Morgunblaðið - 28.10.1992, Blaðsíða 45
MÖRGUNBIADIÐ MIÐVIKUÐAGUr' 28rGKTÓBER 1992
Váleg tíðindi
Frá Áma Helgasyni:
ÞAÐ er varla sá dagur að fjölmiðlar
flytja okkur yfírþyrmandi tíðindi þar
sem áfengi og önnur eiturefni vaða
uppi og eitra sálir mannanna.
Skýrslur lögreglunnar í Reykjavík,
sem þó eru bara brot af raunveru-
leikanum, segja okkur afdráttarlaust
um eyðilegginguna í þjóðfélaginu af
völdum vímugjafa. Það er ekki nóg
að hin veraldlegu verðmæti séu eyði-
lögð í stórum stíl, fólk komist á von-
arvöl, tapi eigum sínum o.s.frv. held-
ur getur enginn mælt það sálartjón
sem þessi efni valda. Fyrir alla þá
peninga sem eytt er í þessi eiturefni
gæti ísl. þjóðin keypt ótal verðmæti
og lifað við þá heilsubrunna sem
sterkastir eru. Hvað skyldu þeir og
þær vera mörg sem hafa farið fyrr
í gröfina fyrir að hafa álpast til að
ana inn á hina skaðlegu braut?
Og hvað skyldi ísl. ríkið þurfa að
annast mörg flök manna, sem hafa
villst inn á braut skaðræðis og ósjálf-
stæðis. Það eru komin 105 vínveit-
ingahús í Reykjavík og ljóminn
kringum þau hafa margan táldregið,
hinn falski ljómi sem lætur ekki á
sér standa til að auka við tekjur og
eignir þeirra sem alltaf eru til að
afvegaleiða æsku þessa lands. En
svona gengur þetta. Svona er það.
Allir vita það. Enginn sér það, eða
vill ekki sjá það. Gróðinn er fyrir
öllu þótt það kosti eyðileggingu
manndóms og heilbrigðis.
Það eru erfiðir tímar segja menn.
En um leið er fórnað á altari eitur-
efna hryllilega miklum fjármunum
sem mætti nota í uppbyggingu heil-
brigðs mannlífs. íslendingar gætu
þar staðið framarlega ef foringjar
og allir sem vilja æskunni vel stæðu
vel á verði. Það er ekki nóg að segja
æskunni til vegar ef þeir sömu aðil-
ar ganga ekki þann veg sem bent
er á. Og er það ekki ægileg stað-
reynd, um leið' og íþróttir eiga að
bæta manninn, þá skuli jafnvel eftir
hvem sigur boðið upp á eiturveigar
og þannig fagnað því sem áunnist
hefir? Þetta mættu sveitarfélög at-
huga í framtíðinni.
Það er ekki langt síðan að við
bindindismenn treystum kvenþjóð-
inni, hinum veglegu uppalendum að
standa með í erfiðri baráttu. Mikill
hluti o g alltof mikill er sjálfur í drall-
inu og fetar hinn breiða veg. Það
er líka ískyggilegt að maður skuli
hafa það á tilfinningunni að kven-
fólkið sé komið fram úr karlmönnum
í tóbaksnautn og veifandi sígarett-
um. Því miður er þetta að verða stað-
reynd eða orðin og hvemig halda
menn að uppeldið sé í slíkum hönd-
um? Og enn vil ég minna á þá sem
reynsluna hafa og snúnir em við.
Þeir segja eins og bóndinn á Kálfa-
strönd:
Best er að varast vínsins tál
verstu heimsins byrði,
Illt er að hella eitri í sál
ef hún er nokkurs virði.
En hvenær sér þjóðin þetta? Og
er þjóðin hætt að taka guð sinn al-
varlega?
Stór spuming.
ÁRNI HELGASON
Neskinn 2, Stykkishólmi
LEIÐRÉTTIN G AR
Misritun á af-
greiðslutíma
í frétt blaðsins sl. fímmtudag,
22. október um sunnudagsopnun
stórmarkaða misritaðist afgreiðslu-
tími Hagkaups á laugardögum, en
þar er opið frá kl. 10 til 16 á laugar-
dögum.
Halldór starfaði
hjá SÍF
í afmælisgrein Árna Gunnlaugs-
sonar um Halldór M. Sigurgeirsson
í blaðinu í gær var sagt að Halldór
hefði starfað hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna en rétt er að hann
starfaði hjá Sölusambandi íslenskra
fiskframleiðenda.
VELVAKANDI
GLERAUGU
Gleraugu í svörtu hulstri töpuð-
ust miðvikudaginn 21. október.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 32915.
SEXÁRA
FANGELSI
Guðlaug Karvelsdóttir,
Norðurstíg 5, Njarðvík:
Hæstiréttur dæmir tvítuga
stúlku sem er tveggja bama
móðir til þessarar refsingar fyr-
ir að bana sambýlismanni sín-
um. Verknaðurinn virðist, sam-
kvæmt fréttum, hafa verið
óviljaverk þótt um líkamsárás
hafi verið að ræða sem var fram-
in vegna augnabliksæðis er
kringumstæður orsökuðu. Einn
dómaranna, Hjörtur Torfason,
skilaði sératkvæði með ýtarlegri
lýsingu á atburðum og taldi dóm
héraðsdóms eiga að standa. Ég
er honum innilega sammála og
held að fólkið í landinu sé það
líka.
GLERAUGU
Gyllt kvenmannsgleraugu í
dökkrauðu hörðu hylki töpuðust
í vikunni eftir 5. október.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 813520.
FJALLAHJÓL
Svörtu fjallahjóli af gerðinni
Murray var stolið frá Sólheimum
25 sl. fimmtudag. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um hvar hjólið
er að finna eru beðnir að hringja
í síma 682958. Fundarlaun.
BÍLLYKLAR
Bíllyklar á kippu með Heklu-
merki fundust við Aðalsel fyrir
skömmu. Upplýsingar í síma
74035.
HJÓL
Karlmannsreiðhjól, íjallahjól,
hefur verið í óskilum í Keldna-
holti síðan í sumar. Eigandi gefí
sig fram í síma 812230.
DÚKUR
Hvítur dúkur með bláum útsaum
og handheklaðri blúndu var tek-
inn af snúru í Hafnarfirði á
sunnudag. Um er að ræða erfða-
grip sem hefur mikið tilfínninga-
legt gildi fyrir eigandann. Vin-
samlegast hringið í síma 51525
ef dúkurinn hefur fundist.
co
Hótelrekstrarfræði-
menntun í Sviss
Fyrstir til að bjóða viðurkennt svissneskt-ameriskt
prófskírteini á háskólastigi i hótelrekstrarfræðum.
Giörið svo vel og fáið ókeypis róðgjöf/námsmat.
SIMI 90 41 25 81 38 62.
Fax 90 41 25 81 36 50.
Skrifið SFICC Colleges Admissions Office
CH-1897 Le Bouveret.
MUNIÐ
Manor House Hotel
HÓTELREKSTUR ERLENDIS
Stofnun hlutafélags um hótelrekstur erlendis.
Þátttökueyðublöð og upplýsingar hjá
Gulli og Silfri hf., Laugavegi 35,
símar 22013 og 20620 og
Manor House hótel
í síma 90 44 803 605164.
DVELJIÐ Á ÉIGIN HÓTELUM ERLENDIS.
Skilafrestur er til 1. nóvember 1992.
VIP ronVtP • VIP forVIP • VIP fohVIP • VIP forVIP • VIP fobVIP •
ÓDÝR ALVÖRU HÁÞRÝSTIDÆLA
TIL HEIMILISNOTA
Til hreingeminga á húsinu, girðingunni, stéttinni,
garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl.
HUN BORGAR
SIG STRAX
UPP!
■ II 1 VI W I I ■■ I I > !■ ■ 1 V
Skeifan 3h-S(mi 812670
"dlA* dlA“« dlA* dlA**" dlA» dlAa“ dlA» dlA““ dlA»
r
| Meim en þú geturím’ndad þér!