Morgunblaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1992
'7
Hin sértæka athöfn
„Næmishyggjuteningiir“ 1978, ál, kopar og brons.
________Myndlist_____________
Bragi Ásgeirsson
Undanfarið hefur Listasafn ís-
lands kynnt verk eftir Jóhanrt
Eyfells myndhöggvara sem um
árabil hefur verið búsettur í Or-
lando, Flórída, þar sem hann er
prófessor við University of Centra
Florida, sem áður nefndist Florida
Technological University.
Þótt Jóhann hafi dvalist fjarri
heimahögum í nær aldarfjórðung,
er hann vel þekkt stærð í hér-
lendri myndlist, í öllu falli meðal
þeirra sem fylgjast grannt með
framvindu hennar. Hann var mik-
ill áhrifavaldur meðan hann
kenndi við MHÍ á árunum
1964-69, og notaði afburða vel
þann sundurlausa og knappa tíma,
sem ætlaður var til kennslu í
myndmótun. Jafnfraint tókst hon-
um að vekja áhuga, vinnugleði,
frumkvæði, athafnasemi og aga
meðal nemenda, sem telst veigur-
inn í allri æðri myndlistarkennslu.
Margur mun minnast þessa
umbrota- og uppgangstímabils á
flestum sviðum innan skólans með
nokkrum söknuði og var mikill
skaði að myndmótun skyldi ekki
verða að sérgrein við skólann á
þessum árum og raunar enn fyrr.
Hefði handleiðslu Jóhanns við
mótun slíkrar sérdeildar notið við,
hefði það vafalítið haft mikil og
afgerandi áhrif á framþróun högg-
myndalistar hérlendis. En hér höf-
um við eins og á svo mörgum
öðrum sviðum þjóðfélagsins verið
að spara aurana en henda krónun-
um og uppskerum samkvæmt því.
En saga skólans, er einnig saga
margra glataðra tækifæra til að
rótfesta samfelld vinnubrögð með
það markmið að leiðarljósi, að
þjálfa næmi og snertiskyn nem-
enda, sem ekki gerist nema á
löngu samfelldu ferli, en það er
ekki til umræðu hér. En þetta er
reifað vegna þess, að Jóhann legg-
ur einmitt mikið upp úr næmis-
hyggju (receptualism), sem þó
gengur langt út fyrir hinn almenna
ramma snertiskynsins og tengist
öflum, sem hann álítur að hafi
ekki fengið táknræna merkingu.
Þannig séð væri kannski hægt að
skilgreina hana sem eins konar
framlengingu fingurgómanna á
sama hátt og Matisse skilgreindi
teikninguna er hann sagði, að hin
teiknandi hönd mannsins væri
framlenging sálarinnar.
Það er ekki vonum fyrr, að
Listasafn íslands kynnir þennan
listamann, en gjarnan hefði mátt
fórna meira rými í þessa kynn-
ingu, þótt ekki hefði hún öll þurft
að fara fram innan veggja safns-
ins. Rýmisverkum hefði t.d. verið
hægt að koma fyrir á afmörkuðu
svæði á borgarlandinu og jafnvel
fleiri en einu.
I öllu falli bjóst ég við mun yfir-
gripsmeiri kynningu en við blasti
er ég skundaði á vettvang nýkom-
inn að utan, en vegna bókunarmis-
skilnings á flugi út til íslands og
þarmeð sólarhrings seinkunar var
opnunarathöfnin illu heilli afstað-
in, er mig bar að garði. Við Jó-
hann og fleiri vorum félagar og
samheijar um ýmsar breytingar
innan MHÍ á miklum geijunará-
rum og jafnframt í sýningarnefnd
FÍM, og því hafði ég dijúgan metn-
að til þess að vera á staðnum.
Skráin sem gefin hefur verið út
í tilefni sýningarinnar er mikils-
verð viðbót við sýninguna og kynn-
ir samhengið í list Jóhanns allvel,
en hún hefði þó mátt vera skilvirk-
ari og ná aftur til fyrstu sýningar
hans hér heima, í Selvogsgrunni
10. En sýningin er auðsjáanlega
ekki hugsuð sem yfirlitssýning
heldur fyrst og fremst kynning á
afmörkuðu sviði sem listamaður-
inn mun helst hafa viljað halda
fram. Sýningarskráin nær hins
vegar yfir mun lenga tímabil, en
hinar mörgu svart-hvítu myndir
segja þó í flestum tilvikum ekki
nema hálfa sögu. Þá kynnir skráin
viðhorf Jóhanns til eigin athafna
mjög vel í rituðu máli. Það hefur
því afar mikið að segja, að þeir
sem hafa áhuga á að meðtaka og
skynja list hans festi sér skrána
og lesi það sem þar er skrifað og
þá einkum viðtalið við listamann-
inn, sem er mjög hispurslaust.
Jóhann er einn þeirra lista-
manna, sem segja má að séu á
aðra röndina heimspekingar, og
hann gerir sér far um að kryfja
athafnir sínar og finna þeim rök-
rænt samhengi. Hugmyndafræði-
legi grunnurinn að baki verkanna
er Jóhanni þannig afar mikils virði.
{ núlistum eru þeir ekki svo
fáir sem virkja náttúruöflin í gerð
verka sinna og við vitum um mál-
ara, sem létu málverk sín veðrast
í bókstaflegum skilningi, en án
þess að hugmyndin væri önnur,
en að gæða þau svip fyllingar. En
að sjálfsögðu var þetta einmitt að
virkja tímann eins og menn myndu
orða það núna. Og þá vita allir
hvernig myndastyttur og rýmis-
verk hvers konar veðrast. Þá hafa
sumir málarar leikið það, að setja
sérstakar olíur og þurrkefni í ein-
staka fleti málverka til að ná fram
vissum áhrifum, sem á stundum
Sindri Freysson
Jónas Þorbjarnarson
Ljóðabækur eftir
tvo unga höfunda
Ljóðabækurnar Andartak á jörðu
eftir Jónas Þorbjarnarson og
Fljótið sofandi konur eftir Sindra
Freysson eru komnar út. Þetta er
fyrsta ljóða Sindra, en bók Jónas-
ar er önnur ljóðabók hans.
í kynningu útgefanda um bók
Sindra segir meðal annars: „Ljóð
Sindra mynda samslungna heild hvað
varðar þema og tíma. Þau kallast
stöðugt á, en röð þeirra og stígandi
gefa slitrur af frásögn til kynna, h'kt
og þegar samfelld myndröð er brotin
upp í fáein eldsnögg svipleiftur og
áhorfanda látið eftir að yrkja í eyð-
umar.“
Um bók Jónasar segir meðal ann-
ars í kynningunni: „Ljóð Jónasar
geyma skýrt dregnar myndir af
manni og heimi: landi, sjó, stundum
lágum bæ. Og svo sem höfundi er
einkar lagið að kalla landið fram í
ljóð sín, þá leikur hann af þokkafullu
öryggi með hljóm tungunnar."
Utgefandi er Forlagið. Andar-
tak á jörðu er 40 bls. Valgarður
Gunnarsson listmálari gerði kápu-
mynd. Prentsmiðjan Oddi hf. prent-
aði og kostar bókin 1.980 krónur.
Fljótið sofandi konur er 60 bls. Þorri
Hringsson gerði kápu. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði. Verð bókarinnar
er 1.780 krónur.
Til sölu eða leigu
175 fm á 2. hæð í SmiðSbúð 8, Garðabæ. Alno-eldhús
er á hæðinni og húsið í toppstandi. Hæðin er laus nú
þegar og hentar vel fyrir hverskonar skrifstofur, litla
heildsölu, snyrtistofu o.m.fl.
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
Upplýsingar í síma 656300 og á kvöldin 38414.
Söngkennsla í anda
Shinichi Suzuki
Næstkomandi laugardag og sunnudag stendur Tónlistarskóli ís-
lenska Suzuki-sambandsins fyrir kynningarnámskeiði um söng-
kennslu í anda móðurmálsaðferðar Shinichi Suzuki.
í fréttatilkynningu segir að
söngkennsla samkvæmt móður-
málsaðferð Suzukis sé nýjung í
heiminum, að hún byggi á svipuð-
um forsendum og kennsla á hljóð-
færi eftir móðurmálsaðferð, það
er að tónlist er kennd á svipaðan
hátt og móðurmálið. í hljóðfæra-
námi er lögð er áhersla á að nám-
ið hefjist snemma og foreldrar eru
virkir þátttakendur í náminu.
í söngkennslu hefja bömin ekki
námið heldur byija mæður og feð-
ur að koma í tónlistartíma á síðari
hluta meðgöngu, þar sem þeim er
kennd raddbeiting og sönglög. Eft-
ir fæðingu barnsins halda foreldrar
áfram að hittast í söngtímum
ásamt barninu þannig að söngur-
inn er frá upphafi verkefni sem
öll fjölskyldan tekur þátt í.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er
finnska söngkonan Paivi Kukkam-
aki sem hefur þróað þessa aðferð
í Finnlandi. Mun hún kynna rann-
sóknir sínar og fara yfir námsferli
kennslunnar. Námskeiðið stendur
frá kl. 10-16 laugardaginn 31.
október og sunnudaginn 1. nóvem-
ber og fer fram á ensku. Nám-
skeiðssalur er salur Félags ís-
lenskra hljómsveitarmanna að
Rauðagerði 27.
Námskeiðið er ætlað tónlistar-
og tónmenntakennurum, fóstrum,
foreldrum ungra barna, svo og öll-
um sem áhuga hafa á söng og
tónlistaruppeldi. Upplýsingar og
innritun eru á skrifstofu Tónlistar-
skóla íslenska Suzukisambandsins,
Brautarholti 4 (austurenda), sími
15777, fax 651777, alla virka daga
kl. 9-13, á þriðjudögum og fimmtu-
dögum einnig kl. 16.30-17.30.
Drög að svínasteik
EGG-leikhúsið hefur hafið æfingar á leikritinu Drög að svínasteik
eftir franska rithöfundinn Raymond Cousse. Sýningin er unnin í
samvinnu EGG-Ieikhússins og Þjóðleikhússins.
Drög að svínasteik er einleikur.
Persóna leiksins er svín sem bíður
slátrunar. Svínið fjallar um líf sitt
og drauma, frelsi og ófrelsi, skyldur
og hlutverk í lífinu. Svíninu er ekk-
ert svínslegt óviðkomandi og á
meðan á biðinni stendur hugleiðir
það - og leikur með miklum geð-
sveiflum - öll svið hins svínslega
lífs: kynlíf, geldingu, menntun, gildi
þroskans og ástina, svo eitthvað sé
nefnt.
í fréttatilkynningu segir að Drög
að svínasteik hafi verið á fjölunum
víða um heim og Raymond Cousse
er talinn athyglisverður leikritahöf-
undur í Frakklandi hin síðari ár.
EGG-leikhúsið á tíu ára afmæli um
þessar mundir. Af því tilefni hefur
tekist samvinna milli leikhúsanna.
Viðar Eggertsson er í hlutverki
svínsins. Leikstjóri er Ingunn Ásdís-
ardóttir. Snorri Freyr Hilmarsson
gerir leikmynd og búninga. Kristján
Árnason þýddi leikritið. Frumsýn-
ing er fyrirhuguð í Þjóðleikhúsinu
um jólin.