Morgunblaðið - 29.10.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
7
Akranes
íbúar fjölbýlishúss
vilja kynda með
olíu auk hitaveitu
Lög og reglugerðir veita hitaveitum
einkarétt á að kynda hús á svæði þeirra
ÍBÚAR í fjölbýlishúsinu Vallarbraut 1-3 á Akranesi hyggjast í til-
raunaskyni frá mánaðamótum kynda hús sitt með olíu meðfram
hitaveitu og telja sig með því ná fram aukinni hagkvæmni en þó
einkum bættum hita í húsið, að sögn Guðlaugs Helgasonar, for-
manns húsfélagsins. Hann sagði við Morgunblaðið að auk þess sem
hitaveitan væri dýr, kostnaður fyrir 25 daga í september hefði
numið 91 þúsund krónum, hefði illa tekist til við að halda húsinu
heitu á vetrum eftir tilkomu hennar. Samþykkt hefði verið að
hefja tilraunir með að kynda með olíu og yrði það fyrst í stað
notað ásamt hitaveitukerfinu en til greina kæmi að skipta alveg
yfir í olíu. Húsið var byggt á tíma olíukyndingar á Akranesi og
er því til allt sem þarf til kyndingarinnar og stofnkostnaður eng-
inn. Húsfélagið hefur þegar keypt olíu og látið dæla á tank við
húsið og er stefnt að því að hefja kyndingu um mánaðamót. Sam-
kvæmt reglugerð um hitaveituna eru þeir húseigendur sem eiga
kost á hitaveitu skyldugir til að skipta við hana og styðst sú reglu-
gerð við ákvæði í orkulögum frá 1967.
Ingólfur Hrólfsson hitaveitustjóri
segist ekki hafa heyrt beint frá íbú-
unum hvað fyrir þeim vaki með
þessu en það sem hann hafi heyrt
frá öðrum gefi til kynna að mis-
skilningur sé á ferðinni. Hann
kvaðst hafa óskað eftir fundi með
þeim um málið og sagði engar
ákvarðanir hafa verið teknar um
hvort hitaveitan notfærði sér í þessu
máli þann einkarétt sem fyrrgreind
lög veita henni.
Guðlaugur Helgason kvaðst
sjálfur ásamt fleiri íbúum hafa
mælt með því að ráðist yrði í kostn-
að við að bæta úr hitastýrikerfi
hússins en meirihlutinn hefði viljað
skipta í olíu enda ættu þeir sem
lengst hafa búið í húsinu góðar
minningar frá tímum olíukynding-
ar. í Skagablaðinu á Akranesi hefur
verið haft eftir Ingólfi Hrólfssyni
hitaveitustjóra að samkvæmt reglu-
gerð um hitaveituna sé öllum hús-
um í bænum skylt að skipta við
hana, en Guðlaugur sagði að húsfé-
laginu hefðu engin viðbrögð borist
frá hitaveitunni. Hins vegar vissi
hann um fleiri hús í bænum þar sem
olíukynding væri notuð auk heits
vatns og einnig væri vitað um hús
sem hefðu aldrei verið tengd við
hitaveituna.
Ingólfur Hrólfsson hitaveitustjóri
sagði við Morgunblaðið að hann
teldi áhuga íbúanna á að kynda
með olíu á misskilningi byggðan;
væri hita í húsinu áfátt sé unnt að
leysa það með eðlilegu viðhaldi
stýrikerfis eða meiri vatnskaupum.
Þótt telja megi sér trú um með því
að líta fram hjá rekstrarkostnaði
kyndingartækjanna að peningar
spöruðust með olíukyndingunni
Akranes
sýndi raunhæfur samanburður að
hitaveitan sé a.m.k. 10% ódýrari,
miðað við núgildandi olíuverð. Ing-
ólfur sagði að hitaveitan væri, eins
og aðrar slíkar, sameign allra íbúa
sveitarfélagsins og mikilvægt og
óhjákvæmilegt að allir tengist henni
og taki þátt í að borga niður þann
kostnað sem miklar fjárfestingar
við veituna hafi haft í för með sér
en um 80% tekna fer í fjármagns-
kostnað. Með því að segja sig úr
í tillögu Eggerts Jónssonar borg-
arhagfræðings er gert ráð fyrir að
ráðið verði í 20 störf við þrif og hrein-
gerningar á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs og í 20 störf við endurnýj-
un girðinga á barnaheimilislóðum á
vegum Dagvistar barna og f sam-
vinnu við embætti gatnamálastjóra.
Kostnaður við endurnýjun girðing-
anna er áætlaður 10,5 millj. en kostn-
aður við umrædd störf á vegum
viðskiptum við hitaveituna sé ein-
ungis verið að velta kostnaði sem
allir eigi að bera sameiginlega yfir
á herðar annarra.
Ingólfur sagði að í bænum væru
einstaka hús utan hitaveitu á svæð-
um sem búið hefðu við rafhitun fyr-
ir daga hitaveitunnar. Þar hefði ver-
ið veittur langur aðlögunartími enda
fylgdi því hundruð þúsunda kostnað-
ur fyrir hvern íbúðareiganda að
skipta úr rafhitun í hitaveitu.
íþrótta- og tómstundaráðs er áætlað-
ur 2,5 millj.
í bókun Óh'nu Þorvarðardóttur,
Nýjum vettvangi, sem lögð var fram
í borgarráði er vakin athygli á að
tillaga Nýs vettvangs um 500 millj.
kr. lántöku til að bregðast við erfiðu
atvinnuástandi sé óafgreidd. Tillagan
feli einnig í sér framkvæmdaáætlun
af hálfu borgarinnar, en hér skorti
á stefnumótun til lengri tíma.
Sæstrengsviðræður
Reykjavíkur
Landsvirkjun
fylgist með
ÞESS ER ekki að vænta að stjórn
Landsvirkjunar taki afstöðu til
samninga annarra aðila um hag-
kvæmniathugun á orkusölu um
sæstreng frá íslandi fyrr en fyrir
liggja niðurstöður athugana
Landsvirkjunar og markaðsskrif-
stofu iðnaðarráðuneytisins, segir
í bréfi forstjóra Landsvirkjunar
til borgarsljóra. Borgarráð hefur
samþykkt að vísa afgreiðslu hag-
kvæmniúttektar um sæstrengs-
verksmiðju til borgarstjórnar.
I bréfi Halldórs Jónatanssonar,
forstjóra Landsvirkjunar, til Markús-
ar Arnar Antonssonar borgarstjóra
er vitnað til fundar í byijun mánaðar-
ins með borgarstjóra, en hann sátu
einnig Aðalsteinn Guðjohnsen raf-
magnsstjóri og dr. Jóhannes Nordal.
Þar var rætt um hagkvæmniathugun
á orkusölu um sæstreng frá íslandi
til Hollands, ásamt tengdum verkefn-
um. Kom þar fram að enn stendur
yfir tæknileg hagkvæmniathugun
sem Landsvirkjun hefur ráðið Pirelli
og Vattenfall Engineering AB til að
gera á lagningu sæstrengsins frá
Islandi til Bretlandseyja. Þá hefur
markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneyt-
isins og Landsvirkjunar gert samning
við Caminus Energy Ltd. og Sumi-
tomo Bank um athugun á því hvern-
ig best verði staðið að því að laða
fjárfesta til þátttöku í sæstrengs-
verkefninu.
„Athuganir annarra aðila en
Landsvirkjunar á hagkvæmni hugs-
anlegs orkuútflutnings eiga að sjálf-
sögðu fullan rétt á sér og eru góðra
gjalda verðar. Þess er þó ekki að
vænta að stjóm Landsvirkjunar taki
afstöðu til samninga annarra um
athuganir sem þessar fyrr en fyrir
liggja niðurstöður fyrrnefndra at-
hugana Landsvirkjunar og markaðs-
skrifstofunnar. Landsvirkjun hefur,
af framangreindum ástæðum, áhuga
á því að fylgjast vandlega með fram-
vindu þessa máls og óskar góðs sam-
starfs við Reykjavíkurborg þar að
lútandi," segir ennfremur í bréfinu.
Reykjavík
Aukafj árveitmgn veitt
til fjörutíu nýrra starfa
BORGARRÁÐ hefur samþykkt 13 milljóna króna aukafjárveitingu til
að unnt verði að ráða 40 manns, 20 konur og 20 karla, til starfa hjá
borginni í tvo mánuði, eða frá 1. nóvember til næstu áramóta.
NYJAR VORUR
sprenghlægilegu verði
ra o co ■
Peysur á ............ ... krTOO,-
Bolir á
Buxur ú ... kr.l 00,-
Skór ú
Skyrtur ó ........... ... kr.l 00,-
Barnajakkar ó ...
LEIKFONG, BUSAHOID, FATNAÐUR, SKOR
Herraleðurskór......kr.990fa
Kvenleðurskór....... kr. 990,-
Leður inniskór....... kr.500,■
Leður heilsuskór....kr.500fl
Sportskór..........kr.500,1
Hælaskór.............. kr.500,-!
tilbOÐSSPRENGJa
Handklæði
50x100 6 i pk____kr.990,-
Handklæði ___
70x130 3 i pk..„. kr.990,"
Night & Day
sængurverasett..... kr.990,■
0P|NN VIRKA DAGA
FRA Kl. 12.00 TIL 18.00
LAMGARDAGA
FRA KL. 10.00 TIL 14.00
SPRENGIMARKAOURINN,
SN0RRABRAUT 56,2. HÆÐ.
SÍMI 16132.