Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 4

Morgunblaðið - 29.10.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992 Þrír af fjórum verðbréfasjóðum Fjárfestingafélagsins Skandia Hlutdeildarskírteini lækka um þriðjung er opnað verður eftír viku Eignir sjóðanna miðaðar við að selja þurfi þær tafarlaust, segir Friðrik Jóhannsson framkvæmdastjóri Skandia ÞÓRÐUR Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka íslands, segir að farið hafi verið yfir þá útreikninga sem liggi til grundvallar ákvörðun Fjárfestingarfélagsins Skandia um nær þriðjungslækkun á gengi hlutdeildarskírteina í þremur af fjórum verðbréfasjóðum félags- ins og bankaeftirlitið geri ekki athugasemdir við niðurstöðu stjórnar félagsins eða þær forsendur sem liggi henni til grundvallar. Að mati bankaeftirlitsins sé engin hætta miðað við þetta gengi á að eigendum hlutdeildarskirteina verði mismunað. Þórður sagði að bankaeftirlitið hefði farið yfir útreikninga Fjárfest- ingarfélagsins og kannað þær for- sendur sem gengið sé út frá, en auð- vitað skipti verulegu máli hverjar kringumstæður séu hjá sjóðunum. Allar aðstæður hefðu breyst verulega á síðustu þremur vikum frá því sjóð- ir félagsins lokuðu bæði hvaða varð- aði hugsanlega innlausn skírteina og annað því tengt. „Eignir sjóðanna eru grundvöllur þess að greiða út eigendum hlutdeild- arskírteina og það skiptir gífurlega miklu máli hvort það þarf að um- breyta þessum eignum í peninga með skömmum fyrirvara, eins og ástæða er til að ætla að kunni að verða. Miðað við ýtrustu varúðarkröfur sem þarf að gera undir þeim kringum- stæðum er þetta ekki óeðlileg niður- staða miðað við þær eignir sem eru í sjóðunum," sagði Þórður. Hann sagði að um leið og kæmi í ljós hveijar innlausnirnar verða breytist forsendumnar fyrir útreikn- ingnum á genginu. Hann benti á að samkvæmt reglugerð um útreikning á verðmætum hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum sé einmitt að finna vísbendingar um hvemig eigi að meta verðmæti hlutdeildarskírteina við þær aðstæður sem hafi skapast í tengslum við þessa verðbréfasjóði. Þórður sagði að gengi skírtein- anna væri ákaflega varlega reiknað og það ætti að öðru jöfnu að geta hækkað. Hins vegar hafi bankaeftir- litið lagt áherslu á að það ástand geti ekki varað nema í mjög skamm- an tíma að ekki sé hafin sala á nýjum hlutdeildarskírteinum. Bankaeftirlit- ið gangi út frá því að það komist á jafnvægi á sjóðina mjög fljótlega. „Verði fmmvarp til laga um verð- bréfasjóði sem nú er til meðferðar á Alþingi að lögum munu rekstrarskil- yrði og allar aðstæður í rekstri verð- bréfasjóða breytast í veigamiklum atriðum," sagði Þórður ennfremur. í lögunum er gert ráð fyrir að sjóðirn- ir verði að fjárfesta í skráðum verð- bréfum á Verðbréfaþingi fyrir að minnsta kosti 90% af ráðstöfunarfé sínu. Eignir metnar á staðgreiðsluverði Friðrik Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélagsins Skandia, segir að nauðsynlegt sé, miðað við þær aðstæður sem hafí skapast, að meta eignir verðbréfa- sjóðanna miðað við það verð sem myndi fást fyrir þær ef selja þyrfti þær tafarlaust. Verið sé að meta eignir á staðgreiðsluverði sem ætti að fást gott verð fyrir ef nægur tími gæfist til að koma þeim í verð. Þetta þýði að hagsmunir eigenda hlutdeild- arskírteina sem ekki innleysi skír- teini sín séu vemdaðir. Friðrik sagði að innlausn hæfist í næstu viku og þangað til gæfíst svig- rúm til að ræða við viðskiptavini, útskýra þessa breytingu og koma ró á starfsemi fyrirtækisins. „Eg á síðan von á því, þar sem eignimar eru mjög strangt metnar, að gengi skír- teinanna geti hækkað vemlega á næstunni." Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegt að lækka gengi skírteinanna strax í byijun um það sem nýtt mat eigna gaf tilefni til, sagði Friðrik, að þegar hætt hefði verið innlausn, hefði verið orðinn svo mikill órói í kringum reksturinn á fyrirtækinu að annað hafí ekki verið hægt. „Það er fullljóst að það hefði verið betra ef yfírlýsingar allar og aðgerðir hefðu verið hófsamari og nákvæmari." Friðrik sagði að Skandia hefði ákveðið að draga til baka kröfu um riftun á kaupunum af Fjárfestingar- félaginu og deila um kaupverðið færi í gerðardóm eins og ráð væri fyrir gert í kaupsamningnum. Skan- dia hefði fullan hug á að starfa af krafti á þessu sviði hér á landi. „Eft- ir að Skandia kemur inn í þetta er okkur ekki lengur heimilt að fjár- festa í öðru en bréfum sem skráð em á verðbréfamörkuðum og em auðseljanleg. Þeir gera mjög strang- ar kröfur í sambandi við sína fjárfest- ingarstefnu og ég reikna með því að við fömm mjög fljótlega að kynna nýja verðbréfasjóði sem fjárfesta jafnt í innlendum verðbréfum og er- lendum, enda ekki mikið úrval af verðbréfum hér heima sem við getum fjárfest í miðað við þá fjárfestingar- stefnu sem okkur er sett. Síðan er ljóst að í sambandi við fijálsa lífeyris- sjóðinn verður alveg á næstunni boð- ið upp á nýjungar, þar sem tengdar verða samán tryggingar og lífeyris- spamaður," sagði Friðrik að lokum. Samkomulag um mannaskipti í stjórn Gísli Öm Lámsson, forstjóri tryggingafélagsins Skandia ísland, segir að það hafi verið samkomulag milli hans, Ragnars Aðalsteinssonar, hæstarréttarlögmanns og Leifs Vict- orins, forstjóra Skandia, að þeir tveir fyrmefndu fæm úr stjórn verðbréfa- markaðarins vegna neikvæðrar um- fjöllunar um íjárfestingarfélagið Skandia til að skaða ekki vátrygg- ingafélagið. Þannig vildu þeir leggja áherslu á og undirstrika að þama væri um tvö aðskilin félög að ræða og að þeir menn sem hefðu stjómað verðbréfafyrirtækinu síðustu mánuði yrðu að leysa þau vandamál sem hefðu komið upp. Ákvörðunin um gengislækkunina sé alfarið á ábyrgð eigenda og stjómenda fyrirtækisins. Það sé alrangt sem látið hafí verið í veðri vaka í fjölmiðlum að þeir Ragnar hafí verið látnir víkja úr stjóminni og hann vísi slíkum dylgj- um algerlega á bug. Hann sé með samning um það að vera yfirmaður Skandia á íslandi til ársins 1998 og á því sé engin breyting. Hér fer á eftir fréttatilkynning Fjárfestingarfélagsins Skandia í heild: „Stjóm Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. hefur ákveðið að hefja viðskipti með hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum í vörslu félagsins fímmtudaginn 5. nóvember næst- komandi. Þá hefur stjóm verðbréfa- sjóðanna ákveðið að lækka gengi hlutdeildarskírteina í þremur sjóðum af fjórum. Ástæður gengislækkunar- innar eru tviþættar. I fyrsta lagi hafa tilteknar eignir verðbréfasjóð- anna frá fyrri tíð rýrnað og er gengis- lækkunin af þessum sökum um 5-7%. í öðm lagi em eignir verðbréfasjóð- anna metnar á markaðsvirði en slíkt er í samræmi við reglugerð um inn- lausnarvirði samkvæmt staðli EEC, en sú lækkun nemur um 26%. Heildarlækkun á gengi hlutdeild- arskírteina í Verðbréfasjóðnum verð- ur þannig 33,5%, en gengi skírteina í Marksjóðnum mun lækka um 32% og gengi í Tekjusjóðnum mun lækka um 31,6%. Gengi bréfa í Skyndi- sjóðnum munu ekki lækka, en inn- lausnir þeirra verða takmarkaðar fyrst í stað. Eignir sjóðanna em þær sömu og áður. Samkvæmt skýrslum endur- skoðenda vora þær of hátt metnar um 5-7%. Þær eignir sem taldar voru of hátt metnar em keyptar inn í sjóð- ina löngu áður en Skandia tók við rekstri Fjárfestingarfélagsins. Við- bótargengislækkun er því tilkomin vegna staðgreiðslumats á eignunum, og mega eigendur sem eiga hlutdeild- arskírteinin áfram búast við að gengi þeirra hækki sem þessari lækkun nemur ef ekki þarf að koma til sölu á öllum eignum mjög fljótlega. Rétt er að taka fram að eignir Fijálsa lífeyrissjóðsins em traustar og hafa eigendur hans ekkert að óttast, enda uppbygging sjóðsins með öðmm hætti en verðbréfasjóð- anna. Stjóm Fijálsa lífeyrissjóðsins verður sú sama og áður. Försákringsbolaget Skandia, Stokkhólmi, er eigandi Fjárfestingar- félagsins Skandia hf. og meirihluta- eigandi í Vátryggingafélaginu Skan- dia hf. Félagið hyggst auka starfsemi sína hér á landi á sviði vátrygginga og fjármálaþjónustu. í því sambandi hafa verið gerðar breytingar á stjóm Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. og stjómum sjóða í vörslu félagsins. Stjóm félagsins skipa Werner I. Rasmusson, stjórnarformaður, Leif Victorin, Leif Passmark, Torbjöm Jakobsson og Friðrik Jóhannsson. í sljóm verðbréfasjóðanna em Þórður S. Gunnarsson, stjómarformaður hrl., Wemer I. Rasmusson og Gunn- ar S. Bjömsson. Gísli Örn Lámsson er forstjóri Vátryggingafélagsins Skandia hf., sem hefur verið í mik- illi sókn á vátryggingamarkaðnum og mun hann einbeita sér að vátrygg- ingastarfseminni. Ragnar Aðal- steinsson mun sem fyrr gegna störf- um lögmanns Skandia hér á landi þar á meðal vegna ágreinings félags- ins við fyrri eigendur verðbréfafyrir- tækisins. Hann er jafnframt stjómar- formaður í vátryggingafélaginu. Stjóm verðbréfasjóðanna hefur samþykkt að selja ekki fyrst um sinn ný hlutdeildarskírteini í sjóðum, til að tryggja að sú ávöxtun sem skír- teinin munu bera á næstunni skili sér aðeins til núverandi eigenda þeirra. Rétt er að benda þeim sem hyggja á innlausn skírteina sinna, nú þegar sjóðirnir opna á ný, að með því afsala þeir sér þeirri ávöxtun sem skírteinin munu bera á næstunni og munu um leið auka ábata annarra eigenda hlutdeildarskírteina í sjóðun- um. Er því eigendum skírteina í sjóð- unum ráðlagt að halda að sér hönd- um um sinn, þvi líkur benda til að ávöxtun í sjóðunum verði góð á næstunni. Eins og kunnugt er standa deilur á milli núverandi og fyrrverandi eig- enda Fjárfestingarfélagsins Skandia og á þessari stundu liggur ekki fyrir hver niðurstaða þeirra verður. Ef svo fer að fyrri eigendum verði gert að greiða núverandi eigendum skaða- bætur, hefur Försákringsaktiebola- get Skandia, ákveðið að láta þær renna óskiptar til verðbréfasjóðanna og hækka þannig um leið ávöxtun hlutdeildarskírteinanna. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarfé- lagsins Skandia munu eftirleiðis að- eins fjárfesta í skráðum verðbréfum samkvæmt viðurkenndum staðli Skandia og er sú ákvörðun í sam- ræmi við alþjóðlega fiárfestingar- stefnu fyrirtækisins." VEÐUR I DAG kl 12.00 Heimild: Veðurstofa Islands (8yggt é veðurepá kl. 16.15 í gær) l/EÐURHORFUR I DAG, 29. OKTOBER YFIRLIT: Yfir Bretlandseyjum er 975 mb víðáttumikii lægð, en 1.022 mb hæð suðvestur af landinu. Heldur dregur úr frosti. SPÁ: Fremur hæg vestanótt á landinu. Smáél eða slydduél Vestan- lands, en bjart veður um austanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Minnkandi nv-átt um landið a-vert en hæg breytileg um landið v-vert. Él á na-landi en annars bjart veður. Hiti um eða rétt undir frostmarki. HORFUR Á LAUGARDAG: Vaxandi sa-átt með slyddu eða rigningu sv- lands en þurrt og nokkuð bjart veður na-til. Hægt hlýnandi. HORFUR Á SUNNUDAG: Na-átt og snjókoma á Vestfjörðum en suölæg átt annars staðar. Slydduél sv-tíl en léttskýjað á NA-landi. Hiti rétt yfir frostmarki. Nýir veðurfregnatímar: 1.30,4.30,7.30,10.45,12.45,16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o ▼ Heiðskirt r r r r r r r r Rigning •a Léttskýjað * / * * r / * / Slydda •& Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka riig.. FÆRÐA VEGUM: <Ki;i7.3ofg»rj Þjóðvegir landsins eru yfirleitt ágætlega greiðfærir, en þó er víða hálka á vegum svo sem á Hellisheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku og Holtavörðu- heiði. Á Vestfjörðum er hálka og snjór án fyrirstöðu á heiöum og fjallveg- um en Hrafneyrarheiði er þó aöeins fær jeppum og stærri btlum. Á Norðurlandi er hálka á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Víkurskarði en Lágheiði er ófær. Þá er hálka og snjór án fyrirstöðu víða á Norðaustur- landi og á fjallvegum á Austfjörðum. Öxarfjarðarheiði og Hellisheiði eystri eru aðeins færar jeppum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i 6tma 91-631600 og íorænnilif fl I grænni Ifnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEII ki 12.00 í gær að ísl. tm -'Hitl vedur Akureyri +1 skýjað Reykjavik +1 léttskýjað Bergen 7 skýjað Helalnki 0 skýjað Kaupmannaböfn 8 léttskýjað Narssarssuaq 0 alskýjað Nuuk 0 alskýjað Osló 0 alskýjað Stokkhólmur 1 skýjað Þórsböfn 8 skýjað Algarve 20 skýjað Amsterdam 10 léttskýjað Barceiona 21 hálfskýjað Berlín 8 rignlng Chicago 4 léttskýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 8 skýjað Glasgow 6 skúrásið.klst. Hamborg 9 skýjað London 10 léttskýjað tosAngeles 18 skýjað Lúxemborg 7 skúr á síð.klst. Madríd 17 skýjað Malaga 23 hálfskýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 3 skýjað NewYork 7 léttskýjað Orlando 19 þokumóða Paris 10 skýjað Madelra 22 léttskýjað Róm vantar Vfn 14 skýjað Washington 9 alskýjað Winnipeg +3 skýjað I l I I L i i i \ i i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.