Morgunblaðið - 28.10.1992, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1992
HANDKNATTLEIKUR
Þokkalega sáfttur
við mótherjana
- segirÞorbergurAðalsteinsson, landsliðsþjálfari
ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknatt-
leik er í riðli með Hvíta Rússlandi,
Króatíu, Finnlandi og Búlgaríu í Evr-
ópukeppni karlalandsliða, en dregið
var í riðla í gær. Þetta er í fyrsta sinn
sem keppni þessi fer fram, en það var
-jnýstofnað Evrópusamband sem kom
henni á. Fyrsti leikur íslands íkeppn-
inni hefur verið settur á gegn Króatíu
hér á landi í apríl á næsta ári. Þorberg-
ur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari,
sagðist þokkalega sáttur við mótherja
íslands en hefði þó viljað losna við
annað hvort Króatíu eða Hvíta Rúss-
land. Fyrsta úrslitakeppni mótsins
verður f Portúgal 1. til 15. júní 1994
en þar munu 12 þjóðir berjast um
Evrópumeistaratitilinn í handknattleik.
Þorbergur
rjátíu og fjögur lið taka þátt í
undankeppninni og er þeim
skipt niður í sjö riðla. Liðin leika
heima og að heiman, nema um ann-
að sé samið. Efstu liðin í hveijum
riðli tryggja sér þátttökurétt í úrslita-
keppninni og eitt af þeim sjö liðum
sem lenda í öðru sæti dregst beint
áfram. Hin liðin sex leika um þrjú
laus sæti.
„Hvíta Rússland og Króatía eru
með mjög sterk lið. Eg hefði viljað
losna við annað þeirra og fá léttara
lið í staðinn. Það er nær öruggt að
við leikum við Hvíta Rússland báða
leikina hér heima og það styrkir
okkar stöðu í þeim leikjum. En við
^vitum ekki nákvæmlega hveijir eru
i þessum liðum en það er ljóst að
þau eru mjög sterk. Við ættum að
vinna Finnland og Búlgaríu undir
eðlilegum kringumstæðum. Við erum
að reyna að fá báða leikina gegn
Búlgaríu hér heima en spilum við
Finna heima og að heiman," sagði
Þorbergur.
Eins og staðan er í dag er gert
ráð fyrir að fyrsti leikur íslands í
keppninni verði gegn Króatíu hér á
landi í byijun apríl á næsta ári, eða
strax eftir HM í Svíþjóð. Síðan eiga
Finnar að koma hingað í október og
svo verður leikið gegn Króatíu ytra
strax á eftir. Búlgarar koma hingað
í lok nóvember og spila væntanlega
báða leikina. Hvíta Rússland kemur
í byijun janúar 1994 og spilar báða
leikina og loks er útileikurinn við
Finna um miðjan janúar 1994. Þó
eru möguleikar á, að sögn Gunnars
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
HSÍ, að snúa leikjunum við Finna
við. Ef Islendingar hafna í öðru sæti
í riðlinum verða þeir að leika tvo
úrslitaleiki í mars um sæti í úrslita-
kepgninni í Portúgal.
„Ég er mjög ánægður með að
þessi keppni er nú loks orðin að veru-
leika og hún á eftir að verða geysi-
leg lyftistöng fyrir handboltann, ekki
bara hér á landi heldur einnig í allri
Evrópu. Nú getum við boðið upp á
alvöruleiki i Evrópukeppni þar sem
hver leikur skiptir máli,“ sagði Þor-
bergur.
Drátturínn
KARLAR
1. ríðOl:
Rúmenía, Danmörk, Slóvakía,
Úkraína, Moldavía
2. ríðill:
Ungveijaland, Noregur, Sló-
venía, Litháen, Georgía
3. riðill:
Svíþjóð, Austurríki, Tyrkland,
Eistland, Belgía
4. riðUl:
ÍSLAND, Finnland, Hvíta
Rússland, Króatía, Búlgaría
5. riðUl:
Frakkland, Þýskaland, Hol-
land, Grikkland, ísrael
6. riðUl:
Spánn, Sviss, Lettland, Pól-
land, Kýpur
7. riðUl:
Rússland, Tékkóslóvakía, ít-
alía, Lúxemborg
KONUR
1. riðill:
Pólland, Ungveijaland, Úkra-
ína, Slóvenía
2. riðUl:
Rússland, Ítalía, Portúgal,
ÍSLAND
3. riðill:
Austurríki, Slóvakía, Tyrk-
land, Hvíta Rússland
4. riðUl:
Rúmenía, Svíþjóð, Sviss, Ge-
orgía
5. riðUl:
Noregur, Frakkland, Lettland,
Litháen
6. riðUl:
Danmörk, Spánn, Moldavía,
Króatía
7. riðUl:
Búlgaría, Holland, Tékkósló-
vakía
Eigum að vinna
Ítalíu og Portúgal
- segir Erla Rafnsdóttir landsliðsþjálfari kvenna
ERLA Rafnsdóttir landsliðsþjálfari kvenna íhandknattleik vartiltölu-
lega ánægð með 2. riðilinn í Evrópukeppni kvennalandsliða, riðilinn
sem ísland er f.
Við þekkjum bæði portúgölsku
stelpumar og þær ítölsku og
eigum góða möguleika gegn þeim. A
venjulegum degi eigum við að vinna
báðar þessar þjóðir. Rússana þekkj-
-wn við hins vegar lítið en ég reikna
með að við eigum ekki mikla mögu-
leika gegn þeim,“ sagði Erla í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Hugmyndin hjá okkur er að reyna
að fá báða leikina við Rússa hér
heima í apríl, leika við Ítalíu hér í
lok apríl og Portúgal í byijun októ-
ber. Fara síðan út í síðari hluta októ-
ber og leika við Ítalíu og Portúgal.
Þetta er svona það sem kemur hag-
stæðast út fyrir okkur.
Annars komu dagsetningar Evr-
ópusambandsins mér á óvart því ég
hélt að mótið ætti að byija 1994 en
ekki strax á næsta ári. Þetta setur
strik í reikninginn hjá mér því allur
undirbúningur 'var miðaður við
keppnina ’94.
Eg valdi stóran hóp í fyrra og fjór-
ar úr þeim hópi eru nú þungaðar en
ætluðu að vera tilbúnar fyrir keppn-
ina 1994. Nú breytist það allt saman
því þær verða ekki tilbúnar strax á
næsta ári. Nú þarf maður eiginlega
að byija uppá nýtt,“ sagði Erla.
Þjðlfarar Hafnarfjarðarliðinna, Jó-
hann Ingi Gunnarsson t.v. og Kristján
Arason.
Stúlkurnar á fjög-
urra þjóða mót í Sviss
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik heldur til Svissá
morgun og leikur þrjá leiki þar um helgina.
. Erla Rafnsdóttir hefur valið þrettán stúikur til fararinnar. Marverð-
™ ir verða Halla Geirsdóttir, sem leikur í Noregi, og Fanney Rúnars-
dóttur úr Gróttu. Aðrir leikmenn eru: Inga Lára Þórisdóttir, Halla
Helgadóttir og Valdís Birgisdóttir úr Víkingi. Una Steinsdóttir, Sigrún
Másdóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir koma úr Stjörnunni, ósk Viðis-
dóttir og Inga Huld Pálsdótta koma úr Fram, Laufey Sigvaldadóttir
úr Gróttu, Andrea Atladóttir úr ÍBV og Heiða Erlingsdóttir frá Selfossi.
Á fóstudaginn leika stúlkumar við Litháen, Tékka á fóstudaginn
og Sviss á sunnudaginn. Stúlkumar koma heim á mánudaginn.
."".................... ............-....
Evrópukeppni
Keppmslond
kvennalandsliðsins
Keppmslönd
karlalandsliðsins
Sterkir einstaklingar
Nágrannaslagur
í Hafnarfirdi
ÞAÐ er Ijóst að mjög sterkir
einstaklingar eru f þeim liðum
sem íslendingar drógust gegn
í Evrópukeppni karla, en spurn-
ingin er hins vegar sú hvernig
liðsheildirnar verða þegar á
hólminn verður komið.
Einn allra besti leikmaður liðs
Samveldisins á Ólympíuleikun-
um í Barcelona, stórskyttan Mikha-
íl Jakimovítsj, er Hvít-Rússi og
væntanlega aðalmaður liðsins.
Hann leikur með SKA Minsk.
En frægasti Hvít-Rússinn í hand-
boltaheiminum er þó væntanlega
örvhenta stórskyttan frábæra Alex-
andr Tútskíjn, sem Islendingum er
eflaust að „góðu“ kunnur. Hann
leikur nú með þýska félaginu Essen
og varð bikarmeistari með því sl.
keppnistímabil. Hann meiddist
reyndar mjög alvarlega sl. vetur en
komst á ferðina aftur fyrir lok tíma-
bilsins og hefur nú náð fyrri styrk.
Hefur verið frábær með Essen und-
anfarið. Enn er þó ekki vitað hvort
hann gefur kost á sér í landslið
Hvíta-Rússlands eður ei.
Lítið er vitað um hveijir skipa lið
Króatíu, en þekktasti leikmaður
liðsins er líklega Iztok Puc. íslend-
ingar mættu Króötum í landsleik í
Þýskalandi sl. sumar, og lauk leikn-
um með jafntefli, 25:25.
Finnar hafa ekki átt sterku liði
á að skipa en í því er einn besti
handboltamaður heims í dag, Mich-
ael Kállmann hjá Wallau Massen-
heim, sem varð þýskur meistari og
sigraði í IHF-Evrópukeppninni í
fyrravetur. Kállmann var að flestra
áliti besti leikmaður þýsku úrvals-
deildarinnar sl. vetur.
Lið Finna varð í 6. sæti í síðustu
B-heimsmeistarakeppni, í Austur-
ríki fyrr á árinu, og Búlgaría varð
í 10. sæti.
Mlchael Kállmann, leikmaðurinn
frábæri sem talinn var besti leikmað-
urinn í þýsku úrvalsdeildinni sl. vetur.
Langbesti leikmaður Finna.
Alexandre Tutskíjn, örvhenta
stórskyttan sem gerði íslendingum oft
skráveifu með landsliði Sovétríkjanna.
Verður hann með í EM?
Heil umferð verður í 1. deild karla
í handbolta í kvöld, sjöunda
umferðin.
Leikur kvöldsins er án efa leikur
nágrannanna úr Hafnarfiðri, FH og
Hauka. Oft hefur verið talað um
nágrannaslag eða viðureign stóra og
litla þar sem FH er í hlutverki þess
stóra.
Staða liðanna fyrir leikinn í kvöld
er þannig að FH er í efsta sæti ást-
amt Val með níu stig, fjóra leiki
unna, eitt jafntefli og eitt tap. Hauk-
arnir hafa hins vegar sjö stig í sjötta
sæti, hafa sigrað í þremur leikjum,
gert eitt jafntefli og tapað tveimur.
Það má búast við hörkuleik því
Haukar hafa gert flest mörk allra í
deildinni það sem af er, 160 talsins
og FH er þar í öðru sæti með 157
mörk. FH-ingar hafa fengið á sig
145 mörk en Haukar 140.