Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
33
Samvínna heimíla og skóla er
fyrirbyggj andi barnavernd
eftir Elísabetu Bertu
Bjarnadóttur
Unglingadag-ur
Kæru lesendur, grein þessi er
m.a. skrifuð í tengslum við fyrirhug-
aðan unglingadag 29. okt. nk. tl að
rifja upp nokkur atriði úr daglegu
lífi íslensku fjölskyldunnar og skól-
ans. Skólinn, ein mikilvægasta þjón-
ustustofnun ríkisins, og fjölskyldan
tengjast óijúfanlegum böndum við
næringu ungviðisins.
Hugmyndin um unglingadaginn
kom fram vegna 20 ára afmælis
Unglingaheimilis ríkisins, og þykir í
því samhengi heppilegt að nýta af-
mælið ekki einvörðungu til að vekja
athygli á vexti og velgengni Ungl-
ingaheimilisins, heldur jafnframt til
að minna á stöðu unglinga í þjóðfé-
laginu og þarfir þeirra. Jafnframt
er mikilvægt að líta á hvernig heimil-
in, þjónustustofnanir eins og skóli,
heilbrigðiskerfi og stjórnvöld í land-
inu geti í samvinnu stutt unglingana
við að sinna sjálfum sér sem best.
Sterk sjálfsmynd
Hver er svo hin sterka sjálfsmynd
sem unglingar ættu að keppa að?
Þar sýnist sitt hveijum. Er hún kapp-
hlaup á eftir ameríska draumnum
eða íslenska draumnum, þeim er
Guðmundur Andri Thorsson hefur
gefið út tillögur að? Er hin styrka
sjálfsmynd sú, að þekkja styrk sinn
og takmörk og getað lifað sáttur við
hvort tveggja, unnið sér og sam-
félagi mannanna nokkurt gagn? Sé
hún hið síðasttalda þýðir það að
hver og einn þarf að fá að þróast
út frá sínum forsendum. Eitt er að
leitast við að vera sáttur við sig með
kenjum og kækjum, en allir verða
að vera í þróun svo líf þeirra staðni
ekki við einhæfar endurtekningar
eða of þröngan sálarstakk. Jákvæð
þróun unglingsins getur einungis
orðið til í samspili við umhverfið, við
einhveija sem spegla hann jákvætt.
Líkja má unglingsskeiðinu við end-
urvinnslu. Ef það voru einhvetjar
efasemdir sem settust að á fyrstu
æviárum, þá dúkka þær upp á yfir-
borðið á unglingsárunum, til að
hægt sé að hlú að og styrkja.
Vöggugjafir á unglingsárum
Þannig fá pabbi, mamma, kenn-
ararnir og allar frænkurnar tæki-
færi til að færa nýjar vöggugjafir,
það er í rauninni svo auðvelt að
gefa réttu gjafirnar. Unglingur sýn-
ir oftast nær á einlægan hátt með
reiði sinni eða fálæti hvar þarf að
styrkja með hlýju orði eða nær-
gætni, tiltrú eða ákveðni. í þessu
sámspili endurvinnur sálarlífið ýmsa
misbresti frá frumbernsku og ungl-
ingurinn kemur sterkari út úr frum-
skóginum en hann hvarf inn, ef vel
gengur. Talið er að þeir sem geta
viðurkennt þegar þeir gera vitleysur
og einnig þegar þeir gera vel, eigi
auðveldar með að sýna öðrum ná-
lægð, traust og hlýju. Þess vegna
er mikilvægt að börn og unglingar
sjái að þeir fullorðnu, þeirra fyrir-
myndir, geti sagt frá ósigrum sínum
ekki síður en fögnuði og haft fyrir
þeim einlægni frekar en sjálfbirg-
ingshátt. Kona nokkur komst þannig
að orði: — Ef við erum að býsnast
yfir lifnaðinum á þeim, verðum við
að vera tilbúin að líta í eigin barm.
Hvað neytum við mikils áfengis?
Hvernig látum við drukkin? Hvað
höfum við fyrir þeim varðandi hvað
skipti máli og sé mikilvægast?
Börn lík hljóðfærum
Alkunna er, að hljóðfæri sem
ganga manna á milli þarf að stilla
oftar en önnur. Oft er þðssu þannig
varið um börnin líka. Unglingar
dagsins í dag hafa mörg hver verið
í þeirri aðstöðu að vera alin upp af
mörgum „settum" fullorðinna yfir
daginn eða þurft að treysta mest-
megnis á sig sjálf. Að halda laglín-
unni verður stundum eftir því. Það
heyrist urg. Ýmsir sérfræðingar er-
lendir, sem rannsakað hafa aðstæð-
ur nútímabarnsins segja, að ef velja
ætti eitt orð til að lýsa þessum upp-
vaxtarskilyrðum, yrði það orðið Brot
eða bil. Það er bil á milli þess raun-
veruleika sem börnin ferðast um í
sínum daglega rekstri á sér og raun-
veruleika fullorðinna.
Unglingar í áhættu
Börn, sem alast upp við félagslega
erfið skilyrði, svo sem af því; að
vera of lítið sinnt af fullorðnum,
óviðráðanlegt og of mikið álag á
foreldrum/foreldri, tíða flutninga,
lítið eða lélegt samgöngunet af vin-
um og ættingjum sem lítið er hægt
að leita til um samveru eða sam-
hjáip, langvarandi veikindi á heimili,
fjárskort. eða matvælaskort, eru
meðal þeirra barna sem eru talin til
áhættuhópa hvað varðar að fá sjálf
viðvarandi vandamál af félagslegum
og heilsufarslegum toga. Skv. könn-
un sem Gunvor Anderson, dósent í
félagsráðgjöf í Lundi, gerði 1991,
eru börn áfengis- og vímuefnaskað-
aðra foreldra stærsti hópur barna-
verndarbarna þar, síðan koma börn
fólks með geðræn vandamál. Von-
andi kennir þessi aukna þekking á
hörmungum hins félagslega arfs,
stundum mann fram af manni, okk-
ur að reyna að stöðva þá framrás
með félagslega fyrirbyggjandi að-
gerðum. Stundum er eina rétta leið-
in til að hjálpa unglingum í áhættu-
hópum sú, að vera með tilboð og
stuðning sem gagnast unglingum
sem heild. S.s. mjög ódýr matur í
skólum og alfarið ókeypis heiibrigð-
isþjónustu fyrir efnaminni heimili.
Samvinnu í stað forræðisdeilu
Foreldrar bera alltaf aðalábyrgð
á uppeldi barna sinna en skólinn
verður að taka á uppeldisþáttum,
þar sem hann er vinnustaður barn-
anna, grunnskólinn t.d. í 10 ár af
lífi þeirra. í löndunum í kring um
okkur hefur farið mjög vaxandi þátt-
ur foreldra í innra starfi skóla. Hafa
ber í huga að hér vinna foreldrar
almennt miklu lengri vinnudag en
ytra. Varast ber því að gera sömu
kröfur til foreldra hér um tíma og
áhuga. Of miklar kröfur á foreldra
um þátttöku í skólastarfi geta leitt
til þess að þeir láta ekki sjá sig, því
þeim finnst þeir ekki hafa að gefa
það sem til er ætlast. Sú gagnrýni
sem oft heyrist frá leiðum foreldrum
Málþing um Sögu kristni
á íslandi í 1000 ár
REYKJAVÍKURBORG og ritsljórii Sögu kristni á íslandi í 1000 ár
boða til málþings í Viðey laugardaginn 31. október nk.
Það er borgaryfirvöldum og
stjórnendum Viðeyjar sérstakt
áhugaefni að efla Viðey sem ráð-
stefnumiðstöð um sögu íslands og
menningu. Er þetta fyrsta stóra
ráðstefnan af því taki sem nú er
boðað til.
Saga kristni á íslandi er verkefni
sem Alþingi hleypti af stokkunum
með þingsályktun er samþykkt var
26. mars 1990 og felst í samningu
ritverks um kristni á íslandi og
áhrif hennar á þjóðlíf og menningu.
Tilefni þessa er þúsund ára afmæli
kristnitökunnar árið 2000. Vinna
við samningu verksins hefur nú
staðið í rúmt ár og á málþinginu
munu aðalhöfundar þess meðal
annars kynna rannsóknir sínar til
þessa. (Fréttatilkynning)
Elísabet Berta Bjarnadóttir
„Er rétt aö hafa í huga
að fyrirbyggjandi
barnavernd getur verið
svo ótal margt. T.d. að
fara og heilsa uppá aðr-
ar fjölskyldur um kaffi-
leytið á sunnudögum og
athuga hvernig fólk
hefur það, sötra saman
kaffi og borða ijóma-
tertu með perum uppúr
dós.“
er, að foreldrafélögin vilji einungis
að safnað sé fyrir tölvum o.þ.h. en
að það sé enginn áhugi í skólanum
fyrir félagslegri velferð barnanna,
né megi skipta sér af innihaldi náms.
Þetta er að breytast, nú eru SAM-
FOK, þ.e. samtök foreldra- og kenn-
arafélaga, orðin landssamtök og
hafa fengið byr undir báða vængi.
Foreldrasamstarf er
fyrirbyggjandi barnavernd
Segja má að foreldrasamstarfið
sé þrennskonar:
1. Að frumkvæði umsjónarkenn-
ara. 1.1. Viðtöl að þeirra frumkvæði
a.m.k. tvisvar yfir veturinn. Æ fleiri
kjósa að hafa unglinginn með í for-
eldraviðtölum, til að örva ábyrgð
hans. 1.2. Foreldrafundir, þar sem
foreldrarnir ræðast við um velferð
barnanna, 1.3. bekkjarskemmtanir
þar sem hver einasti nemandi er
með smá númer, en hluti af kvöidinu
væri á ábyrgð foreldra, kökur, leikir
þar sem foreldrar tækju jafnan þátt
eða undirbyggju smá númer.
2. Að frumkvæði foreldrafélagsins
innan skólans, t.d. aðventuhátíð þar
sem ekki væri selt jólaskraut og
veitingaverði væri stillt í lágmark,
svo efnaminni fjölskyldur treystu sér
til að_ mæta og mikið væri sungið
o.fl. Útigrill fyrir utan skólann að
vorlagi, með uppákomum eins og
söng og hljóðfæraslætti, hlaupið í
skarðið og pylsur og kótilettur á
kostnaðarverði.
3. Að frumkvæði foreldra innan
hverrar bekkjardeildar. Þetta er ef
til vill allra mikilvægasta foreldra-
starfið og það nýjasta af nálinni.
Nægir þá að ein til tvær eldsálir hói
í fleiri foreldra og virki til viðkynn-
ingar aðra foreldra bekkjarins. T.d.
er það talið mjög fyrirbyggjandi
gegn einelti að foreldrar bekkjarins
þekkist, einnig hindrar það félags-
lega einangrun barna í bekknum,
því ef mamma eða pabbi tala við
foreldra hinna barnanna þá tala þau
börn að öllum líkindum við mig. Það
er útbreiddur misskilningur að ein-
elti birtist aðallega í slagsmálum og
pyntingum. Slíkt einelti er oft
óhuggulegasta birtingamyndin, en
það einelti sem ég hef orðið mest
vitni að í starfi sem félagsráðgjafi
við skóla, er að börnum er haídið
markvisst einangruðum af öðrum
og þeim aldrei hleypt að vináttu eða
hóptengslum. Gott fordæmi hjá for-
eldrum að líta í eigin barm, hvernig
goggunarröðin líti út í þeirra röðum
og hversu opnir þeir séu fyrir nýjum
foreldrum á spjallkvöldum skólans
og hversu opnir gagnvart því að
hleypa nýjum börnum eða vinum inn
á sín heimili. Oft fer ekki saman að
vera félagslega vel settur og að vera
félagslega sterkur. En við getum öll
styrkt okkur heilmikið félagslega
með litlum tilkostnaði t.d. með því
að fórna horfun á 5-10 amerískar
glæpamyndir yfir veturinn og veija
þeim tíma í foreldrasamstarf. Þótt
við sem erum sérmenntuð í meðferð
fjölskylduvanda séum ómissandi til
okkar brúks, þá er rétt að hafa í
huga að fyrirbyggjandi barnavernd
getur verið svo ótal margt. T.d. að
fara og heilsa uppá aðrar fjölskyldur
um kaffileytið á sunnudögum og
athuga hvernig fólk hefur það, sötra
saman kaffi og borða ijómatertu
með perum uppúr dós og láta dæl-
una ganga um börnin sín og sig og
skiptast á smásögum um mismun-
andi fjölskyldulíf. Þessi sunnudags-
þerapía er dæmi um geðheilbrigðisá-
tak sem allir geta verið þátttakendur
Algjör steypa
Megas söng eitt sinn: — Guð
býrí gaddavírnum amma. — Mér er
nær að halda, að okkar guð hafi nú
um skeið búið í dýrum bílategundum
og steinsteypu, svo ekki er að undra
FALLEGAR NÝJAR FLÍSAR
Nýkomið mikið úrval af glæsilegum
flísum á gólf og veggi.
Veitum staðgreiðsluafslátt, Visa og Euro
raðgreiðslur
Ath: Ódýrar útiflísar
gegnheilar, frostheldar
Verð 1.599,- m2
II
TÍ
P5HE ft VJI \ iP«rumi.LILl WEÍJL&klÉHH
TT n 1111 JJJ
Stórhöfða 17 við Gullinbrú
Sími 67 48 44
að þegar unglingar vilja lýsa ein-
hveiju þá nota þau til áherslu það
sem við helguðum kraftana og segja:
— Þetta er algjör steypa maður. —
Annað ókeypis átak væri að frelsa
guð úr bílnum og steypunni og sjá
að hann býr í börnunum.
Kæru ráðamenn
í upphafi greinarinnar gat ég um
samvinnu fjölskyldu, þjónustustofn-
anna og stjórnvalda . við aðbúnað
ungviðis. Þegar þið sem stjórnið
landinu farið höndum um bunkana
á borðum ykkar og eruð í þeirri langt
í frá öfundsverðu stöðu að eiga að
skipta því sem er til (og stundum
ekki er til), til samneyslu, hafið þá
hugfast að, að baki hvers bunka á
borði ykkar býr barn. Veikir geta
ekki sjálfir borið hönd fyrir höfuð
sér. Stór hluti neytenda heilbrigðis-
þjónustu og sjúkrastofnana er ung-
viði. Það er nú mikið talað um
sænsku leiðina. Norska leiðin hins
vegar, sem farin hefur verið 1992
er nú að veita 500 milljónum nkr.
sérmerktum til barnaverndar fyrir
utan venjubundinn félagsleg útgjöld.
Skólastjóri nokkur sagði við mig um
daginn að sér sýndist, að æ fleiri
fjölskyldur ættu illa fyrir mat, það
væri greinilega það eina sem hægt
væri að spara á heimilum hjá efna-
litlum, því húsnæðinu verður fólk
að halda og Levi’s-buxumar verða
unglingar að eiga svo enginn geti
séð ef þau eru fátækari en önnur
(sbr. einnig Öskubusku sem ekki fór
á ballið fyrr en dísin hafði gert henni
kjól). Félagsleg uppbygging dagsins
í dag er sparnaður morgundagsins.
Höfundur er félagsráðgjafi,
starfar við Unglingaráðgjöf
ríkisins og hefur veitt
stundakennslu við
Kennaraháskóla tslands.
ESAB
FYLGIHLUTIR
Allt sem til þarf. 3
það er jafn mikilvægt að hafa
réttu fyígihlutina á suðu-
staðnum eins og að hafa réttu
tækin.
- Suðubyssur á MIG/MAG og
TIG tæki.
- Helix og Zirkodur spissar.
- Suðusprey og pasta á suðu-
byssur.
- Gasmælar fyrir MIG/MAG og
TIG tæki.
- Rafsuðuhjálmar og hanskar.
- Rafsuðukaplar, tangir og
jarðsambandsklemmur.
- Reyksugubúnaður af öllum
stærðum og gerðum.
- Ýmis önnur sérverkfæri.
Á tímum háþróaðrar rafsuðu-
og skurðartækni er virðing
fyrir málmsuðu og fag-
mennsku í málmiðnaði
vaxandi. Markmið okkar er
sem fyrr að þjóna málm-
iðnaðinum sem best á sviði
málmsuðu og skurðartækja.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 624260