstjórnar, við
þetta tækifæri að það væri von bæjaryfirvalda að viðurkenning
af þessum toga mundi ýta undir það að bæjarbúar legðu sig enn
betur fram um að fegra umhverfi sitt.
í máli Knúts kom einnig fram
að þessar viðurkenningar eru
óvenjn seint á ferðinni, en af óvið-
ráðanlegum orsökum var ekki
hægt að afhenda viðurkenning-
amar um miðjan ágúst eins og
venja hefur verið á undanfömum
ámm.
Að þessu sinni fengu viður-
kenningu fyrir snyrtilegt hús og
fallegan garð hjónin Sigríður Ingi-
marsdóttir og Óli Þór Ásmunds-
son, Birkihlíð 31, og Anna Jóns-
dóttir og Jósep Þóroddsson, Hóla-
vegi 29. Bensínstöð Esso, Ábær
að Ártorgi 4, fékk einnig viður-
kenningu fyrir snyrtilega og vel
skipulagða lóð. Um mitt sumar
var flutt í hina nýju bensínstöð
Ábæ, en öllum frágangi utanhúss
var lokið þegar flutt var í nýja
húsnæðið.
Guðlaug Gunnarsdóttir fram-
kvæmdastjóri veitti viðurkenn-
ingu viðtöku fyrir hönd Ábæjar
ásamt eigendum Hólavegar 29 og
Birkihlíðar 31 í kaffiboði sem
bæjarstjórn hélt á Hótel Mælifelli
af þessu tilefni.
- BB
í TENGSLUM við dag frímerkis-
ins 9. október var haldin frí-
merkjasýning á annarri hæð í
Kringlunni þar sem sýnd voru
íslensk frímerki og frímerlga-
söfn sem eru í eigu unglinga.
Þeim sem komu til að skoða sýn-
inguna var gefinn kostur á að
giska á hve mörg frímerki væru
í sérstökum kassa. Rétt tala var
6.354.
Þau fjögur sem vom næst réttri
tölu fengu í verðlaun öll íslensk
frímerki sem gefin vom út á árun-
um 1985-1991. Nöfn vinningshaf-
anna eru: Ólafur B. Ásmundsson,
Hlíðardal 1, Kópavogi, Björg Anita
Haukedal, Biblíuskólanum, Eyjólfs-
stöðum, Egilsstöðum, Siguijón
Gunnarsson, Karlagötu 16, Reykja-
vík, og Jóhannes Benediktsson,
Hjálmholti 7, Reykjavík.
(Fréttatilkynning)
RAÐ/\ UGL YSINGAR
>
Sölufulltrúi
- framtíðarstarf
Fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar óskar eftir að
ráða sölufulltrúa.
Leitað er eftir duglegum einstaklingi, sem
getur unnið sjálfstætt.
Æskilegur aldur 25-45 ára.
Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „Ábyggilegur - 25“.
Sjómenn
Vantar á 100 tonna bát, sem fer á línuveiðar
frá Grindavík, skipstjóra, vélavörð, stýrimann
og matsvein.
Upplýsingar gefur Sigfús í síma 92-68724
eftir kl. 19.00.
Aðalfundur
knattspyrnudeildar ÍR verður haldinn í safn-
aðarheimili Seljakirkju fimmtudaginn 5. nóv-
ember 1992 kl. 20.30.
Stjórnin.
Prófkvíði
Áttu við prófkvíða að etja sem hindrar fram-
gang þinn í námi?
Námskeið um leiðir til að takast á við próf-
kvíða verður haldið í nóvember.
Upplýsingar og skráning í síma 688160 mili
kl. 15-17 virka daga.
Auður R. Gunnarsdó.ttir, sálfræðingur,
Lækninga- og sálfræðistofunni, Skipholti 50 c.
SJÁLFSTIEÐISFLOKKURINN
F É I. A G S S T A R F
Sjálfstæðifélögin i Reykjavík
Laugardagsfundur með
fjármálaráðherra
Boðað er til morgunfundar með Friðriki
Sophussyni, fjármálaráðherra, næstkom-
andi laugardag, 31. október.
Fundurinn hefst kl. 10.00 og lýkur á hádegi.
Fundarstaður er Valhöll, Háaleitisbraut 1,
kjallara.
Þessi fundur er sá fyrsti í röð slíkra laugar-
dagsfunda, sem haldnir verða á þessum
vetri.
Vörður, Úðinn, Hvöt og Heimdallur.
Spænsk fasteignasýning
á Holiday Inn miðvikudaginn 28. og fimmtu-
daginn 29. okt. milli kl. 15 og 21. Peter
Amos frá Torrevieja á Costa Blanca veitir
upplýsingar og ráðgjöf varðandi fjárfestingar
á Spáni. I boði er mikið úrval íbúða íTorrevi-
eja, Calpe, Moraira og Denia.
Verð frá kr. 1,7 millj. Aðstoð við fjármögnun.
« í- '<® a ® fy
IOGT
St. Eininginnr. 14
Fundur í kvöld kl. 20.30 ÍTempl-
arahöllinni v/Eiríksgötu.
Inntaka nýrra félaga.
Umraeður um framtíð i forvarn-
armálum og starfsemi Góð-
templara.
Félagar fjölmennið.
Æ.T.
J. II T r
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindlsins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
SAMBAND l'SUENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
„Kristið Iff og
vitnisburður"
Námskeið ( kvöld kl. 20.00.
Fimmti og síðasti hluti.
Kennarar: Andrés Jónsson og
Ragnhildur Ásgeirsdóttir.
I.O.O.F. 7 = 17410288'/2=9.ll.
□ GLITNIR 5992102819 III 1
Frl.
I.O.O.F. 9 = 17410287'A =
□ HELGAFELL 5992102819
IV/V