Morgunblaðið - 28.10.1992, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.10.1992, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992 35 Jet Black Joe Lipstick Lovers Kolrassa krókríðandi Vímulaus vellíðan Á FIMMTUDAGSKVÖLD verða miklir tónleikar í Hinu húsinu, þar sem fram kemur a annan tug hljómsveita. Tón- leikarnir, sem haldnir eru und- ir yfirskriftinni Vímulaus vellíðan, eru til styrktar óhefð- bundnum meðferðarúrræðum fyrir unglinga og eru skipu- lagðir meðal annars af Tind- um. Tónleikarnir í Hinu húsinu hefjast kl. 19.30 og standa fram undir miðnætti, en eins og áður sagði kemur þar fram á annan tug hljómsveita á fjórum hæðum. KK Á fyrstu hæð troða upp Kristján Kristjánsson eða'KK Band, Kol- rassa krókríðandi og Lipstick Lovers. Á annarri hæð leika Júpít- ers, Jet Black Joe og Bleeding Volcano. Á þriðju hæðinni leika Sirkus Babalú, Jökulsveitin og Synir Raspútíns, en á fjórðu hæð- inni verða svo ýmsar ótilgreindar bílskúrssveitir. Aðgangseyri er mjög stillt í hóf, en eins og áður sagði eru þessir tónleikar til styrktar starfsemi tengdri Tind- um og gefa allir listamennirnir vinnu sína. Júpíters Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ÁRNAÐ HEILLA HJÓNABAND. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 12. september sl., af sr. Valgeiri Ástráðssyni, Svava B. Sigurbjörnsdóttir og Kent L. Ellard. Heimili þeirra er í Los Ang- eles í Bandaríkjunum. Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. Guðný Magnús- dóttir og Einar Jónsson voru gefin saman í Háteigskirkju 19. septem- ber sl. Prestur var sr. Pálmi Matthí- asson. Heimili þeirra er í Brúna- stekk 1. Námskeið Sjálf sþekking - Sjálfsðryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaöa persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir einþórsdóttir og Guðfinna Eydal. InnrituR oa nánari npplýsingar í símnn Sáilræðistöðvarinnar. E 623075 og 21110 kl. 11-12. Eitruð vinkona Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Eitraða Ivy („Poison Ivy“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Katt Shea Ruben. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Sara Gilbert, Tom Skerritt, Cheryl Ladd. Eitraða Ivy er myndin sem gera á litlu stelpuna úr E.T., Drew Barrymore, að kynbombu og henni tekst það nokkurn veginn þótt margt annað mistakist. Myndin er þokkalega leikið en afar drunga- legt og þunglamalegt melódrama er snýst í kringum mjög óverulegan söguþráð, sem sennilega hefur ver- ið fórnað fyrir erótískar senur með Barrymore. Hún hagar sér varla eins og hver önnur menntaskóla- stúlka í myndinni en hver hún er og hvað rekur hana áfram til að eyðileggja líf vinkonu sinnar, hrinda helsjúkri móður hennar fram af svölum og tæla föður henn- ar til ástarleikja, virðist aukaatriði. Sara Gilbert úr gamanþáttunum Roseanne leikur lífsleiða stelpu sem kynnist nýrri vinkonu, Ivy, leikin af Barrymore, í skólanum og af því að Ivy er einstæðingur tekur hún hana inn á ríkmannlegt heimili sitt. Fjölskyldulífið þar er ekki upp á marga fiska reyndar; móðirin er dauðvona lungnasjúkl- ingur, faðirinn er alkóhólisti með kjálkasjúkdóm „sem næstum drap Burt Reynolds", eins og hann seg- ir hróðugur, og dóttir þeirra er þunglyndissjúklingur. Óg ekki batnar það þegar hin vergjarna Barrymore fer að hræra í hlutunum og snúa þeim öllum sér í hag. Gilbert leikur mikið til sömu persónu hér og í Roseanne og er sögumaður Eitruðu Ivy. Myndin er kvikmynduð af sama þunglynd- inu og hijáir hana. Mikill hluti hennar fer fram í risastóru húsi foreldra hennar þar sem allt er mjög dauflega lýst og þungbúið enda liggur sannarlega andi hnign- unar og dauða yfír heimilislífínu þótt öllu megi nú ofgera; rigningin dembist úr loftinu og þrumur og eldingar eru tíðar. Ivy, sem Barry- more leikur eins og hún viti ná- kvæmlega allt um kynferðislega ertni, er um tíma litli ljósgeislinn þar til hún fer að haga sér með fyrrgreindum afleiðingum, tekur af vinkonu sinni móðurina, pabb- ann og jafnvel hundinn líka. Útlitið, þótt klisjukennt sé, er ekkert slæmt. Það Sem vantar er meira innihald, nánari útfærslu á persónunum. Myndin er öll um afleiðingar, ekkert um orsakir, svo maður stendur eftir jafnnær. Sag- an nær einhvern veginn aldrei neinu hámarki heldur fjarar smám saman út og skilur mann eftir í nokkurn veginn sömu sporum. Leikararnir standa sig prýðilega í þessu eitraða andrúmslofti. Cheryl Ladd er dauðvona húsmóðirin, Tom Skerritt er faðirinn sem missir skyndilega allt þegar hann fellur fyrir Ivy og Gilbert hefur æfínguna í þunglyndisleiknum úr Roseanne. Stjarnan er þó Barrymore, sem hagnast líka á því að hún virðist sú eina í allri myndinni með lífs- marki. Nunna í nauðiun Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin - Bíóhöllinn: Systrag'ervi — „Sister Act“ Leiksijóri Emile Ardolino. Handrit Joseph Howard. Kvik- myndatökustjóri Adam Green- berg. Aðalleikendur Whoopi Goldberg, Maggie Smith, Harv- ey Keitel, Bill Nunn, Kathy Naj- imy, Mary Wickers. Bandarísk. Touchstone Pictures 1992. Það er virkilega ánægjulegt að fá loksins að sjá eina bestu gam- anleikkonu Bandaríkjanna í hlut- verki henni samboðið, því stað- reyndin er sú að Whoopi Goldberg hefur ekki fengið nándar nærri góð hlutverk hjá kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood í gegnum árin. Gold- berg sló fyrst í gegn á hvíta tjald- inu í hádramatísku hlutverki í The Color Purple en leikkonan er fyrst og fremst gamanleikari sem hefur margsannað sig á sviði, i sjónvarpi og nokkrum afleitum gamanmynd- um, að undanskilinni Draugum, hvar hún stal senunni. í mörgum myndanna hefur Goldberg virkað útá þekju í illa skrifuðum rullum en nú er einhver heima. Því fer þó fjarri að Systragervi sé eitthvert meistaraverk, hún er einfaldlega létt og ljúf gamanmynd sem kann galdurinn að skemmta. Goldberg leikur þriðja flokks söng- konu í slagtogi við skálkin Keitel sem hyggst senda þessa vinkonu sína yfir í eilífðina er hún verður óvænt vitni að ódæði sem hann fremur. Hún nær þó áður fundum lögreglunnar sem hyggst notfæra sér vitnisburð hennar gegn Keitel og felur Goldberg í nunnuklaustri uns réttað verður yfir þijótnum. Næturklúbbasöngkonan passar ekki par vel í kramið hjá systrunum uns hún fær það hlutverk að hressa uppá ömurlegan nunnukórinn. En þá fara hjólin líka að snúast á fullu og skálkarnir komast á spor- ið. Hér er ekki verið að fást við neitt annað og meira en að hressa uppá tilveru áhorfenda í níutíu mínútur, eða svo, og það lukkast prýðilega. Hugmyndin sjálf er fyndin og vel útfærð og það má meira að segja lesa útúr henni örlítinn boðskap til kirkjunnar manna, þ.e.a.s. þeirra mörgu sem álíta að starfsemi guðshúsa eigi öll að vera hin alvarlegasta og sem ábúðamest, en þannig tókst hinni geistlegu stétt að fæla heilu kyn- slóðirnar frá helgidómnum. Búllu- söngkonan er ekki lengi að um- tuma afleitum nunnukómum í fjaðrandi söngflokk sem iðar af Qöri, kyrjandi slagara Guði til dýrðar. Sannkallað krossmanna- stuð. Frábærir aukaleikarar lífga uppá stemmninguna og engin bet- ur en Kathy Najimy, sem virðist alltaf vera við það að springa í loft upp af lífsgleðinni einni sam- an. Maggie Smith er glimrandi góð að vanda í hlutverki abbadísinnar stífu - mótvægi Goldbergs. Mary Wickers er óborganleg sem kór- stjórinn fyrrverandi og Keitel gjör- þekkir skúrkshlutverkið. Farið og skemmtið ykkur, en takið myndina ekki alvarlega. í alla guðanna bænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.